Morgunblaðið - 18.10.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIB Föstudagur 18. okt. 1946 E]ll!lllllllll!l!lllllNIIIIIIIIIIII!lllll!Nimilll!lllllllllllllllll!lllllll!ll!lllllll!IIIIIIIIIIM!!llllIiIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllilll!!ll!llll!lllllllll!llllllllllllllllllll!| IK = BLÓÐSUGAN Cltir JJ, n, (joodi iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii LVLn iimiimiimmmmimmmiiiiiiiiimmmiiiimiimiimmimiB 15. dagur — Jeg áhugamaður? Það var skrítið að láta sjer detta í hug. Nei, jeg er alveg eins og þjer, að því leyti, að jeg sný ekki baki við þeim heimsins gæð- um, sem bjóðast. Sumir flokks- menn mínir halda, að jeg sje einhver glæringi, af því jeg er stundum í Rugby-knattspyrnu, eða fer á veiðar þegar svo ber undir, að einhver kunningi minn býður mjer hest. Hitt er satt, að jeg gef mjer ekki tíma til að græða peninga, en það getur alt komið með tíð og tíma. Og nú sem stendur geng jeg í sorg, því jeg hefi sjeð það svart á hvítu, að þjóðfjelagið er dauðsjúkt. Hann stóð upp úr sæti sínu. — Ungfrú Margaret, það, sem þjer þekkið eru fínu göt- urnar hjer í London og herra- setur úti í sveit. Það er fagur heimur og á vel við yður. En þjer þekkið ekki undirheim- ana, sem kallaðir eru. Fátækl- ingagöturnar þar, sem tugir þúsunda lifa og deyja í myrkri. Þar sem menn og konur með rottuandlit lifa eins og rottur, þar sem börnin heyja, alt frá vöggunni til grafarinnar, von- lausa baráttu við vond híbýli, sjúkdóma og lesti. — Hinir, sem lifa það af, gera lítið annað en fylla slysadeildir spítalanna og fangelsin. Það er til fólk, sem er að halda því fram, að England sje voldugt og hraust nú á dögum. Hvernig getur líkami verið hraustur með slíkt átumein í sjer? — Og þetta átumein þenst út og stækkar. Óánægjan fer dag- vaxandi. Og þar liggur aðal- hættan. Og svo eru menn, sem í eiginhagsmunaskyni blása að eldinum, og vonast eftir að geta bráðlega hleypt rottunum í kornhlöðurnar. Þetta hefir skeð í Rússlandi og getur alt eins vel orðið hjer líka. Ef þjer sæj- uð alla þá eymd, sem til er í London einni saman, mynduð þjer ekkert furða yður á þessu. Þegar alt kemst á ringulreið, verður að minsta kosti hægt að segja með fullum rjetti, að við höfum til þess unnið. Margaret var alvarleg á svip- inn. Þetta er vitanlega ljótt að heyra, sagði hún. — En ef það nú er svona slæmt eins og þjer segið, ^hver er þá astæðan? — Astæðan? Ágirnd þessara upprennandi ríkismanna, sem grípa og ræna eins og þeir ættu ekkert, þeirra, sem útþrælka og fjefletta fátæklingana. Þessir framfarafjendur, skuggahverfa húseigendur og þúsundir ann- ara. — Það eru til menn, sem reyna að sprengja upp verð á öllu hveiti í landinu; og í þessu bili eru að verki fantar, sem eru að reyna að gera það sama við heimsfrægt meðal við hættulegri landfarasótt, og fitna þannig á þeim peningum, sem teknir eru úr vasa fátækl- ‘ingsins. Allir þessir menn standa fyrir vexti og viðgangi undirheimanna. — En hafa ekki þessar vand- ræðastjettir alltaf verið til og fjölgar þeim nokkuð? spurði Margaret. — Já, þeim kemur liðsauki að ofan hvern einasta dag. Tug- ir af þeim deyja, en hundruð koma bara í stað þeirra. Heið- arlegir fátæklingar standa margir hverjir svo tæpt, að ekki þarf annað en