Morgunblaðið - 29.08.1946, Blaðsíða 2
2
HORGUNBCAÐIÐ
Fimtudagur 29. ágúst 1946
Fnxaílói er tilvalin uppeldisstöð
fyrir ungfisk
EINS og áður hefir verið
skýrt frá hjer í blaðinu sam-
þykkti hafrannsóknarráðið, er
það sat á fundi í Stokkhólmi
í þessum mánuði, að mæla með
því, að Faxaflói yrði friðaður <
fyrir öllum dragnóta- og botn-
vörpuveiðum. Er þessi ákvörð-
un ráðsins byggð á skýrslum
Faxaflóanefndarinnar, en nefnd
in komst að þeirri niðurstöðu,
að Faxaflói hefði sjerstaklega
mikið gildi fyrir ungfisk.
Árni Friðriksson, fiskifræð-
ingur, sem var ritari Faxaflóa-
nefndarinnar og á sæti í Haf-
rannsóknarráðinu, ræddi um
þetta mál við blaðamenn í gær.
Þetta margumtalaða Faxa-
flóamál, sem nú hefir verið til
lykta leitt í bili, sagði hann,
hófst á alþjóða vettvangi 1937,
en þá komst það inn á dagskrá
alþjóðafiskimála ráðstefnunnar,
sem þá var haldin í London.
Á þeirri ráðstefnu voru Sveinn
Björnsson, þáverandi sendi-
herra, og Árni Friðriksson, full-
trúar íslands. Sú ráðstefna sá
sjer ekki fært að afgreiða þetta
mál og vísaði því til alþjóða-
hafrannsóknarráðsins, sem er
alger vísindastofnun.
Faxaflóanefndin skipuð.
Hafrannsóknarráðið tók mál-
ið til athugunar 1 maí 1937 og
skipaði í það nefnd — hina svo-
kölluðu Faxaflóanefnd. í henni
áttu sæti 9 vísindamenn frá 8
, é
löndum. Árni Friðriksson hef-
ir verið ritari þessarar nefndar,
en formaður dr. Tárting. Var
nefndir.ni falið það verkefni að
,athuga á vísindaíegum grund-
velli, hvort líklegt væri, að það
borgaði sig fjárhagslega fyrir
útgerðina að friða Faxaflóa
gegn dragnóta og botnvörpu-
veiðum.
Fyi'sta verkefni Faxaflóa-
nefndarinnar var að safna sam
an í eitt öllu, sem menn vissu
um fiskveiðar og fiskilíf í fló
anum, en bæta síðan við með
nýjum rannsóknum. Islending
ar hafa farið 12 rannsóknar-
ferðir út í flóann í því skyni,
og einnig hafa Danir lagt þar
hönd á plóginn. Nefndin sjálf
hefir svo haldið 10 fundi.
Hefir gildi fyrir ungfisk.
Með rannsóknurtum komst
nefndin að því, að Faxaflói hef-
ir sjerstaklega mikið gildi fyr-
ir ungfisk, eins og fyrr getur,
en ekki sem hryggningasvæði.
Vitað er, að allt of mikið veiði-
farg hefir verið lagt á suma
stofnana með því að of mikið
hefir verið veitt af ungfiski.
T. d. var af hverjum 1000 lúð-
um, sem veiddar voru, 71 árs-
gömul og vóg að meðaltali 20
gr. 913 voru tveggja ára og
vógu unj 14 pund. en aðeins 16
lúður af 1000 voru eldri en
tveggja ára.
Niðurstoður
Haírannsóknarráðsins.
Á ’fundi nefndarinnar í Kaup
manfiahoFn í fyrrahaust var
kosirj þriggja manna ritnefnd
til þess að ganga frá og búa
til prentunar öll þau gögn, sem
komið hafa fram í Faxaflóa-
ir frá
tiilögunum um friðun fléans
málinu. Var Árni Friðriksson
ritari þeirrar nefndar. Þessi
nefnd skilaði störfum til Faxa-
flóanefndarinnar, sem aftur
lagði niðurstöðurnar fyrir Haf-
rannsóknarráðið, er síðan sam-
þykkti að mæla með friðun fló-
ans í íilraunaskyni innan línu
frá Garðsskaga að Malarrifi. Þá
var mælt með, að skaðabætur
skyldi greiða fyrir veiðitap, sem
af þessu kynni' að leiða og lögð
rík áhersla á að örugg alþjóða-
strandgæsla verði í flóanum
meðan á friðuninni stendur.
Friðunartímabilið ætti að
vera 10 ár og skyldi flóanum
haldið lokuðum í 5 ár í viðbót,
svo að tími gæfist til þess að
ganga frá samningum um ævar
andi friðun flóans, ef þess gerð'-
ist þörf. Þá er talið mjög nauð-
synlegt, að hafist verði handa
þegar í stað um rannsóknir, til
þess að fá megi sem öruggast-
an grundvöll undir friðun fló-
ans. — Þá var einnig mælt með
því, að skýrsla Faxaflóanefnd-
arinnar verði birt á prenti, en
á þeirri skýrslu ásamt 26 fylgi-
skjölum byggist niðúrstaða
Hafrannsóknarrá'ðsins.
