Morgunblaðið - 13.10.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. okt. 1946 Kosning fnstanefndn á Alþingi KOSNING í fastanefndir sameinaðs Alþingis og beggja deilda fyrir næsta kjörtímabil fór fram í gær. í sameinuðu Alþingi voru þessir menn kosnir: í fjárveitinganefnd: Pjetur Ottesen, Gísli Jónsson, Sigurð- ur Kristjánsson, Ingólfur Jóns- son, Sigurjón Á. Ólafsson, Ás- mundur Sigurðsson, Stein- grímur Aðalsteinsson, Helgi Jónasson og Halldór Ásgríms- son. í utanríkismálanefnd: Bjarni Benediktsson, Jóhann Þ. Jós- efsscn, Garðar Þorsteinsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Einar Olgeirsson, Bjarni Ásgeirsson og Hermann Jónasson. Vara- menn: Ólafur Thors, Pjetur Magnússon, Gunnar Thorodd- sen, Ásgeir Ásgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson, Eysteinn Jóns- son og Páll Zóphoniasson. I allsheijarnefnd: Jóhann Þ. Jósefsson, Jón Sigurðsson, Sig- urður Bjarnason, Ásgeir Ás- geirsson, Sigfús Sigurhjartar- son, Bjarni Ásgeirsson og Jör- undur Brynjólfsson. Þingfarakaupanefnd: Sigurð- ur Kristjánsson, Sigurður E. Hlíðar, Hannibal Valdimarsson, Sigfús Sigurhjartarson og Páll Zophoniasson. I neðri deild fóru kosningar þannig: Fjárhagsnefnd: Hallgrímur Benediktsson, Jóhann Hafstein, Ásgeir Ásgeirsson, Einar Ol- geirsson og Skúli Guðmunds- son. Samgöngumálanefnd: Gísli Svéinsson, Sigurður Bjarnason, Barði Guðmundsson, Lúðvík Jósefsson og Bjarni Ásgeirsson. Landbúnaðarnefnd: Jón Pálmason, Jón Sigurðsson, Stef- án Jóhann Stefánsson, Sigurð- ur Guðnason og Steingrímur Steinþórsson. Sjávarútvegsnefnd: Sigurður Kristjánsson, Pjetur Ottesen, Ásgeir Ásgeirsson, Lúðvík Jós- efsson og Eysteinn Jónsson. Iðnaðarnefnd: Ingólfur Jóns- son, Sigurður E. Hlíðar, Gylfi Þ. Gíslason, Hermann Guð- mundsson og Halldór Ásgríms- son. Heilbrigðis- og fjelagsmála- nefnd: Sigurður E. Hlíðar, Garðar Þorsteinsson, Katrín Thoroddsen, Gylfi Þ. Gíslason og Helgi Jónasson. Mentamálanefnd: Gunnar Thorcddsen, Sigurður Bjarna- son, Barði Guðmundsson, Sig- fús Sigurhjartarson og Páll Þorsteinsson. Allsherjarnefnd: Garðar Þor- síeinsson, Jóhann Hafstein, Stefán Jóh. Stefánsson, Her- mann Guðmundsson og Jör- undur Brynjólfsson. I efri deild fóru kosningar þannig: Fjárhagsnefnd: Jóhann Þ. Jósefsson, Þorsteinn Þorsteins- son, Guðm. í. Guðmundsson, Ásmundur Sigurðsson og Bern harð Stefánsson. Saingöngumálanefnd: Eirík- ur Einarsson, Þorsteinn Þor- steinsson, Hannibal Valdimars- son, Steingrímur Aðalsteinsson og Björn Kristjánsson. Landbúnaðarnefnd: Þorsteinn Þorsteinsson, Eiríkur Einars- son, Guðm. í. Guðmundsson, Ásmundur Sigurðsson og Páll Zópphoníasson. Sjávarútvegsnefnd: Gísli Jónsson, Jóhann Þ. Jósefsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Stein- grímur Aðalsteinsson og Björn Kristjánsson. Iðnaðarnefnd: Bjarni Bene- diktsson, Gísli Jónsson, Sigur- jón Á. Ólafsson, Steingrímur Aðalsteinsson og Páll Zóphon- iasson. Heilbrigðis- og fjelagsmála- nefnd: Lárus Jóhannesson, Bjarni Benediktsson, Hannibal Valdimarsson, Steingrímur Að- alsteinsson og Herinann Jónas- son. Mentamálanefnd: Eiríkur Einarsson, Lárus Jóhannesson, Hannibal Valdimarsson, Ás- mundur Sigurðsson og Bern- harð Stefánsson. Allsherjarnefnd: Bjarni Bene diktsson, Lárus Jóhannesson, Guðm. í. Guðmundsson, Ás- mundur Sigurðsson og Her- mann