Morgunblaðið - 29.08.1946, Blaðsíða 6
6
morgönbííadis
Fimtudagur 29. ágúst 1946
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlanda,
kr. 12.00 utanlands.
1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Upphrópanir Tímans
í HVERT sinn sem einhver tekur sjer penna í hönd
og bendir á nauðsyn þeSs„ að við íslendingar sitjum
ekki jengur aðgerðalausir í dýrtíðarmálunum heldur
hefjumst handa um að ráða niðurlögum á þessum vá-
gesti, ríkur Tíminn upp með miklum offorsi og hrópar:
Hjer sjáið þið svart á hvítu, hvort Framsóknarmenn
hafa ekki rjett að mæla!
★
í skýrslu Landsbankans um afkomu s. 1. árs, sem kom
út fyrir skömmu, var m. a. vikið að stefnu þeirri, er
upp var tekin við myndun núverandi ríkisstjórnar, að
auka framleiðslutækin sem mest og bæta framleiðslu-
hættina, og reyna með þessum hætti að koma í veg
fyrir afkomurýrnun fólksins við verðfall útflutnings-
afurðanna. í skýrslunni eru þessar aðgerðir að sjálf-
sögðu taldar nauðsynlegar og sjálfsagðar. Hinsvegar er
þar bent á, að ekki dugi að einskorða við þær einar.
„Samhliða þeim þarf í tíma að gera ráðstafanir til að
koma verðlagi og tekjum manna hjer í jafnvægi við
verðlag og tekjur í viðskiftalöndum okkar, bæði til þess
að íslensk framleiðsla verði samkepnisfær á erlendum
markaði, og eins til þess að unt verði að halda greiðslu-
viðskiftunum við útlönd í jafnvægi“, segir í skýrslu
Landsbankans.
„Hvorum trúið þið?“ Morgunblaðinu eða Landsbank-
anum, spyr svo Tíminn í einfeldni sinni!
Nýlega birtist í Morgunblaðinu grein eftir Pjetur
Björnsson skipstjóra, þar sem vakin var athygli á hinni
erfiðu aðstöðu sem biði Eimskipafjelags íslands, þegar
fjelagið misti leiguskipin, sem það hefir haft að undan-
förnu. Sýndi Pjetur fram á með tölum, að samkepni
Eimskips við erlend siglingafjelög væri útilokuð, ef ekki
yrði dregið stórlega úr reksturskostnaði íslensku skip-
anna.
Þessi grein Pjeturs skipstjóra kom nýrri upphrópun
af stað í Tímanum. Ef til vill má skoða þetta sem vott
þess, að Tíminn ætli framvegis að hætta ofsóknum gegn
Eimskip, og væri það vissulega framför.
*ar:
Vá ar sltiifa
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Minnismerki, sem
verður að rísa.
FYRIR nokkrum dögum gat
jeg hjerna 1 dálkunum um hið
fallega og eigulega merki, sem
nú er selt víða um land, til þess
að hægt verði að Ijúka við
minnismerki það um Jón bisk-
up Arason, sem rísa á fullbúið
að Hólum í Hjaltadal á 400 ára
dánardegi þessa biskups og
þjóðhetju, — þann 7. nóvem-
ber 1950. Minnisvarðinn verð-
ur fagur, og hann þarf að rísa
á tilsettum tíma, og gerir það
líka, ef menn athuga sinn
gang. Því raun og veru eru
mjög fáir látnir Islendingar
meira tignaðir af þjóðinni allri,
en einmitt hetjubiskupinn Jón
Arason, sem frækilegast við-
nám veitti erlendri kúgun. —
Trú hans kemur þessu máli
ekki við og enginn hefir, held
jeg haft horn í síðu Jóns bisk-
ups fyrir það að hann var ka-
þólskur. Enda var það í raun-
inni ekki trúin, sem barist var
aðallega um í þeim sorglegu
átökum, sepn lauk með lífláti
biskups og sona hans tveggja.
•
Lofsunginn af
skáldunum.
SÁ er háttur góðskálda okk-
ar að lofsyngja mikla syni þjóð
arinnar og er það vel. En um
fáa eina af sonum Islands hef
ir verið ort og ritað eins mikið
og Jón biskup Arason. Nýtt
leikrit um hann er í uppsigl-
ingu, annað hafði Matthías
Jachumsson áður ort. — Og
margir kannast við hina stór-
fenglegu og frumlegu skáld-
sögu Gunnars Gunnarssonar
um biskupinn og samtíðarmenn
hans. Og með þessu hafa skáld
in aukið á þekkingu okkar á
þessari miklu trúar- og frels-
ishetju, sem vel getur verið
tákn fyrir innri einingu Is-
lendinga. Þess vegna verðum
við líka að halda minningu
hans á lofti í verkinu til þess
að prýða biskupssetur hans og
gera ljómann af minningu
hans sem bjartastan um þann
stað. Þessvegna kaupum við
líka öll Jóns Arasonar merkið
og berum það hreykin. Þess-
vegna verður líka að vera til
gnægð fjár til þess að fullgera
minnisvarða hans. Hólanefnd
hefir unnig mikið og gott starf
og Hólar eru staður, sem allir
geta heimsótt með stolti og
gleði.
