Morgunblaðið - 27.06.1946, Síða 9

Morgunblaðið - 27.06.1946, Síða 9
Fimtudagur 27. júní 1946 MORGUNBLAÐI0 9 Eistland undir þrældómsoki Rússa FYRIR nokkru var blaðamað ur frá Morgunblaðinu staddur á kaífihúsi hjer í bænum og heyrði þá að þrír menn við næsta borð töluðu saman á ein- kennilegu tungumáli, sem vakti forvitni hans. Vildi hann vita hvaða tunga þetta væri og brá sjer á tal við mennina Spurði þá á ensku hvaða mál það væri sem þeir töluðu og varð af eft- irfarandi viðtal. — Hverrar þjóðar menn eruð þjer, og hvaða mál var þetta, sem þið voruð að tala? — Við erum sjómenn og ræddum saman á móðurmáli okkar, en það er Eistlenska. — Þið eruð þá frá Eystra- saltslöndunum. — Já, við erum Eistlending- ar. Víða getur maður hitt fólk, sem ruglar Eistlandi og íslandi saman. Og þegar við segjum hvaðan við sjeum, þá segja margir við því. Jú, einmitt, frá íslandi, þessu norðlæga landi. Það er mjög erfitt að útskýra þetta fyrir fólki, — að þetta sje ekki hvortveggja sama landið. — Mjer þætti gaman ef þið vilduð segja mjer eitthvað um föðurland ykkar. Fáir íslend- ingar hafa komið til Eystra- sáltslandanna. — Það er nú heldur erfitt að segja nokkuð þaðan núna, þar sem þjáningar hafa gengið yfir landið allt frá tímum fyrir þessa nýafstöðnu styrjöld. Og þær hafa verið miklar, og er alls ekki sjeð fynr endann á þeim enn. Fyrir síðasta stríð hafði Eistland verið sjálfstætt síðan 1918 og var nefnt „Rebublic Estonian11. Og lifðu íbúar lands íns í friði og farsæld. Nágranni okkar í austri voru hin voldugu Sovjetríki, eða hið svo kallaða bolsjevikka-Rússland. Og síð- an hafa Rússar tvisvar sinnum hernumið land okkar og við höfum ekki getað fengið þaðan neinar tæmandi fregnir, því svonefnt „járntjald“ skilur yfir ráðasvæði Russa frá öðrum hlut um heims. Við höfum verið ár- um saman burtu frá Iandi okk- ar, sumir fóru þaðan meira að segja fyrir stríðið. — Og hvenær var land yðar hernumið eða tekið í fyrra skiptið? Eistland var hertekið af Rúss- um í fyrra skiptið árið 1940, það er að segja á þeim tíma, þegar styrjöld var milli Þýskalands og Vesturveldanna, en Sovjet- ríkin og Þýskaland Hitlers voru bestu fjelagar, eða að minnsta kosti fullvissuðu hvort annað um að þau hefðu ekkert annað en frið í hyggju. Hernámið var framkvæmt þann 21. júní 1940. Jeg mun aldrei gleyma honum. Rússnesku hersveitirnar, — rauði herinn hafði nokkrum dögum áður farið yfir landa- mæri okkar samkvæmt ein- hverju samkomulagi, sem gert hafði verið milli stjórnar okkar í'og Sovjet stjórnarinnar. Sam- kvæmt því samkomulagi máttu rússnesku hersveitirnar fara aðeins til þeirra stöðva, sem um var samið, en Sovjetrikin vildu einnig taka stjóm landsins í sín ar hendur. Þann 21. júní um morguninn brunuðu rússneskir skriðdrekar inn í Tallinn, höf- uðborg lands vors. Ráku rúss- Viðtal við þrja eistlenska sjómenn neskir hermenn alla verka- menn út úr verksmiðjum og urðu allir að fara í halarófu inn í miðbæinn, og átti þar að stofna til mótmælafundar gegn stjórnarfyrirkomu.lagi landsins. Jeg verð aftur að leggja áherslu á það, að þetta var samkvæmt skipun Rauða hersins, en ekki samkvæmt skoðunum nje vilja fólksins. Verkamennirnir gengu við hlið rússneskra skriðdreka þar til komið var á torgið í miðri borginni, hið svonefnda „Frelsistorg". Þegar allir voru þangað komnir, klifraði rúss- neskur foringi úr rauða hern- um upp á skriðdreka og hjelt þar ræðu, sem hann las upp af blöðum. „Við verkamenn heimt um vinnu og brauð. Við heimt- um nýja stjórn, aðra stjórn fyr- ir verkamennina o. s. frv. Þetta gekk hálfa klukkustund, og það var fyrsti hálftíminn í ,,frelsi“ Sovjetríkjanna. Það var ekkért um það spurt, hvort verkamenn vildu hafa þær breytingar sem Rússar komu á, — þetta var