Morgunblaðið - 22.10.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 22. okt. 1946 eniMiiiiiiiiii!iiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiii(iiii!iiiiiimiii!iiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiig I BLÓÐSUGAN I Cftir Jok n (joodujiyi Íiiiimmmmiiimmimmmminiimmmmiimiiiimmii!mi iiimmmmmmiiimmiimimmmimmimmimiimmimiiR Barnið og björninn EFTIR CHARLES G. D. ROBERTS, 18. dagur Nú varð þögn, og örvænting- in skein úr augum þeirra þre- menninganna. Þeir litu hver á annan eins og til að leita að ein hverjum vonarneista, en hann var hvergi að finna. Craven hafði lýst ástandinu eins og það var. — Herrar minir, sagði Ducr- os, lágt. — Jeg er ekki á sama máli og þið. Þremenningarnir litu, allir samtímis á Ducros spyrjandi augnaráði, á Ducros með ránfuglanefið og athugulu augun. Manninn, sem sagði svo fátt en var oftast glöggskygn- ari en hinir. — Jeg ætla auðvitað ekki út í rökræður við aðra eins fjár- málameistara, sagði Ducros, — en jeg er samt eindregið á þeirri skoðun, að við getum enn haft undirtökin. Má jeg tala? — Já, svaraði Culebra og bölvaði. — Hlustið þá á, sagði Du- cros. — Við höfum spilað djarf- lega og tapað. Við erum hjer um bil hundrað þúsund pund- um„ fyrir neðan strikið“. Læt- ur það ekki nokkuð nærri. Gott Og vel. En ef við nú næðum í hundrað þúsund pund, gætum við ekki einungis staðist tap- ið, heldur líka haft laglegan ágóða. Það er að segja þið. Er þetta ekki rjett hjá mjer? — Já, ef . . . ., urraði Suður- Ameríkumaðurinn. — Gott og vel. Þá skulum við athuga: Hvern þekkjum við, sem á þessa upphæð? Frú Enid Garth í samnefndum banka. Og hvað á frú Garth, sem er henni hundrað þúsund punda virði? Hann þagnaði snöggvast og laut fram. — Hún á dóttur. — Craven ætaði að æpa upp en tók sig á. Litlu augun ljóm- uðu, er hann hlustaði á þetta. — Þið vitið vel, mínir herr- ar, hjelt Ducros áfram, — hversu móðurkærleikurinn er sterkur. Hvílíkar fórnir hann getur fært. Og hjer er einka- dóttir, jómfrú, sem á einhverja stærstu arfsvon í öllu landinu. Og hvert ætlar Margaret Garth annað kvöld, í fylgd með ein- um manni? í Öskustóna í Wool- wich. Jeg sje ekki betur, herr- ar mínir, en hamingjan sje að leggja spilin upp í hendurnar á okkur. Og ættum við þá ekki að hafa vit og hugrekki til að nota okkur það? — Jú. Haltu áfram, maður, sagði Craven með ákafa. Hinir hlustuðu á með eftirtekt. — Þetta er, sagði Ducros, •— að vísu dálítið annarskonar fyrirtæki en þið hafið hingað til haft með höndum, en hins- vegar er það :neir í minni grem. Jeg vil altaf helst ganga beint að verki. í allri London er ekki til heppilegri staður til að láta fólk hverfa, en einmitt Ösku- stóin. Jeg þekki hana eins vel og jeg þekti áður La Villette-hverfin í París. Jeg á þar ýmsa vini og get fengið þar ýmsu framgengt. Sir Mel- moth þekkir líka staðinn dá- lítið. — Mín tillaga er þá í stuttu máli sú, að ofurselja ungfrú Garth ónefndum mönnum þarna í Öskustónni, og ekkert er hægara .... og það svo, að jeg vildi mana alla Lundúna- lögregluna til að finna hana. Gefa svo frú Garth kost á að greiða nefnda upphæð innan fárra klukkustunda fyrir að fá dóttur sína aftur. Því ung- frú Margaret getur annars orð- ið fyrir það miklum óþægind- um, að afsvar frá hendi gömlu konunnar kemur ekki til greina. Frú Garth er eina kon- an, sem undir þessum kring- umstæðum myndi borga tafar- laust og þannig að okkur væri engin hætta búin. Þremenningarnir horfðu hver á annan þegjandi. Craven iðaði allur af æsingi og óþolin- mæði. — Dios! Hvílikt tiltæki' taut- aði Culebra. — En hver á að framkvæma verkið? — Jeg skal sjá um það, — svaraði Cucros rólega. — Ykk- ur er óhætt að láta mig einan um það. En þetta er eini veg- urinn til að bjarga ykkur, eins og nú er komið. — Þetta er óðs manns æði .... alt of hættulegt, stamaði Steinberg og var