En til er annar
staður.
HJER fyrr á öldum, áður en
nokkrir bæir voru risnir upp
hjer á landi, mátti segja að
tveir væru höfuðstaðir lands-
ins, bæði í trúarlegum og
mentalegum og stundum líka í
veraldlegum efnum, Skálholt
og Hólar. Annar þessi staður
er óðum að hefjast til síns
gamla vegs og virðingar, þótt
ennþá vanti þar biskupinn, en
hinn, Skálholt, hið sögufræga
stórbýli, biskupsstóll og skóla-
setur, það er í hinni megnustu
niðurlægingu, snautt að minjum
með kirkju, sem er orðin opin
vindum og veðrum. Um þetta
hefir mikið verið ritað á síð-
ustu árum, og flestir Islend-
ingar sem í Skálholt koma,
fara þaðan í drungalegu skapi,
jafnvel með hrolli yfir því,
hvernig búið er nú að þessum
merka sögustað af þjóðinni. —
Raddirnar um að hjer þyrfti
að bæta úr, hafa verið margar,
eins og jeg sagði áðan, en hvar
er árangurinn?
Árangurinn er
enginn.
ÁRANGURINN af öllum
skrifunum, sem birt hafa verið
um viðreisn Skálholts á undan
förnum árum, og af hinum
ýmsu samþyktum, sem gerðar
hafa verið viðvíkjandi endur-
bótum á staðnum, er enginn
enn sem komið er. En hann
verður að koma og það sem
fyrst. Ekkert við því að segja
þó byrjað sje smátt, bara að
hafist sje handa. Flestir þeir
útlendingar, sem eitthvað
reyna að kynna sjer sögu lands
ins, hljóta að kynnast Skálholti
af ritum og sjá þá jafnskjótt,
hvérsu mikla þýðingu þessi
staður hefir haft fyrir sögu
þjóðarinnar. Komi þeir til ís-
lands, er ekki nema eðlilegt
að þeir vilji gjarna sjá staðinn.
En þá bregður þeim heldur bet
ur í brún. Ekki er þetta land-
kynning, heldur þvert á móti.
— Að setja búnaðarskóla að
Skálholti, hefir verið á prjón-
unum. Það er góð hugmynd,
því fyrsta skilyrðið til þess að
viðreisn bæjarins hefjist fyrir
alvöru, er að þar sje starfandi
lífræn sftofnun, að staðurinn fái
aftur til sín fjölmennan hóp
starfandi fólks, að þar verði
sem forðum líf og fjör og kæti.
Þá væri fyrsta sporið stigið til
alhliða viðreisnar þessa merki
lega staðar. Máske að það verði
ekki eins langt og við höldum
þangað til íslendingar ganga
með fagurt merki 1 barminum,
merki, sem selt er til ágóða
fyrir minnismerki um einhvern
þeirra, sem áður gerðu garðinn
frægan í Skálholti. Við skulum
vona það.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
iiiiiimtiiiiiiiimMiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiim
Þingræður og þingtfðindi
★
Ef skilja á þessar þrálátu dýrtíðar-upphrópanir Tím-
ans þannig, að Framsóknarmenn einir hafi komið auga
á háskann, sem atvinnuvegum þjóðarinnar stafar af
dýrtíðinni í landinu og þeir hafi á takteinum úrræði til
úrbóta, þá eru það vitanlega hin mestu öfugmæli.
Sannleikurinn er sá, að allir flokkar viðurkenna í
orði skaðsemi dýrtíðarinnar. En þeir hafa aldrei getað
komið sjer saman um úrræði, til þess að lækna mein-
semdina.
Þessvegna var sú leið farin við síðustu stjórnar-
myndun, að fresta um skeið virkum aðgerðum í dýr-
tíðarmálunum. Var í þess stað horfið að nýsköpuninni,
þ. e. að auka í stórum stíl framleiðslutækin og bæta
framleiðsluhættina. Sjá allir nú, að hjer var hyggilega
ráðið. Það hefði orðið óbætanlegt tjón fyrir þjóðarbúið
í heild, ef ekki hefði verið hafist handa í nýsköpuninni
haustið 1944. Það verður ekki með tölum talið verðmætið,
sem tókst að bjarga með stjórnarmynduninni og nýsköp-
uninni. En þetta sáu ekki Framsóknarm'enn. Þeir skár-
ust einir úr leik. Þeir vildu enga nýsköpun. Þeir vildu
stöðvun atvinnuveganna, meðan afkoma þeirra var
sæmilega góð og hefja styrjöld innanlands, til þess að
fá kaupgjaldið lækkað.
