Morgunblaðið - 28.08.1946, Síða 2

Morgunblaðið - 28.08.1946, Síða 2
2 MORGUNBEAÐIÐ Miðvikudagur. 28. ágúst 1946 Eining um samvinnu NorðurSanda á fundi. norrænna þingmanna Frásögn Gunnars Thoroddsen prófessors MÓT norrænna þingmanna hið 25. í röðinni, fór fram í Osló dagana 18.—20. þ. m. — Þetta var annað mótið, sem háð var eftir lok styrj aldar- innar, en hið fyrsta, þar sem mættir voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, — Finnar gátu ekki komið því við að senda fulltrúa á mótið sem haldið var í Kaupmanna höfn í fyrra. — Fulltrúar ís- lands á mótinu í Oslo Voru þeir þingmennirnir Gunnar Thoroddsen, prófessor, sem var formaður fulltrúanefnd- arinnar, Stefán Jóh. Stefáns- son, Bjarni Ásgeirsson og Sig fús Sigurhjartarson. Ritari nefndarinnar var Jón Sigurðs son, skrifstofustjóri AlþingisD Yoru konur þeirra með í för- inni. Morgunblaðið átti í gær tal við Gunnar Thoroddsen og innti hann frjetta af mót- óiu og för þeirra fimmmenn- inganna, en þeir komu heim s.I. laugardagskvöld. Stjórnarskipulegur rúeyðarrjettur. — Mótið sátu 74 þingmenn, segir próf. Gunnar. Ýms mál voru tekin til umræðu. Meðal annars var rætt um stjórn- skipulegan neyðarrjett, þ. e. hvort rjettlætanlegt geti ver- ið að víkja frá stjórnskipun- arlögum vegna sjerstakra á- stæðna. Um þetta mál flutti norski prófessorinn Frede Castberg ítarlega og merka framsöguræðu. En þetta at- riði hefur sjerstaka þýðingu fyrir Norðmenn, því að á stríðsárunum gaf norska stjórnin í London út ýmsar til skipanir um mál, er samkv. norsku stjórnarskránni eru í verkahring Stórþing'sins. — Hæstirjettur Noregs hefur nú viðurkent gildi þessara til- skipana vegna aðstæðna á þeim tíma, er þær voru gefn- ar út. Af hálfu Svía tók pró- fessor Andrén frá Gautaborg þátt í umræðum um þetta mál, en jeg af hálfu ísl. full- trúanna. Albjóðlegt samstarf. Á mótinu var einnig rætt um þátttöku Norðurandannna í alþjóðlegu samstarfi. Frum mælandi var danski þingmað urinn Ole Björn Kraft, sem er eir.n aðalleiðtogi íhalds- flokksins danska og fvrrver- andi l'áðherra. Var ræða hans ítarleg og snjöll. Miklar um- ræður urðu um málið. Tók jeg þátt í þeim fyrir hönd ís- lands og gerði meðal annars grein fyrir væntanlegri þátt- töku íslands í starfi Samein- uðu þjóðanna. — Um þetta mál var samþykkt svohljóð- andi ályktun: „Fulltrúafund- u| norrætma;'þíh!gmanhá ösk- aif Sameinuðu þjóðunum þess ao heill megi fylgja starfi þeirra að því marki ' að tryggja frelsi þjóðanna og friðinn og koma á þjóða í milli samstarfi, sem byggist| á gagnkvæmu trausti. Full- ( trúafundurinn fagnar þeim ^ deg-i, er öll Norðurlöndin geta^ orðið þátttakendur í þessu starfi innan vjebanda þessara samtaka". Norrœn samvinna. Þriðja mál mótsins var þetta: Á hvaða sviðum við- skiptalífs og atvinnulífs eru möguleikar fyrir norrænni samvinnu? Hjer voru frum- mælendur þrír: Sænski ráð- herrann Gjöres, Christmas Möller, fyrverandi utanríkis- ráðherra Danmerkur, og sænski prófessorinn Andrén. Um þessi mál urðu miklar um ræður, og af hálfu íslands talaði Stefán Jóhann Stefáns- son. Gerði hann meðal ann- ars að umræðu nauðsyn þess, að samvinna tækist með Norð mönnum og íslendingum um fisksölumál. þannig að ekki þyrfti í framtíðinni að ríkja jafn óvægin samkeppni með þessum þjóðum um fiskimark aðina. Um menningarlega sam- vinnu Norðurlandanna var svohljóðandi ályktun sam- þykkt: „Fulltrúafundurinn beinir þeim tilmælum til rík isstjórna Norðurlandanna, að þær skipi við fyrstu hentug- Zeika sameiginlega nefnd, sem undirbúið geti nauðsynlegar tillögur, svo að takast megi með Norðurlöndunum öflug sfimvinna í menningarmálum’ Fulltrúafundurinn er þeirrar skoðunar, að víðtæk menning arleg samvinna muni auka mjög gagnkvæman skilning Norðurlandaþjóðanna og