hræddur. — — Jeg vil ekki eiga neinn þátt í slíku fyrirtæki. Ef það kemst upp, þýðir það tugthús eða það sem verra er. — Hlustið þið á, sagði Ducros snöggt. — Jeg skal taka á Jnig áhættuna og þið getið verið lausir við hana. Jeg er fús til þess. Minnist þess, herrar mín- ir, að jeg gekk í þennan fje- lagsskap, sem unglingur og við- vaningur og hafði minna að tapa. Jeg hef framkvæmt skip- anir ykkar óaðfinnanlega, og þjónað, ykkur vel .... er ekki svo Jeg fann upp ráðið til að fá í minn hlut það, sem jeg tel talsverða upphæð. — Fyrirtæki okkar er nú farið í hundana. Að fleygja frá sjer þessu tækiíæri, væri heimska. Jeg get auðvitað ekki gert það án ykkar samþykkis og nokkurrar hjálpar. En jeg skal útvega ykkur þessi hundr- að þúsund pund. Ef alt fer vel, heimta jeg tuttugu þúsund í minn hlut. Hvorki meira nje minna. En aftur á móti er jeg reiðubúinn að eiga á hættu margra ára brælkunarvinnu, ef mjer skyldi mistakast. — Jeg er ungur og ef alt færi vel, gæti jeg hætt við þennan vafasama atvinnuveg og lifað í allsnægtum, það sem eftir er ævinnar. Jeg geri ykk- ur hreint tilboð, herrar mínir. Gefið mjer þrjú hundruð pund fyrir herkostnaðinum og ann- að kvöld skal jeg svo ganga frá Orme — eða ef til vill Margaret Garth. — Jeg er ekki frá því, að þetta mætti takast, sagði Cu- lebra og hleypti brúnum, en hinsvegar ...... — Nei, þetta er alt of hættu- legt svaraði Steinberg. — Hvaða tryggingu höfum við . . ? — Hættið þessu í bili, sagði Craven. — Við verðum að at- huga málið. Ducros, jeg treysti þjer fullkomlega og mjer finst þessi hugmynd þín snildarleg. Mjer líst vel á hana. Viltu yf- irgefa okkur í nokkrar mínút* ur, meðan við ákvörðum okk- ur? Ducros kinkaði kolli og fór út. Sir Melmoth sneri sjer að fjelögum sínum. — Steinberg! sagði hann. •— Við skulum sleppa öllum úr- tölum. Þetta verður að takast. Cucros er fullkomlega áreið- anlegur. Og honum tekst það. Jeg er með því. Eitthvað verð- um við að gera til að bjarga okkur. — En ef hann verður hand- tekinn, kemur hann upp um okkur, stamaði Steinberg. — Það gerir hann aldrei að eilífu. Jeg þekki Ducros betur en nokkurn annan lifandi mann, og jeg skal segja ykkur sögu hans í fám orðum. Faðir hans var franskur og móðir hans ensk, og hann hefir haft einhvern einstakasta feril í París, sem hægt er að hugsa sjer. Færari maður er ekki til. — Hann var áður foringi apachanna í La Villette, en síð- ustu fimm ár hefir hann átt hjer heima, en breiddi svo laglega yfir förin sín þegar hann fór úr Frakklandi, að hvorki franska nje breska lög- reglan hefir neina hugmynd um hvar hann er. Hann er, engu að síður vitringurinn meðal þeirra, sem til samans eru kali- aðir undirheimurinn, — — í munni heimskingja. — Ekki vissi jeg þetta, sagði Culebra, en aðeins grunaði mig, að hann væri bróðir stúlkunn- ar, sem áðan, Nathalie Latour, .... ef hún þá heitir því nafni. — Þetta er alveg rjett hjá þjer, og jeg verð að segja, að þau eru nytsöm hjú .... á rjettum stað. Og Ducros hefir einn mikilsverðan eiginleika, sem sje þann, að hann svíkur aldrei fjelaga sinn í trygðum, ef sá fjelagi er heiðarlegur gagnvart honum, sama hvað við liggur. Hann kann ekki að hræðast og tekur örlögunum með jafnmikilli ró og Indíáni. Við verðum að vera hrein- skilnir við Ducros, þá reyn- um við heldur ekki annað af honum. Hann hefir tjáð sig reiðubúinn til að takast þetta verk á hendur og þá fram- kvæmir hann það líka. — Jeg er samþykkur því, að hann geri þetta, hjelt Craven áfram, — og það skal verða gert. Eruð þið samþykkir? Vi.j- ið þið horfast í augu við heim- inn, öreiga og ærulausir, eða fela okkur Ducros þetta verk? — Jeg er með þjer, sagði Culebra. — Komdu því í framkvæmd. Steinberg byrgði andlitið í höndum sjer og stundi. — Jeg þori ekki að hugsa til þess, tautaði hann. — En þetta er nauðsynlegt og þá vil jeg ekki