Morgunblaðið - 06.11.1946, Side 14

Morgunblaðið - 06.11.1946, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. nóv. 1946 EitimiiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiimiMiminiiiiimmniiiiiiiiiwiiiiimiiiiiifiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiwuiiMiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiitiii immiimmimmmimiiiiiis f I BLÓÐSUGAN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiuiiira Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS. 31. dagur Frú Garth Jyfti hendi, eins og í aðvörunarskyni. — Hægan, hægan, sagði hún. Þjer verðið að muna, að ef þjer ekki hafið nægar sannanir í höndunum, gæti slík ákæra gert út af við yður. Og vafa- laust er hann einmitt að búast við einhverjum slíkum klaufa- legum leik af okkar hálfu. Þið eruð óvinir og það vita allir. Craven er bardagamaður og auðvitað myndi hann svara með málssókn. Lögreglan myndi ekki snerta við honum, nema með sannanir í höndun- um, og ef þjer hafið þær engar, fyrirgerið þjer bæði frelsi yðar og stjórnmálaferli. Því altaf getur verið, að þjer hafið á röngu að standa. Frú Garth stóð upp. — Jæja nú þarf jeg að hvíla mig svo- lítið, en það getur bara ekki orðið lengi, því nóg er að gera Þjer skuluð ekki bera kvíðboga fyrir mjer. Áreynslan hefir verið mikil, en jeg er sterk, og brenn auk þess af hatri, sem ekkert getur slökkt. — Farið .þjer nú til lögregl- unnar, bætti hún við. — Segið henni alt sem þjer vitið um viðburðina í nótt.... alveg út í æsar. En látið mig um Mel- moth Craven. XIII. KAPITULI. Sir Melmoth Craven kveikti í vindlinum, sem hann hafði milli sterkra tannanna, horfði á reykjarstrókinn með rólegri ánægju og fleygði frá sjer eld- spýtunni. — Heppni. . . . vel- gengni eftir að hafa sigrast á erfiðleikunum, smakkar vel. Þið efagjörnu vinir mínir, eruð þið ekki á sama máli? Okkur hefir hingað til gefist dirfskan best og nú er Steinbergfjelagið aftur sigurvegari. Steinberg og Culevra svör- uðu ekki tafarlaust. Þeir sátu í stofu Cravens, síðdelgis dag- inn eftir, að Margaret var bjarg að. Culebra leit á Craven og kinkaði ofurlítið kolli, en svit- inn bogaði af enni Steinbergs og alt fas hans var órólegt. — Þú kallar þetta velgengi, Craven, sagði hann, — og það er það náttúrlega að vissu leyti En mjer finst nú samt sem áð- ur, að við situm á barmi eld- gígs. • — Oðru nær, svaraði Craven, við erum eins öruggir nú eins og nokkurntíma endranær í okkar skjöldóttu tilveru. Og við höfum peningana, sem hafa bjargað okkur frá hruni. — Satt er það, svaraði Stein- berg, — að við höfum pening- ana, og það eitt var stórvirki, sem er að þakka framtakssemi og ráðsnild þinni, sem annars yfirgengur minn skilning. — En .... £ »— Eitt hundrað þúsund pund, svaraði Craven, — er enginn lúsarskildingur að spila um. Innan tíu klukkutíma frá því mjer bárust verðbrjefin, var búið að selja þau á rjettum stað, þannig að ómögulegt er að komast að því, hvaðan þau komu. Og með þessum pening- um höfum við í dag ekki ein- ungis forðað okkur frá hruni, heldur höfum við sæmilegan afgang. Vitanlega ekki stór- gróðann, sem við höfðum fyrst ætlað okkur. En við höfum bjargað lífi okkar sem fjár- málamanna og höfum því sloppið vel. I stuttu máli finst mjer við geta hrósað sigri Með Ducros í Steininum? sagði Steinberg skjálfandi, — og líf okkar hangandi á þag- mælsku hans. Vitanlega verður hann dæmdur í þrælkunar- vinnu. Er þjer alvara, að við getum treyst honum? — Það þori jeg að veðja Jífi mínu uppá .... og ykkar líka, sagði Craven. — Jeg þekki Du- cros. Hvað gæti hann grætt á því að ljósta upp um okkur? Frelsið, kannske? Nei, hann framdi sjálfur glæpinn. Kanske í hæsta lagi eins árs náðun. En hverju myndi hann tapa? — Tuttugu þúsund pundum. Því auðvitað verður hann að fá sinn hluta heiðarlega, af okkar hendi. Og peningarnir eru meira að segia begar komnir í hendur Nathalie svstur hans .... einu mannpskjunnar í heiminum, sem