Morgunblaðið - 27.06.1946, Síða 2

Morgunblaðið - 27.06.1946, Síða 2
2 ■’ -t—r-ffi'í? MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. júní 1946 JN ýi“ maðurinn vill gamla Framsóknarþrældóminn Reykvíkingar vilja síst samstjórn Framsóknar og Alþýðuflokks LOKS KOM AÐ ÞVI, að Alþýðuflokkurinn færi að yngja sig upp. Stefáni Jó- hanni var með öllu útskúfað af lista flokksins hjer í bæ og Haraldur Guðmundsson settur í vonlaust sæti. En „nýr“ mað ur settur í efsta sætið. Svo hefir verið að sjá af Alþýðublaðinu, sem minnstu máli skipti, hver ,.nýi“ mað- urinn væri. Bara að vera laus við þá Stefán og Harald. Fólkið þekkir Stefán best. Þess vegna alveg burt með fiann! Farið að slá í „nýja“ manninn. Sannleikurinn er og sá, að eísti maður lista Alþýðu- flokksins hefir ekkert sjer til ágætis annað en það að vera „nýr“. En þó er hann ekki nógu nýr. Gylfi Þ. Gíslason hefir haft afskipti af þremur málum, sem almenningi eru hugleik- in: Lýðveldisstofnuninni, •stjórnarmynduninni og verð- lagsmálunúm Það er nú nógsamlega kunnugt, að Gylfi var annar helsti forystumaður undan- haldsins í sjálfstæðismálinu. Hann hjelt því þá ófeiminn -fram, að Islendingar ættu ekki að stofna lýðveldi 17. júní 1944. Þjóðin hafði úrtölur hans að engu, en almenningur man eftir framkomu hans þá. Hitt er ekki eins kunnugt en engu síður satt, að Gylfi Þ. Gíslason var einn af þeim Albýðufl.m., senv ásamt Guð- mundi I. Guðmundssyni og Hannibal Valdimarssyni harð ast börðust gegn þátttöku flokks síns í núverandi stjórn. Litlar vinsældir mun hann hljóta af bví hjá Reyk- vílángum. Loks er Gylfi einn þeirra, sem árum saman hefir verið á launum hjá ríkinu tíl að halda niðri háu verðlagi. Eru mönnum fá afrek hans kunn í því starfi, önnur en þau, að hann fullyrðir nú um kosn- ingarnar, að verðlagið sje allt of hátt. Sannar það fvrst og fremst, að Gylfi hafi eigi verið vaxinn þeim vanda, er hann þáði laun fyrir. Hsigsjónalaus moð-suða. Utan þessara þriggja mála hefír almenningur ekki orðið þess var, að Gylfi legði mikið til þjóðmálanna'. Þess vegna biðu ýmsir með eftirvæntingu orða hans við útvarpsumræð- urnar. En hjá þessum boðbera „nýja tírnans" fór ekki ýkja mikið fyrir hugsjónunum. Þieir, sem tekið höfðu mark á gumi Alþýðuflokksins um „nýja“ manninn urðu fyrir miklum vonbrigðum. 1 Hið helsta, sem hann hafði fram að færa var upplestur úr ræð- um ýmsra manna er haldnar voru um það bil er dósentinn var kornbarn. Skipti það til- tölulega litlu, þó að ekkert af þes3u komi vitund við því, sem nú er um deilt. Hitt skipti meiru máli, að hug- myndaauðgin var. ekki meiri en að aðaluppistaðan var útúr- snúningur á tuttugu ára gömlum orðum ýmissa merkra manna. Hvergi var minnst á höfuð- stefnur eða hugsjónir. Allt sparðatíningur og nart. Eng- in grein gerð fyrir afstöðu Alþýðuflokksins til aðkall- andi vandamála eða fyrirætl- ana hans um stjórn landsins. Engan fýsir í Alþýðuflokkseymdina. Þetta er og það, sem Gylfi og fjelagar hans síst vilja ræða um. Óvildin til Sjálfstæðis- manna skín út úr hverju orði þeirra. Á þann veg eru þeir Gylfi, Guðmundur í. og Hannibal að reyna að undir- búa það, er hugur þeirra þrá- ir: Samvinnuna við Fram- sókn. Þessir menn vita ósköp vel, að ef þeim tekst að spilla á milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðismanna er það Framsókn einni til hags. Það er von þeirra., að þá verði liðsstyrkur Framsóknar og Alþýðuflokks svo mikill, að þau geti í sameiningu myndað stjórn, svo sem þau gerðu 1934. En almenningur fjekk nóg af óstjórninni 1934—1938. Hann fýsir ekki aftur í þá eymd atvinnulevsis og úr- ræða-^fátæktar, sem ein- kenndi samstjórn Alþýðufl. og Framsóknar. Sjálfstæðismenn ná því bezta úr Alþýðuflokknum. Gylfi Þ. Gíslason heldur, að það sje áhrifaríkt að lesa upp 20 ára gömul ummæli andstæðinga sinr.a. En hann gleymir því, að Alþýðuflokks- menn eru nú í öll þessi ár búnir að reyna að snúa út úr þessum orðum og ófraégja Sjálfstæðismenn af þeim sök- um. — Þetta hafði þýðingu á með- an fólkið hafði ekki reynt stjórn Alþýðuflokksins. En eftir reynsluna frá 1934— 1938 þýðir ekki með áratuga- gömlum tilvitnunum að sanna að stefna Sjálfstæðisflokks- ins sje almenningi óhollari en stefna Alþýðuflokksins. Með