Morgunblaðið - 22.09.1946, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. sept. 1946
— Frjáisíþróttamótið
Frh. af bls. 1
þó sjerstaklega Oslo-farana og þakkaði hann þeim þann heiður,
sem þeir hefðu unnið landinu. Sjerstaklega þakkaði hann Ev-
rópumeistaranum okkar, Gunnari Huseby, fyrir frammistöðuna.
Á mótinu var ekkert íslands-
met sett, enda tæplega að búast
við því, þareð veður var heldur
kalt og hlaupabrautin þung. —
Tvö drengja met voru aftur á
móti sett. Haukur Clausen
bætti enn drengjamet sitt í 200
m hlaupi og Sveinn Björnsson
setti drengjamet í 400 m grinda
hlaupi.
Helstu úrslit í gær urðu ann-
ars sem hjer segir:
200 m hlaup: 1. Finnbjörn
Þorvaldsson, ÍR, 22,8 sek., 2.
Haukur Clausen, ÍR, 23,1 sek.
(nýtt drengjamet). 3. Reynir
Sigurðsson ÍR, 24,0 sek. og 4.
Þórarinn Gunnarsson, ÍR, 24,5
sek. Fyrra drengjametið var
23,2 sek.
Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby
KR, 14,52 m., 2. Vilhj. Vil-
mundarson KR, 13,59 m., 3.
Sigurður Sigurðsson, ÍR, 13,50
m. og 4. Friðrik Guðmundsson,
KR, 13,18 m.
800 m. hlaup: — 1. Óskar
Jónsson, ÍR, 1:59,5 mín., 2.
Þórður Þorgeirsson, KR, 2:04,1
mín., 3. Páll Halldórsson, KR,
2:04,2 mín. og 4. Stefán Gunn-
arsson, Á, 2:09,2 mín.
Hástökk: — 1. Skúli Guð-
mundsson, KR, 1,85 m., 2. Örn
Clausen, ÍR, 1,75 m. og 3. Gunn-
ar Stefánsson, KR, 1,60 m. —
(Fleiri keptu ekki).
Spjótkast: — 1. Finnbjörn
Þorvaldsson, ÍR, 51,28 m., 2.
Friðrik Guðmundsson, KR,
49,23 m., 3. Gísli Kristjánsson,
ÍR, 43,49 m. og 4. Ásmundur
Bjarnason, KR, 46,58 m.
Langstökk: — 1. Torfi Bryn-
geirsson, KR, 6,71 m., 2. Örni
Clausen, ÍR, 6,57 m., 3. Björnj
Vilmundarson, KR, 6,40 m. og
4. Daníel Einarsson, UMFR,
5,80 m.
400 m. grindahlaup: — 1.
Brynjólfur Ingólfsson, KR,
1:01,1 mín., 2. Sveinn Björns-
son, KR, 1:03,4 mín. (Nýtt
drengjamet) og 3. Björn Vil-
mundarson, KR, 1:05,1 mín. —
Fleiri keptu ekki. Fyrra drengja
metið, sem Haukur Clausen,
ÍR, setti í fyrra, var 1:03,6 mín.
Reyk j avíkurmeistaramótið
heldur áfram í dag kl. 4. —
Verður þá kept í 100 m. hlaupi,
stangarstökki, kringlukasti, 400
m. hlaupi. þrístökki, 1500 m.
hlaupi, sleggjukasti og 110 m.
grindahlaupi. —Þorbjörn.
Handrilakröfumor
bráðiega afhugaSar
K.höfn í gærkveldi.
Einkaskeyti til Mbl.
í GREIN, sem birtist í danska
blaðinu ,,Information“ í gær,
segir, að danska stjórnin muni
væntanlega á næstunni taka til
meðferðar handritakröfur ís-
lendinga. Samkvæmt skoðun
Arups prófessors verði sjer-
fræðingar að fara í gegnum
handritasafnið, áður en Danir
geti lagt fram tilboð sín. Kröf-
ur íslendinga hafi í upphafi
verið mjög víðtækar. Ef til vill
sje rjett að sýna íslendingum
skilning, að því, er snertir kröf-
ur þeirra til handrita af íslensk
um uppruna. Önnur handrit
beri hinsvegar ekki að afhenda.
