Morgunblaðið - 22.01.1947, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.01.1947, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. jan. 1947 GRÍPTU ÚLFINN aJeslie (Jkarteris •I Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS. 15. dagur — Þakka yður fyrir vinsam- lega aðvörun, sagði Helgi, en það er engin hætta á því að jeg hefði farið að eyða nóttinni hjer. Jeg skal í staðinn gefa yður þær upplýsingar, að .við Orace skiftumst á að vaka og förum aldrei úr fötum, svo að ef einhverjum af yðar mönnum skyldi detta í hug að heim- sækja okkur, þá erum við altaf viðbunir að taka á móti hon- um. Góða nótt! Svo hvarf hann svo snögg- lega út í myrkrið eins og hann hefði orðið uppnuminn* Hann laumaðist í gegn um runnana og þangað sem frakkinn hans var á garðinum, og hljóp þar auðveldlega yfir. Hann kom standandi niður hinum megin, og klæddi sig í frakkann. Síðan hleraði hann ofurlitla stund, til þess að vita hvort nokkur væri þar nærri. Það var ekki og hjelt hann þá á stað og stefndi að baki hall- arinnar. Ekki gekk hann þó rakleitt, heldur hljóp frá einu afdrepi til annars og hafði hjá sjer bæði augu og eyru. En honum^var ekki eftirför veitt. Alt var kyrt. Hann sá að ljós var borið upp á efri hæð í húsi Bittles, og hann heyrði hinn lága öldunið við ströndina og hægan goluþyt í laufi. Annað ekki. — Þetta er skrítið! sagði hann við sjálfan sig. Það er næstum ótrúlegt. Eða skyldi jeg hafa leikið á þá með því að fara yfir garðinn? Hann hafði verið alveg sann- færður um að setið mundi fyr- ir sjer. En það var nú öðru nær. Enginn maður skifti sjer af honum. — Hvernig í skrattanum stendur á þessu? tautaði hann. Og hvernig í skrattanum stend ur á því að þeir sleptu mjer? Höllin var í myrkri. Hann leit á úr sitt, með sjálflýsandi vísirunum. Nú voru komnar tvær mínútur fram yfir hinn tiltekna tíma. Hann tók þá til fótanna og hljóp rakleitt heim til Corns og hringdi dyrabjöll- unni eins og vitlaus maður. VII. Glettingar halda áfram. Corn kom fljótt til dyra. Og þegar Helgi sá hvað hann varð undrandi, lá honum við að hlaupa upp um hálsinn á hon- um. En hann stilti sig og brosti. — Jeg bjóst við því að þjer munduð vera á fótum, sagði hann. Hafið þjer nokkuð á móti því að drekka með mjer eitt glas af gosdrykk? Hann smeygði sjer um ieið fram'hjá Corn inn í anddyrið. Corn lokaði útidyrahurðinni. — Jeg hafði ekki búist við þeirri ánægju að sjá yður svo fljótt aftur, sagði hann. Og jeg skal segja yður það, að nú er gestur hjá mjer. v Hann sagði þetta mjög lágt og í þeim tón, er hver maður skilur svo, að betra sje að koma seinna. En Helgi ljet sem hann heyrði það ekki og hratt upp stofuhurðinni. •— Nei, hvað sje jeg, er þá ekki ungfrú Holm hjer, hróp- aði hann. Gaman að hitta yður! Svo sneri hann sjer að Corn, sem stóð í dyrunum og sagði: — Jeg vona að jeg trufli ykkur ekki í alvarlegum sam- ræðum. Fleygið mjer út um gluggann ef jeg er óvelkom- inn! Það þarf ekki að taka á mjer með neinum silkihönsk- um. — Ungfrú Holm leit hjerna inn að gamni sínu, sagði Corn. — Jæja, ekki annað? sagði Helgi. — Nei, sagði Corn þurlega. — Jæja, jæja, sagði Helgi og iðaði í skinninu af ánægju. Hvernig líður yður, ungfrú Holm? Hann var að velta því fyrir sjer, hvort hún mundi hafa sagt Corn liokkuð. Hún sá hvað honum leið og gaf honum merki með augunum að svo væri ekki. Þá brosti hann svo fallega framan í hana að auð- sjeð var að hann var ánægður. Og þetta hlaut að stafa af því, að klukkan hans væri fljótari en hennar klukka, og þetta ■ hafði bjargað málinu. Hún las í brosi hans, eins og hann hefði sagt það upphátt: „Þakka þjer fyrir, jeg vissi að jeg mátti treysta þjer. Og nú verðum við að leiða Corn á villugötur**: Hún brosti því aftur við hon- um til þess að sýna að hún hefði skilið hann og væri