Morgunblaðið - 13.10.1946, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók
33. árgangur. 232. tbl. — Sunnudagur 13. október 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f.
GRIKKIR TELJA JÚGÓSLAVA ÞJÁLFA ÓALDARFLOKKA
Forsefi felur Ólufi
Thors stjórnur-
myndun
ForsæHsráðherra tók sjer irest
til mánudags
FORSETI ÍSLANDS hefir mælst til þess við Ólaf
Thors forsætisráðherra að hann hafi forgöngu um
myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ólafur bað um frest til
mánudags til að athuga málið. í frjettatilkynningu frá
skrifstofu forseta segir á þessa leið um þetta mál:
„EFTIR að hafa rætt við formenn allra þingflokkanna um
viðhórfið út af lausnarbeiðni ráðuneytisins, hefir forseti ís-
lands mælst til þess við formann Sjálístæðisflokksins, Ólaf
Thors forsætisráðherra, að hann hafi forgöngu um myndun
nýrrar stjórnar.
Forsætisráðherra fór fram á frest til mánudags, 14. okt.,
til athugunar á því hvort hann treysti sjer til að verða við
þessum tilmælum, og fjellst forseti á þennan frest“.
La Guardia
íHöfn
LA G U A R D I A forstjóri
UNRRA hefir verið í Kaup-
mannahöfn undanfarið á al-
þjóðamafvælaráðstefnunni. —
Hjer sjeðst hann í samtali við
Gustav Rasmussen, utanríkis-
ráðherra Dana.
SkaðabótagreiðsSur
Ungverja ræddar
Bandaríkin telja 75 milj. sterjlngspund
of miklð
París í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
Á FRIÐARFUNDINUM í París í dag, tilkynti einn af full-
trúum Bandaríkjanna, að þau mundu greiða atkvæði gegn
þeirri grein friðarsamningsins við Ungverjaland, sem snýst
um skaðabótagreiðslur landsins, ef skaðabótaupphæðin yrði
ákveðin 75 miljón sterligspund. Taldi fulltrúinn, að ítarlegri
rannsókn yrði að fara fram á efnahag Ungverjalands, áður
en upphæð sú, sem það yrði skyldað til að greiða í skaða-
bætur, yrði endanlega ákveðin.
Rússar gramir við
Bandaríkj amenn.
Gusev, einn af fulltrúum
Rússa á ráðsteínunni, talaði á
móti þessu og taldi Ungverjum
ekki um megn að gre'iða áður-
nefnda upphæð. Hjelt hann því
fram, að fjárhagur landsins
mundi batna til muna, ef
Bandaríkin afhentu Ungverjum
nú þegar þær eignir, sem Þjóð-
verjar og Austurríkismenn
hefðu tekið af þeim í styrjöld-
inni, en nú væru undir um-
sjá bandarísku herstjórnarinn-
ar í Evrópu. Rússneski full-
trúinn lauk máli sínu með því
að ásaka Bandaríkjamenn fyr-
ir að vilja endurreisa efnahag
Ungverjalands á kostnað Rússa.
Ástralía enn óákveðin.
Alexandir flotamálaráðherra
og Bersley, fulltrúi Ástralíu,
skýrðu og frá afstöðu stjórna
sinna til þessa máls. Kvað
Alexandir bresku stjórnina
fylgjast með samúð með við-
leitni Ungverja og vilja taka
upp viðskiftasamband við þá
eins fljótt og auðið væri, en
ástralski fulltrúinn sagðist ekki
mundi taka afstöðu til máls-
ins, fyr en ýtarlegri rannsókn
hefði verið gerð á fjárhag Ung-
verjalands.
Fjórir reknir.
LONDON. — Argentinska
stjórnin hefir látið reka fjóra
af fimm dómurum hæstai'jettar
úr embættum sínum. Eru þeir
taldir hafa verið fjandsamlegir
áformum hinnar nýju ríkis-
stjórnar.
WMiptasamsiingur
Svía §| Sússa
Frá sænska sendiráðinu.
ÞANN 7. okt. s.l. var undir-
ritaður í Moskva lánssamning-
ur ásamt viðskiftasamningi
milli Svía og Sovjetrússa.
Veita Svíar Sovjetstjórninni
lán að upphæð 1 miljarð
sænskra króna. Lánsupphæðina
skal nota á fimm árum, aðal-
lega til greiðslu á vörum, sem
Rússar hafa keypt í Svíþjóð til
uppbyggingar heima fyrir. —
j Talið er að notaðar verði 200
miljónir árlega, en upphæðin,
sem varið er á ári, má ekki
verða meira en 300 milj.
Svíar láta Rússum aðallega
í tje ýmsar rafmagnsvörur,
vjelar og fleira. Rússar selja
Svíum ýmsa málma, bómull,
járn o. fl.
London í gærkveldi.
VAN MOOK, landstjóri Hol-
lendinga í Indónesíu, hefir
þakkað Bretum fyrir aðstoð
þeirra við að koma á frið og
reglu á Java og Sumatra.
