Morgunblaðið - 22.01.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1947, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. jan. 194? Kristján Magnússon, bóndi í Syðra-Langhoiti í ------ BÆRINN Syðra-Langholt í Hrunamannahreppi stendur á hæðarrana, sem gengur suð- vestur úr Langholtsfjalli. Bæj- arstæðið er eitt hið fegursta þ^r í sveit og þótt víðar væri leitað, því víðsýni mikið er í allar áttir nema þá, er áð fjall- inu veit. — Þar var Kristján borinn, næstyngstur sjö mann- vænlegra systkina, sem til ald- urs komust. Syðra-Langholt hefur lengstúm verið tvíbýlis- jörð, en á vesturpartinum bjuggu foreldrar þeirra, Magn- ús sonur Magnúsar Andrjes- sonar, alþingismanns, s. st. og kona hans Katrín Jónsdóttir, dbrms. á Kópsvatni, Einars- sonar. Hjer þykir ekki fært að -greina nánar frá ætt Kristjáns, en kunnugum er ljóst, að hann var af mjög góðu bergi brot- inn. — Innan fermingaraldurs misti Kristján móður sína, en upp úr því leystist heimilið upp og börnin tvístruðust. — Nokkru síðar gerðist Kristján vinnumaður hjá foreldrum mínum í Unnarholti, varð það til þess að styrkja það vinar- þel, sem jeg bar til hans, eins og hinna Langholts-systkina, á báðum búum, frá því jeg man fyrst eftir mjer. Var hann mjer jafnan svo góður sem bróðir væri, og man jeg ekki eftir að nokkur snurða hlypi síðan á vináttuband okkar, enda þótt við hittumst örsjaldan áratug- um saman. Er jeg því einn þeirra, sem á hollum og traust um vini á bak að sjá, er hann er fallinn í valinn, enda ^ótt konu, börnum og systkinum hljóti missirinn að vera við- kvæmastur. Árið 1901 kvæntist Kristján eftirlifandi konu sinni, Gróu Jónsdóttur, bónda í San3lækj- arkoti • í Gnúpverjahreppi, Bjarnasonar. Reistu þau bú í Bolafæti, sem jafnan hefur þótt farsælt býli, þótt lítið sje, ■ enda farnaðist þeim þar vel. Eftir tíu ára búskap þar, íengu þau vesturpart Syðra- Langholts til ábúðar og hafa búið þar síðan. Á þessum ár- um hefur jörðin tekið miklum stakkaskiftum, tún og garð- rækt hefur stórum aukist og húsakostur batnað mjög. Voru þau hjón mjög samvalin að ráðdeild og dugnaði og samhent í því að koma 6 efnilegum börnum, 5 dætrum og einum syni, vel til manns. Var bú þeirra eitt hið blómlegasta í sveitinni um nokkurt skeið, en þegar heilsa Kristjáns tók að Dila, hlaut það að dragast sam- an. Síðan 1936 hefur og Bjarni sonur hans haft ábúð á_nokkr- um hluta jarðarinnar. Ábýlis- jörð sína keypti Kristján, er búskapur hans stóð með mest- um blóma, komst hún þannig af nýju í eign ættarinnar, en Magnús Andrjesson, afi hans, átti hana, er hann bjó þar. Kristján var heimilisrækinn , með afbrigðum, var og heim- ilisbragur allur til fyrirmynd- •ar. Um opinber störf var hann hinsvegar fáskiftinn og forðað úst jafnvel að taka þátt í þeim. Hann var hógvær og kyrlátur að eðlisfari og fordild öll var honum fjarri skapi. Síðustu árin átti Kristján við þvagteppu-sjúkdóm að stríða, og tvisvar sinnum varð hann að leita sjúkrahúsvistar hjer í Reykjavík vegna hans. I síð- asta skiftið — á síðastl. hausti — var uppskurður gerður og virtist ætla að bera góðan ár- angur. Hann fluttist heim til Jóhönnu dóttur sinnar og manns hennar, Sigurjóns bíl- stjóra Guðjónssonar, vonaðist hann eftir að geta komist heim að Langholti fyrir jól eða nýj- ár, en það fór á annan veg, þrótturinn þvarr smámsaman og aðrir kvillar munu hafa komið til Sögunnar, sem