Morgunblaðið - 21.12.1946, Page 7
Laugardagur 21. des. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
^ *
Einar Arnórsson skriíar um
REISUBÓK JÓNS ÓLAFS-
SONAR INDlAFARA
Reisubók Jóns Ólafssönar Indía-
* fara, samin af honum sjálfum
166'1, 1—II. — Rókfellsútgáfan
191+6.
17. öldin er öld niðurlægingar í flest-
um efnum á Islandi. Ilún hefst á ein-
hverjum mestu harðindum, sem yfir
landið hafa komið, eftir jþví sem Björn
á Skarðsá segir í annálum sínum.
Ðanska verslunareinokunin hefst í upp-
hafi aldarinnar. Almenningur verður
}>ví volaðri og fátækari sem fram á
öldina líður, og einokunarverslunin
veldur þar mestu um. Einstakar ættir
eiga þó mikið jarðagós, enda sóttust
þeir, sem tekjur höfðu afgangs þörfum
sínum, mjög eftir jörðum, með því að
afgangseyrir þeirra varð ekki ávaxtað-
ur með öðrum hætti. Lúterski „rjett-
tninaðurinn“ hafði fest rætur meðal
almennings, en „pápisk“ villa var upp-
rætt. Fólkið var ákaflega guðhrætt.
Það sótti kirkju, gekk til altaris og
bað guð í heimahúsum. En samt sögðu
kennimennirnir því, að það væri ótta-
lega syndugt, jafnvel svo svndugt, að
guð hlyti að senda yfir það sóttir og
harðindi til þess að hegna því og k'nýja
það til yfirbótar. Myrkrahöfðinginn og
árar hans voru ákaflega voldugir á
þessari öld og höfðu í þjónustu sinni
galdramenn og aðra stórsyndara, sem
unnu voluðum drottins sauðum alls-
konar tjón. Fólkið, jafnt alþýða sem
æðri menn, grjet og grjet í tíma og
ótíma, og ekki skrifuðu menn svo brjef-
snepil, að ekki væri þar í vafið ákalli
til guðs og þakkárgerðum, og var svo
einnig um brjef, sem nú mundu vera
kölluð embættisbrjef. Fekking í nátt-
lirufræðum var vitanlega engin að kalla,
og hugmyndir manna um ýmis náttúru-
fyrirbæri því inar fáránlegustu. Fugl-
ar með járnklær og járnef syntu t. d.
á hverum og laugum, og höfðu menn
auðvitað séð slík undur. Helvíti var
undir Heklu, enda höfðu menn sjeð
bæði ára djöfulsins og sálir fordæmdra
í Heklueldum, eins og vænta mátti.
Trúgirni manna var vitanlega tak-
markalítil. Samgöngur við útlönd voru
ekki aðrar en þær, að eitt skip kom á
ári, þegar vel var, á þær hafnir, sem
einokunarkaupmennirnir skyldu sigla á,
og svo stálust menn út í ensk, frönsk
eða hollensk fiskiskip eða hvalveiða-
skip, sem hjer stunduðu veiðar um-
hverfis landið, og voru þó slík skipti
með mikilli áhættu, því að öll mök
við ,,framandi“ þjóðir voru harðlega
bönnuð og þungar refsíngar lengstum
við lagðar. Auðvitað mátti enginn sigla
út af landinu, nemá hann hefði til þess
vegabrjef umboðsmanns konungs, enda
tækifærin fá til slíkra ferða. Menn
sigldu því lítt út af landinu, nema í
embættiserindum og svo nokkrir menn
til náms. En þó bar það ósjaldan við,
að menn kæmust í fiskiduggur og færu
með fiskimönnum erlendum til útlanda.
