Morgunblaðið - 11.10.1946, Side 10
10
MORGUNBLAÐIB
Föstudagur 11. okt. 1946
eiiimimmmiiimiiiiiiiiiiiMiiiiiiiimNiiiiMiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii
BLÓÐSUGAN
| Cftir Jok n Cjooclwin,
□IMIIIIMII!lllllimillMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIMIIMIMIIIIII
iiiiiiiiiMiiiiiiiiMiiiimiiMiiiiiiiiiiiiimmtiiiiiiiimiimiiiiimiH
9. dagur
— Jeg get sagt þjer það eitt,
svaraði Steinberg, að jeg hef
sjálfur þrælað eins og skepna
að reyna að drífa upp þessa
peninga hjer í borginni. En það
skrítna hefir skeð, að enginn
einasti almennilegur banki vill
lána eyri út á þær tryggingar,
sem við ráðum yfir. Einhver,
sem er óþarflega fróður um
okkur, hefir brugðið fyrir okk-
ur fæti.
Craven bölvaði í hálfum
hljóðum.
— Steinberg, sagði hann í
hálfum hljóðum, — þú hefir
ekki viljað það hingað til, en
jeg sje ekki, að nema eitt sje
um að gera úr því, sem komið
er: við verðum að fara til
Gordons.
Digri maðurinn þagði augna-
blik, og beit fast á vörina. —
Þessa okurstofnun rjett hjá
kauphöllinni — sem þessi kerl-
ing stendur fyrir, sem er kölluð
Blóðsugan. Er það nú niður-
læging.
-— Það er að minsta kosti
ríkasta okurstofnun heimsins
og hlýtur því að hafa pening-
ana.
— Já, og djöfullegasta blóð-
suga í víðri veröld. Þú veist
hvernig venjulega fer fyrir
þeim, sem þangað leita. Stein-
berg hægði á sjer. — En, nátt-
úrlega ef ekki er annað fyrir
hendi .... Heldurðu, að þú
getir fengið skildinginn þar?
— Því býst jeg við, ef við
erum allir á einu máli og jeg
fæ fullkomið umboð fyrir okk-
ur alla. Vitanleg^ yerðum við
að greiða okur\%jgJ^ En hins-
vegar verðum vi^^ð fá pen-
ingana hvað sem það kostar.
Jeg get reynt.
— Gerðu það þá og það strax.
Það er seinasti og einasti mögu-
leiki okkar og gangi það, get-
um við enn sigrað, þrátt fyrir
alt. En vertu bara fljótur. Og
Steinberg bætti við, gremju
lega: — Heyrðu, Craven. Ein
hver óvinur okkar er að reyna
að koma okkur fyrir kattarnef
.... og það verður svei mjer
ekki annað sagt en að hann
hafi keypt hentuga tímann.
Sir Melmoth beit saman
tönnunum og leit á fjelaga sinn.
— Það er satt, sagði hann,
— og ef jeg vissi hver hann
væri, skyldi jeg sjá um, áð eiga
einum óvininum færra innan
sólarhrings. Hann hugsaði sig
um. — Getur það verið, frú
Garth?
—Nei, það kemur ekki til
mála svona fljótt. Og .... samt
. .. .hvernig hefði mjer getað
dottið í hug, að þær væru eins
eitraðar og þær hafa þegar
sýnt sig vera.
Hann ljet fallast niður á stól,
eins og hann vissi ekki af Stein-
berg.
— Hvar hefi jeg sjeð þessa
konu áður? tautaði hann allt
í einu.
Sir Melmoth sat dálitla stund
hreyfingarlaus og starði út í
bláinn. Það var eins og hann
væri að reyna að grafa upp
einhverja eldgamla fortíðar-
mynd
um.
úr hugarfylgsnum sín-
V. KAPÍTULI.
Klukkan var langt gengin
sjö um kvöldið þegar frú Enid
Gárth kom frá Cornhill og
heim til sín í Berkely Terrace.
Hún virtist vera í ánægðu
skapi yfir dagsverki sínu við
stjórn bankans og var ekki
laust við, að sjá mætti sigur-
gleði í augum hennar.
Nú bar ekkert á þreytu hjá
henni. Eftir svona margra
klukkustunda vinnu, virtist
hún meir en fær um að sigr-
ast á hvaða erfiðleika, sem
fyrir kynni að koma.... Með-
an hún var að taka af sjer
hanska'na í hliðarherberginu,
þar sem brjef og blöð biðu
hennar, kom Margaret inn. Frú
Garth þurfti ekki annað en
líta á hana snöggvast, síðan
gekk hún hratt til hennar.
— Hvað gengur að þjer, elsk-
an mín? Hefur nokkuð komið
fyrir? Segðu mjer það strax, ef
eitthvað er.
— Það er rjett, jnamma; það
hefur komið nokkuð fyrir. Jeg
veit ekki hvað þú munir segja
um það.
Síðan sagði hún móður sinni,
stuttort og rólega, • viðskifti
þeirra Cravens, bæði þegar
hann fór, kvöldinu - áður og
síðan í garðinum um daginn.