ekki reyndist unnt að bæta úr, þrátt fyrir nákvæmusu umönnun, sem hann naut í ríkum mæli. Hann andaðist, eins og áður er sagt, 13. þ. m. Lík hans verður flutt austur að Hrepphólum og jarðsetf þar 23. þ. m. — Fæstir okkar vina hans hjer geta fylgt t honum þangað, en endurminn- inguna um tryggan vin og góð- an og grandvaran mapn geym- um við meðan æfin endist. Rvík, 20. jan. 1947. Bjarni Jónsson frá Unnarholti. Dánarfregn AÐFARANOTT 19. þ. m. and- aðist hjer í bænum Sigurður Jónsson fyrverandi barnakenn- ari frá Illíð á Langanesi. Hann var innheimtumaður hjá Morg- unblaðinu. Hans vérður nánar minst síð ar hjer í blaðinu. Fornmannalúðrarnir gjalla hjer í fyrsta sinn Tónlistarsýningin hefir sýningargripi frá 13 löndum TÓNLISTARSÝNIN G Tón- skáldafjelagsins var opnuð í gærkveldi í Sýningarskála myndlistamanna. — Var þar margt manna samankomið. Athöfnin hófst með því, að leikið var á lúðra þá, sem fengnir hafa verið að láni frá Danmörku, og eru eftirlíkingar af lúðrum þeim hinum fornu, sem fundust þar í jörð fyrir mörgum árum. Lúðrar þeir eru taldir vera 3—4 þúsund ára gamlir'og ein hin merkilegustu hljóðfæri, sem til eru í heim- inum. Fyrstur ræðumanna var Jón Leifs, en hann er formaður und irbúningsnefndar sýningarinn- ar, en það var ekki fyrr en í október, sem fyrst kom til tals að halda sýningu þessa. Svo vel hefir verið unnið að því, að koma henni upp. Þar eru sýningardeildir frá 13 löndum. I endalok ræðu sinnar komst Jón Leifs þannig að orði: „Fyrir hönd sýningarnefnd- ar leyfi jeg mjer ennfremur að þakka fulltrúum Bandaríkj- anna, Bretlands, Sovjetríkj- anna, Frakklands, Ítalíu, Pól- lands, Tjekkóslóvakíu, Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar fyrir alla aðstoð til sýningarinnar. Við íslensku tónskáldin beygjum okkur í lotningu fyrir lærifeðrum þess- ara landa, — krjú-pum í auð- mýkt við fótskör meistaranna og strengjum þess heit að reyna að feta í fótspor þeirra með heiðarleik og hreinskilni list- rænnar sköpunar, sem ekki læt ur bugast af örðugleikum. — Sjerstaklega kærir eru okkur þeir hljómar, sem heyrðust í upphafi þessarar athafnar. Þeir eru runnir frá rótum bræðra- þjóðanna á Norðurlöndum, •— komnir beint úr danskri jörðu og kynna okkur sameiginleg- an uppruna norrænna þjóða með tónum, sem við höfum sjálfir geymt í þjóðlegum tví- söng í margar aldir“. Næstur tók til máls Páll ís- ólfsson, formaður Tónskálda- fjelagsins. Hann minntist m. a. á, að ýmsir hafi talið það fjarstæðu, Öð halda tónlistarsýningu. En hjer myndu menn komast að raun um, að þetta væri vel hægt. Því þó margir erfiðleik- ar hafi verið á undirbúningi sýningarinnar og sumir óyfir- Efiir umferðarsiys ■ r ■ v \ 'ty' " f. Ökumenn! Gætið sjerstakrar varúðar í myrkri og hálku. SVFÍ. stíganlegir, þá hefði tekist að koma hjer upp fróðlegri sýn- ingu. Hann gat um íslensku sýn- ingardeildina, sem á að minna á þróunarsögu íslenskrar tón- listar, þar er m. a. mynd af handriti frá 1300 og tilvitnanir í ýms ísi: verk um tónlist. Ræðu maður benti á draum íslenskra tónlistarmanna, sem gerð er grein fyrir á sýningunni, þar sem sýndar eru myndir af því hve marga tónlistamenn þarf til að bera fram verk Beethov- ens á viðeig^ndi hátt. Þá gat hann um nokkur helstu íslensk tónskáld frá síð- ustu öld, og kvaðst vera þess fullviss, að hjer á landi myndi rísa öflugt tónlistarlíf og mikil tónskáld. „En