smá-óhapp, atvinnumissi, veikindi, verð- hækkun á húsnæði eða matvæl- um til þess að koma þeim í skuld .... og þá geta þeir hve- nær sem er komist ofan í þenn- an sora þjóðfjelagsins, sem er á kafi í forarpollum skugga- hverfanna. Það er hægara fyrir mann að komast upp úr botn- lausum hyl. Ríki maðurinn fer yfrum, en getur byrjað aftur. Það getur fátæki maðurinn ekki. — Ekki þó hanrí sje maður með mannsmóð og krafta? — Þó menn hafi það, er það ekki nærri alltaf nóg þegar sulturinn knýr að dyrum. Og ef maðurinn bíður lægra hlut, hvaða möguleika hafa börnin hans? Mínir foreldrar voru fá- tæk, en sparsöm og reglusöm. Hvernig hefði farið ef einhver óhöpp hefðu komið þeim niður fyrir strykið“? Jeg horfi aldrei á skjálfandi þjóf dreginn á lögreglustöðina, án þess að mjer detti í hug „Þarna gæti eins vel farið Jóhn Orme, ef guð hefði ekki hjálpað honum“. Orme reyndi nú að slá út í aðra sálma, en Margaret hjelt honum að efninu. — Segið mjer nánar um þetta, úr því þjer eruð svo kunnugur því. Mig langar til að skilja það. Er það satt, að þjer hafið sjeð menn og kon- ur svelta hjer í London? Jeg hjelt, að slíkt tilheyrði fortíð- innj: .... að fátækralöggjöf og góðgerðasemi hefði bætt úr því. Orme leit á hana með undr- un. Og úr því hann var spurð- ur, sagði hann henni frá ýmsu, sem hann hafði sjálfur sjeð í London. Fjölskyldur, sem var drepið eins og síld í smáar herbergiskytrur, menn og kon- ur, sem voru jafn óhrein á sálu og líkama og umhverfi þeirra, börn, sem voru vonrækt þang- að til þau voru ekki annað en lifandi beinagrindur, og önnur börn, sem höfðu lært glæpi frá því þau komust fyrst á legg. Augu hans leiftruðu og hann talaði af andagift. En alt í einu snögghætti hann að tala. Hann sá, að Margaret skildi alls ekki það, sem hann var að segja henni. Hún var mjög hrærð, en hún gat ekki þar fyrir skilið sannleikann til hlítar. Orme horfði þegjandi á hana. Hann mundi eftir henni á dans- leiknum, kvöidið góða, þar sem hún var skrautlega en smekk- lega klædd og með perlur, sem höfðu kostað of fjár, um hvíta hálsinn. Hann minntist þess lífs, sem hún lifði og miljóna móður hennar. Margaret Garth gat ekki fremur skilið kjör fátækling- anna en aðalsfrúrnar í Frakk- landi fyrir byltinguna. Þar í milli lá ókleifur múrveggur. Þjónustustúlka kom inn, kvik, þögul og kurteis. Hún bar ýmislegt sælgæti á skrautlega borðið. Margaret leit á Orme eins og hún væri í vandræðum. — Jeg finn, að jeg get ekki skilið þetta alt, sagði hún. — Og þó veit jeg, að það er skylda mín að skilja það. En þetta áhyggjulausa líf, sem jeg lifi er aðal-mótlæti mitt. Hvar eru þessi skuggahverfi .... í East End? — Þau eru víða, svaraði hann. — Eitthvert það versta, sem jeg þekki, er í Woolvich. Það er kallað Öskustóin. — Jeg vil sjá það með eigin augum, sagði Margaret og augu hennar ljómuðu af einbeitni. •— Viljið þjer taka mig með yður? Viljið þejr taka mig með yður? Orme starði á hana. — Er yður alvara? spUrði hann. — Þó það væri! svaraði hún. Það er ekki nema sjálfsagt, að jeg skilji þetta. Jeg er ensk kona og þarna eiga landar mín- ir hlut. Jeg bið yður að lofa mjer með yður. — Jeg vil gera hvað, sem þjer biðjið mig, flýtti Orme sjer að svara. — Og ef til vill er best, að þjer kynnist því með eigin augum. Yður skal