Morgunblaðið - 18.10.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.1946, Blaðsíða 12
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflói: SA-kaldi og víða stinnings- kaldi. Sumstaðar rigning, öðru hverju. 0mft DOMUR um fiðluleik Ibolyka Zilzer. — Sjá bls. 7. Föstudagur 18. október 1946 Vafnleiðslupípur eisiau STEINÞÓR Guðmundsson gerði um það fyrirskipun til borgarstjóra á bæjarstjórnar- fundi í gær, hvað liði fram- kvæmdum við hina nýju Gvendarbrunna vatnsveitu. og hvenær búast mætti við að hún yrði fullgerð. Borgarstjóri sagði, að fyrir- tepurn Steinþórs væri eðlileg, og um málið væri þetta að segja m. a.: Gengið var frá pöntunum á pípunum í vatnsveitu þessa í mars. Ef pípurnar hefðu feng- ist afhentar á þeim tíma, sem upprunalega var gert ráð fyrir, þá hefði verið hægt að ljúka verkinu fyrir áramót. Með tilliti til þess, að píp- urnar kæmu á rjettum tíma, hefi jeg hvað eftir annað, sagði borgarstjóri, átt tal um það við bæjarveerkfræðing, hvort ekki væri rjett, að flýta skurðgreft- inum, með því að fjölga vinnu flokkum við hann. En um það leyti, sem þetta var í ráði, kom brjef frá selj- andanum 'í Englandi, sem sel- ur okkur pípurnar, þar sem hann segir, að sjer þyki leitt að þurfa að skýra frá því, að vegna skorts á stálplötum, þá geti hann ekki afgreitt pípurn-r ar fyr en á næsta ári. Samkvæmt síðara brjefi hef- ir þó ræst úr þessu, svo nú er búist við að pípurnar fáist af- greiddar í febrúaarlok. Vatnsveitustjóri heldur því fram, að hægt muni vera að Ijúka verkinu svo sem mánuði eftir að síðasta afhending fer fram. En jeg tel varlegra að búast ekki við því, að vatns- veitunni geti verið lokið fyrri en með vorinu. Jeg mun sagði borgarstjóri, að endingu, fylgjast vel með öllu er snertir þetta mál, og leggja á það ríka áherslu, að verkinu verði hraðað svo sem framast er unt. émamiaÉéli Lítill drengur tellur át aS hryggju drukknar UM KLUKKAN 5,30 í fyrrakvöld vildi til sorglegt slys suður ' Innri-Njarðvíkum. Sex ára gamall drengur fjell út af bryggju og drukknaði. Hann hjet Gylfi Gíslason. Miklar éeirðir í Ben- galhjeraðé London í gærkvejdi. ÁKAFAR óeirðir hafa brot ist út víða um Bengalhjerað í Tndlandi og er ástandið talið hið ískyggilegasta. Tveir af ieiðtogum þjóðþingsflokksins hafa iagt af stað þangað, til þess að athuga ástandið. Ekki hefir énn frjettst hversu mik- ið manntjón hefir orðið í róst- um þessum. Wavell' varakonungur Ind- lands er kominn til Bombay, en þar hefir verið mjög róstu- samt í sex undarfarnar vikur. "Varakonungurinn ætlar að kynna sjer hvað valdið hefir óeirðum þessum og einnig hefir rannsóknarrjettur verið settur á laggirnar, til þess að rannsaka tildrög óeirðanna og hverjir beri ábyrgð á þeim. — Reuter. Rafmagnslaust í Vínarborg Vín í gærkveldi. ALT rafmagnskerfi Vínar- borgar gjörbiiaði í dag, og gengu engir sporvagnar og í nótt mun verða koldimt í borginni af þessum orsökum. Þessi rafmagnsskortuur hafði verið yfirvofandi í nokkra daga, en orsakirnar. eru þær að ár eru mjög litlar vegna mikilla þurka og ennfremur hitt, að lítið er um eldsneyti handa vjelstöðvum. — Reuter StoliS frá kerfoga- frúnni af Windsor í NÓTT sem leið var brotist. inn í hús það í Bretlandi, sem hertogahjónin af Windsor dvelja í meðan þau eru þar í landi, en þau eru alveg ný- komin. Stolið var miklu- af skartgripum, sem hertoga- frúin á, og er talið að þeir hafi verið fleiri þúsund sterl- ingspunda virði. Húsið sem hjer um ræðir er uppi í sveit og lánaði lávarður einn her- togahjónunum það. — Reuter Gylfi litli var að veiða nið- ur á bryggju, er slysið vildi til. Með honum var tíu ára gömul systir hans. Með hverjum hætti hann fjell út af bryggjunni, er ekki vitað. Systir hans hljóp þá þegar til þess að ná í hjálp og barst hún fljótlega, og drengnum var náð skömmu síðar upp á bryggjuna. Var hann þá meðvitundarlaus. Lífg- unartilraunir voru þegar hafn- ar og læknir sóttur. Hann kom eftir um það bil 20 mín. Hjelt hann lífgunartilraunum áfram í nærri þrjár klukkustundir, en árangurslaust. Gylfi var sonur Gísla Guð- mundssonar, fyrsta vjelstjóra við hraðfrystihús Eggerts Jóns- sonar, og Guðlaugar Högna- dóttur. Þau hjónin eiga þrjú börn. Gylfi var næst yngstur, þriggja systkina. Mf Ijósmyndasiofa Hjer í bæ hefur verið opn- uð ný ljósmyndastofa og er hún til húsa í Bankastræti 2. Eigendur hennar eru Ingi- björg