Morgunblaðið - 06.11.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1946, Blaðsíða 10
10 I* m'orgunblaðið Miðvikudagur 6. nóv. 1946 Jazz- hij ómsveif CitdcLj dJeatlierótonliaacjL heldur Jazz-hljómleika fimtudaginn 7. nóv. og föstud. 8. nóv. kl. 11,30 e.hh. í Gamla Bíó. Aðgöngumiðar að báðum hljómleikunum verða seldir í bóka- búð Lárusar Blöndal, hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur, Lækjargötu 2 og í Hljóðfærahúsinu, í dag. Kaupmenn - Kuupljelög 4 Vefnaðarvörur eru væntanlegar í miklu úrvali á næstunni: Kvenkápur og Plastic-kápur verða teknar upp á morgun. Eftirfarandi vörur getum við afgreitt með stuttum fyrirvara: Dúkar, fjölbreytt úrval. Tilbúinn fatnaður. Karlmannanærföt. Kvenn-undirföt, svissnesk og ensk. Kjólaefni, Sand-crepe. Crepe-fóðurefni. Kápuefni. Gardínuefni. Sokkabanda-belti, o.m.fl. Ef þjer hafið óráðstöfuð innflutnings- og gjaldeyrisleyfi, þá lítið á sýnishornasafn okkar, áður en þjer festið kaup annars staðar. Cdnóí. 'jan> & Co. Lf. Bezta tryggingin fyrir öruggri raf- suðu er ESAB rafsuðuvír. Ýmsar tegundir fyrirliggjandi. Einkaumboð fyrir E.S.A.B.-verksmiðjurnar í Kaupmannahöfn. LUDVIC STORR Lyfjainnflutningur og Stefán Thorarensen Athugasemd frá Viðskiptaráði STEFAN THORARENSEN lyfsali hefir gert lyfjainnflutn- ing og leyfisveitingar Viðskifta ráðs að frekara umtalsefni í blöðum bæjarins. Viðskiftaráðið telur ástæðu- laust að eltast við allar hár- toganir lyfsalans, en þykir eft- ir atvikum rjett að taka fram eftirfarandi: 1. Skortur á penicillin og ónógar leyfisveitingar. í sambandi við þá ásökun að Viðskiftaráðið hafi tafið inn- flutning á penicillini svo að skortur hafi verið á því, má á það benda, að á stríðsárunum flutti Viðskiftaráð beinlínis inn allt það penicillin, sem fjekkst til landsins, vegna þess að aðrir aðilar gátu ekki fengið það keypt. Síðan að afgreiðsla á því varð frjáls, vegna aukinn- ar framleiðslu, hefir ekki ver- ið skortur á því hjer á landi, og fullyrða má að á þessu ári hafi það verið fáanlegt til lækn ingar þeirra sjúkdómstilfella, þar sem þess hafi verið tví- mælalaus þörf. En hvað sem má um þetta atriði segja, þá vill Viðskiftaráðið á þessu sam- banda benda á: Stefán Thorarensen upplýsir að apótekarar hafi áætlað að þurfa myndi eina og hálfa miljón króna leyfisveitingu fyrir lyfjum og hjúkrunar- gögnum, til þess að fullnægja árlegri þörf landsmanna fyrir þessar vörur. Frá 1. janúar og til 30. sept- ember þ. á. hefir Viðskiftaráðið veitt apótekurunum leyfi eins og hjer segir: í $-gjaldej>ri 795.313,00 kr. í £-gjaldeyri 1.010.019,00 kr. Framlengd leyfi frá 1945 samtals 304.413,00 kr. Samtals ný og ------------------ framlengd leyfi 2.109.745,00 kr. Viðskiptaráðið hefir því fram til 30. sept. þ. á. veitt lyfsölun- um 600 þúsund krónum meiri leyfi en þeir sjálfir áætla heild- arársþörfina. í þessu eru ekki taldar leyf- isveitingar til Lyfjaverslunar ríkisins eða annara aðila, sem flutt hafa inn lyf í áratugi. Á þessu sjest best rjettmæti þeirrar ásökunar, að Viðskifta- ráðið hafi tafið lyfjainnflutn- ing, með því að draga úr leyf- isveitingum. 2. Misnotkun leyfa. Stefán Thorarensen segist hafa flutt inn ormalyf fyrir 57 dollara. Votta það með honum 2 dýralæknar samkvæmt reikn ingum, sem ,,þeir hafa yfirfar- ið“. Viðskiftaráðið hefir í hönd um faktúru tolláritaða, er sýn- ir að þann 18. ágúst fjekk þó Stefán Thorarensen 44 tunnur eða um 3 smálestir af ormalyf- inu Phenothaizine frá Amer- íku. Lyf þetta er eingöngu ætl- að skepnum og kaupir Rann- sóknarstofa Háskólans það frá Bretlandi og dreyfir því út til bænda. Stefán Thorarensen sótti um leyfi fyrir ormalyfi frá USA þann 16. apríl s. 1. Þeirri beiðni var synjað á þeim grundvelli, að það fengist frá Bretlandi. En þann 8. apríl s. 1. pantaði hann fyrrg'reint lyf frá U.S.A., segir hann þó orðrjett í fyrrnefndri grein: „Þegar þess er gætt að apótekarar mega ekki gera lyfjapantanir fyrr en þeir hafa leyfin í höndunum", sjest af þessu hið fornkveðna, að hægra er að kenna heilræðin en halda þau. 3. Lyfjaverslun ríkisins. Stefán Thorarensen reynir á allan hátt að gera tortryggilega Lyfjaverslun ríkisins og for- stöðumann hennar, hr. Kristinn Stefánsson, læknir. Það er Viðskiftaráðinu óviðkomandi. Lyfjaverslunin er hinsvegar stór innflytjandi lyfja. Sú aukn ing sem orðið hefir á starfi hennar varð mest, þegar lyfja- leyfi voru veitt mjög ríflega þeim aðilum, sem um þau sóttu. Eins og viðskiftaráðið hefir áður skýrt frá, byggjast doll- ara-leyfisveitingar í ár á inn- flutningi 2 undanfarinna ára. Ef Stefáni Thorarensen þykir því skamtur Lyfjaverslunar- innar of stór, stafar það af því einu, að Lyfjaverslunin hefir á undanförnum árum haft meiri þörf fyrir leyfi heldur en Stef- án Thorarensen. Viðskiftaráðið sjer ekki á- stæðu til þess að svara frekar grein Stefáns Thorarensen og er hjermeð útrætt um mál þetta af þess hálfu, nema sjerstakt tilefni gefist til. Reykjavík, 1. nóv. 1946. Viðskiftaráðið. uiiiHiiitimiiiMtiiiitiiiiiiðKiHiimsiMnsuninaniiiiiitiiHt : [ Góð gleraugu eru fyrir i I öllu. | Afgreiðum flest gleraugna | f recept og gerum við gler- I a-ugu. • I Augun þjer hvílið með gleraugum frá TÝLI H. F. Austurstræti 20. | Alm. Fasteigmasalan ! = Bankastrætl 1 Sími 6063. j | er miðstöB fasteignakaupa. 1 gnnmilitiiiiini'mimamaa^jumiiiuunnmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.