Morgunblaðið - 22.10.1946, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.1946, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 22. okt. 1946 MOKGUNBLAÐIÐ 11 Fjelagslíf SKEMTIFUND heldur KR í kvöld, kl. 8,30 í Tjarnar- café, uppi, fyrir þá, sem að- stoðuðu við hlutaveltuna. — Einnig eru allar nefndir fje- lagsins boðnar á fundinn. Áríðandi að mæta. Stjórn K.R. ÁRMENNINGAR! Spilað í kvöld kl. 9,30 á Þórsgötu 1. Nú mæti 2. flokkur karla og kvenna, glímumenn og hand- knattleiksstúlkur. Mætið nú öll. Hafið spil með. — 9—10 ísl. glíma. Kl. 7—8 II. fl. karla. — 8—9 handbolti stúlkna. FRAMARAR! Handknattleiks- æfingar verða í kvöld í ÍBR, sem hjer segir: — M.fl. og II. fl. kvenna kl. 8,30—9,30. M.fl. karla kl. 9,30—10,30. UMFP ÍÞRÓTTAFÓLK Ungmennafjelags Reykjavík- ur er beðið að mæta í fim- leikasal Mentaskólans, kl. 7,30 eftir hádegi í dag. Stjórnin. ÍÞRÓTTAFJELAG KVENNA Ieikfimi byrjar á fimtudag, 24. þ. m., kl. 7,40 í Austurbæj- ai'skólanum. Fylgist með frá byrjun. Uppl. í síma 4087. — Stjórnin. ^^•••* ••♦♦♦♦♦♦•<&♦♦♦♦♦♦♦« Kaup-Sala NOTUÐ „Juno“ eldavjel til sölu á Garðaveg 2, Hafnar- firði. SAMBAND óskast í niður- suðuvörur til útflutnings. Til- boð sendist Box 1074. Mjög ódýrir lindarpennar frá 2—6 shilling, frönsk fram- leiðsla. Greiðsla fari fram í pundum. Prufur fyrirliggjandi. Góðir afgreiðslumöguleikar. Karlo Randrup, 41 Webster- gardens London W 5. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. Litina ’elur Hjört ur Hjartarson, Bræðraborgarst. 1. Sími 4256. NOTUÐ HÍISGÖGN keypt ávalt hæsta verði. — Sótt heim. — StaSgieiðsla. — Sími »691. — Fornverslunin Grettis- Kötti 4». EFNI keypt í Tískunni fást sniðin á sama stað. K J ÓL ASKRAUT og margskonar kjólatillegg. TÍSKAN, Laugaveg 17. *>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦-$>♦♦<$>♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Tapað LÍTIÐ karlmannsarmbands úr hefur tapast. Uppl. í síma 2748. — ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Fæði FAST FÆÐI selur Matsal- an, Bergstaðastræti 2. 2)a 295. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 5,25. Síðdegisflæði kl. 17,40. Næturiæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúð- inni Iðunni, sími 1911. Ljósatími ökutækja er frá kl. 18,15 til kl. 8,10. Klukkan 8 í kvöld er spila- kvöld Bridgefjelaga í Fjelags- heimili verslunarmanna. I.O.O.F. Rb.st. 1. Bþ. 9610228% I. Söfnin. 1 Safnahúsinu eru eftirtöld söfn epin almenningi sem hjer segir: Náttúrugripa- safn: sunnudaga 1%—3 e. h. og á þriðjudögum og fimtudög- um kl. 2—3. Þjóðminjasafnið opið sömu daga kl. 1—3. Skjala safnið er opið alla virka daga kl. 2—7 og Landsbókasafnið alla virka daga kl. 10—10. -r- Bókasafn Hafnarfjarðar er op- ið kl. 4—7 alla virka adaga og frá 8—9 e. h., mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Silfurbrúðkaup. Hjónin Þóra Gísladóttir og Sigurjón Jó- hansson, Kirkjuveg 18, Hafnar- firði, eiga í dag 25 ára hjú- skaparafmæli. Hjúskapur. Síðastl. laugar- dag voru gefin saman í hjóna- band af sjera Bjarna Jónssyni frk. Guðríður Kristjánsdóttir Breiðdal, Túngötu 39, og Bjarni Helgason frá Þyrli. Heimili ungu hjónanna er Sigtún 57. Hjónaefni. Laugardaginn 19. þ. m. oninberuðu trúlofun sína Anna Árnadóttir frá Akureyri og Jón Tómasson stúdent frá Sauðárkróki. "TögT" VERÐANDl Fundur í kvöld kl. 8. Endur- upptaka og inntaka. 3. flokkur br. Steinberg. 1) Ingjaldur ísaksson: ferðasaga. 2) Upplestur: Steinberg. 3) Dans. (Veitingar niðri). Embættismenn og fjelagar mætið stundvíslega. — Æ.T. ÍÞAKA, nr. 194 Fundur í kvöld kl. 8,30. — Kaffi og spilakvöll. BKRIFSTOFA 8TÓRSTÚKUNNAR rrQdrkjuveg 11 (Templara- liöllinni). Stórtemplar til við- tals kl. 5-6,30 alla þriðju- i«<m oir föstudaera UPPLYSINGA- og HJÁLPARSTÖÐ Þingstúku Reykjavíkur er op- in á mánudögum, miðvikudög um og föstudögum, frá kl. 2— 3,30 e. h. í Templarahöllinni við Fríkirkjuveg. Aðstoð og hjálp verður veitt, eftir því sem föng eru á, öllum þeim, sem í erfiðleik um eiga vegna áfengisneyslu sín eða sinna. — Með öll mál er farið sem einkamál. Tilkynning KFUK AÐALDÍBIDIN Fundur í kvöld kl. 8,30 í húsi fjelagsins, Amtmannsstíg 2B. Sr. Magnús Runólsson talar. Utanfjelagskonur velkomnar. Hjónaband. S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sr. Árelíusi Nielssyni Aðal- heiður Sigríður