lrann treystir, og getur reitt sig á. Ducros er öruggur, hvað snertir viðskift- in við okkur. Jeg tók alltaf þann möguleika með í reikn- inginn, að hann yrði tekinn .... sem og varð. Svo það er jeg ekkert hræddur við. — Hvað heldurðu að hann fái? spurði Culebra hugsandi. Mjer var að detta í hug, að ef um lífstíðarfangelsi væri að ræða .... — Óhugsandi, svaraði Cra- ven. — Það eru mörg göt fyr- ir hann að smjúga út um. Mjer þætti tíu ár sennilegast, en það þýðir, að hann situr átta ár, eða því sem næst. Hann tók á sig þessa áhættu og hefir feng- ið sína borgun fyrir verkið. — Þetta er rjett, svaraði Culebra. — Jeg felst alveg á þitt mál. — Jeg er nú mest hissa á því, sagði Steinberg, — að hann skyldi yfirleitt fá þjer einn einasta eyri í staðinn fyrir að koma því öllu undan handa sjálf-um sjer, úr því hann hafði það í höndunum. — „Margur heldur mann af sjer“ sagði Craven og brosti þurlega. — En ef til vill hefir hann ekki einusinni getað það. Þú verður að athuga hvað hann átti á hættu. Jeg kasta ekki slíkum aðalatriðum upp á guð og lukkuna. Peningarnir komu beint til mín, eins og jeg hafði fyrir mælt. Því jeg tók beinan þátt í þessu en hjelt mig ekki utan gátta, eins og þið hetj- urnar. — Og ertu þá ekki hræddur um, hjelt Steinberg áfram, — að einhver geti fundið samband Ducros við okkur og komið okkur í bölvun? — Jeg mana bæði Scotland Yard. c 'Jla Parísarlögregluna til þes araði Craven. — Jeg þekki Ducrps svo vel, að jeg veit, að utan þessarar stofu eru aðeins þrjár persónur, sem hafa nokkra hugmynd um að hann hafi yfirleitt nokkurntíma tal- að við mig. Maður er ekki að halda slíku á lofti. Þessar per- sónur eru hann sjálfur, Nathalie og Sugden, þjónninn minn. Öll örugg. Og ef ykkur væri sama, vildi jeg biðja ykkur að telja mig ekki asna og heimskingja. Jeg hefi hulið spor mín, svo það verður ekki gert betur. — Nathalie er þegar farin úr landi, og þeir vita ekki einu sinni, að hún sje tih — Þið getið þá sjeð, hvernig taflið stendur. bætti hann við og barði smáhögg í borðið með hnúunum. Við vinnum leiki.nn og höfum dálaglegan afgang, meira að segja eftir að hafa borgað skuldina við Gordons Ldt. — þessa blóðsugu sem hefði getað flegið okkur Jifandi. Við meira að segja spörum á viðskiftunum við hana, með því að borga fyrir tiltekinn tíma og spara alla dráttarvexti. Jeg get ekki annað sagt en við höí- um unnið spilið. — Það er hiessandi að hlusta á þig, Craven, sagði Steinberg og var auðsjeð, að honum ljetti. — Jeg skal játa, að mjer hefir undanfarið fundist jeg heyra fótatak lögregluspæjará í stiganum, og smelli í hand- járnum. En þú getur svarað öllum spurningum og sýnt hvern hlut í nýju ljósi. Þú hefir dregið okkur upp úr svað- inu, Craven. Og við skulum vera þakklátir og auðvitað skulum við láta lítið á okkur bera, meðan þess þarf. — Það er andsk .... enginn að biðja þig um að láta lítið á þjer bera, svaraði Craven, um leið og hann stóð upp og sneri sjer að þeim. — Það hefir aldrei verið mín aðferð. Við stöndum nú loks á okkar eigin fótum. Og hvað, sem skeður, vil jeg leggja út í eitthvað stórt. Við höfum nokkrar vænlegar fyr- irætlanir, sem bíða, og áfram með þær, segi jeg. Hvað mig snertir, vil jeg vera fremstur eða hvergi. — Sjáið þið þarna, sagði hann og fleygði dagblaði yfir borðið til þeirra. — Þið hafið náttúrlega fylgst með því, sem gerist og ekki ver- ið önnum kafnir að skjálfa í buxnaskálmunum? Stjórnin er fallin, og almennar kosningar fara í hönd. Og þar á jeg leik á borði. Jeg ætla að bjóða mig fram í Westington. — Hvað segirðu? æpti Cu- lebra. — Jeg ætla að bjóða mig fram í Westington móti þessum hvolpi, Orme, sagði Craven og lamdi hnefanum í borðið, — og jeg ætla að sit:ra hann. Það ædi að taka af allan efa ykkar um það, hvort jeg sje hræddur eða ekki. Jeg hefi haft það í huga um nokkurt skeið undanfarið og í dag sendi jeg framboðið og á mjer þegar víst, að það verður tekið gilt. Jeg á tals- verðar eignir p-rna í kjördæm- inu og ættaróðulið mitt er þar. Og jeg er ekki að grobba: jeg ætla m ier kjördæminu af hundinum þenn arna, áður en jeg geri alveg út af við hann. Culebra stökk á fætur. — Bravó Þú ert maður, Craven, og þú átt minn stuðn- ing vísan. Dirfskan er fyrirj bestu í hverjum bardaga. 