Morgunblaðið - 27.07.1946, Page 1

Morgunblaðið - 27.07.1946, Page 1
Bl. érgangur. 166. tbl. — Laugardagur 27. júlí 1946 IsttÆðldiarprentsmiðja h.t Dansks iandsiiSsþjáUax'imm: \ ÍSLENDINGAR VEL AÐ SIGRIKOMNIR ÞRÁTT F7RIR MALARVÖLL OG ÚHEPPNI hyltur eifir upplcst- Hwinn í POUL REUMERT las upp „Pilatus11 eftir Kaj Munk í Gamla Bíó í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi og mikilli hrifningu áheyrenda. Að upplestrinum loknum hyltu áheyrendur hann með lófa- klappi og ferföldu húrra- hrópi. Ætlaði fagnaðarlátun- um aldrei að linna. Áður en upplesturinn hófst mælti Poul Reumert nokkur orð til áheyrenda. Þakkaði gestrisni þá, sem Dönum hefði verið sýnd hjer á landi, „hvort sem þeir væri sund- menn, knattspyrnumenn eða upplesarar11. Poul Reumert bárust margir fagrir blóm- vendir, en form. Leikfjel. Rvík- ur, Brynjólfur Jóhannes- víkur, Brynjólfur Jóhannes- son þakkaði listamanninum með nokkrum orðum fyrir komuna og þessa stórbrotnu kvéldstund. Annar upplestur á miðvikudag. Ákveðið er að þau hjónin, Anna Borg og Poul Reumert lesi upp saman n.k. miðviku- dag. Frú Anna ætlar að lesa á íslensku Bergljót eftir Björnson og leikur Rögn- valdur Sigurjónsson undir á píanó. Poul Reumert les „Fugl Phöenix11 eftir Kaj Munk. Um fleiri upplestra þeirra hjóna hjer verður" ekki að ræða að þessu sinni. Hjer sjest forseti Ítalíu, Nicol a, koma út úr bíl sínum fyrir uían þinghúsið í Róm. t'mygpilpí §6iuí ISLAHÐSMET í þrístökbi. NÚ HEFIR 9. keppandinn bæst í hóp þeirra íslensku frjálsíþróttamanna, sem valdir hafa verið til að keppa á Ev- rópumeistaramótinu í Osló. Er það Stefán Sörensson frá Hjer- aðssambandi Þingeyinga. Stökk hann í gærdag 14,09 m. í reynslukepni, á vegum Oslo- nefndarinnar. Er hjer um nýtt ísl. met að ræða, því hið stað- festa met er 14,00 m., sett af Sig. Sigurðussyni, KV, fyrir 10 árum síðan. Msurice Chevalier fi! Svíþjéðar. 28. ÁGÚST næstkomandi mun hinn þekti franski leik- ari, Maurice Chevalier koma til Stokkhólms til þess að leika þar sem gestur í tvær vikur. Hann mun leika á China-revue í Stokkhólmi. — Líklegt er tal ið, að Chevalier muni einnig koma til Noregs og Danmerk- ur, er hann heldur heim, að lok inni dvöl í Stokkhólmi. Ný barnasaga byrjar í dag. NY barnasaga hefst í blað- inu í dag. Er hún tekin úr þjóðsagnasafni Ólafs Davíðs- sonar, sem Þorsteinn M. Jóns son á Akureyri gaf út í fyrra- vetur, en þar eru sem kunn- i’gt er mörg æfintýri við hæfi barna. Sagan um Bauka- Stebba mun skemta þeim ekki síður en margar aðrar í þessu safni. Engar landakrðfur f-riðarráðstefnan í París hefst á mánudag Fjölmennusf sendisveit frá Rússum. PARÍS í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá REUTER. FRIÐARRÁÐSTEFNA 21 þjóðar mun hefjast síðdegis á mánudag í Luxembourghöllinni í París. Fregnir herma, að aðstoðarutanríkisráðherrar Bretlands, Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands muni koma saman í höllinni ár- degis á mánudag. Bidault flytur ræðu. Bidault, forsætisráðherra Frakklands, mun setja ráðstefn una með ræðu. Kemur hann fram sem fulltrúi frönsku þjóð arinnar, en ráðstefnan fer fram á franskri grund, eins og áður segir. Rússar fjölmennastir. Öllum undirbúningi undir ráðstefnuna er nú að verða lok ið, og hafa ráðstafanir verið gerðar til þess að sem best fari um ^ulltrúana á ráðstefnunni og aðstoðarmenn þeirra. Vitað er, að sendinefndir margra þjóða verða mjög fjölmennar, en þó mun sveit Rússa verða fjölmennust.