Umgengnisvenjur þeirra tíma, bæði í
orðum og athöfnum, mundu nú þykja
að ýmsu leyti kjánalegar og aflægisleg-
ar. Málfar manna var þegar á 17. öld
orðið allspillt og mengað dönsku og
lágþýsku, en þó var tungan alls ekki þá
orðin svo spillt sem á 18. öld og jafn-
vel á fyrra hluta 19. aldar. Hungur,
klæðleysi og holdsveiki voru fyrirbæri
liversdagsins, en fólkið var furðanlega
þolinmótt, af því að það trúðk því, að
allt þetta mótlæti væri að guðs vilja
verðskuldað „syndastraff“. Konungs-
valdið hafði látið greipar sópa um eign-
ir klaustranna, svo að konungur var nú
orðinn mestur jarðeigandi á Jslandi.
Búendur á jörðum konungs voru kvöð-
um hlaðnir (hestlán, mannslán, skips-
áróður á útvegi landsdrottins, dagslátt-
ur hjá honum o. s. frv.), enda var svo
á mörgum jörðum biskupsstólanna og
einstakra auðmanna. Húsakostur al-
mennings var inn hraklegasti, svo sem
hlaut að vera í byggingarefnasnauðu
lanai, en innflutningur timburs, járns
og bvggingarefna almennt var því nær
enginn. Hreinlæti lilaut því að verða
óhægt, í nioldarkofum, sem hlutu að
leka í hverri skúr. Valdhafarnir liugs-
uðu um það eitt að rýja landsmenn,
bæði með einokunarversluninni, skött-
um, jarðarafgjöldum og kvöðum. Em-
bættisrekstur allur, þar á meoal dóm-
gæsla, \ ar ákaflega bágborinn, og refs-
ingar harðar og miskunnarlausar fyrir
mörg verk, sem nú eru refsilaus, og at-
hafnir, sem að eins voru framdar í
ímvndun manna, svo sem galdraverkin.
En þjóðarsálin varð þó ekki drepin.
Ennþá höfðu rnargir alþýðumenn fróð-
leikslöngun á sína vísu og fengust við
bókstörf. Menn skrifuðu upp sögur og
ýmiskonar fróðleik við kertistýrur og
lýsiskolur með bók á knjám eða kistli^
ortu rímur o. s. frv. Og* nokkur höfuð-
skáld fæddi þessi einkennilega öld, svo
sem kunnugt er. En enginn fræðimað-
ur og ekkert skáld verður skilið og
metið, nema menn þekki nokkuð allt
samtíðarástand í landi hans. Verður að
meta þessa menn og verk þeirra með
hliðsjón af menningarástandi tímans.
Það, sem nu þykir barnalegt og kjána-
legt, var ef til vill á tímum skáldsins
og rithöfundarins tíska, sem engum
þótti athugaverð. Þeir, sem nú eru uppi
og eitthvað láta eftir sig skráð, mega
allt eins búast við því, að það, sem
þeir láta eftir sig, verði eftir nokkur
hundruð ár eða jafnvel skemmri tíma,
talið kjánalegt og hlægilegt, þótt það
hafi verið góð og gild vara á vorum
dögum. Fyrir því megum vjer nú ekki
furða oss á máli eða efni þeirra rita,
sem fyrri alda menn hafa leift oss,
heldur megum vjer vera þeim þakklátir
fyrir flest allt, sem frá þeim hefur
geymst.
Oss mundi nú þykja fólk 17. aldar,
siðir þess og lífshættir allir með mikilli
furðu, ef vjer mættum sjá það allt
alveg eins og það var. Oss mundi ógna
sýn tötrum búins flökkulýðs og holds-
veikra manna. Furðu vora mundi fá
tækt alls almennings vekja og auður
og skart nokkurra höfðingja og ríkis-
manna og venslaliðs þeirra. Oss mundi
þykja allt þetta fólk harla kynlegt. Það
talar, hugsar og skrii'ar — þeir fáu,
sem skrifandi eru — allt með öðrum
hætti en nú gerum vjer.
