Morgunblaðið - 27.06.1946, Side 12

Morgunblaðið - 27.06.1946, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. júní 1946 -- Meðal annara orða... Framhald af bls. 8 kjörin brjóstvörn í frelsismál- um okkar. Engum blöðum er um það að fletta, að Reykvíkingar yf- irleitt og þjóðin öll vill ekki sætta sig við fyrirskipanir, frá einum eða neinum um það, að framtíðar flugmiðstöð landsins verði í sjálfri Reykjavík, að einmitt bæjarstæði Reykjavík- ur verði valið til þess úr þeim 100.000 ferkílómetrum lands, sem íslendingar hafa yfir að ráða. Það mun ekki líða á löngu þangað til fast verður að því sótt, af öllum almenningi, hvaða orsakir kunni að liggja til þess, að kommúnistar vilja fyrir hvern mun þenja út Reykjavíkurflugvöllinn eins og landslag framast leyfir, enda þótt þeir viti, að flugvöllur þessi var bygður í óþökk bæj- armanna, og ekki eru liðin nema fá missiri, síðan bæjar- búar voru mánuðum saman í yfirvofandi lífshættu einmitt vegna þess að flúgvöllurinn var hjer. Reykvíkingar hafa ekki gleymt því, er þeir fengu um það leiðbeiningar frá herstjórn- inni, eftir hvaða vegum þeir ættu að ganga,-ef til kæmi, að þeir teldu það vænlegast til þess, að bjarga lífi sínu að flýja heimilin og halda með pjönk- ur sínar upp í heiðalöndin hjerna í nágrenninu, upp á von og óvon. Manni skilst á kommúnist- um, ekki síður en ýmsum öðr- um, að svo slysalega geti far- ið enn fyrir mannkyninu, að stríð skylli á. Hvers vegna skyldu komm- únistar vilja hafa aðalflugvöll- inn í höfuðstaðnum, ef ósköpin dynja yfir að nýju? — Já, en Sigfús Sigurhjart- arson hefir mótmælt, og sagt, að hann vilji engan flugvöll hjer. — Jú, Sigfús hefir reynt að þvo hendur sínar. En þ$ð er ekki í fyrsta sinn, sem hann bregður sjer út af Moskvalín- unni til þess að ginna fólk til fylgis við flokk hans. Flokksmenn hans eru hættir að taka mark á honum — hafa þakkað honum hliðarhoppin með því að reka hann frá Þjóð- viljanum. Því það eru ,,línu- mennirnir'’ sem ráða meðal kommúnista. En Reykjavíkur- tiugvöllurinn er „á línunni1' hvernig sem á því stendur. Sigur Sjálfstæðisflokksins tryggir áframhaldandi þróun og vaxan di velmegun KosningabarJlttan er nú í algleymingi. Hvers kyns nag og nagg á sjer stað milli manna. Enda erum við allir meira eður minna pólitískar verur, en baráttuaðferðirnar eru eins margvíslegar og menninir eru margir. Sjómenn hafa til þessa eigi blandað sjer svo mjög í stjómmála þrætur, en sú skoðun virðist nú vera að vakna að þeir geti orðið þáttakendur í þeim leik. Það sem er á dagskra hjá þjóð vorri í dag er framtíð henn- ar og gengi. Hvemig snúast skal við málunum sem fram- undan eru, en að mínu viti ekki svo mjög fortíðin, þá hlið málsins og þau sjónar- mið læt jeg aðra um. En með því að jeg veit að nú- tíðin felur í sjer fyrirheit um framtíðina þá vil jeg út frá þeim forsendum segja nokk- ur orð um það stærsta mál er jeg tel að vaka þurfi yfir og leysa, með festu og þjóð- hollustu. Og það er, hvernig við best tryggjum hið eigin- lega sjálfstæði þjóðarinnar, inná við og útá við, en mjer skilst að lausnin felist í al- hliða nýsköpun á sviði at- vinnulífsins, og sjálfstæðum en hyggilegum samskiptum við aðrar þjóðir, ekkert rjettindaafsal, en markviss- ar framfarir. Auknar sigling- aráeiginskipum. Nýskipfull komin að útbúnaði með öll- um þeim bestu tækjum til öryggis og afkasta-aukningar sem völ er á. Áframhald á hafnargerðum og hafnarbót- um, þar sem vit er í að leggja í slíkan kostnað, undir eftir- liti sjerfróðra manna. Bætt og aukið vitakerfi og hvers- kyns samgöngubætur á landi sjó og í lofti. Kappkostað sje að byggja og klæða okk- ar fagra land, auka gróður Útvarpsræða Ásgeírs Sigurssonar þess og ræktun, þar sem er vit í því, að slíkt sje gjört. í öllu þessu sje gætt hins fyllsta samræmis og tækni- vísindin tekin 1 þjónustu at- vinnulífsins á öllum sviðum. Og hverjum er þá trúandi til þess að hrynda í fram- kvæmd slíkum stórstigum framförum, og fullgjöra það sem þegar er í framkvæmd. En þetta þarf að gjöra ef hagsæld og menning á að aukast og blómgvarst í þessu landi. Jeg svara hiklaust: Sjálfstæðisflokknum. Engum nema víðsýnum og þjóðhollum mönnum gat tek- ist að sameina hin óskyldu sjónarmið um þær stórstígu framfarir er stjórn landsins nú beitir sjer fyrir. Hinir bestu kraftar stjórnarflokk- anna hafa skilið þörfina á framförum og samvinnu fólksins í landinu, og hafa því tekið höndum saman til