Gangiy málsins hjer eftir.
— Gangur málsins hjer eftir,
sagði Árni Friðriksson, verður
sá í stórum dráttum, að skrif-
stofa Hafrannsóknarráðsins,
sem er í Kaupmannahöfn, rit-
ar íslensku ríkisstjórninni og til
kynnir henni málalok. Verður
stjórninni sjerstaklega bent á
skaðabótaviðfangsefnið og
hennl ráðlagt að kalla saman
alþjóðafund með fulltrúum frá
þeim löndum, sem hagsmuna
hafa að gæta um fiskveiðar við
ísland. Verður þá væntanlega
gengið frá alþjóðasamningi um
friðun Faxaflóa, samningi um
alþjóðagæslu og rannsóknir í
sambandi við friðunina.
í sambandi við afgreiðslu
þessa máls bað Árni að þeim
dr. Táning of’Mr. Graham, sem
báðir hafa frá byrjun unnið að
þessum málum, yrði fært sjer-
stakt þakklæti. Þá kvaðst hann
vilja þakka þeim 4 atvinnu-
málaráðherrum, sem setið hafa
á þessu 9 ára tímabili, en þá
kvað hann alla hafa sýnt mál-
inu mikla velvild og skilning.
Onnur mál rætld í
Hafrannsóknarráðinu.
Hafrannsóknarráðið ræddi
mikið um hina miklu vöntun
fiskifræðinga í heiminum og
sendi út sjerstakt brjef í því
sambandi til hilma ýmsu landa.
Þá var samþykkt að safna
skýrslum um hita.breytingar í
norðurhöfum síðastliðin ár Og
vinna úr þeim eins fljótt og
kostur er á. Einnig var sam-
þykkt að láta semja bók um
fiskveiðar við Grænland á þess
ari öld og fleiri mál.
líannsóknarskip nauðsynlegt.
Að lokum ræddi Árni Fxið-
riksson um það, að mjög væri
[ nauðsynlegt, að við íslending-
ar eignumst skip, sem nota
mætti við hafrannsóknir. Benti
hann á í því sambandi, að heppi
legt myndi verða, að eitt þeirra
nýju varðskipa, sem í ráði mun
að láta smíða. verði þannig úr
garði gert, að einnig mætti nota
það sem rannsóknarskip.
Síðusfu hljómleikíir
Einars Krisljáns-
sonar
SÍÐUSTU hljómleikar Ein
ars Kristjánssonar, óperu-
söngvara hjer í bænum að
sinni verða í Gamla Bíó í
kvöld. Eru þá ljóða- og aríu-
kvöld söngvarans orðin átta
talsins. Ékkert lát hefur ver-
ið á aðsókninni og viðtökur
ávaht hinar prýðilegustu. —
!Á næstunni mun Einar fara
út á land til hljómleikah.
og mun hann væntanlega
halda hljómleika á Akureyri
Isnemma í næsta mánuði.
Besfu skákmenn
heimsins eigast
UM þessar mundir eigast
20 af bestu skákmönnum
heimsins við í borginni Grön
ingen í Hollandi.
Eftir 10 umferðir stóðu
leikar þannig, að Rússinn
Botvinnik hafði 9 vinninga.
Næstur var Hollendingurinn
Euwe með 7V2 vinning og 3.
Rússinn Smyslov með 7
vinninga.
hermanna minnst
París í gærkveldi.
MACKENZIE KING, forsætis
ráðherra Kanada og formaður
sendisveitar Kanada á friðar
ráðstefnuna í París, fór í gær
til borgarinnar Dieppe á Frakk-
landsströnd til þess að vera við-
staddur hátíðahöld í tilefni þess,
að 4 ár voru liðin frá því er
Kanadahersveitir gerðu við
Dieppe fyrsta strandhöggið á
vesturvígstöðvum - Þjóðverja.
Um 900 Kanadahermenn fjellu
í þessari viðureign, og eru þeir
jarðsettir í Dieppe. Forsætis-
ráðherrann flutti ræðu í graf-
reitnum. Sagði hann m. a., að
fulltrúar á friðarráðstefnunni í
París hefðu eytt dýrmætum
tíma í tilgangslausar hnipping-
ar og oarðaskak. Það væri
skylda þeirra gagnvart þeim
mönnum, sem látið hefðu lífið,
til þess að sigur yrði unninn í
styrjöldinni, að neyta sigursins,
skapa varanlegan og rjettlátan
frið í heiminum. — Mikill mann
fjöldi var viðstaddur'minning-
arhátíðina. — Reuter.
Haukar unnu Hrað-
keppnina og Hrað-
keppnisbikarinn
tii eignar
ÚRSLIT Hraðkeppninnar í handknattleik kvenna er fram
fór í Engidal um s.l. helgi urðu þau að hinn sigursæli kvenna.
ílokkur Hauka bar sigur úr bítum, eftir að hafa sigrað Am
mann, Fram og F.H.