hlynna að fræðilegum rann- sóknum og veita Norðurlönd unum aukria möguleika til að leggja drjúgan skerf til al- þjóðlegra vísinda". Um samvinnu Norðurlanda á sviðum viðskiftalífsins var samþykkt eftirfarandi álykt- un: „Fulltrúafundurinn læt- ur í ljós þá ósk að möguleik- arnir á nánari samvinnu á sviðum viðskiptalífsins verði teknir til ítarlegri athugunar með þeim hætti, sem ríkis- síjórnir Norðurlandanna telja heppilegast". Blaðaviðtöl. — Áttuð þjer tal við blaða menn í för yðar? — Jeg ræddi við nokkra blaðamenn í Osló og Stavang er. Ennfremur við „Ber- lingske Tidende“ í Kaupm.- höfn. Jeg, talaði einnig í danska og norska útvarpið. Danska útvarpið átti tal við mig um mótið og þátttöku íslands í því, um norræna samvinnu og fleira. í norska útvarpið flutti jeg stutt er- indi, sem jeg nefndi „ísland í dag“. — Jeg var oft spurður að því í förinni, hversvegna ísland hefði ekki sendiherra í Noregi og virtust Norðmenn ekki una því vel.- Góður árangur. — Hvað finnst yður um ár- angurinn af þingmannamót- inu? — Þetta mót hafði það fram yfir hin fyrri, að nú var á- kveðið, að sjerstökum full- trúum frá Þingmannasam- bandi Norðurlanda skyldi faj i ið að fylgja fram ályktunum og samþyktum mótsins, en áð ur hafði verið látið við það sitja að bera fram áskoranir og óskir. í umræðum á mót- inu komu fram margar og góð ar hugmyndir, sem líklegar eru til að styrkja samvinnu Norðurlandanna. Auk þess hefur það altaf sína þýðingu, að stjórnmálamenn frá Norð urlöndum kynnist og ræði saman. Gestrisni Norðmanna. — Okkur íslendingum var mjög vel tekið í Noregi og urðum við þar hvarvetna var ir við hið hlýja hugarþel Norð manna í garð íslendinga. •— Allar móttökur voru af meiri rausn en við mátti búast eftir hin erfiðu ár Noregs. Þing mönnum og konum þeirra var boðið í ferðalög til merkra sögustaða. — Viðmót Norð- manna og viðtökur voru slík ar, að oss mun seint úr minni líða. — Við kvöddum Noreg í Stavanger, en þangað kom- um við eftir tveggja daga för frá Osló. Frá Stavanger hjeld um við svo heim með sænskri Skymastcýflugvjel. Næsta mót á íslandi. Ákveðið hefur verið, að næsta mót norrænna þing- manna verði haldið á íslandi næsta sumar. _'mM«iiiu iiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiinii ■•iiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiinr 1 Óska eftir É | 2ja—3ja herbergja I íbúð I E 3 = í bænum. 1—2ja ára fyr- \ I irframgreiðsla. — Tilboð § í sendist afgr. Mbl. fyrir i I fimmtudagskvöld, merkt: i | „íbúð—340“.- iiisiimiimiMiuiHiiiiiiiniiiiiimiiiHiiMiiiiiiHiaiiiiiMiii* BEST AÐ AUGLYSA í MORGUNBLAÐINU Skákþing Morðurlanda Kaupmannahöfn, 4. ágúst 1946. Konungs-indversk vörn. Hvítt: Björn Nielsen (Danm.). Svart: Baldur Möller (ísland). 1. d2-d4, Rg8-f6; 2. c2-c4, g7 -g6; 3. Rbl-c3, Bf8-g7; 4. e2- e4, o-o; 5. Rgl-f3, d7-d6; 6. Bfl -e2, Rb8-d7; 7. o-o, e7-e5; 8. Hfl-el, Rf6-h5. 9. Bcl-g5, f7- f6; 10. Bg5-e3, Rh5-f4; 11. Rc3- d5. Betra var að bjarga biskupn um. Riddarinn virðist auk þess ekki eiga mikið erindi til d5. 11......Rf4xe2+; 12. HxR, Rd7-b6; 13. Rd5xb6, a7xb6. Byrjuninni er lokið og Bald- ur getur vel við unað. Hann heldur báðum biskupunum og möguleika til að sprengja peða stöðuna á miðborðinu sjer í hag. 14. h2-h3, Bc8-e6; 15. b2-b3, h7-h6. 19........g6xf5; 20 Dd2-c2, Kh7-h8. Betra var 20 ...... Kh7g8 eins og kemur í ljós. 21. d4xe5, d6xe5; 22. Be6-f55 24. Dc2-b2, e5-e4. Hvítum hefur ekki tekist að hindra framrás svörtu miðpeð- anna og á nú miklu verri stöðu. 25. Rh2-f3, Ha8-d8; 26. HxH. Hvítt virðist ekki eiga ann- að betra en að skipta upp hrók unum. Ef t.d. 26. BxB-þ, þá DxB; 27. DxD+, KxD; 28. Rf3- d4, Kg7-f6; 29. He2-d2, e4-e3; og hvítt tapar manni. 