—PáU.
Bæjarbyggingar
Frá frjettaritara vorum
á ísafirði, laugard.
BÆJARSTJÓRN ísafjarð-
ar samþykkti á fundi sínum
á miðv.dagskv. með 9 samhlj.
atkv., tillögu frá Sig. Bjarna-
syni og Haraldi Guðmunds-
syni, svohlj.: „Bæjarstj. sam-
þykkir að fela bæjarstjóra
að láta þegar hefja byggingu
þeirra 12 íbúða, sem valinn
hefur verið staður við Fjarð-
arstræti, og að ráða yfirsmið
við byggingarnar“.
Bæjarstjórn ísafjarðar
mun vera fyrsta bæjarstjórn-
in, sem samþykkt hefur, að
notfæra sjer þriðja kafla laga
um opinbera aðstoð við
byggingar íbúðarhúsa 1
kaupstöðum og kauptúnum.
11 nfir sveinar í
Nfjar hraSflugsfiS-
raunlr
London í gærkveldi.
Á MORGUN eiga að fara
fram í Suður-Englandi tilraun-
ir í hraðflugi. Ný tegund flug-
vjela með loftþrýstihreyflum
verður reynd. I tilkynningu um
tilraunirnar segir, að ekki verði
reynt að hnekkja meti í hrað-
flugi, heldur sje ætlunin ein-
ungis að reyna, hve hart flug-
vjslar þessar komist. Ef árang-
urinn verði góður, sje hinsveg-
ar ráðgert að gera tilraunir til
að hnekkja hraðflugsmetum, og
verði þá farið að samkvæmt al-
þjóðareglum. — Reuter.
SVEINSPRÓF í matreiðslu-
iðn og framreiðsluiðn fór fram
í Reykjavík að Hótel Garður,
s.l. miðvikudag Og fimtudag. —
Þessir luku prófi í framreiðslu-
iðn: Hermann Vigfússon, Jón-
as Þórðarson, Kristmundur An-
ton Jónasson, Ólafur Guðbjörns
son, Ólafur Jónsson (Þórscafé),
Páll Arnljótsson, Sigurður Sig-
urjónsson og Trausti Runólfs-
son. — í matreiðsluiðn luku
prófi: Aðalsteinn Guðjónsson,
Anton Líndal og Kristján Ein-
arsson. Prófdómar voru skipað-
ir eftirtöldum mönnum í mat-
reiðsluiðn: Kaj Ólafsson, Lúð-
vík Petersen og Tryggvi Þor-
finpsson og var hann form.
dómnefndar. í framreiðsluiðn-
voru prófdómarar þannig skip-
aðir: Janus Halldórsson, Edm.
Eiriksen, er var form. próf-
nefndar og Henry Hansen. —
Prófin fóru fram fyrir tilstilli
Matsveina- og veitingaþjónafje
lags íslands.
arsan
Söng-
skemlun í G!. Bíó
FRÚ MARÍA MARKAN Ost-
lund gistir borg vora um þessar
mundir eftir margra ára dvöl í
þrem heimsálfum. Hún er víð-
förlasta og frægasta söngkona,
sem ísland hefir átt, og hefir
borist af henni mikið frægðar-
orð hvar sem hún hefir farið og
sungið. Meðal annars hlotnaðist
henni sá heiður að syngja við
Metropolitan óperuna í New
York. Það er ástæða til að fagna
svo góðum gesti, er hún kemur
heim aftur og syngur fyrir
landa sína og bjóða hana vel-
komna. Og skal það einnig gert
hjer.
Mönnum er enn í fersu minni
hinn glæsilegi söngur .Maríu
Markan áður en hún settist að
erlendis. Það er því ekki að
undra, þó að eftirvænting reyk
vískra áheyrenda væri spennt
til hins ítrasta nú, þegar hún
ljet aftur til sín heyra hjer
heima eftir sigurför sína. Skorti
og ekki neitt á að söngkonunni
væri fagnað mjög hjartanlega
af troðfullu húsi áheyrenda,
bæði með dynjandi lófataki svo
og heilu blómahafi alt, frá upp-
hafi tónleikanna og þar til síð-
asti tónninn sloknaði.