Jónasson. Fluffi fyrirlesfra um ísland og Horeg GUNNAR Akselson var meðal farþega á Drottning- unni frá Höfn á dögunum. — Hann er vel kunnur lesendum Morgunblaðsins af íþrótta- frjettum, sem hann hefur sent blaðinu frá Noregi und- anfarna mánuði. Gunnar dvaldi 5 mánuði í Noregi og Svíþjóð. Hann skrifaði í norsk blöð um íslenskar íþróttir og flutti auk þess fyririestra um ísland og sýndi kvikmyndir frá íslandi, í íþróttafjelögum og ferðafjelögum. Gunnar Akselson segir, að mikill áhugi sje í Noregi fyr- ir frjettum frá ísiandi. Þegar hann kvartaði um það, að Norðmenn vissu lítið um ís- iand, var jafnan viðkvæðið: — Já, það er alveg rjett, en við viljum vita meira og hvers vegna gera íslendingar ekkert til þess að fræða okkur um málefni Islands? Fransk-rússnesku hemámshlufamir skiplas! é vcrum London í gærkvöldi. Hernámsstjórnir rússneku og frönsku hernámssvæðanna í Þýskalandi hafa tilkynt, að samkomulag hafi orðið milli hinna tveggja hernámshluta um vöruskipti. Vöruskiptasa^ningur þessi mun verða í ^ildi til næst- komandi áramSta. — Mun franska hernámlsvæðið meðal annars fá tilbúfnn áburð frá rússneska sVæðmu, en Frakk- ar láta í staðimViandbúnaðar- tæki af ýmsum^gerðum. — Reuter. Vopn finnast hjá Gyðinpm Gyðingar í Palestínu safna nú að sjer vopnum í ákafa, en breskir nermenn reyna að finna þau og gera þau upptæk. Hjer sjást breskir hermenn með all-álitlega hrúgu af vopnum, sem þcir hafa fundið hjá Gyðingum. Hætt að berjasi í Persíu Teheran í gærkveldi. EINS og getið hefir verið í fregnum, hafa bardagar verið háðið að undanförnu í Norður- Persíu milli stjórnarhers og kynflokks eins, sem býr þar í fjallahjeraði. Fregnir herma nú, að vopnahlje hafi komist á, og hafi foringi áðurnefnds kyn- flokks sent forsætisráðherra Persíu brjef og beðið hann að sjá um; að teknir verði upp samningar milli stjórnarinnar og ættflokks hans. í brjefinu segist hann þegar hafa fyrir- skipað liðsmönnum sínum að hætta bardögum. Var stjórnar- hernum þá skipað að gera slíkt hið sama. — Reuter. r Á MIÐVIKUDAGSKVÖLD var haldinn aðalfundur Bridge fjelags Reykjavíkur. Á fundin- um var kosin stjórn fjelagsins og hlutu þessir kosningu: Árni M. Jónsson, fulltrúi. var kosinn formaður, og meðstjórnendur þeir Gunnar Guðmundsson, bankaritari og Jón Guðmunds- son. Bridgefjelagið hefir nú um 200 meðlimi. Vilja fiála hermenn London í gærkveldi. ALLMARGIR breskir þing- menn hafa lagt fram á þingi bænaskrá um það, að 240 bresk- ir fallhlífahermenn, sem voru dæmdir til langrar fangavistar austur á Malakkaskaga fyrir uppreisn, verði náðaðir. Hefir þetta mál verið mikið rætt og virðist mörgum á þingi Breta sýnast sem dómarnir yfir þess- um mönnum hafi verið of harð- ir og ómannúðlegir. Þingið mun taka þetta til meðferðar bráðlega. — Reuter. Knattspymumót Hafnarijarðar KNATTSPYRNUMÓTUN- UM í Hafnarfirði lauk s. L sunnudag með leik milli F. H. og Hauka í fyrsta aldursflokki. F. H. sigraði leikinn með 4 mörkum gegn 2. Knattspyrnuflokkar F. H. hafa sýnt sig vera í mikilli framför í sumar, og sigursæld þeirra má teljast sjerstæð, þar sem þeir hafa sigrað vor og haustmót í 2. og 1. aldursílokki og haustmót 3. aldursflokks. Haukar unnu því aðeins vor- mót 3. aldursflokks. Auk framangreindra keppna fór einnig fram keppni í 4. aldursflokki. Keppt var í tveim