Einn þessara kynlegu manna er Jón
Olafsson Indíafari. Hann er fæddur
1593 og deyr 1679. 22 ára ræðst hann
til utanfarar á enskri fiskiduggu vestur
við ÍSafjarðardjúp, dvelst um stundar-
sakir í Englandi, fer þaðan til Ivaup-
mannahafnar, kemst þar í herlið kon-
ungs (Kristjáns fjórða), fer með kon-
ungi nokkrar ferðir, ræðst til Austur-
Indía, dvelst þar um stund, r^tar í ým-
| is ævintýri, er einu sinni settur í blá-
* turn og óvinur hans vill fá hann dæmd-
an til dauða fyrir lognar sakir. Eftir
11 ára vist .fer Jón síðan til Islands og
ílendist lijer. Ferðabókin er raunveru-
lega brot úr ævisögu Jóns, saga hans
sjálfs um 11 ára bil. Hún segir að vísu
margt frá ferðum Jóns, en mikill hluti
liennar segir frá dvöl hans í Danmörku.
Kennir þar margra grasa, því að þar
korna margií, sumir nafnkunnir menn,
við sögu, og háitum manna þeirra tíma
er mjög vel lýst, bæði beinlínis og
óbeinlínis. Bókin er stórmerkt heimild-
arrit um nýlcndu Dana í Austur-Indíum
og Kaupmannahöfn milli 1620 og 1630
og háttu nmnng þar. Þar koma og fá-
einir Islendingar við sögu, þar á meðal
sýslumennirnir íslenzku, sem ut-
1 an fóru 1619 á fund konungs til þess
að fá lagfæringu á verslunarháttum
landsins.
Jón Indíafari segir víðast skýrt frá
og greinilega. Orðfar hans er að von-
um dönskumengað, en víða bregður
fyrir fallegri íslensku. Fnisögnina mun-
„Lokun iðngreinanna“
í SAMBANDI við endurtekin blaðaskrif um „lokun iðnaðar-
ins“, þykir rjett að birta opinberlega eftirfarandi yfirlit um
fjölda iðnnema í árslok 1945, o. fl.
Nám hafið:
um vjer nu kalla víða barnalega, en
hún er sauikvæm tíðarandanum. Vera
má, að Jón kríti stundum liðugt, mis-
minni og gleymi lika stundum því, sein
ástæða hefði verið til að segja. En
þetta verður allt afsakað. Máður, sem
var iafn „forsóktur“ og framaður og
Jón Indíafari og hafði svo margt sjeð
og reynt, sem samtíðarmenn hans hófðu
ekki hugmynd um, hafði sjálfsagt freist-
ingu til þess að krydda frásagnir sínar
nokkrum „sjómannasögum". Sjálfur var
hann líka trúgjarn að sinna tíma hætti,
og þurfti ekki heldur að óttast gagn-
rýni lesenda simia eða áheyrenda. Er
frásögn lians öll in skemmtilegasta og
að mörgu leyti stórfróðleg. Sá, sem
byrjar á lestri bókarinnar, mun ó-
gjarna vilja leggja hana frá sjer, fyrr
en hann hefur lesið hana til enda.
Guðbrandur Jónsson bókai’örður hef-
ur annast útgáfu bókarinnar. Er hún
nú gefin út eftir eiginhandarriti höf-
undar, én til eru eða til hala verið með
vissu um 20 handrit af henni. Er ljóst
af því, að ævisögubrotið hefur náð
mikilli lýðkylli. Annars hefði hún ekki
verið svo oft rituð upp. Guðbrandur
hefur skráð skýringar við hvern kapí-
tula. Felst í skýringum þessum mikil
vihna, enda hefur þar komið sjer vel
verkmennska höfundar þeirra og fjöl-
fræði. Loks hefur Guðbrandur skrifað
langan og f; íðlegan formála, ]iar sem
hann gerir handrit bókarinnar um-
talsefni og greiðir úr þeim atriðum í
sambandi þar við, sem nauðsynlegt, er
úr að greiða, enda þar tekið röggsam-
Iega á fleirum efnurn. PrentviIIur eru
þar nokkrar, en meinlitlar. Frágangur
allur á bókinni er góður, en betur ]iætti
mér, ef útgefandi vandaði roeir málfar
en hann gerir, og má ]>ó eltki skilja ]<au
orð mín svo, að hann standi ekki fylli-
Iega á sporði öllum fjölda manna, sem
íslensku ritu, í því efni. Sannleikurinn
niun vera sá, að engum okkar hefur
tekist ennþá að þvo af tungunni þau
óhreinindi, sem höfðu grómtekið hana
á 18. iild og fyrra hluta innar li). Og
s*att að segja sýnist meðferð íslenskrar
tuhgu í ræðu ög riti ekki hafa batnað
síðustu árin. Sum blöðiu okkar og út-
varp, bæði sumir fyrirlesarar og.frjetta-
stofan veita í þessu efni ið versta for-
dæmi. Blöð og útvarp „finna“ menn t.