Frú Garth dró andann djúpt
og vatt hanskana milli handa
sjer. Eitt andartak var hún
hugsi.
— Jeg vildi gefa mikið til
þess, að þetta hefði ekki skeð,
sagði hún.
— Þetta hefði jeg síst af öllu
viljað.
— Jeg var til neydd, svar-
aði Margaret. — Jeg veit varla
einu sinni núna, hvað jeg sagði
eða gerði.
Frú Garth kinkaði kolli.
■— Jeg get ekki áfellst þig
fyrir það, telpa mín. — Maður
er ekki með sjálfum sjer þeg-
ar svona kemur fyrir, og þú
ert dóttir mín. En ....
— Við skulum ekki koma að
efninu sem átti að vera gleymt
og grafið, tók Margaret fram í.
Nú var hún orðin miklu kaldari
og einbeittari en móðir hennar
hafði verið lengi. Það var eins
og hún væri að tala um eitt-
hvert einskisvert efni. — Fyr-
irgefðu, mamma ....
Frú Garth leit á dóttur sína
með ánægjusvip.
— Það gerir að minsta kosti
enda á öllu þessu leiðindamáli,
hvað þig snertir, og við það er
þó nokkuð unnið. Svo ekki
fleiri orð um það. Hú faðmaði
dóttur sína blíðlega. — Og nú
ættirðu að gera mjer eitt til
þægðar, Margaret. Farðu til
Selby með morgunlestinni, og
vertu þar að minsta kosti fá-
eina daga. Taktu stúlkuna þína
með þjer. Þar ertu meðal vina
og hefir nóg af hestum. Reyndu
að koma þjer burt úr borginni
og jafna þig. Því hefirðu gott
af.
— Það mátt þú best vita,
mamma. Auðvitað geri jeg eins
og þú segir mjer.
Margaret fór daginn eftir
með morgunlestinni til Selby
herrasetursins, sem var eignur
jörð móður hennar.
Sama dag klukkan tíu um
morguninn, stundvíslega, stje
frú Garth út úr opna vagnin-
um sínum við aðaldyrnar á
Garths-banka í Cornhill. Hún
líktist nú ekki glæsilegu kon
unni, sem hafði gengt húsmóð-
ur skyldunu.n á dansleiknun
í Berkely Terrace tveim kvöld-
um áður. Nú var á henni kaup-
sýslusvipurinn, andlitið kulda-
legt og út úr því skein ein-
beittni og dómgreirtd.
Frú Garth gekk rakleitt
fram hjá buktandi dyraverðin-
um, og inn í stóru skrifstofuna-
með trjeþiljunum á efri hæð-
inni. Hún hringdi á fulltrúa
sinn.
Hinn biskupslegi ytri maður
Calverleys var einhvernveginn
ekki í sínum venjulegu felling
um. Hann leit út eins og mað
ur, sem er búinn að þræla
hálfan annan sólarhring — s^m
líka var sanni nær.
— Jeg sje, hr. Calverley, að
Western Unions hafa komist
niður í einn og einn fjórða í
gærkvöldi. Umboðsmenn okk-
ar hafa hætt að selja í dag.'
Calverley stundi.
— Öllu, sem bankinn átti af
Western Unions hefir verið
dempt á markaðinn, sagði hann
— og árangurinn varð sá, sem
jeg hef sagt yður. Skipunum
yðar hefir auðvitað verið hlýtt
út í æsar. Hann þagði andar-
tak. — En-jeg er hræddur um,
að við töpum á þessu.
— Ekki grænum eyri, svar-
aði húsmóðir hans. — En hefir
komið svar við orðsendingu
okkar viðvíkjandi Sir Melmoth
Craven?
Fulltrúinn hneigði sig.
— Já allsstaðar að. Við höfð-
um nauman tíma, en tókst
samt. Fyrir hádegi á þriðju-
dagmn var orðsending send
hverjum banka, sem nokkuð
kveður að, þess efnis, að Garth
& Trelawnes hefðu samkvæmt
áreiðanlegum upplýsingum á-
kveðið að eiga engin viðskifti
við Craven og rjeðu öðrum til
þess sama. Skeytið var auðvit-
að á dulmáli með kennimerk-
inu á.
Það var rjett eins og Calver-
ley ætlaði að bæta við með
söknpði: „Þá er vonlaust um
Craven“. Því eins og hann vel
vissi, hafa allir heldri bankar
með sjer svo öflugt samband,
að orðsending frá einum þeirra
var nóg til að loka fyrir öll lán
til hlutaðeigandi manns, og það
án þess, að það yrði uppvíst,
hverjum um væri að kenna.
Ástæðuna til þess arna vissi
hann ekki og háfði verið svo
skynsamur að spyrja aldrei um
hana. Hann stjórnaði daglegri
starfssemi bankans, en frú
Garth ákvað stefnu hans í
fjármálum.