verða óhætt með mjer, því jeg þekki þarna hvern kima, og hef oft fylgt fólki þangað. — Það er þá ákveðið. Hve- nær hafið þjer tíma til þess, hr. Orme? Eigum við að segja á föstudaginn kemur? Þjer ættuð að borða miðdegisverð hjá okk- ur hjerna. Svo getum við farið í vagninum og skilið hann svo einhvers staðar eftir og gengið. Stúlkan fór út. Margaret, sem riú var búin að fá roða í kinn- arnar, fór að hella te í bollana. En einhver efasemd greip Orme, og hann fór að iðrast þess að hafa gengið inn á þetta. — Sjáið þjer til, ungfrú Garth. Eftir á að hyggja, held jeg þetta sje heimska af mjer að vera að fara með yður. Það er ekki neitt fyrir yður. Og mjer er ógeðfelt að minnast yð- ar í nokkru sambandi við þetta. Viljið þjer gleyma því, sem jeg var að segja áðan? — Nei, svaraði hún, nú er of seint fyrir yður að ganga úr skaftinu. Jeg hefi loforð yðar, og ætla að ganga eftir því. Og jeg^fullvissa yður um, að jeg erf einbeitt og hvika ekki frá því. Ef þjer ekki farið með mjer, finn jeg einhvern annan eða fer ein. Það getið þjer reitt yður á. — Jæja, éf þjer hafið ein- dreginp vilja á því, læt jeg undan, sagði hann. — Þó því aðeins, að móðir yðar leyfi það. Mín var hvort sem er heimskan að fara að brydda upp á þessu. Ekki svo að skilja, að þetta sje neitt hættulegt. En þjer skuluð klæða yður blátt áfram og vera með blæja fyrir andlitinu, og svo megið þjer ekki hafa pen- inga á yður. Smá ölmusugjafir til þeirra, sem maður hittir eru verri en ekki neitt, og verða bara til þess, að maður verður umkringdur af betlarahóp. — Jeg skal fara að eins og þjer segið mjer, svaraði hún. Annars veit jeg, að mamma fer ekki að banna mjer þetta. Nú! Þarna er hún komin! Barnið og björninn EFTIK CHARLES G. D. ROBERTS. 6. hann að sjer. Henni fannst þetta vera eins og hver annar tuskubangsi, sem væri orðinn lifandi, og henni fannst hún hafa fullkomin yfirráð yfir honum. x í hálfgerðum gælutón, en þó með fullri einurð, sagði hún, og dýrið heyrði undir eins skipunina í röddinni: ,.komdu hingað bangsi!“ og dró hann án írekari umsvifa up í kjöltu sína. Bangsinn, sem mundi eftir hlýjunni af telpunni streyttist ekki á móti. Það var svo gott þegar maður var hræddur og hafði misst af mömmu sinni, að vera, sem var vafalaust ekki óvinur, skyldi klappa manni og verma mann, þrátt fyrir mannaþefinn sem var af íörunautnum. Því mamma bangsans hafði reynt að kenna honum það, að mannaþefurinn væri hættulegasta lykt sem gæti borist að nösum hans. En þessa leksíu hafði hann enn ekki lært alveg utanað, svo hann gleymdi henni nú. Hann var líka þreyttur og langaði til að sofa. Svo hann hringaði sig saman og lagði höfuðið í kjöltu telpunnar og lokaði augunum. Og telan, sem gleymdi öllu vegna gleðinnar yfir að hafa fengið svona skemtilegt leikfang, hristi úr gulu lokkunum sínum yfir svartan feld bangs- ans og raulaði við hann barnagælurnar sem hún hafði lært af mömmu sinni. UNGLINGA VANTAR TIL AÐ BERA MORGUNBLAÐIÐ í EFTIRTALIN HVERFI Vesurgalan (vesfari hluti) Við flytjum blöðin heim til barnanna. l’alið strax við afgreiðsluna, sími 1600. Ný sundnámskeið hefjast í Sundhöll Reykjavíkur mánudaginn 21. þ. m. — Kennt verður frá kl. 8,30—10 f. h. Upplýsingar í síma 4059.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.