þess að leysa þennan vanda. Fyrir lipurð og forgöngu forsætisráðherra. Það sem um er að ræða við þessar kosningar er ekki fortíðin, en það hvort landið á að fylgjast með á fram- farabrautinni, og vera í framstu röð athafna og menningarþjóða, hvort hjer á að vera atvinna fyrir alla, og hver að bera það úr být- um að honum megi vegna vel. Enda sje þá gustur sá er nú fer um dali og hóla aðeins kosningafyrirbrygði. Eða hvort nú skuli enn hald- ast innanlandsdeilur sem valda kyrstöðu og öru til niðurdreps hverri þjóð. Eng- in þjóð sem á í innanlands- deilum getur vænst þess að skipstjóra halda heiðri sínum og frelsi óskertu. Góðir íslendingar til sjávar og sveita, sjómenn og aðrir landsmenn konur og karlar. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forustuna um stofnun Lýð- veldis á íslandi. Eftir nærri sjö alda áþján varð þjóðin frjáls, er ekki frelsið fyrir öllu. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forustuna um samstjórn atvinnurekenda og hinna vinn andi stétta í landinu fyrir at- beina og ötula forustu hinna víðsýnustu og bestu manna innan flokksins. Fyrir atbeina sömu manna mun takast að tvöfalda fiski- skipaflotann á næstunni og fjórfalda verzlunarflotann. Slíkar staðreyndir tala sínu máli. Eins og menn rekur minni til þá voru það samtök sjó- manna í F.F.S.I., sem ávalt hafa verið á verði um sjá- varútvegsmálin síðan sam- tökin urðu til og komu með hinar ákveðnu tillögur um að leggja til hliðar af innstæð- um í erlendum bönkum 300 miljónir króna til nýsköpun- arinnar og stjórnarflokkamir undir forustu Sjálfstæðis- flokksins, tóku vel í þessar tillögur og hófu framkvæmd- ir. Einnig má minna á Síldar- verksmiðjur, frystihús og niðursuðuverksmiðjur, þar sem allstaðar eru að skap- ast nýir möguleikar til hag- sældar fyrir fólkið sem í landinu býr. í sambandi við nýju fiski- skipin sem verið er að byggja í Englandi vil jeg að eins segja þetta: Allt hjal um þau verði ekki samkvæmt nútíma kröfum er þau koma, er markleysa ein. Samkvæmt upplýsingum öruggra og trú- verðugra manna, úr samtök- um sjómanna, sem voru við- staddir er fyrsta skipið hljóp af stokkunum, og sjeð hafa alla uppdrætti, þar sem til- lögur sjómanna til umbóta höfðu verið teknar til greina. Verða þau í alla staði þau best búnu skip sem byggð hafa verið í Englandi, og bú- in öllum þeim nútíma tækj- um sem reynsla og dómgreind mælir með, að þau sjeu búin. Þeir sem besta aðstöðuna hafa til áframhaldandi áhrifa á þau framfaramál sem jeg hefi umgetið eru vissulega stærsti stjórnmálaflokkurinn og sá sem mesta ábirgðin hef- ir á þeim. Ef sú stjómarstefna sem nú er, á að haldast, og það á hún, með öruggri forustu Sjálfstæðisflokksins, þá er um að gjöra að sigur Sjálf- stæðisflokksins verði sem mestur við í hönd farandi kosningar, því að með því er tryggt að friður mun haldast í landinu. Með hyggilegri utanríkis- þjónustu, alhliða viðskipta- samningum við erlendar þjóð ir, og þann vanda er Sjálf- stæðisflokkurinn best trú- andi til að leysa, svo að í lagi sje, mun í þessu landi skap- ast tímabil, mikilla framfara, menningar og hagsældar sem vissulega á að vera hið æðsta mark allra góðra íslendinga. Að lokum vil jeg minna sjómenn á að það var fyrir góðan og drengilegan stuðn- Framh. á bls. 15. yMHnnninmouHiuimni,.,,.....................„„„,..... X-9 Eflir Roberf Sform • iiiimiiiiniMiimimiiiiiiiiiiiiniiiniMMiimMiimiiiiiiiMiiMiiMiMiiiiiiMMiiiiiiMiiiiiimiiiiiiiiii HIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItlllll rwANca* cf íiPENC>:Me jur*s-cv.a* wrru taZ WHV. A ð-MOVE-, •50/Vh' evÆÆT AND A rSW V M llk . ,1l“ xUl •>! ft *«■ "HI5- TUS O'JT AT HöH I HAVE BEEN 50 UPSeT^ ABOUT POOJH EV.A THAT I FAW60T TO AteNTiON—' THfr 1$ THE TWE5MA 9 Vilda: Ætli maður þurfi ekki að vera hjer um jólin, Phil? — X-9: Með skóflum, dálitlum svita og tárum, held jeg við getum komið þessum kláfa á flot með flóðinu, Vilda. — Vilda: Gott, jeg er hrædd um að jeg kæri mig ekki um að bein mín hvíli á þessum hólma. — X-9: Það er kaldhæðni örlaganna, að við skulum vera komin hingað til þess að grafa upp gull, en þurfum að grafa út bátinn okkar í staðinn. Það er leitt Ki’udd, að við skyldum aldrei komast á fjársjóðseyjun^ yðar. —. Náskeggur: Jeg hef verið svo utanvið mig af því sem fyrir vesalings Evo kom, að jeg hef gleymt að segja ykkur, að þetta er einmitt fjársjóðseyjan!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.