flokkum A og B, og bar F. H. sigur úr býtum í báðum flokk- unum. En keppni þessara flokka er ekki talin fjelögun- um til stiga. Knattspyrnumenn F. H. hafa því með þessari glæsilegu stöðu sinni fært fjelagi sínu sæmdarheitið ,,Besta Knatt- spyrnuíjelag Hafnarfjarðar 1946“. Keppni um þenna titil hefir farið fram sjö sinnum og hefir F. H. hlotið hann 4 sinn- um en Haukar 3 sinnum. Liðin og leikmenn: Mitt álit er að bæði liðin eigi mjög efnilega leikmenn, en aug sjáanlega háir æfingaleysi og smæð vallarins því að þeir geta ekki notið sín sem skyldi. Sá, er sýndi besta framistöðu í leiknum, var Magnús Guð- mundsson, er ljek að þessu sinni innframherja í F. H.-lið- inu. Af öðrum F. H.-ingum fanst mjer bera af Kjartan Elíasson^ sem sýndi að vanda mjög góðan og áferðarmikinn og skemtilegan leik, auk þess sem hann bygði einna mest upp það spil er F. H. liðið náði í leiknum. Bróðir hans Guðvarð- ur sýndi það, að hann er ekki við eina fjölina feldur, þar sem hann ljek nú sem markmaður Á. Lundúnaför Sldky Pasba vekur athygli London í gærkvöldi. SIDKI Pasha, forsætisráð- herra Egyptalands, er væntan legur til Bretlands næstkom- . andi miðvikudag, til viðræðna við Bevin, utanríkisráðherra, j um endurskoðun bresk-eg-i jypska sáttmalans. Allmiklar umræður hafa þegar orðið um hina væntám legu för forsætisráðherrans, og gera frjettaritarar Lund^ únablaðanna málið að um- ræðuefni. Frjettaritari Sunday Times ritar þannig, að meginerfið- leikarnir við samningsumleit- anir Breta og Egypta snúist um Súdan, væntanlegan heim flutning breskra herja frá . Egyptalandi og hvaða skilyrði verði sett fyrir því, að Bretar megi setja her á land á eg- ypskri grund. Sami frjettaritari segir, að sendinefnd sú, sem til Bret- lands fer undir forystu Sidki Pasha, sje skipuð mönnum, sem hafi mjög misjafnar skoö anir á þessum málum, en ná- ist ekki samkomulag, muní Bretar að minsta kosti halda her í Egyptalandi, þar til nú~ verandi samningur er útrunn inn. Telur frjettaritarinn, að töluverðar iíkur sjeu fyrir því að svo fari. — Reuter. Utvarpið í DAG. 8.30—8.45 Morgunútvarp. 11.00 Morguntónleikar (plötur: 12.15— 13.15 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Fríkirkjunni — (sjera Árni Sigurðsson). 15.15— -16.30 Miðdegistónleikar (plötur). 18.30 Barnatími (Pjetur Pjet- ursson o. fl. 19.25: Tónleikar: Consertina pastorale eftir Ireland (plöt- ur). 20.00 Frjettir. 20.20 Einleikur á píanó (Lan- sky-Otto): Lög eftir Schu- bertbert. 20.35 Erindi: Per Albin Hans- son (Stefán Jóh. Stefánsson alþingismaður). 21,00 Tónleikar: Sænsk lög (plötur). 21.15 Lög og ljett hjal (Pjetur Pjetursson, Jón M. Árnason o. fl.). 22.05 Danslög (plötur). Á MORGUN. 8.30—8.45 Morgunútvarp. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenskukensla, 2. flokk- ur. 19.00 Þýskukensla, 1. flokkur. 19.25 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 Þýtt og endursagt (An- drjes Björnsson). 20.50 Lög leikin á klarinett (plötur). 21.00 Um daginn og veginn —< (Sigurður Bjarnason alþing- ismaður). 21.20 Útvarpshljómsveitin: —< Norsk alþýðulög. •— Einsöng- ur (ungfrú Kristín Einars- dóttir): Lög eftir Árna Björnsson, Sigfús Einarsson, Denza, Tschaikowsky og Grieg. 21.50 Tónleikar: Sónötur eftir Scarlatti (plötur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.