fegin að sjá hann aftur. Helga lang- aði mest til þess að faðma hana að sjer og kyssa hana. — Það er engu líkara en að þjer hafið verið í stríði, Mr. Templar, sagði Corn. Helgi kinkaði kclli. — Hefir ungfrú Holm sagt ýður frá því? — Mjer datt ekki í hug að spyrja hana neins. Það kom undrunarsvipur á Helga, því að enda þótt stúlkan reyndi að bera sig vel, var auð- sjeð að hún hafði ekki setið við lestur eða spil þetta kvöldið. Corn þóttist því þurfa að gefa skýringu. — Þegar jeg kom til dyra ög sá hana, þá hjelt jeg fyrst að hún hefði orðið fyrir slysi og væri komin til að leita sjer lækninga. En svo sagði hún, að hún væri komin til þess að rabba við mig og jeg — jeg ljet það gott heita, þótt mjer sje ekki um slíkt gefið. En mjer fanst nú samt, rjett áður en þjer komuð, að hún ætti eitt- hvert erindi. Var það ekki rjett, ungfrú Holm? Jú, jeg sje það á yður. En jeg — jeg —“. Hann stamaði dálítið og leit framan í Helga. — Jeg er læknir, sagði hann svo, og jeg hefi þann sið að láta sjúklinga mína sjálfráða um það hvað þeir segja. Það er gömul regla, en hún er góð. Og svo þegar þjer komuð .... Nú rak hann aftur í stans, því að hann kunni ekki að koma orðum að því, hvernig sjer hefði orðið við þegar hann sá þau bæði rifin og tætt. — Þetta er leiðinlegt, sagði Helgi, því að jeg býst við því að þjer verðið að bíða eftir skýringum mánuðum saman. — Ekki er það nú víst, mælti Corn og yþti öxlum. Honum var tamt að sýnast, en að þessu sinni var hann hálf hikandi, því að gletnin í aug- um Helga .truflaði hann. En umfram alt varð hann að gæta þess að Patriciu grunaði ekki annað en að hann væri læknir. Af þessu leiddi að hann var hreint ekki með sjálfum sjer. Patricia tók eftir þessu og þótti það undarlegt. Hún hafði búist við því að þeir Hejgi og Corn væri gamlir vinir. I þess stað sá hún nú að þeir voru á verði hvor gagnvart öðrum.- Hún vissi ekki hvernig á þessu stóð, en hún fann ósjálfrátt, að Helgi hafði gaman af þessu, en Corn var gramur. — A jeg að segja yður frá öllu, læknir? sagði Helgi hálf stríðnislega. —^Já, gerið þjer það, glopp- aðist upp úr Corn. — Þá skal jeg gera það. Það byrjaði svona .... Corn færði sig nær honum. Helgi hikaði, klóraði sjer í höfð inu og leit svo beint framan í Corn., — Er það ekki einkennilegt? mælti hánn raunalega. Nú hefi jeg alvég gleymt því hvernig það byrjaði. Patriciu fanst nú að hún yrði að koma honum til að- stoðar. — Sannleikurinn er sá, sagði hún, að við Mr. Templar höf- um verið saman í alt kvöld. Við vorum á gangi úti á klett- unum, og .... — Þey, sagði Helgi. Segið ekki lækninum rrteira. Það umlaði eitthvað í Corn eins og hann væri ekki ánægð- ur með þetta. — Sjáið til, mælti Helgi, honum leiðist þetta. Það mátti nú sjá minna en að Corn væri órótt, því að hann varð eldrauður í framan. Pat- riciu var dillað. Corn sá nú að hann hafði hlaupið á sig og viðmót hans breyttist skyndilega. Eftir því hafði Helgi verið að bíða. — Jeg hefi espað forvitni yðar of mikið, sagði hann í afsökunartón. En mjer varð það á vegna þess, að jeg sá gð ýmsar grunsemdir brutust um í yður. Það var engu líkara en að þjer hjelduð að jeg hefði myrt einhvern, eða rænt póst- húsið. ,En þetta var alt ofur hversdagslegt. Við ungfrú Holm vorum á gangi úti á klettunum .... — Og svo hrapaði jeg fram af, sagði Patricia, og festist á klettanybbu, og Mr. Templar hafði mikið fyrir því að ná í mig. Þótt undarlegt megi virðast trúði Corn þessu eins og nýju neti, þótt hann hefði alls ekki trúað því, ef Patricia hefði sagt honum það, þegar hún kom. — Þjer megið ekki vera mjer reiður, gamli vinur, sagði Helgi, þótt jeg dægi yður dá- lítið á þessu. Það var svo gam- an að sjá hvernig verstu grun- semdum skaut upp hjá yður. Corn leit á þau til skiftis. Patricia var alveg róleg og horfði með alvörugefnu sak- leysi á hann, en svipur Helga var kankvís og glettinn. 