— Munu verða 1 henni um 300 manns. I sendi- nefnd Bandaríkjanna verða um 200 manns. iorin oslitið ævintyri irá npphaii til enda • DANSKA BLAÐIÐ „Politiken11 frá deginum í gær barst hingað til bæjarins með flugvjel í gærkvöldi. í blað- inu birtist viðtal við Sophus Nielsen, þjálfara danska liðs- ins, sem kom hingað til lands með dönsku knattspyrnu- mönnunum. Er hann mjög hrifinn af viðtökunum hjer á landi og segir, að ferðalagið allt hafi verið óslitið ævin- týri. Hann segir, að íslendingar hafi verið vel að því komnir að vinna þriðja og síðasta leikinn, þó að Dönun- um hafi að vísu verið malarvöllurinn nokkur fjötur um fót. Þá verði eigi heldur komist framhjá því, að Danirnir hafi verið nokkuð gjöfulir. Markmaðurinn, Ove Jensen, hafi verið illa upplagður. Tvö fyrstu mörkin hafi verið klaufamörk og hleypt óstyrk í liðið. Nielsen segir, að það sje fjarri sjer að gera lítið úr knattspyrnukunnáttu ís- lendinga. Hann hafivorðið hrifinn af henni. íslendingar standi framar í þeirri íþrótt en til dæmis Finnar. — Hjer fer á eítir greinin, eins og hún birtist í „Politiken11. „Óslitið ævintýri". Danska landsliðið, sem gist hefir ísland, kom heim frá Stokkhólmi í gær. Frá Reykja vík var flogið beint til Stokk- hólms með Skymasterflugvjel. Dvalist var í sænsku höfuðborg inni einn dag, en síðan var hald ið heim til Kaupmannahafnar. Ferðin hefir verið framúrskar- andi ánægjuleg, og þátttakend ur komu heim með margar end urminningar. . Sophus Nielsen, landsliðsþjálfari danska knatt- spyrnusambandsins, talar um ferðina af mikilli hrifningu: — Þessi för hefir verið ó- slitið ævintýr, alt frá því er við stigutn um borð í Dronning A1 exandrine og þangað til við komum á járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn í morgun. —• Skipsferðin til íslands var dá- lítið erfið til að byrja með, og allmargir leikmannanna voru sjóveikir, en þeir sjóuðust, og þegar við komum til Færeyja, þar sem við stóðum við einn dag, voru allir orðnir stál- hraustir. — í Færeyjum bauð stjórn knattspyrnusambandsins þar okkur í skemtilega bílferð um eyna. Þegar við komum til Reykjavíkur, mátti heita að all ur bærinn væri samankominn á hafnarbakkanum til þess að taka á móti okkur, og þegar r land var komið, bauð borgar- stjórinn okkur innilega vel- komna. Ottawa í gærkvöldi. MACKENZIE KING, forsæt- isráðherra Kanada, hefir flutt útvarpsræðu, þar sem hann ræðir væntanlega þátttöku Kanada í friðarráðstefnunni, sem mun hefjast í París næst- komandi mánudag. Sagði hann, að kanadiska sendinefndin færi til ráðstefnunnar með það eitt í huga að vinna að. því að tryggja frið og rjettlæti í heim- inum. Kanadastjórn myndi ekki bera fram á ráðstefnunni neinar kröfur um landaíviln- anir eða stríðsskaðabætur úr hendi hinna sigruðu. —Reuter. Sllpsljéri og yfir- vjelstjéri ráénir á „Ingólf Arnarson" S J ÁV ARÚTVEGSNEFND Reykjavíkurbæjar hefir ráð- ið skipstjóra og yfirvjelstjóra á hinn nýja togara bæjarins: Ingólf Arnarson. Skipstjóri hans verður Hannes Pálsson, Hringbraut 155. Hann hefir verið skip- stjóri á bv. Gyllir. Yfirvjel- stjóri var ráðinn Þorkell Sigurðsson, Bergþórugötu 59. Hann hefir verið fyrsti vjel- stjóri á bv. Tryggvi gamli. Tapleikurinn. — Hvernig stóð á því, að við töpuðum síðasta leiknum? — Já, til þess liggja nú ýmsar ástæður. í fyrsta Framh. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.