við sem nú lifum, sagði hann, verðum að greiða götuna, svo að gangan verði auðveldari ókomnum kynslóð- um. Látum kall hinna mörg þúsund ára gömlu lúðra for- feðranna á Norðurlöndum vera okkur hvatning til að efla af fremsta megni tónlistina ’í landi voru“. Áð síðustu tók Brynjólfur Bjarnason mentamálaráðherra til máls. Hann talaði m. a. um stöðu tónlistarinnar til ann- ara lista. Hann skýrði frá því, að í gær hafi verið gefin út reglugerð um rjettindi rithöf- unda og tónskálda í sambandi við lög þau, sem áður hafa verið gefin út um þetta efni, en ekki hafa komið til fram-' kvæmda fyrr en nú. Á milli ræðanna var leikið á lúðrana fornu. Að því búnu dreifðu gest- irnir sjer um salinn, til þess að skoða það sem þar er að sjá. Síðar um kvöldið las Lárus Pálsson upp kvæði fyrir gest- ina. Á hverjum degi verður sjer- stök dagskrá á sýningunni og er dagskráin í dag sem hjer segir: 12.30 Hátíðamessa (Missa sol- emnis). 14.00 Forleikur op. 59 nr. 1 (Rasoumovsky). Sonata Ap- pasionata. 15.00 Kvartett op. 132 með þakkarsöng sjúklingsins. (Capet kvartett) Leonora- forleikur nr. 1 (Toscanini). 16.00 2. hljómkviðan. Egmont-forleikuíinn. 17.00 5. hljómkviðan. Leonora-forleikurinn nr. 3. 18.00 Fiðluhljómleikurinn. (Kreisler). 1. þáttur úr þríleik í B-dúr. 19.00 Coriolan-forleikurinn. Hetj uhlj ómkviðan. 20.30 Erindi um’ Beethoven. (Jón Leifs). Erfðaskrá Beethovens lesin. (Gestur Pálsson). 21.45 9. hljómkviðan. Samkvæmt ósk senúiráðs Bandaríkjanna verður degi. Ameríku frestað til miðviku- dags 29. þ. m. af því að mikið nýtt efni á sýninguna er á leið- inni frá Bandaríkjunum. • Upplýsingar. Enn í dag er Beethoven tal- in einhver mesti meistari tón- smíða, sem uppi héfir verið. Hann stendur á mörkum milli tveggja alda og listastrauma og birtir kjarna beggja. Hátíða messuna taldi hann sitt fremsta verk. Til fullra nota er æskilegt að menn þékki latn eska textann. — Seinustu fjór- leikar hans eru taldir hið full- komnasta, sem nokkurn tíma hefir verið fyrir hljóðfæri skrif að, — fiðluhljómleikurinn eitt fegursta tónverk, sem til er. Hverjir stálu bíl alþingismannsins? AÐFARANÓTT laugárdags var bifreið Ingólfs Jónssonar, alþm., stolið. Bifreiðin ^tóð þá. fyrir utan húsið nr. 106 við Njálsgötu. Á sunnudagskvöld frjettist af bílnum og var hann sagður standa á vegspotta, sem liggur upp með Kiðafellsá í Kjós. Á mánudagsmorgun fóru tveir rannsóknarlögreglumenn þang að uþp eftir. Fundu þeir bílinn á veginum, fyrir neðan býlið Tindastaðir. Var þá búið að eyði leggja ýmislegt í bílnum. Fólkið að Tindastöðum, skýrðj sVo frá að það hefði fyrst veitt bílnum eftirtekt á laugardags- morgun um kl. 11. Þá sá það bílinn koma eftir vegspottan— um. En nokkru síðar var honum snúið við og þá stoBvaðist bíll- inn. Sá það tvo menn vera þar við bílinn allan daginn. Rannsóknarlögreglan biður þá, er kynnu að hafa orðið vara við menn þessa og þann, er ók þeim hingað til bæjarins, aS koma hið fyrsta til viðtals. íþrótlakennslan í skólum hefs! a$ nýju FRÆÐSLUMÁLASKRIF- STOFAN tilkynnti í gær, að ljett hefði verið banni því, sem sett var á leikfimis- og sundkenslu í skólunum í byrj un desember, vcgna mænu- veikisfaraldursins. Er 1 bann- inu afljett ; samráði við hjer- aðslæknir. Verður börnunum tilkynnti í dag um þessa breytingu, erí á morgun mun íþrcttakenslan hefjast að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.