d. bæði seka og saklausa og flestir
skrifa nú „niður“ og sumir tala um
„niðurskrift", en áður hjet það að skrifa
eitthvað upp. Og menn „fundu" menn
ekki áður seka eða saklausa, heldur
dæmdu þá seka eða sýkna. Og s\'0
mætti lengi relcja. Finna má að málfari
okkar. allra, og er öllum skylt að veita,
vinsamlegar bendingar og taka þeim vel.
Lúka skal línum þessum með þökk-
um til Bókfellsútgáfunnar og Guð-
brands bókavarðar Jónssonar fyrir út-
gáfu ævisögubrotsins. Mun engan, sem
les það, iðra þéss, enda er það tví-
mælalaust eitt inna merkustu rita, sem
birt hafa verið á þessu ári.
Einar Arnórsson.
1942 1943 1944 1945 Alls
Reykjavík .... 178 192 225 345 940
Akranes . ... 10 *7 12 14 43
Akureyri .... 17 27 34 26 104
Árnessýsla . ... 4 4 6 8 22
Barðastrandarsýsla . . . . 1 2 2 8 13
Gullbringusýsla .... 6 9 1 14 30
Hafnarfjörður .... 17 12 14 26 69
Vestmannaeyjar .... 10 16 6 16 48
Siglufj. og Eyjaf j arðarsýsla ... . 9 11 9 16 45
ísafj. og ísafjarðarsýslur . .. . . 17 19 18 12 C6 -
Snæfellsnessýsla .... 2 0 3 0 5
Neskaupst. og Múlasýslur .... 0 1 5 13 19
Mýrasýsla .. .. 0 2 .0 0 2
Þingeyjarsýslur .... 1 1 3 6 11
Skaftafellssýslur .... 0 1 0 0 1
Rangárvallasýsla 0 0 1 0 1
Seyðisfjörður 0 0 0 1 1
Alls 272 304 339 505 1.420
Samkvæmt reynslu undan-
farinna ára, má telja að 100—
120 nemendur, auk þeirra sem
hjer eru taldir hafi um síðustu
áramót verið byrjaðir nám, en
samningar þeirra ókomnir til
Iðnaðarfulltrúa, og hafa þá iðn-
nemar á öllu landinu verið rúm
lcga 1500.
Á þessu ári mun tala þeirra
fara a. m. Is. upp í 1800, með
því að einungis um 270 ljúka
námi, en nú þegar er sýnilegt,
að tala nýnema verður á sjötta
hundrað.
Þá fer hjer á eftir yfirlit um
iðnnemafjölda í Reykjavík um
síðustu áramót, sUndurl. eftir
iðngreinum:
Bakarar .................... 9
Bifreiðasmiðir ............ 25
Bifvjelavirkjar............ 38
Blikksmiðir ............... 12
Bókbindarar ............... 19
Glerslíparar ............... 1
Gull- og silfursm.......... 13
Hárgreiðslukonur .......... 38
Hrásk. og rak.............. 14
Hattasaumakonur............. 7
Húsasmiðir .............. 168
Húsgagnabólstrarar........ 13
Húsgagnasmiðir ............ 44
Járniðnaðarmenn........... 185
...... 19
...... 6
...... 5
...... 5
...... 35
...... 1
...... 1
...... 2
FRABÆRT MARMELAÐI
TIL SÖLU:
500 tonn eplamarmelaði a d. kr.