þessu er ekki sagt, að ékki sje sumt einhvers nýtt hjá Alþ'ýðuflokknum. Hann er sem flestir aðrir sambland af illu og góðu. Reynsla síðustu ára hefir einmitt sýnt, að Sjálfstæðis- flokkurinn er megnugur þess að teygja fram hið besta, sem í Alþýðuflokknum býr. Alveg eins og allt hið versta braust út á meðan hann vann með Frctmsókn. Áætlanir Framsóknar um gengislækkun. En þeir fjelagarnir Gylfi Þ. Gíslason, Guðmundur I. Guð- mundsson, Hannibal Valdi- marsson o. fl. sýnast hafa tek- ið ástfóstri við lökustu hlið- arnar á flokki sínum. Þeir eru ólmir í að slíta samvinn- unni við Sjálfstæðismenn og jafnákafir í samstarf við Framsókn. Það var eftirtektarvert, að í eitt af þeim fáu skiptum, sem Gylfi hvarf frá hinni tutt- ugu ára gömlu uppsuðu, þá var hann að hræða menn með gengisfalli. Enda reyndi hann að telja mönnum trú um, að hættan í þeim efnum stafaði frá Sjálfstæðismönnum. Nú veit Gylfi ósköp vel, að því fer víðsfjarri, að Sjálfstæðis menn hafi nokkrar slíkar ráðagerðir í huga. Þvert á móti. En Gylfa er hitt þó enn kunnugra, að Framsóknar- flokkurinn hefir haft til íhug- unar mjög róttækar ráðstafan ir í þessu efni. Hefir innan þess flokks verið samin áætlun um að lækka krónuna stórlega 1 því skyni að taka til ríkissjóðs ríflegan hluta- af fjáreign lardsmanna. Fjöldinn styður S j álf stæðismenn. Vegna hins nána samstarfs síns við Framsókn eru fáir þessu kunnugri en einmitt Gylfi Þ. Gíslason. Engu að síður þegir hann um þessar áætlanir en skrökvar upp fyrirætlun'um Sjálfstæðism. í þessa átt. Fátt sýnir betur, hvað inni fyrri býr, en einnig af hverj- um heilindum er mælt. En í þessu stoðar enginn fláttskapur. Almenningur vill síst af öllu, að hin gamla ó- stjorn Alþýðuflokks og Fram sóknar vakni á ný. Fyrri leiðtogar Alþýðu- flokksins mistu einmitt til- trú fólksins vegna of náins samstarfs síns við Framsókn, og þeim tókst aldrei að rjetta sig við, þrátt fyrir síðari yfir- bót. Þeir „nýju“ menn, sem ekkert úrræði sjá annað en þessa gömlu martröð eiga sannarlega ekki v on á miklu fylgi almennings. Allur fjöldi manna fylkir sjer nú um Sjálfstæðisflokk- inn af því að frá honum ein- um er að vænta þeirrar for- ystu, sem þjóðin þarfnast. Eftirtekiarverð þingtíðindi kommúnlsla Þeir hlýða fyrirskip- unum „Kominfern“ í þjóðernismálum i — Mestrán Thoroddsen virðsst hnrla ókunn- nsg Ilokki ssnum FRK.KATRÍN THORODDSEN vann þann eið í út- varpið í gær við alt, sem hún sagði sjer heillagt: „Að flokksbræður hennar tækju engum fyrir- mælum erlendis að“ og minnast menn þess ekki, að fyrr hafi verið svo að nokkrum flkkoi sorfið, að til slíks hafi þurft að grípa. Mikils þótti nú við þurfa. Samtímis skýrði ungfrúin frá því, að hún hefði verið svo viðutan á Alþingi í vetur, að hún hefði þessvegna aldrei tekið til máls. Ætli hún hafi ekki verið viðutan oftar? A M.K VERÐA MENN að vona, að sú sje skýringin á svardaga hennar nú. Því að jafnvel í þjóðern- ismálunum er afstaða kommúnista slík, að þeir þurfti í þeim að fá áminningu frá Komin- tern. Frá þessu var skýrt 1 „Pólitískri ályktun II. þings Kommúnistaflokks íslands“. Álit þjóð- ernismálanefndar II. þings Komrnúnistaflokks- íslands hefst með þessum orðum: ,,FRÁ KOMINTERN HEFIR oftar en einu sinni komið fram gagnrýning á afstöðu Kommúnista- flokks íslands til þjóðernismálsins, t. d. í brjefi POLSEKR: nóv. 1931 og nú nýlegaí brjefi SKLSíf Síðan er gerð grein fyrir „aðfinslunum“ og loks hátíðleg „samþykt“ um að taka nú „forustuna í sjálfstæðisbaráttunni“, þar sem m. a. er getið um þýðingu íslands fyrir Sovjet-lýðveldin. HVERNIG MUNDI vera um ,,sjálfstæði“ þess flokks, sem þarf „gagnýrning“ og „aðfinslur“ frá Kom- intern til að fá rjetta nskilning á sjálfstæðis- baráttu sinnar eigin þjóðar? Það er gott fyrir kommúnista, að sumir frambjóðendur þeirra eru svo viðutan, að þeir fylgjast ekki einu sinni með því sem gerst hefir á flokksþingunum, hvað þá hinu, sem gerist á lokuðum klíkufundum einræðisherra flokksins. EIÐSTAFUR KATRÍNAR THORODDSEN í gær- kvöldi verður ekki skilinn á annan hátt en þann, að hún hafi ekki vitað hvað hún var að segja eða gera. Munið æskulýðsfund Heimdallar í Sjálfstæðshúsnu í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.