— Þetta hefir gengið prýði-
lega hjá yður, Calverley. Jeg
býst ekki við, að mín þurfi
neitt við í dag, svo jeg ætla að
fela yður bankann, það sem eft-
ir er dagsins.
Calverley fór út. Frú Garth
studdi höndum undir höku
sjer og stundarkorn sat hún
niðursokkin í hugsanir sínar
og starði fram fyrir sig.
Strákurinn og einbúinn
Eftir E. V. LUCAS
17.
nú með nýjum augum. Og þegar jeg stóð þarna við bát-
mn, fór mig að langa afskaplega til þess að fara burtu
af eynni.
— Já, námfús geturðu verið, hr. Ágúst, sagði skipstjór-
inn og enn kipptist hann við af hlátri.
— Já, og svo skreið jeg niður í körfuna, hjelt einsetu-
maðurinn áfram dálítið skömmustulegur.
— Bravó! þrópaði Kjammi, þetta var ágætt. En ertu
ekkisvangur?
— Svangur? át skipstjórinn eftir. Það skyldi jeg’ nú
halda. Bryti, bryti, komdu með eitthvað handa herra
Ágúst að borða. *
Brytinn kom þjótandi inn í káetuna og varð allur ein
augu þegar hann sá hinn ókunna. Þegar skipstjórinn sá
það, hvernig honum varð við, fór hann aftur að skelli-
hlægja. Vertu ekki hræddur, sagði hann við brytann.
Hann er ekki afturgenginn!
— En jeg sá ekki þenna herramann koma um borð, sagði
brytinn, þegar hann loksins gat komið einhverju orði upp.
— Nei, sagði skipstjórinn, ekki sá jeg það heldur. Og
það sá það víst ekki nokkur maður. Herra Ágúst hefir
sjerstaka aðferð til þess að stíga á skipsfjöl.
Að þessu hló einbúinn líka og þá fór brytinn að átta
sig og kom bráðlega fneð ágætan kvöldverð handa Ágústi.
— Jæja, þá hafði jeg það af að strjúka, Kjammi, sagði
gamli maðurinn, og enginn kennari gat náð mjer þegar
jeg strauk.
— Nei, það er ekki mikil hætta á því að þú látir ná
þjer, svaraði Kjammi. .
— Já, nú erum við saman aftur, sagði gamli maðurinn.
En þegar við erum komnir til Englands, skulum við fyrst
almennilega leika okkur.
— Það verður gaman, gamli Geitarskeggur, sagði
Kjammi hlægjandi. ,
ENDIR.
Lávarðinum hafði verið boð-
ið að borða hjá sóknarprestin-
um og fjekk eftirfarandi brjef-
leg skilaboð frá honum daginn
eftir:
„Kæri vinur: Sendi þjer hjer
með luktina þína. Gerðu mjer
þann greiða að skila aftur búr-
inu, sem páfagaukurinn er í“.
*
— Maðurinn minn er horf-
inn, hrópaði konan og horfði
bænaraugum á lögreglustjór-
ann. Hann fór út um hádegið í
gær óg hefir ekki sjest síðan.
Hjer er mynd af honum. Jeg
krefst þess að þjer finnið hann
strax.
Lögreglustórinn skoðaði
myndina augnablik og leit svo
á konuna.
— Hvers vegna? spurði hann.
★
— Eru nokkrir sniðugir þjóf
ar í þessum bæ?
— Sniðugir þjófar? Um
daginn stal einn buxunum mín-
um og hengdi lóð 1 axlaböndin,
svo jeg tæki ekki eftír því, að
þær væru farnar.
★ .
Biskup nokkur gekk sjer til
skemtunar gegnum smáþorp
í Englandi, varð þyrstur á leið-
inni og bað bóndakonu að gefa
sjer vatn að drekka.
Konan var feimin og til að
hjálpa henni, sagði biskupinn:
•— Þetta er ágætis vatn. —•
Hvaðan fáið þjer það?
Og gamla konan svaraði:
— Frá herra biskupnum,
pumpan mín.
Heitir hverir finnast aðeins á
íslandi, Nýja Sjálandi og í
Bandaríkjunum.
★
Ungur maður kom til æsku-
stöðva sinna, eftir átta ára fjar-
veru, og varð hnugginn, þegar
hann sá engan að taka á móti
sjer. Eftir skamma stund sá
hann þó á bryggjunni hafnar-
vörðinn, sem verið hafði kunn-
ingi hans allt frá æsku. Hann
gekk til hans og ætlaði að fara
að heilsa honum hjartanlega,
þegar sá síðarnefndi leit spyrj-
andi á ferðatösku hans og sagði:
— Sæll og bless, Jón, ertu
að fara eitthvað?
★
Móðirin — Og þú, Dóri
minn, hvort vilt þú búðing
eða ís?
Dóri — Búðing.
Faðirinn (reyiiir að kenna
honum kurteisi) — Búðing
hvað.
Dóri — Búðing fyrst.
I W*$nÚA VkorL ciuá
hæstarjettarlCgmaður
i AðaMræti ». Sími 1878.