malda í móinn. Sigurgeir Sigurjónsson hœvtorétloriögmaður Skrifstqfutíml 10 — 12 og 1—6. Ada.lstraE.ti 3 Sími 1043 8. Hin móðirin hafði meiri ástæðu til þess að vera angist- arfull. Þegar hún, birnan kom að trjábolnum á bakkan- um, þar sem hún hafði skilið ungann sinn eftir, sá hún að bakkinn hafði fallið niður í fljótið, og að trjeð var algerlega horfið. Hún kunni vel að synda, þó móðir telp- unnar kynni það ekki, en hún vissi að hún gat hlaupið hraðar en hún synti. Hún tók sprettinn niður eftir bakk- anum, klifraði yfir hrúgur af sprekum og rekaldi og synti yfir djúpar víkur, þar sem fljótið hafði fyllt gildrög og skorninga. Loksins kom hún lafmóð upp á klettabrún og sá ekki alllangt frá sjer, flekann með tveim litlum farþegum stein- sofandi. Hún sá ungann sinn í hnipri með höfuðið í örm- um barnsins og gula lokka þess á svörtum feldi húnsins síns. Fyrst hjelt hún að unginn væri dáinn, að barnið hefði banað honum og væri að fara með hann burtu. Með ógurlegu reiðiöskri þaut hún niður klettana og steypti sjer í fljótið. Hún hafði ekki fyr en þá, tekið eftir því, að bátur var að nálgast flekann, bátur með tveim manneskjum. Báturinn var miklu nær flekanum en hún, birnan og fór miklu hraðar en hún komst. Örvæntingin ætlaði að lama hana, því hún þóttist vita, að hinar tvær mannverur myndu annaðhvort gera útaf við ungann hennar eða taka hann frá henni. Hún synti eins hratt og hún mögulega gat, en í kapphlaupinu við bátinn hafði hún enga von. Báturinn kom að flekanum, rakst harkalega á hann, og móðir telpunnar stökk úr honum, en maðurinn hjelt bátn- um kyrrum með krókstjaka. Konan hratt litla bangsanum harkalega til hliðar og greip telpuna í fang sjer, grjet yfir henni, en tautaði jafnframt einkennilega hótanir um það, hvað hún skyldi gera við hana, þegar þær kæmu heim, hvernig hún skyldi refsa henni fyrir að hafa bakað sjer allan þenna ótta, kvíða og fyrirhöfn. Telpan virtist ekki láta þetta hið minnsta á sig fá, og maðurinn í bátnum hlustaði glottandi á, en þegar móðirin ætlaði með telpuna yfir í bátinn, rjett’i hún litlu hendurnar organdi eítir bangsanum. Franz Liszt var óhræddur að láta í ljós vanþóknun sína, þó þektir menn ættu í hlut. Sagt er, að er hann dvaldist eitt sinn í Rússlandi, hafi hon- um hlotnast sá heiður, að leika fyrir Nikolai 1. Rússakeisara. Meðan á leik hans stóð, tók hann eftir því, að keisarinn var að ræða við sessunaut sinn. Án þess að hika eitt augna- blik, hætti listamaðurinn að spila. Keisarinn leit undrandi upp, og sendi einn af þjónum sínum til hans. ■— Hans hátign biður mig að spyrja yður, hvort yður hafi orðið ilt. — Nei, svaraði Liszt,, mjer líður prýðilega, en jeg veit, að þegar keisarinn talar, verða allir aðrir að þegja. Leikur hans var ekki trufl- aður eftir það. ★ — Ætli hafi ekki verið erfitt að lifa, þegar hvorki sími nje útvarp var til? — Jú, sjálfsagt, en fólkið hefir vanist þessu. ★ Fjelag þýskra vísindamanna hefir ritað Einstein brjef og boðið honum að gerast meðlim- -9» ur á ný. Einstein hefir af- þakkað. ★ Yfirvöldin í smábænum Dearne í Bretlandi, hafa á- kveðið að skipa nefnd sjö ára barna, til að ákveða, hvaða bækur eigi að vera í barna- bókasafni því, sem bærinn, ætlar að koma sjer upp. Nefnd in á að vinna algerlega sjálf- stætt, án eftirlits foreldra eða barnfóstra. ★ — Já, stúlkan er bæði rík og falleg — þú kemur til með að leggja mikið á þig, til að' ná í hana. — Vafalaust. En jeg kem til að leggja ennþá meira á mig, klófesti jeg hana ekki. ★ Franskur kennari sagðist hafa fundið upp ráð, sem geri það að verkum, að maður þurfi ekki að sofa nema sex tíma á sólarhring. Hann fer snemma að hátta og iætur klukkuna vekja þremur tím- um seinna. Svo vinnur hann í tiokkrar klukkustundir og fær sjer aftur þriggja stunda svefn. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.