26 .... HxH; 27. He2-d2, HxH; 28. RxH, Kh8-g8. Staða hvíts er miklu hættu- legri en ætla mætti. Svart hót- ar að vinna mann. 29. Kgl-fl. Hvítt sjer ekki mannstapið. Venjulega leikur hvítt) 29............. , e4-e3; 30. Rd2-f3. í svona stöðu drottningunni tiltEf 30. pxp, þá Dxp; og hvítt d2 og síðan biskupnum til h6, jver ekki mát. og hefur þannig sókn, sem svörtu getur orðið mjög hættu- leg, en nú eru slíkar aðgerðir um seinan. 30......... Bf5-d3+; 31. Kfl-gl, e3xf2-|-; og hvítt gafst upp. Andstæðingur Baldurs í þess- 16. Ddl-d2, Kg8- h7; 17. Hal ari skák, Björn Nielsen er skák- -dl, Dd8-e7; 18. Rf3-h2. Til þess að geta leikið f2-f4; 18........., f6-f5; 19. e4xf5. Reynandi var f2-f4, og var þó ekki gott. Það kemur nú skýr- ar í ljós með hverjum leik að hvítt er að tapa jafnvæginu á miðborðinu, án þess að fá nokk uð í staðinn. meistari Danmerkur. Hann hef- ir gefið út mikið rit og vand- að: Allt om Skak for den praktiske Spiller. Skýringarnar eru eftir Kon- ráð Árnason. — Próf. Ahlmann Frh. af bls. 1 Hann sagði, að hann teldi forn- minjar þessar með þeim merki- legustu sinnar tegundar, á Norðurlöndum, vegna þess hve glögga innsýn þær gefa um daglegt líf manna á þeim tíma, er dalurinn eyddist. Eftir því, sem maður fær tækifæri til þess að ferðast meira um ísland, eftir því finst manni landið dásamlegra, og lærdómsríkara fyrir náttúru- fræðinga, sagði prófessorinn. Aukin kynni mín af landinu eru mjer mikið gleðiefni. Annað hefir og glatt mig mik- ið í þessari ferð, að sjá að hug- myndir þær, sem menn hafa gert sjer á Norðurlöndum, um amerísk áhrif á þjóðina, af völdum hernámsins, eru ger- samlega tilhæfulausar. Af engu í háttum og viðkynning við landsmenn er hægt að sjá það, að erlent herlið hafi dvalið í landinu árum saman. íslenska þjóðin er ósnortin af hernám- inu, að öllu leyti Það leynir sjer ekki. Mjer þykir vænt um að jeg skuli geta sagt löndum mínum þetta, er heim kemur. Er prófessorinn Var spurður að því, hvort hann teldi líkur til, að jarðfræðistúdentum yrði gert að skyldu að ferðast til ís- lands, til athugana áður en þeir lykju prófi, sagði hann, að þó svo yrði í framtíðinni, þá myndi það eiga nokkuð í land. Enda værum við ekki undir það bún- ir, að taka á móti svo mörgum náttúrufræðingum. Því að sjálf .sö'gðu, eins og hann vjek að áður, þyrftu slíkar námsferðir að vera undir umsjón íslenskra náttúrufræðinga. — ÖryggisráðiS Frh. af bls. 1 tökubeiðninni, því að ekkert stjórnmálasamband væri með Sovjetríkjunum og Transjórd- aníu. — Fulltrúar Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Kína, Brasilíu, Hollands og Mexico mæltu með upptöku- beiðni Portúgals, en fulltrúi Póllands ljet í ljós nokkurt van traust á Portúgal vegna náins sambýlis við fasistastjórnina á Spáni. Fulltrúi Sovjetríkjanna kvaðst ekki geta mælt með upp tökubeiðninni, vegna þess að ekkert stjórnmálasamband væri með Portúgal og Sovjetríkjun- um. Albanía og Mongólía. Fulltrúi Sovjetríkjanna mælti með upptökubeiðni Albaníu. -7- Fulltrúar Bretlands og Banda- ríkjanna sögðu, að framferði Albaníu síðustu árin gæfi á- stæðu til þess að efast um það, að þjóðin myndi vera fær um að fullnægja skuldbingingum þeim, sem samfara væru aðild að Sameinuðu þjóðunum. Nefnd in eftirljet Öryggisráðinu að á- kveða um upptökubeiðni Al- baníu. Eire, Afganistan og Síam. Bretland, Bandaríkin, Kína, Frakkland, Mexico, Holland og Brasilía, mæla með upptöku- beiðni Eire, en Sovjetríkin. ekki, vegna þess að ekkert stjórnmálasamband er milli þcirra og Eire. — Engin and- mæli komu fram gegn upptöku bciðni Afganistan. — Bandarík- in, Bretland og Kína mæltu með upptökubeiðhi Síam. En Frakkar töldu sig ekkí geta það vegna fjandsemi Síam í garð frapska Indó-Kína. Fulltrúi Rússa mælti heldur ekki með upptökubeiðninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.