68. — En hvers vegna gerðirðu þetta? spurði jeg og furð- aði mig á vináttu þessa manns, sem var frá öðrum heimi en jeg og allt öðrum kynþætti. — Þú bjargaðir lífi mínu, svaraði hann. Frá því augna- bliki, var það skylda mín, að vernda þig og vera vinur þinn. Jeg mundi ekki hafa verið sannur Mezopi, hefði jeg ekki gert skyldu mína, en í þetta skipti hefir það verið mjer ánægja, því mjer fellur vel við þig. Jeg vildi óska, að þú settist að hjá mjer. Jeg skal gera þig að með limi þjóðflokks okkar. Hjá okkur er gnægð veiðidýra, og þú skalt fá að velja þjer maka úr hópi fríðustu meyja á Pellucidar. Viltu gera þetta? Jeg sagði honum frá Perry og Dían hinni fögru og um skyldur þær, sem jeg yrði að leysa af hendi við þessa fjelaga mína. Svo sagði jeg honum, að síðar mundi jeg sækjá hann heim, ef jeg mundi þá nokkurntíma geta fund- ið eyjuna hans. — Það er ofur auðvelt, vinur minn, svaraði hann. Þú þarft ekki.annað en ganga að rótum hæsta tinds Skýja- íjalla. Þar muntu rekast á fljót, sem fellur út í Lural Az. Beint framundan ósum fljótsins muntu sjá þrjár stórar eyjar, í svo mikilli fjarlægð, að þær eru rjett sýnilegar út við sjóndeildarhringinn. Eyjan lengst til hægri heitir Anoroc, en þar sit jeg að völdum. — En hvernig á jeg að finna Skýjafjöll? spurði jeg. — Sagt er, að sjá megi þau frá hálfri Pellucidar, svaraði hann. — Hversu stór er Pellucidar? spurði jeg, og velti því fyrir mjer, hvaða hugmynd þessir fr.umstæðu menn hefðu um lögun og stærð jarðar sinnlir. — Maharar halda því fram að Pellucidar sje hnöttótt, svaraði hann, en það er auðvitað hreinasta fjarstæða, því þá mundum við detta niður, ef við ferðuðumst langt frá átthögum okkar, eða þá allur sjórinn á Pellucidar mundi renna á einn stað og drekkja okkur. Nei, Pellucidar er flöt og stqprri en nokkur maður veit. Við enda jarðarinn- ar, segja sögur okkar, er stór múr sem kemur í veg fyrir það, að land og vatn falli í eldhafið, sem Pellucidar flýtur á, en jeg hefi aldrei farið það langt frá Anoroc að jeg hafi sjeð þennan múr með eigin augum. En það er auðvitað __ . _:_______________ Rafmagnsteppi. í Bandaríkjunum er farið að nota nýja gerð teppa, er menn nota sem sængur. Þetta eru rafmagnsteppi. Þau eru næfur þunn, en mjög hlý, og þar að a.uki er hægt að tempra hita þeirra. Þykja þau mjög þægi- leg. ★ Nýlega fanst á vínakri ein- um í Ítalíu kista með miklum fjársjóði, sem grafinn hafði verið í jörðu. Voru þar 8 kg. af gullpeningum, gullbikar og nokkuð af gimsteinum. - ★ Fyrir jólin hótuðu menn þeir, sem leika jólasveina 1 borginni Detroit, að gera verk- fall, ef þeir fengju laun sín ekki hækkuð. ★ í Biscain-flóá við strendur Florida er nú verið að búa til 25 eyjar. Er það gert með því, að soga sandinn upp frá hafs- botninum í fimm feta hæð yfir yfirborð sjávar. Sandurinn verður að jafna sig í nokkur ár áður en farið verður að'byggja á hinum nýju eyjum. Verða j þar reistir sumarbústaðir milj- ónamæringa. ★ Eskimóaknattspyrna, Ayuk- taktual, er enn iðkuð í Alaska. Það eru tvö lið sem keppa. í hvoru eru 30 einstaklingar, karlmenn, konur og börn. Völl- urinn er lOO .m, og stilla liðin sjer upp á sínum vallarhelming hvort. Knötturinn, sem notað- ur ef, er fyltur með hreindýra- hári. Vinningurinn er í því fólg inn að koma knettinum út fyr- ir endamark mótspilarans. Leikreglur eru engar annað en það, að bannað er að sína mót- spilara sínum augljósa morð- tilraun. ★ 30 milljón ára gömul stein- gerfing fanst nýlega í Suður- Ameríku. Var hún af fornald- ardýri einu, pokadýri, sem minnir mikið á hýenu. Hefir það verið kjötæta, því að heil rotta var í munni þess. Ef Loftur getur það ekkj — þá hver?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.