Söngskráin var samansett af
aríurn, þrem ísl. lögum og svo
erl. lögum. Gafst söngkon-
unni nokkurt tækifæri til að
sýna list sína frá ýmsum hlið-
um, en jeg saknaði þarna ein-
hvers hinna stóru .meistara í
sönglagagerð.Væntanlega á frú
in eftir að syngja lög eftir Schu
bert, Schumann, Brahms eða
Hugo Wolf fyrir okkur síðar.
Framan af söngskránni hreif
mig mest píanósöngur frúarinn
ar, sem var oft mjög yndisleg-
ur, og vil jeg sem dæmi nefna
litla íslenska þjóðlagið „Amma
gamla“, sem Hallgrímur Helga
son hefir útsett einkar smekk-
lega. En það mun eflaust að
einhverju leyti mega kenna um
snoggri loftlagsbreytingu, að
söngurinn naut sín ekki altaf,
var ekki alveg hreinn á köflum,
og línurnar nokkuð óskýrar. —
Einnig bar stundum á erfiðleik
um í dýptinni, eins og söng-
konunni væri erfitt fyrir um
suma tónana. En það dylst eng
um, að hjer er á ferðinni mikil
söngkona, gædd geysimiklum
raddmöguleikum, skapmikil og
stórbrotin. Kom það best fram
í tveim síðustu aríunum eftir
Verdi, einkum þó hinni íyrri úr
„Mætti örlaganna“, sem var
sungin af mikilli sniid, og minti
sú meðferð mig á „tinda, er
mæna að sólarglóð“ líkt og
skáldið kemst að orði. Þetta
var mikilfenglegur söngur.
Frits Weisshappel ljek undir.
Hann er traustur og góður und-
irleikari, en hjer hefði hann
mátt beita sjer meira á köflum,
meira við skap söngkonunnar.
Frúin söng mörg aukalög og
loks „Faðir vor“, eftir Malotte.
Það hefði átt vel við, að áheyr-
endur hefðu þá risið úr sætum
í stað þess að klappa.
Forseti Islands heiðraði fræg
ustu söngkonu íslands með nær
veru sinni.
P. í.
Busch og Serkin
komu til Reykjavík-
ur í gærmorgun
TÓNSNILLINGARNIR Adolf Busch og Rudolf Serkin komu
til Reykjavíkur kl. 8 í gærmorgun flugleiðis frá New York,
eftir skjóta ferð. Með þeim kemur einnig kona Serkin og dóttir
Busch, frú Irene Serkin. Komu þessara heimsfrægu tónsnillinga
hefir verið beðið með eftirvæntingu, því að engum, sem hlýddi
á tónleika Busch hjer í fyrrasumar, mun úr minni líða. Tónlist-
arunnendur hyggja og gott til þess að hlýða á leik Serkins, sem
talinn er einn allra fremsti píanósnillingur veraldarinnar.
Fréttamenn hittu lista-
mennina og frúna í gær að
jheimili Ragnars Jónssonar
forstjóra, form. Tónlistarfje-
lagsins, en á vegum þess eru
snillingarnir hingað komnir
til nljómleikahalds.
SERKIN
Rudolf Serkin er einstak-.
lega yfirlætislaus og blátt á-
fram maður, hógvær og næst
'um feiminn. Hann er fæddur
ií Tjekkóslóvakíu, en hefur
dvalist í Bandaríkjunum und
anfarin tíu ár og verið þar í
stöðugum ferðum til hljóm-
leikahaids. Serkin kvaðst
hafa hlakkað til að sjá ísland
og kynnast íslenskum áheyr-
endum, því að Busch, tengda-
jfaðir hans hefði verið stór-
.hrifinn af komunni hingað í
fyrra. Hann ræddi nokkuð
,um hina amerísku útgáfu
bókar Kiljans, „Sjálfstætt
fóik“, sem eins og kunnugt
er kom nýlega út á vegum
útgáfufyrirtækisins „Book of
the Month Club“ í Banda-
ríkjunum. Sagði hann, að bók
jinni hefði verið tekið með
jmiklum ágætum, og sjálfur
jhefði hann notið hennar í rík
jum mæli, enda þótt hann
|Væri ekki viss um, að hún
igæfi pjetta mynd af íslenzku
þjóðlífi, eins og það er í dag.