Sigurðardóttir. Hún veitir stofunni forstöðu og Adda Sigurjóns. Ljósmyndastofan er búin öllum nýtísku tækjum og húsakynni eru hin vistlegustu IjrsmíM jelagið yefur Sjómanna vandeða turnklukku klukka sinnar fegundar hier á INNFLYTJENDASAMBAND úrsmiðafjelags íslands afhenti í gær formlega Sjómannaskólanum að gjöf vandaða turnklukku, sem þegar hefir verið sett upp í turn Sjómannaskólans. Klukk- unni fylgja og 12 kenslústofuklukkur, sem fylgja með í gjöfinni. Fór afhending gjafabrjefsins fram í hádegisverðarhófi, sem stjórn úrsmiðafjelagsins hjelt að Hótel Borg í gær, og þar sem meðal gesta voru Pjetur Magnússon fjármálaráðherra, Emil Jónsson siglingamálaráðherra, Bjarni Benediktsson borgarstjóri, Friðrik Ólafsson, formaður skólanefndar Sjómannaskólans o. fl. Ræðumenn. Jóhann Ármann Jónsson, for maður I. U. I., stjórnaði hóf- inu og afhenti gjöfina. Aðrir ræðumenn voru: Emil Jónsson ráðherra, Friðrik Ólafsson skóla stjóri, Ásgeir Sigurðsson skip- stjóri, Bjarni Benediktsson borg arstjóri, Árni B. Björnsson og Björn Björnsson stórkaupmað- ur frá London, sem annaðist innkaup á klukkunni. Las hann upp brjef frá Sir Allan Gordon Smith, sem er forstjóri Smiths Clock Ltd., sem smíðaði klukk- una. Tveir sjerfræðingai frá firmanu, Mr. James og Mr. Gil- bert unnu að uppsetningu henn ár hjer, en þeir eru nýlega farn ir aftur til Englands. Lýsing á klukkunni: Turnklukka Sjómannaskól- ans í Reykjavík er með fjórum skífum, hátt á annan metra (168 cm) að þvermáli, einni á hverri hlið turnsins. Þær ganga allar fyrir einu verki, sem stendur á miðju gólfi á sömú hæð. Verk þetta er af nýrri gerð, mjög sterklegt, gjört af stáli og kopar. Stálrör ganga úr verkinu út af skífum fjórum og tengjast þær vísunum, en þeir standa óvarðir utan á skífun- um. í stórviðri þarf mikinn kraft til þess að stjórna vísunum og er rafmagnsmótor. sem komið er fyrir í sambandi við verkið látinn annast það starf. Dregur hann kJukkuna upp á nokk- urra mínútna fresi. Bili raf- magnsveitan, heldur klukkan þó áfram að ganga rúma þrjá tíma. Að innanverðu við úr- skífurnar, sem eru úr ljósu ó- palgleri, er komið fyrir Ijósa- útbúnaði, sem kviknar á þegar dimt er orðið, og gerir þær lýs- andi. — Mun þetta vera fyrsta turnklukkan hjer á landi, sem lýst er upp á þenna hátt. „Móður klukkan“. ■ Ef staldrað er við í turninum og horft á hjólaverk klukkunn ar virðist það fyrst í stað standa kyrt, en nákvæmlega tvisvar sinnum á mínútu hverri færist „líf“ í verkið, hjól og spaðar taka að hverfast og vís- arnir færast fram um hálfa mín útu. Hjer er „sál“ klukkunn- ar að verki, móðurklukkan ná- kvæma, sem a heima á annari hæð hússins og sendir boð með rafmagnsstraumi til turnklukk- unnar og hinna tólf stofu- klukkna. sem henni eru undir- gefnar, víðsvegar um skólann. Færist þá hver þeirra fram um hálfa mínútu. Móðurklukka þessi er af mjög fullkominni gerð, með sekúndudingul úr „Invar“-stáli, en stáltegund sú er ónæm fyrir hitabreytingum, sem annars rugla ganginn. —■ Ennfremur virðist gerð þessi vera laus við þan nannmarka á eldri klukkum, sem orsakar gangskekkju vegna þykknandi olíu. Móðurklukkan, ásamt öllum þeim klukkum, sem við hana eru tengdar — þær geta skift tugum — gengur fyrir 30 volta rafstraumi, óháðum bæjar- straumnum að öðru leyti en því, að rafgeymarnir hlaðast sífelt úr bæjarkerfinu jafnmikilli orku og klukkurnar eyða, en geta þó gengið nokkrar vikur þótt bæjarstraumsins missi við^ Hleðslutækið er stórt og auð- velt að stilla á mismunandi orkueysðlu. Háskélafyrirleslrar um sænska skáldið Slrindberg SÆNSKI sendikennarinn við Háskólann, Peter Hallberg, byrjar í dag á erindaflokki um August Strindberg. Verða fyr- irlcstrarnir í þessum flokki alls 6, og verða þeir allir haldn ir á sama tíma, á föstudögum kl. 18,15—19 I II. kenslustofu Háskólans. Er öllum heimill að- gangur að erindum þessum. Eins og kunnugt er, er Strind berg eitt mesta skáld Svía. Með sögu sinni „Röda rummet“ (1879) ruddi hann fyrstur hinni nýju raunsæisstefnu braut x sænskum bókmentum. — Stíll hans veldur straumhvörfum x listrænni meðferð sænskrar tungu. Áhrifa hans sem leik- ritaskálds gætir víða í bók- mentum langt fyrir utan landa- mæri Svíþjóðar. í hinni frægu sjálfsævisögu „Tjánstekvinnans son“ hefir hann gefið furðan- lega hispurslausa mynd' af líf; sínu og starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.