Kemst landstjórinn svo að
orði, að það hafi verið Bretar,
sem hafi átt meginþáttinn í því
að koma á kyrð á eyjunum og
í Asíu yfirleitt, en Bandaríkja-
menn og Rússar hafi látið mál
þessi afskiptalaus. Þá minnist
Van Mook þess með þakklæti,
að Bretar hafi átt mikinn þátt
í því, að leysa óbreytta borgara
ög hermenn úr fangabúðum í
Indónesíu. — Reuter.
Flokkarnir skæðastir í
fjallahjeruðum Þesalíu
og Makedoníu
Aþenu í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
YFIRVÖLDIN í Grikklandi telja sig nú hafa fengið sann-
anir fyrir því, að hluti af óaldarflokkum þeim, sem grískir
hermenn og lögreglumenn hafa að undanförnu átt í höggi
við í norðurhjeruðum landsins, komi frá Júgóslavíu, eftir
fengna þjálfun í júgóslavneskum herskóla. Er á það bent í
þessu sambandi, að grískum landamæravörðum reynist sjer-
lega erfitt að gæta þess hluta landamæranna, sem liggur að
Júgóslavíii.
Þarf að afnema nei
unarvaldið
London í gærkvöldi.
í RÆÐU, sem Smuts hers-
höfðingi, forsætisráðherra
Suður Afríku hefur flutt í I
belgiska þinginu, ljet hann í
Ijós skoðun sína á stofnun
sameinuðu þjóðanna.
Hershöfðinginn taldi neit-
unarvaldið hættulegt, enda
mundi það að eins draga ur
virðingu sameinuðu þjóð-
anna. Taldi hann stórveldin
nota það um of í hinu póli-
tísk atafli sínu, og bæri að af-
nema að, eins fljótt og auðið
væri.
Smuts rseddi nokkuð um
málefni Afríku og taldi gagn-
rýni erlendra ríkja órjettláta.
Ljet hann á sjer skilja, að flest
það, sem sagt hefði verið um
rekstur nýlendna þar, væri
bygt á vanþekkingu.
— Reuter.
íslendiisgafjelagið
íOslo
ÍSLENDINGAFJELAGIÐ í
Óslo hefur verið endurreist,
en starfsemi þess hafði legið
niðri um margra ára skeið.
Fjelagið auglýsti eftir íslend-
ingum í Oslo nýlega á fund og
mættu þá 28 nýir fjelagar, en
fyrir voru 15—20. íslendinga-
fjelagið vill greiða götu þeirra
íslendinga, sem koma tll Oslo
eftir því, sem í þess valdi er
og vill gjarna, að íslendingar
gefi sig fram við fjelagið er
þeir eru þar á ferð.
Formaður fjelagsins er
Guðni Benediktsson, starfs-
maður hjá Shell-fjelaginu
norska. Hann býr á Bjerre-
gárdgate 29 í Oslo og hægt er
að ná til hans í síma 21910.
Fjöímennir óaldarflokkar.
Yfirvöldin segja, að í óaldar-
flokkum þeim, sem um er að
ræða, sjeu um 15.000 manns,
en aðalmarkmið þessara of-
stopamanna er að fella hina
lögskipuðu stjórn grískra kon-
ungssinna. Hefir margoft kom-
ið til átaka milli óaldarflokk-
anna og stjórnarhersveita, og
nokkuð mannfall orðið í báðum
liðum.
Erfið aðstaða.
Óaldarflokkarnir hafast að-
allega við í fjöllunum 1 Norð-
ur-Grikklandi, einkum á Aghia
svæðinu á landamærum Þessa-
líu og Makedoníu, en þarna er
mjög erfitt yfirferðar, enda há-
ir það mjög hersveitum stjórn-
arinnar. Að óaldarflokkarnir
hafist einkum við á. þessu
svæði, hefir meðal annars kom-
ið í Ijós við yfirheyrslur þeirra
meðlima þeirra, sem fallið hafa
í hendur lögreglunnar.
Erfið landamæragæsla.
Einn af talsmönnum grísku
stjórnarinnar hefir skýrt svo
frá, að mjög erfitt sje að gæta
landamæranna, sem eru um
1000 mílur á lengd. Eins og
þegar hefir verið sagt, er þetta
þó sjerlega erfitt á landamæra-
lengju þeirri, sem liggur að
Júgóslavíu, en álitið er, að með-
limir óaldarflokkanna komi til
Grikklands beint yfir fjöllin,
eða gegnum Varder-dalinn, sem
er ákaflega stór dalur fyrir
norð-vestan Saloniki.
Vita um uppruna þeirra.
Spiro Theotoris, gríski ör-
yggismálaráðherrann, hefir tjáð
blaðamönnum, að stjórnin viti
hvaðan óaldarflokkarnir fái
vopn, skotfæri, peninga og fyr-
irskipanir. En ráðherrann seg-
ir, að erfitt sje að afla sannana,
enda þótt yfirvöldin hafi í
höndum skýrslur og ýms skjöl,
sem vitað sje að byggist á stað-
reyndum.