skipun frá Moskva, sem Rauði herinn framfylgdi. Og þetta „mikla frelsi“ þjakaði okkur hverja stund meir, eftir því sem tímar liðu fram. Daginn eftir að landið var hernumið, stóð í rússnesku blöðunum, ,,að eist- lenskir verkamenn hefðu losað sig úr viðjum kapítalismans og þrælahaldi hans“. Það var mikið grátið í Eistlandi á þess- um dögum, en það kom ekki alveg heim við frjettirnar í „Pravda“. Og þetta var fyrra hernám Rússa og það stóð fram á haustið 1941, er Þjóðverjar hernámu landið, því á þessu ári byrjaði stríðið milli Sovjet- ríkjanna og Þýskalands og urðu Rússar þetta haust að hörfa úr öllum Eystrasaltslönd- unum og miklu af Evrópurúss- landi líka. — Ög hernámið sjálft? — Þetta voru hryllilegir tím- ar, hryllilegri en jeg get með orðum lýst. Én til þess að geta fengið einhverja hugmynd um þessa tíma, verð jeg að reyna að lýsa stjórn Rússa. En þetta var svo langt að jeg efast um að þjer trúið irðum mínum, því venjulega er það svo, að þeir sem ekki hefir reynt þrenging- arnar eiga erfitt með að trúa öllu um þær, þegar þeim er lýst. Sumir halda að allt sem sagt sje, sje stjórnmálaáróður. En svona er nú sannleikurinn. Jeg skal nú reyna að gera grein fyrir atburðunum Straks eftir hernámið tóku Rússar til starfa á tveim sviðum. Þeir mögnuðu áróður. Loforð þeirra voru meiri en óskir nokkurs manns. Þeir lofuðu hærra kaupi, betri lífsskilyrðum, meiri mentun og aliskonar fríðindum. Og allt ótti þetta aðeins að vera fyrir verkamennina, en í Sovjetríkj- unum sögðu þeir að allir væru verkamenn, — líka bankastjór- arnir og iðnjöfrarnir!? — En öll þessi loforð þeirra voru pappírsgögn, sem aldrei var dreymt um að framkvæma. Þeir efldu ógnarstjórn. Hún var meiri og harðari, en við höfðum getað gert okkur grein fyrir. Handtökurnar byrjuðu um leið og hernámið hófst og altaf var verið að handataka menn allan hernámstímann á enda. Og það voru ekki aðeins forvígismenn þjóðarinnar og efnamennirnir. sem teknir voru höndum, heldur líka margir verkamenn. Venjulega voru handtökurnar framkvæmdar að næturlagi og fólkið dregið út úr rúmum sínum. GPU-menn- irnir, sem framkvæmdu hand- tökurnar sögðu glottandi við fólkið að þeir hefðu þann heið- ur að fara með það á stöð NKVD rússnesku leynilögregl- unnar. Þetta fólk sem var hand tekið, hafði ekkert af sjer gert anr.að en hafa sínar skoðanir, en þó kom sjaldan neitt af því aftur til heimila sinna. Enginn var öruggur um sig, hvort hann myndi ekki verða tekinn í nótt, eða þá næstu nótt og farið með hann til lögreglunnar rúss- nesku. Þessar ógnir náðu hámarki sínu dagana 13. og 14. júní 1941, á þessum tveim dögum voru handteknar 66 þúsundir manna í landinu, meðal þeirra öldung- ar og kornbörn. Allt þetta fólk var sett á járnbrautarvagna, fjölskyldurnar skildar að; karl- ar settir í.sjerstaka vagna, kon ur og börn í aðra. og síðan var ferðinni heitið til Síberíu. Þetta var allt miklu hrylli- legra en því verði með orðum lýst. Járngrindur voru fyrir gluggum og dyrum allra vagn- anna, og voru þar engin þæg- indi, ekk^rt drykkjarvatn nje salerni. Margir dóu á leiðinni, en áfram var haldið, •—- til Síberíu. — Og því verð jeg að bæta við, að jeg hef hvergi kynnst jafn miklum mun á á- róðri og veruleika, eins og hjá Rússum. Hið svonefnda frelsi var aðeins til á pappírnum, og ritstskoðunin ákaflega ströng. Altaf er stagast á því í útvarpi að verkamennirnir í Sovjetríkj- unum lifi frjálsu og hamingju- sömu lífi, og sjeu tíðum að krefjast þess, ,,að vinnudagur- inn sje lengdur“. Raunveru- leikinn er samt sá, að verka- menn Sovjetríkjanna eru sár- fátækir og lifa við slík kjör, að það er varla hægt að gera sjer þau í hugarlund. Fyrir kaup sitt geta þeir ekkert fengið nema brýnustu nauðsynjar, og árið 1945 um jólaleytið