11. — Það gæti nú verio að við hefðum komið upp á ein- hverri hitabeltiseyjunni í Vestur-Indíum, sagði jeg. Aftur hristi Perry höfuðið. — Við skulum bíða og sjá til, svaraði hann svo, og á meðan skulum við rannsaka ströndina hjer í kring. Við gætun kannske hitt einhvern, sem eitthvað gæti frætt okkur.. Þegar við gengum eftir ströndinni, horfði Perry lengi og alvarlega út yfir sjóinn. Það var auðsjeð að hann var að hugsa um eitthvað vandamálið. — Davíð, sagði hann svo allt í einu. Tekurðu eftir nokk- uru einkennilegu við sjóndeildarhringinn? Þegar jeg fór að horfa, skildi jeg betur, hversvegna mjer hafði fundist landslagið svo einkennilegt í fyrstu, svo óeðlilegt og sjerstætt. — I»að var nefnilega enginn sjóndeildarhringur. Hafið hjelt áfram eins langt og augað eygði, og á því hinar litlu eyjar, sem urðu aðeins að svo litlum deplum í fjarskanum, þangað til maður sá greini- lega, að maður var farinn að horfa upp á fjarlægasta punktinn, sem augað gat greint, en svo hvarf sjálf fjar- lægðin í djúp fjarlægðarinnar. Það var nú það. Það var engin lina sem sýndi hvar bunga jarðar skygði á frekari útsýn. — Nú fer jeg að skilja, hjelt Perry áfram og tók upp úrið sitt. Og jeg held jeg sje búinn að ráða gátuna að sumu ieyti. Nú er klukkan tvö. Þegar við komum úr jarðskip- inu var sólin beint fyrir ofan okkur. Hvar er hún nú? Jeg leit upp og sólin var enn hreyfingarlaus í hádegis- stað. Og þvílík sól! Jeg hafði ekki tekið eftir henni ná- kvæmlega áður. Hún var að minnsta kosti þrisvar sinn- um stærri en sólin sem við vorum vanir að horfa á frá jörðinni, og virtist svo nærri, að manni fannst maður geta snert hana, ef maður teygði sig nógu mikið. — Guð minn góður! Hvar erum við, Perry? hrópaði jeg. Þetta er farið að fara í taugarnar mínar. — Jeg held við getum slegið því föstu með nokkurri — Jeg er búinn að ákveða hvað við köllum hana, sagði unga móðirin. — Við látum skíra hana Euphrosyne. Manni hennar var ekkert um nafnið, en hann var gáfaðri en það, að mótmæla. — Þetta er prýðilegt, sagði hann glaðlega. Fyrsta stúlkan, sem jeg varð skotinn í, hjet Euphrosyne, og nafnið getur minnt mig á þær mörgu á- nægjustundir, sem við áttum saman. Það var augnabliksþögn áður en konan hans tók til máls. — Við skulum láta skíra hana Elísabet eftir móður minni, sagði hún loks. ★ — Jeg þarf að kaupa flibba handa manninum mínum, sagði frúin, en jeg man ekki, hvaða stærð. — Þrettán og hálft, frú? spurði afgreiðslumaðurinn — Það er rjett. Hvernig vit- ið þjer þetta? — Menn, sem láta konur sín- ar kaupa flibbana fyrir sig, eru oftast með þá stærð, svar- aði maðurinn. ★ — Þjer segist hafa mætt á- kærðum í strætisvagni, og að hann hafi verið drukkinm og nýhættur að spila fjárhættu- spil, sagði lögfræðingur ákærða við vitnið. — Já. — Sáuð þjer hann drekka? — Nei. — Sáuð þjer hann spila? — Nei. — Hvernig vitið þjer þá, sagði verjandinn, að hann hafi verið drukkinn og að spila fjár- hættuspil? — Jú, sjáið þjer til, svaraði vitnið, þegar hann kom inn í strætisvagninn, fjekk hann bíl- stjóranum spilapening og sagði honum að hann mætti eiga af- ganginn. ★ — Fær gíraffinn hálsbólgu ef hann blotnar í fæturna? — Já, en ekki fyr en viku seinna. ★ Dularfullur draugur hefir flæmt alla íbúa þorps nokkurs í Noregi úr húsum sínum. Jafn- vel fólk, sem kemur til þorps- ins fyrir forvitnissakir, segist vera þess fullvíst, að hjer sje um yfirnáttúrlega hluti að ræða. s • » » *••» •• miiiiiii.titiiiiiiiiiiimmmi^ Bankastræti 7. Sími 6063 | er miðstöð bifreiðakaupa. i ilikMiiMMimiHdMMiiHMiiMiiuiiiiiiimmmmiiuuai

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.