2,00, 10 tonn jarðarberjamar-
melaði a d. kr. 3,15, 25 tonn
Hindberjamarmelaði a d. kr.
3,00. Alt pr. kg. brutto fyrir
netto. Fob. Odense. Góð af-
greiðsla. — Fengers Konserves
fabrik, Haarby — Fyn (Dan-
mark).
MÁLARASVEINN, SAUMA-
KONA og KLÆÐSKERI óska
eftir atvinnu, nú þegar, helst
í Reykjavík. — Tilboð, merkt
„4348“ sendist Normanns An-
nonce Bureau, Odense, Dan-
mark.
Klæðskerar ............
Kvenklæðskerar .......
Ljósmyndarar ..........
Ljósprentarar .........
Málarar ...............
Matreiðslumenn .......
Mótorsmiðir ..........
Myndskerar ............
Múrarar.................. 40
Netagerðarmenn ........... 5
Pípulagningarmenn....... 38
Prentarar ............... 66
Rafvirkjar .............. 74
Skinasmiðir ............. 26
Skósmiðir . . . .
^teinsmiðir
Ursmiðir.......
utvarosvirkjar
Veggfóðrarar
Á þessu ári mun heildartala
iðnnema í Reykjavík hækka
verulega. 170—180 ljúka námi,
en yfir 400 byrja. Mest er fjölg
unin í byggingaiðngreinunum
og munu yfir 200 piltar hefja
nám á þessu ári í byggingaiðn-
aðinum hjer. Má gera ráð fyr-
ir að#í lok þessa árs verði í
Reykjavík um 220 húsasmíða-
nemar, 100 rafvirkjanemar, 60
málf'-anemar, 70 múraranemar,
40 pípulagninganemar, en í járn
iðnaði og skipasmiði um 230
nemendur.
í árslok 1942 var tala iðn-
nema á öllu landinu sem næst
600. í árslok 1946 verður hún
eins og áður segir varla undir
1800 og hcfir þá þrefaldast á
fjórum árum, en fjórfaldast
síðan Iðnaðarfulltrúar tóku til
starfa 1938.
Af þessu yfirliti munu allir
sjá, að það er fjarri ,lagi, að
tala um lokun iðngreinanna nú
síðustu árin. Að vísu eru enn
nokkrar takmarkanir um tölu
iðnnema, einkum í nokkrum
hinna 'smærri iðngreina, en þó
fer þeim ört fækkandi, sem
beita slíkum hömlum, enda
eins og yfirlitið ber með sjer
mjög ör fjölgun iðnnema síð-
ustu árin. Er nú komið svo, að
fjöldi meistara hefir þá sögu
að segja, að mikil tregða sje á
að fá pilta til náms í ýmsum
iðngreinum, og hafa þó kjör
nemendanna batnað verulega
síðustu árin.
Með því fyrirkomulagi, sem
hjer er á þessum málum, þ. e.-
meistarakenslunni, takmarkast
tala iðnnema að sjálfsögðu af
því að lokum, hve meistarar
vilja taka marga nemendur. —
Enginn getur skyldað þá til
neins í því efni. Samkvæmt nú-
gildandi lögum mega þeir hafa
1 nema móti hverjum fullgild-
um iðnaðarmanni og er sú tala
ekki nærri alstaðar fullnotuð.
Nú liggur fyrir Alþingi frv.,
þar sem gert er ráð fvrir að
nemendatalan takmarkist af því
einu, hver skilyrði eru á hverj-
um vinnustað til að veita full-
nægjandi kenslu. Þegar það er
orðið að lögum, ætti alt tal um
lokun að vera úr sögunni, enda
nálgast nú þegar, að svo sje í
reyndinni.
Rvík 29. nóv. 1946.
F.h. iðnaðarfulltrúanna
Krisíjón Kristjónssan.
® Sje békin ayglýst,
® fæs! hún í Békabúð
m Lárusar Biöndal.