var vinnudagurinn í Leningrad frá 12—14 klukkustundir. — Og þýska hernámið? — Var mjög svipað því rúss- neska. Þó var þar einn munur á. Þjóðverjarnir höfðu enga Síberíu, — og hvert gátu þeir þá flutt fólkið. Annars mátti segja að hernámin líktust hvort öðru eins og tveir vatnsdrop- ar. — Og þýsku fangabúðirnar. Þaðan hefir heyrst svo margt hryllilegt? — Það er allt saman satt. Á þeim stöðum bar margur eak- laus maður beinin. En líka var mikið um slíkar fangabúðir í Sovjetríkjunum, líklega fullt eins mikið og í Þýskalandi. — Það voru nýjar fregnir. Hvaðan vitið þjer það? — Má jeg kynna. Þetta er fjelagi minn, sem var í 8 mán- uði í þýskum fangabúðum, en þessi fjelagi minn hjerna var hálfan fimmta mánuð í rúss- neskum fangabúðum. Við höf- um reynt sitt af hverju og vit- um allir að þetta eru engar ýkjur. Við vitum orðið hvað er raunveruleiki og hvað áróður. — Og hvenær hernámu svo Rússar Eistland í annað sinn? — Það var um haustið 1944. Þá hörfaði þýski herinn á burt. Og síðan vitum við mjög lítið um föðurland okkar. Á þeim tímum flýði þaðan hver sem mögulega gat. Þetta voru skelfi legir tímar. Allir sem gátu flýðu land, ríkir og fátækir, embættis menn og verkamenn, ungir og gamlir, konur og börn. Fólkið flýði á skipum, á fiskibátum og' róðrarbátum. Fæstir gátu tek- ið nokkuð annað með sjer, en fötin, sem þeir stóðu í. Mikill hluti þessa fólks komst til Sví- þjóðar, nokkrir til Danmerkur, einnig fáeinir til Finnlands, en margir fórust líka á leiðinni. I lok þessa árs tilkynnti rúss- neska útvarpið, að um 130.000 eistlenskir bændasynir væru á leiðinni til Rússlands, til þess að hjálpa til við viðreisn hinna eyddu bygða Sovjetríkjanna sem „sjálíboðaliðar“. — Við höfum fyrir löngu kvnnst slíkri „sjálfboðavinnu“ og vitum hvernig hún er. Þetta sögðu eistlensku sjó- • mennirnir. Þeir hafa mikið reynt, verið hraktir burt úr föð- urlandi sínu, og fara nú um höfin landlausir, en ættjörð þeirra er í fjötrum, sem þeir vita ekkert, hvenær verða leystir. Danska landsliðið gegn Islendingum er nú skipað í því eru sex sem kepplu gepn Svíum á sunnudaginn og unnu. SAMKVÆMT skeytum, sem borist hafa frá Khöfn, hefir stjórn danska knattspyrnusambandsins nú valið í landslið það, sem á að leggja af stað til íslands með Dr. Alexandrine þann 10. júlí n. k. en búist er við að þeir leggi aftur af stað heim flugleiðis þann 24. júlí. — Eru í liðinu 6 af þeim mönnum, sem sigruðu Svía á sunnudaginn var, en hitt allt kunnir knattspyrnu- menn. Ýmsir gátu ekki komið vegna útgjalda og tíma- leysis. Varamenn eru 7, flest landsliðsmenn. Var lið þetta valið í fyrrakvöld. Liðið er þannig: Ove Jensen (B 93) Poul Petersen (AB) Aksel Petersen (KFIJM) Ivan Jensen (AB) L. Nielsen (Frem) H. Bronée (ÖB) Karl A. Hansen (AB) Áage R. Jensen (AGF) L. Sörensen (B93) K. Christiansen (Frem) H. Lyngsaa (KB) V aramennirnir. Varamenn eru þessir: Eg- on Sörensen (Frem), lands- liðsmarkmaður Dana um mörg ár, Knud Bastrup Birk (AB), vinstri bakvörður í landsliðinu 3 undanfarin ár, Olaf Carstensen (Fremad Amager), Vilhelm Andersen (OB), Jörgen ’W. Hansen (KB), einhver sá innherji danskur, sem • best þykir »byggja“ upphlaupin, Knud Lundberg (AB) einn kunn- asti knattspyrnumaður Dana nú um stundir, aðallega fyrir tæknikunnáttu og ritverk um knattspyrnu. Hann er íþrótta ritstjóri blaðsins Informa- Landsliðið sjálft. tion og ljek á móti Norðmönn I Ove Jensen, sem verður í um síðast og Svend Harder marki, er nú talinn besti (AGF), sem leikið hefir í markmaður Dana og ljek Jandsliðinu nokkra leiki og hann bæði móti Norðmönn- er tahnn jafnhæfur hvar sem um og Svíum. Það gerði líka er í sókninni. | Framh. á bls. 11 Karl Aage Hansen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.