★
En þótt stjórnarflokkarnir hafi vafalaust gert rjett
haustið 1944, er þeir frestuðu aðgerðum í dýrtíðarmál-
unum, en hrundu nýsköpuninni í framkvæmd, er ekki
þar með sagt, að lausn dýrtíðarmálanna geti beðið leng-
ur. Lausn þessara mála er nú einmitt svo aðkallandi, að j
lengri frestur getur riðið atvinnuvegunum að fullu. J
Þessvegna ber stjórnarflokkunum að hefja nú þegar'
samninga um róttækar aðgerðir í dýrtíðarmálunum. !
ÞEIR, sem vilja fylgjast
greinilega með í stjórnmálun-
um, og einkum því, sem er að
gerast á Alþingi, þykir það
bæði leitt og bagalegt, hversu
seint það hefir gengið, að koma
út þingtíðindunum. Þegar það
dregst í ein tvö, þrjú ár, að
þingræðurnar komist á prent,
verða það ekki nema tiltölu-
lega fáir grúskarar, sem kæra
sig um að kynna sjer þær. Þvi
þá er svo mikið og margt skeð
í millitíðinni, sem menn hafa
um að hugsa.
★
Á þetta er ekki minst hjer,
vegna þess, að ástæða þyki til,
að kenna einum nje neinum
um það, hve ‘útgáfa þing-
ræðanna hefir dregist. Hinir
almennu erfiðleikar á því, að
fá bækur prentaðar valda þess
um töfum. En úr því út í þess-
ar tafir er komið, fara menn að
hugleiða, hvort ekki sje hægt að
breyta til með útg. þingtíð.
svo hægt verði í framtíðinni að
gera hana auðveldari, með það
fyrir augum, að ræðupartur
þingtíðindanna komi að meiri
notum, en hann gerir, þegar
menn þurfa að bíða eftir þeim
árum saman.
★
Oft hefir verið 'að því fundið
að ræður þingmannanna eins og
þær birtast í þingtíðindurrum,
sjeu ekki orðrjettar eins og
þingmennirnir flytja þær. —
★
Síðan þingin eru orðin mun
lengri en þau að jafnaði áður
voru, og annríki margra þing-
manna hefir margfaldast, þá
munu ýmsir þingmenn leiða
hjá sjer að leiðrjetta ræðurnar
áður en þær eru prentaðar. Og
þá er gildi ræðanna, sem prent
aðar eru að verða ennþá vafa-
samara en áður. Þvf lesendur
þingtíðindanna hafa enga
tryggingu fyrir því, að skrif-
ararnir fari í öllum atriðum
rjett með ræður þingmann-
anna, þó þeir sjeu allir af vilja
gerðir, og samviskusamir
menn í starfi sínu.
Menn hafa ekki viljað að-
hyllast þá uppástungu, að láta
prenta ræðurnar eftir hraðrit-
uðu handriti, þar sem skrifað
yrði niður hvert orð sem ræðu-
menn segðu, m. a. vegna þess,
að með því yrði ræðukafli þing
tíðindanna óþarflega langur og
ræðurnar yrðu alls ekki læsi-
legri með því móti en þær eru
eftir handritum æfðra og at-
hugulla skrifara.
★
En manni gæti dottið í hug,
að gerðir yrðu tvennskonar
ræðupartar þingtíðindanna. Að
þingmenn tölúðu í hljóðnema,
og ræður þeirra yrðu vjelritað-
ar eftir Upptöku hljóðnemans
og fjölrituð nokkur eintök af
þessari útgáfu ræðanna, til þess
að ræðurnar orðrjettar gætu
komið í hendur þingmanna
jafnóðum og þingstörfum mið-
ar áfram.
En svo yrðu æfðir menn, og
kunnugir þingmálum fengnir til
þess að semja glöggan útdrátt
úr öllum ræðunum. Og hann
yrði prentaður jafnóðum, svo
ræðupartur þessi í styttu formi,
væ'ri jafnan fullprentaður mjög
skömmu eftir að hverju þingi
er slitið.
★
Hinar orðrjettu ræður lægju
fyrir í þinginu á bókasöfnum
og í vörslum þingmanna. En hin
stytta útgáfa kæmist í hendur
almennings, svo fljótt að út-
gáfan kæmi að fullum notum.
Það gæti jafnvel komið til
mála, að samið yrði við ein-
hvern duglegan bókaútgefanda
að annast þessa alþýðu-útgáfu
þingræðanna og sú útgáfa gæti
borið sig fjárhagslega, ef út-
gefandi safnaði áskrifendum, og
trygði það, að ræðurnar kæmu
út í hendur áskrifenda tiltölu-
lega skömmu eftir að þær eru
haldnar.
LONDON: Þrír breskir menn
biðu nýlega bana við spreng-
ingu; er þeir voru að hreinsa
burtu jarðsprengjur af svæði
einu á súðufströndinni.