Keppnin hófst á laugardag
kl. 5 e. h., með því að öll
liðin er tóku þátt í keppninni
gengu í skrúðgöngu og undir
fánum inn á völinn, en Garð-
ar S. Gíslason setti mótið með
stuttri ræðu. Keppnin hófst
síðan með leik milli Hauka
B og Fram, úrslit hans urðu
þau að Fram vann með 2:1.
Næsti le’ikur keppninnar var
milli F.H. A og F. H. B. Þeim
leik lauk með sigri FH. A 2 : 0.
Margar hinna ungu stúkna í
F.H. B-liðinu sýndu það að
F.H. þarf ekki að kvíða fram-
tíðarinnar í þessari íþrótt,
því að margar hinna ungu
stúlkna sýndu sig vera góð
efni, sem handknattleiks-
stúlkur.
Síðasti leikurinn á laugard.
er leikinn af A-flokki Hauka
og Ármanns og var vafalaust
skemtilegasti leikurinn þá um
daginn. Bæði liðin sýndu ljett
an og skemtilegan leik. — í
hálfleik stóðu leikar 2 : 0 fyr-
ir Hauka, og virtist þeim því
tryggur sigur, en er Ármanns
stúlkurnar alt í einu kvittuðu
og leikar stóðu 2:2, voru úr-
slitin farin að vera. tvísýnni,
og Hafnfirðingarnir margir
hverjir orðnir smeikir um að
átrúnaðargoð þeirra — Hauka
stúkurnar — myndu tapa
Hraðkeppninni. — Leikar
fóru nú samt svo að Hauka-
stúlkurnar báru sigur úr bíb
um og unnu leikinn með 5:2.
að þessum leik loknum voru
þrjú lið eftir í keppninni F.
H. A, Fram og Haukar.
Var því dregið upp á ný og
kom hlutur Hauka A og Fram
upp, og kepptu þeir flokkar
kl. 3 á sunnudagseftirmið-
daginn, með þeim úrslitum
að Haukar unnu með 2:1.
Úrslitaleikur fór svo fram
milli FH. og Hauka^ A um
kvöldið kl. 8,30, sá leikur var
jafn, þótt Haukastúlkurnar
sýndu þó nokkra yfirburði í
öruggari samleik, staðsetn-
ingum og markafjölda, Vörn
F. H. liðsins var betri helm-
ingur þess, og markmaðurinn
ágætur. Sóknarlið F.H. var
of sundrað og náði litlu sem
engu samhengi í leik sinn.
Sóknarlið Haukanna var
betri helmingur liðsins. Öll
Aamlína þeirra hefir góð grip
og voru öruggar að finna hvor
aðra til samleiks auk þess sem
þær eru allar mjög góðar
skyttur.
Vörn liðsins sem Haukarn-
ir hafa oft unnið leiki á,
fannst mjer ekki standa sig
sem skildi í þessum leik. Mark
maðurinn var góður.
í sambandi við úrslitaleik-
inn fór fram leikur milli
Hauka og Vals í meistara-
flokki, karla.
Þeim leik lauk með sigri
Vals 10 : 6.
Alla leiki mótsins. dæmdi
Baldur Kristjánsson, með
hinni mestu prýði eins og
hans hefir ávalt verið vandi.
Með því að vinna Hrað-
keppnina í þetta sinn, unnu
Haukastúlkurnar Hraðkeppn-
isbikarinn til full-rar eignar,
þar sem þetta er í þriðja sinn
í röð sem þær verða Hrað-
keppnismeistarar. í fyrsta
sinn er keppt var um bikar-
inn vann K.R. hann.
Að mótinu loknu bauð bæj
arstjórn Hafnarfjarðar öllum
kappliðunum til kaffidrykkju
þarna á staðnum. Futtu þar
ræður Garðar S. Gíslason,
formaður mótanefndar, Gísli
Sigþrðsson, formaður Í.B.H.,
Jón Magnússon, formaður
Fimleikafjelags Hafnarfjarð-
ar, Jón Matthiesen, kaupmað
ur og Þráinn Sigurðsson, for-
maður Fram.
í ræðu sinni tilkyrinti Jón
Matthiesen, kaupmaður, að
þar sem bikar sá, er !hann
hafði fyrir fjórum árum síð-
an gefið til þessarar keppni,
hefði nú veirð unninn til eign
ar, hefði hann ákveðið að gefa
annan bikar til keppninnar.
Þeir sem eitthvað þekkja
til íþróttamála Hafnarfjarðar
verða ekki neitt undrandi yf-
ir þessari rausn Jóns Matthie
sens, hið ósjerplægna starf
hans og rausnarlegu gjafir til
íþróttastarfseminnar í Hafn-
arfirði, hafa verið eins dæmi„
Hraðkeppnin fór að öllu
leyti vel fram og á mótanefnd
in hrós skilið fyrir skipulegt
starf, og vel af hendi leyst.
Á. Á.
— ÖryggisráSið
Frh. af bls. 1
Breta, tók í sama streng, en
Gromyko, rússneski fulltrúinn,
krafðist frekari umræðna um
málið. Er hjer var komið, var
afgreiðslu ákærimnar frestað,
þar til inntökubeiðnir hinna
átta þjóða hafa verið afgreidd-
ar.