Guðmundsdótt- ir og Kristján Georg Jósteins- son rennismiður í Vjelsmiðj- unni Hjeðni. Heimili ungu hjónanna er á Njálsgötu 86. Farþegar með síðustu ferð leiguflugvjelar Flugfjelags ís- lands frá Kaupmannahöfn voru: Björn Sigurðsson, lækn- ir, Jón M. Jónasson, verslun- armaður, frú Ólína Ólafsdóttir, Erla S. Jórmundsdóttir, Hauk- ur Herbertsson, prentari, Sören Sörensen, framkvstj., frú Agla Þ. Egilsdóttir, Marteinn G. B. Jónasson og nokkrir útlending- ar. — Með sömu flugvjel til Prestwick á sunnudag voru meðal farþega Eva Sigurðar- dóttir, Geir Borg og Pjetur Eggerz. Breiðfirðingafjelagið hefir fjelagsvist og dans í Breiðfirð- ingabúð í kvöld kl. 8,30. Mr. G. McHarg er á meðal gesta hjer í bænum um þessar mundir. Hann er framkvæmda- stjóri og eigandi McHarg & Co., Ltd., sem eru velþektar hessi- an-verksmiðjur í Dundee og Glasgow. Verksmiðjurnar hafa sent vörur til Islands frá því uppúr síðustu aldamótum og er Mr. McHarg mörgum útgerð- armönnum að góðu kunnur. Umboðsmenn verksmiðjanna hjer á landi eru Ólafur Gísla- son & Co., h.f. -----♦ ♦ •»--- — Ræða Vanden- bergs Frh. af bls. 1 MISSKILNINGUR „Kannske við skiljum ekki Rússa“, hjelt Vandenberg áfram. „Að minstakosti er.víst að Rússar misskilja okkur. Jeg viðurkenni að þeir verða að vita að við höfum ekki neitt illt í hyggju gagnvart þeim, og jeg kalla Guð til vitnis um að ekkert slíkt hef- ur hvarflað að okkur. Við verðum allir að reyna að ná skilningi og samstarfi“. — Vandenberg sagði að það væri heimskulegt að segja, að heimsveldisstefna fælist í ut- anríkisstefnu Bandaríkja- manna, og drap á það að lok- um, ð Sovjetríkin hefðu stækk að um 250.000 fermílur eftir stríðið. Síðast sagði Vanden- berg, að hver árásarþjóð skyldi barin niður, sem kynni að skjóta upp kollinum. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦3 Leiga í Aðalstræti 12 er skemti- legur salur fyrir veizlur ogj fundi eða spilakvöld og kaffi- kvöld. Sími 2973. ^►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ Vinna Tökur aftur að okkur hrein- gerningar o. fl. sími 4129 Óskar & Óli. Tökum að okkur HREINGERNINGAR, sími 5113, Kristján Guðmunds sön. tJvarpsvlðgerðastof* Otto B. Arnar, Klapparstlg 16, sírai 2799. Lagfæring á útvarps tækjum og loftnetum. Sækjum. Jeg þakka hjartanlega vinum og vandamönnum, svo og fyrrverandi samstarfsmönnum mínum fyrir auð- sýnda vináttu á 80 ára afmæli mínu, 17. okt. s.l. Sigurbjarni Jóhannesson. Innilegt þakklæti til allra þeirra, er glöddu mig á 70 ára afmæli, 5. þ. m., með heimsóknum, gjöfum og skeytum. — Guð blessi ykkur öll! Ráðhildur Ólafsdóttir, Selvogsgötu 9, Hafnarfirði. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem.glöddu okkur, með gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum á silf- urbrúðkaups afmæli okkar. — Guð blessi ykkur öll! Ingibjörg Magnúsdóttir, Guðm. V. Einarsson, Vesturbraut 15, Hafnarfirði. Ölium þeim vinum og vandamönnum, sem heiðr- uðu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og heilla- óskum á 65 ára afmæli mínu 14. þ.m. færi jeg mínar bestu þakkir. Guð og gæfan fylgi ykkur öllum. Sigurður Kristjánsson Austurstræti 1, Hafnarfirði. Hjartans þskkir fyrir sýnda vináttu á fimmtugs- afmæli mínu 20. þ.m. . Málfríður Bjarnadóttir Nönnugötu 30, Akranesi. Þakka innilega auðsýnda vinsemd á fimmtugsaf- mæli mínu 8. þessa mánaðar. Salvör Guðmundsdóttir Akranesi. Hjartanlega þakka jeg vinum mínum og vandamönn- um, sem glöddu mig á 95 ára afmæli mínu 17. okt. sl. með heimsókn, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Friðsemd Eiríksdóttir F1 agb j arnarholti. Það tilkynnist hjer með vinum og vandamönnum, að faðir okkar og tengdafaðir, EINAR ÁGÚST EINARSSON, andaðist að heimili sínu, Lágholti, að kvöldi hins 20. þessa mánaðar. Börn og tengdabörn. Hjer með tilkynnist að móðir okkar, VILBORG ÁSGRÍMSDÓTTIR, Norður-Götum, Mýrdal, andaðist sunnudag 20. okt. Dætur hinnar látnu. Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR EINARSSON frá Eyði, Sandvík, andaðist að Elliheimilinu Grund 19. þessa mánaðar. Börn og tengdabörn. Faðir og tengdafaðir okkar SÍMON SÍMONARSON verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, fimtudaginn 24. þ.m. Húskveðjan hefst að heimili hins látna Sól- vallagötu 7A. kl. 1,30 e.h. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.