Morgunblaðið - 07.08.1946, Side 6
e
MORGUNBEAÐIÐ
Miðvikudagur 7. ágúst 1946
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjottaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Eru þetta yfirtroðslur?
ENN HELDUR HÚN sama hætti, — hin „konunglega"
stjórnarandstaða, — að láta Tímann birta um það hverja
dálkafylluna af annari, hversu núverandi ríkisstjórn geri
bændum landsins að miklum olnbogabörnum í þjóðfje-
laginu.
Tíminn hefir fregnað að Danir sjeu nú að gera einhver-
ar ráðstafanir til þess að efla landbúnað sinn, og gefur
þetta ritstjóranum tilefni til að skrifa forustugrein með
fyrirsögninni: „Ólíkt hafast þeir að“ — en efni greinar-
innar það, að meðan Danir sjeu að undirbúa að efla land-
búnaðinn, reyni íslenska ríkisstjórnin með öllum mætti að
brjóta á bak aftur þessa atvinnugrein hjer á landi. Segir
um þetta svo: „Hjer á landi hafa stjórnarvöldin litið öðru
vísi á (þ. e. en Danir) nú um stund. Þau virðast hafa talið
litlu skifta hverju fram yndi um landbúnað á íslandi, og
í samræmi við það hafa af hálfu ríkisvaldsins verið hafð-
ar í frammi við bændastjettina og fólkið í dreifbýlinu
ýmsar yfirtroðslur, sem ekki hefir þótt sæma að beita við
aðrar stjettir, jafnvel þótt ekki sje um eftirlætisfólk rík-
isstjórnarinnar að tefla, heildsala og aðra slíka“.
★
Skyldu menn vera farnir að kannast við þennan tón í
Tímanum? Skyldu Tímamenn halda að fólk leggi trúnað
við slíkan þvætting? Eða skyldu kosningarnar hafa sýnt
að bændur dæma aðgerðir stjórnarinnar öðru vísi og með
meiri skilningi en þeir, sem Tímann rita? Eða hverjar
skyldu þær vera, þessar „yfirtroðslur“ við bændastjett-
ina, sem Tíminn er að tala um?
I stefnuskrá núverandi stjórnar er um það samið, að
verja, af þeim gjaldeyri, sem sjerstaklega væri til hliðar
lagður til nýsköpunar, um 50 milj. kr. til landbúnaðar-
þarfa. Eru þetta ,,yfirtroðslur“ við bændur?
Af þessu áætlaða fje er nú búið að verja um 18 milj.
kr. til kaupa á allskonar landbúnaðarvjelum. Samtímis
keyptir jeppar og vörubílar og alls konar vjelar og tæki
önnur, sem mikið eru hagnýtt við landbúnaðarstörf fyrir
á annan tug miljóna? Eru þetta „yfirtroðslur“ við land-
búnaðinn? Reiknað hefir verið út, að frá 1927—1939, eða á
12 ára valdatíma Framsóknar í landbúnaðarmálum hafi
verið fluttar inn landbúnaðarvjelar fyrir samtals 1 milj.
844 þúsund krónur. Ekki ómyndarlegt til samanburðar!
Já — „ólíkt hafast þeir að“ — mundi einhver segja!
★
Lög um landnám, nýbygðir og endurbyggingar í sveit-
um, voru samþykt á þingi í vetur, og átti enginn einn
þingmaður drýgri hlut að rnáli en lítill vinur Tímamanna,
Jón á Akri. Samkvæmt þessum lögum á að verja 60—70
miljónum króna á næstu 10 árum úr ríkissjóði til rækt-
unar og bygginga í sveitum, og lána þetta með 2% vöxt-
um til 42 ára. Eru þetta ,,yfirtroðslur“ við sveitabúskap-
inn?
Samþykt hafa verið í tíð núverandi stjórnar lög um
jarðræktar og húsagerðarsamþyktir í sveitum, er heimila
3 milj. króna framlag úr ríkissjóði til vjela- og verk-
færakaupa. Eru þetta „yfirtroðslur“ við sveitafólkið?
Sett voru á síðasta þingi í vetur almenn raforkulög,
sem stefna að því að koma raforku um land allt. Jafn-
framt samþykt þingsályktun um vjelar til raforkuvinslu
á sveitaheimilum, sem miðar að sjerstakri aðstoð þess
opinbera, þar sem skilyrði til afnota af almennarafveitum
eru ekki fyrir'hendi. Eru þetta „yfirtroðslur“ við fólkið í
dreifbýlinu?
Með skólafrumvörpunum frá síðasta þingi er stórlega
ljett undir með sveitunum að byggja .skóla og hin nýju
lög um húsmæðrafræðslu auðvelda hjeruðunum mjög að
koma upp húsmæðraskólum. Eru þetta „yfirtroðslur"?
'k
Aldrei hafa verið jafn stórfeldar framkvæmdir á sviði
samgöngumála, aldrei varið eins miklu fje til vega, brúa
og síma og nú.
Eru þetta „yfirtroðslur“ við einhverja?
\Jílutirji ilr'Jan
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Vonbrigði.