Serkin ljek fyrir frjetta-
roennina „Scherzo“ eftir
Mendelssohn, og var unun á
að hlýða. —
Frú Serkin fetar í fótspor
föður síns. Hún er sögð ágæt-
u.r fiðluleikari, þótt ekk hafi
hún leikið opinberlega.
BUSCH
Fiðlusnillinginn Adolf
Busch er óþarft að kynna ís-
lendingum. Þegar hann kom
hingað í fyrra sumar, ljek
hann sig inn í hugi og hjörtu
ailra, sem á hann hlýddu.
Hann segir líka, að íslenskir
áheyrendur hafi hrifið sig,
því að sjaldan eða aldrei hafi
hann leikið fyrir beri hlust-
endur. Hann ferðaðist tölu-
vert um landiö í fyrra og er
hrifinn af náttúrufegurð
inni. Einkum fannst honum
mikið til Gullfoss koma, og
kvaðst hann vona, að þangað
gæti hann farið með dóttur
sinni og tengdasyni, þegar
veður væri fagurt.
FIMM HLJÓMLEIKAR
í REYKJAVÍK
Serkin og Busch munu á
þrem hljómleikum leika
allar 10 fiðlusónötur Beet-
hovens. Þeir hljómleikar
verða í Gamla-Bíó n.k. mánu
dag, fimmtud. og föstud. Auk.
þess munu þeir leika saman
í Hafnarfirði, væntanlega
n..k. þriðjud. og miðvikud.
Serkin mun svo annan mánu
dag og þriðjudag leika einn
á tveim hljómleikum með
sama „prógrammi“ fyrir
styrktarfjelaga Tónlistarfje-
lagsins. Viðfangsefni Serkins
á hljómleikum þessum verða
eftir Bach, Beethoven, Schu-
bert, Schumann, Debussy,
Mendelsohn og Chopin. Að
loknum hljómleikum í Rvík
og Hafnarfirði munu lista-
mennirnir fara til Akureyrar
og halda þar saman eina
hljómleika, að líkindum um
miðja aðra viku. — Auk þess
er vonast til þess að þeir leiki
útvarpið.
HJER í HÁLFAN
MÁNUÐ
L<istamennirnir ráðgera að
dveljast hjer í hálfan mán-
uð, en fara síðan heim til
Bandaríkjanna. Meðan þeir
dveljast hjer í Rvík, munu
þeir búa í gistihúsinu á flug-
vellinum. — í gærkvöldi
fóru Busch og Serkin-hjón-
in til Þingvalla í boði Tón-
listarfjelagsins.
Arabar v!!ja sjálf-
London í gærkvöldi.
Á FUNDINUM í London um
Palestinumálin var í dag skip-
uð nefnd, til að athuga gagn-
tillögur Araba um lausn Pale-
stínudeilunnar. Tillögur Araba
eru á þann veg, að Palestina
verði gerð að sjálfstæðu, full-
valda ríki, en Gyðingar þeir,
sem þar dveljast nú, njóti sömu
rjettinda og aðrir landsmenn.
En er ekkert vitað um þátt-
töku Gyðinga í Palestinufund-
inum, en svo getur farið að
fundum verði frestað þar til
Bevin utanríkisráðherra, get-
ur snúið aftur til London, til
að taka að sjer forystu áð-
stefnunnar. —Reuter.
Ókunnar flugvjelar
OPINBERLEGA var tilkynt
í Aþenu í dag, að erlendar flug
vjelar, sem komu úr norðurátt,
hafi hvað eftir annað flogið yf-
ir grískt land í mið- og austur-
Makedoníu 18. september s.l.
19. sept. sást til sprengju-
flugvjelar yfir eyjunni Thesos
Flugvjelin þekktist ekki og
hvarf í norðurátt. —Reuter’.