HÆTT ER VIÐ að margir
hafi orðið fyrir vonbrigðum
um helgina löngu því veðrið
var erfitt, eins og oft hefir
komið fyrir áður, þegar bæjar-
búar höfðu búið sig út í ferða-
lög í langa fríið. — Það stóð
mikið til fyrir helgina og fátt
manna var í bænum frá því á
laugardag og þangað til á
sunnudag.
Það er trúlegt, að þeir, sem
fóru með tjöld og viðleguút-
búnað í nærliggjandi sveitir
hafi einhverntíma um helgina
bölvað veðrinu og skal þeim
ekki láð það.
•
Söngelskir
næturhrafnar.
Á MÁNUDAGSKVÖLD munu
hafa verið dansleikir í sam-
komuhúsum bæjarins, en það
er orðinn fastur og leiður siður
að halda dansleiki síðasta kvöld
margra frídaga, sem leiðir það
af sjer, að margir koma rotin-
púrulegir til vinnu sinnar eftir
alt fríið og þreyttari en er þeir
hófu það.
Ekki veit jeg hvort það hafa
verið vonsviknir útilegumenn,
eða hvað þeir voru, piltarnir,
sem gengu suður Garðastræti
aðfaranótt þriðjudagsins klukk
an að ganga fjögur. Þeir gengu
öskrandi eins og villidýr, en
hafa víst sjálfir haldið, að þeir
væru að syngja, því við og við
mátti greina ensk orð í öskr-
inu.
Það, sem furðaði mig mest í
þessu sambandi var að óhljóð
piltanna skyldu ekki vekja þá
á lögreglustöðinni, því fólk í
nærliggjandi götum í miðbæn-
um hlýtur að hafa vaknað við
öskrin.
Lokuðu símarnir.
í FYRRI VIKU var lítillega
minst á hve óþægilegt það væri
fyrir símanotendur, sem dvalið
hefðu utanbæjar í fríum að
koma að símum sínum lokuð-
um. Var farið fram á að þetta
yrði lagað þannig, að inn-
heimtan væri ekki eins ströng
yfir sumarmánuðina og ella.
Ráðamenn símans, sem ávalt
eru reiðubúnir að gera það, sem
þeir geta til að þóknast við-
skiftavinunum, hafa tekið vel
í þetta mál, eins og eftirfar-
andi brjef frá Guðmundi Hlíð-
dal póst- og símamálastjóra
sýnir:
„Víkverji góður!
í Morgunblððinu í gær hefir
þú skrifað nokkur orð um það,
hversu óþægilegt það geti ver-
ið fyrir ýmsa símanotendur, að
koma heim úr sumarfríum og
hitta fyrir síma sína lokaða
vegna vangreiðslu. Um þetta er
jeg þjer alveg sammála og víst
væri æskilegt að geta komist
hjá slíku. En þá er að finna til-
tækileg ráð við þessu án þess
að gera innheimtufyrirkomu-
lagið of örðugt eða of dýrt.
Vissulega skal það ekki stranda
á viljaleysi yfirstjórnarinnar
einu saman.
•
Oft til athugunar.
UMRÆTT ATRIÐI hefir oft
verið til umræðu og athugunar
hjá þeim mönnum, sem með
þessi mál fara, en býsna margir
örðugleikar reynast á því, að
vinsa úr hjá hverjum skal loka
og hjá hverjum ekki, ef víkja
á frá hinni almennu reglu um
að loka hjá þeim, sem ekki
hafa greitt innan ákveðins
frests eftir endurtekna tilkynn-
ingu og aðvörun. Tilraunir í
þessa átt hafa meir að segja
verið gerðar, en hver getur
framkvæmt slíkt með nokkru
rjettlæti og þannig að ekki leiði
mistök og misnotkun af.
•
Kvöldiunheimta.
„ÞÚ BENDIR á kvöldinn-
hemitu, sem neyðarlausn, að
því er mjer skilst. En bæði er
hún dýr, eins og nú er komið
starfsafgreiðslum, og mundi
koma mjög fáum að liði. Starfs
menn og forráðamenn þeir,
sem með þessi mál fara, hafa
þvert á móti lagt til, — á
grundvelli sinnar reynslu, —
að innheimtunni sje lokað fyr
en nú er yfir sumartímann.
Þegar alt kemur til alls; hef-
ir okkur starfsmönnum og yf-
irmönnum, sem um þessi mál
fjöllum, ekki ennþá tekist að
finna aðra tiltækilega og ein-
faldari lausn á þessu máli en
þá, að jafnt gangi yfir alla og
að símnotendur greiði símgjöld
in einhverntíma innan hins til-
tölulega langa frests, sem gef-
inn er, hvort sem það kallast
„haustak" nú eða annað.
Ekki viljaleysi.
VIÐ UMRÆÐUR um þetta
mál hafa sumir bent á það sem
sem hliðstæðu, að ekki biða
bankarnir heldur með afsögn
víxla og aðra innheimtu, þótt
menn taki sjer sumarfrí eða
sjeu fjarverandi af öðrum
nauðsynlegum ástæðum.
Þótt jeg því miður geti ekki,
eða minsta kosti ekki að svo
stöddu, gefið betri svör en
þetta, hygg jeg að jeg geti með
góðri samvísku fullvissað les-
endur blaðsins um, að ekki er
um að kenna viljaleysi til úr-
bóta hjá þeim mönnum, sem
þar um ráða og þar að starfa.
3. ágúst 1946.
G. Hlíðdal.“
•
Vel tekið í málið.
ÞAÐ ER ALTAF gleðilegt
þegar embættismenn, eða aðrir
taka vel í þegar fundið er að
einhverju hjá stofnun þeirra.
Þannig hefir þetta ætíð verið
með símann, en því miður verð
ur það ekki sagt um flestar aðr
ar opinberar stofnanir. For-
stjórunum hættir við að hlaupa
upp á nef sjer eins og nöðrur
hversu lítið sem að er fundið
hjá þeim.
.....................
| MEÐAL ANNARA ORÐA .... |
• MIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIMIIIIIIIII
Harmleikurinn í Gyðingalandi
LANGVARANDI ókyrrð í
Gyðingalandi hefir nú brotist
út í uppreisn gegn hinu breska
verndarliði. Svo breska liðið
hefir ekki getað komist hjá því
að láta hart mæta hörðu og
taka f jölda Gyðinga fasta. Gyð-
ingar ákæra svo bresku yfir-
völdin fyrir brot á gefnum lof-
orðum og snúa máli sínu ekki
síst til Bandaríkjamanna.
Deilan, sem hjer er risin, er
mjög erfið fyrir Breta, og sorg-
leg fyrir Gyðinga þá, víðsvegar
í Evrópu, sem nú eiga um sárt
að binda og líta vonaraugum
til Gyðingalands, að þangað
geti þeir fyrr eða síðar flúið.
En deila þessi er ekki síst sorg-
leg vegna þess, að hjer eigast
þjóðir við, sem eru skyldar í
hugsunarhætti og hafa svipuð
sjónarmið í lýðræðis- og mann-
úðarmálum. Árið 1917 frelsuðu
breskir hermenn Gyðingaland
undan þúsund ára yfirfáðum
Tyrkja, þá gaf utanríkismála-
ráðherra Breta, Balfour út yf-
irlýsingu um það, að breska
stjórnin myndi leitast við að
stofna framtíðar griðastað fyr-
ir Gyðinga í Gyðingalandi, þó
með fullu tilliti til Araba, sem
búið hafa í landinu um aldir.
Árið 1922 fól Þjóðabanda-
lagið Bretum að hafa umsjón
með Gyðingalandi, með tilliti
til Balfour-yfirlýsingarinnar.
Tekið var það þó fram í upp-
hafi, að Bretar skuldbindu sig
ekki til þess að tryggja Gyð-
ingum ótakmarkaðan innflutn-
ing til búsetu í landinu, enda
ekki hægt að koma svo mörg-
um innflytjendum fyrir þar.
Hafa breskir stjórnmálamenn
hvað eftir annað tekið þetta
fram, þ. á m. Churchill.
Engu að síður hefir sú skoð-
un náð útbreiðslu meðal Gyð-
inga, að Bretar hafi lofað því,
að láta Gyðinga vera eina um
hituna í Gyðingalandi. í þreng-
ingum síðustu ára, hafa Gyð-
ingar blandað saman þessum
óskadraum sínum við veruleik-
ann. Hefir þessi misskilningur
þeirra orðið undirrót að þeim
ofbeldisverkum og blóðsúthell-
ingum, sem átt hafa sjer stað
nú undanfarið og komið af stað
uppreisn gegn breskum her-
mönnum í landinu.
Samfjelag Gyðinga í Palest-
ínu, er óx upp í skjóli Balfour-
yfirlýsingarinar, gat ekki þrif-
ist þar án verndar og samninga
lipurðar Breta. Andúð Arab-
anna gegn innflutningi Gyð-
inga í landið, var svo megn, að
Arabar hefðu rekið þá á brott
með valdi, ef breskir hermenn
hefðu ekki verið þar, þeim til
verndar. Enda rjeðust Arabar
hvað eftir annað á Gyðinga.
Samt sem áður sáu Bretar um
að flutningar Gyðinga til lands-
ins gátu átt sjer stað í friði og
spekt.
Árið 1922 voru Gyðingar í
landinu samtals 84 þús. af 750
þús. íbúum. En árið 1944 voru
Gyðingar orðnir þar 554 þús.
og íbúar landsnis alls 1.765.000.
Að Gyðingunum fjölgaði þar
svo ört, kom vitaskuld fyrst og
fremst af hinum miklu Gyð-
ingaofsóknum, sem áttu sjer
stað í Evrópu eftir 1930 og
enginn gat vitað um fyrirfram
þegar Balfour gaf út yfirlýs-
ingu sína.
Þessi rás viðburðanna
hefir gerbreytt aðstæðunum,
frá því að Bretar tóku að sjer
Framh. á bls. 8.