Morgunblaðið - 22.01.1947, Page 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
SUÐ-AUSTAN eða sunnan
gola, úrkomulaust og víða 'ljett
skýjað.
Miðvikudagur 22. janúar 1947
St
ijomm:
halda áfram
ENN er ekki sjeð hvort
tekst að mynda stjórn undir
forsæti Stefáns Jóhanns Stef
ánssonar.
Það var fimtudaginn 9. þ.
m. sem forseti íslands fól
Stefáni Jóhann að gera til-
raun til st.jórnarmyndunar.
Síðan eru liðnir 12 dagar.
Svo sem kunnugt er, var
það upphaflega ætiun Stefáns
að reyna að koma á fjögurra
flokka stjórn allra þingflokka
En það strandaði á Sósialista
flokknum, sem neitaði allri
samvinnu við Stefán Jóhann.
Hófust þá strax viðræður
milli hinna flokkanna þriggja
og hafa þær staðið óslitið síð
an.
Þessar viðræður flokkanna
halda áfram. Ekki er unt að
segja neitt um það á þessu
stigi, hvort þær lelða til
stjórnarmyndunar. En svo
mikið er víst, að kapþsamlega
er unnið af hálfu þeirra
manna, sem eru að reyna að
hræða flokkana saman.
slofnaður í Svíþjóð
FYRIR nokkrum árum voru
stofnaðir nokkrir klúbbar í
Stockhólmi þar sem meðlimirn
ir ákveða að fara til einhvers
ákveðins staðar eftir vissan
tíma, spara fje til ferðarinnar
og afla sjer fræðslu um það
land eða landshluta, sem þeir
ætla til, segir í frjett frá Nor-
ræna" fjelaginu. í haust var
einn slíkur klúbbur stofnaður
í Stockhólmi, sem kallast Is-
landscirkeln, fyrir forgöngu
eins af þátttakendum í móti, er
Norræna fjelagið gekst íyrir á
Laugávatni 1939, Ernst Sten-
berg.
Klúbburinn kemur saman
einu sinni í mánuði og fær þá
einhvern íslending eða ein-
hvern annan, sem verið hefur
á Islandi, til þess að halda fyr-
irlestur um ísland, eða segja
sjer eitthvað frá landinu, með-
limum klúbbsins er bent á þær
bækur á ensku um Island, sem
til eru og bestar eru taldar,
svo þeir geti aflað sjer sem
mests fróðleiks um landið áð-
ur en þeir koma. Ferðin til ís-
lends er ákveðin 1950 og leggja
fjelagsmenn ákveðna upphæð
á hveflum mánuði í sameigin-
legan ferðasjóð, sem gert er
ráð fyrir að verði orðinn nægi-
lega stór til ferðarinnar 'árið
1950. —
Fjelagsmenn klúbbsins eru
50, svo íjóst er af þessu að á-
hugi er á því að koma til ís-
lands, allt er þetta efnalítið
fólk, sem verður að neita sjer
um margt til þess að geta spar-
að til þessarar ferðar. Klúbb-
urihn hefur þegar óskaí eftir
að Norræna fjelagið aðstoði sig
með undirbúning ferðarinnar
og skipulagningu ferða hjer um
landið.
^tokkuð af nýju smámyntinni
komið tii iandsins
NOKKUÐ af smámyntinni, §em fjármálaráðuneytið
hefir látið gera í Bretlandi, er nú komin til landsins og
voru fyrstu smápeningarnir settir í umferð í fyrradag
og sáust sumsstaðar í verslunum í gær. Það sem komið er
og búið er að setja í umferð eru 25 eyringar, fimmeyr-
Ungar og einseyringar.'En ekki er vitað ennþá hvort t'í-
eyringar eru með í þessari sendingu, þar sem ekki er búið
j að taka upp alla sendinguna.
Krónupeningar koma í ágúst.
Krónupeningar eru ekki
komnir ennþá og ber mýnt-
•sláttan við önnum, að ekki hafi
verið hægt að hafa þá til eins
og til stóð og lofað hafði verið.
En það veldur meðal annars
önnum myntsláttunnar, að Bret
ar eru að breyta um mynt hjá
sjer. Eru að hætta við silfur-
smámynt, en taka upp nikkel-
peninga í staðinn.
i Einnar- og tveggjakrónupen-
ingarnir munu því ekki v&rða
' tilbúnir fyr en í ágúst í sumar.
Sama stærð og þyngd og áður.
Smápeningarnir, sem nú
koma í umferð eru af sömu
stærð og þyngd og þeir, sem
nú eru í umferð og málmbland-
an í nýju peningunum, er sam-
kvæmt lögum um smámynt. Á
styrjaldarárunum neyddist rík-
issjóður til að láta gera smá-
mynt úr ljelegri málmbiöndu.
Nýju smápeningarnir líta út
eins og sjest á myndunum, sem
hjer fylgja. Stefán JónSson
teiknaði.
Það mikið magn kom af smá
myntinni, að það ætti að bæta
verulega úr þeim smámyntar-
skorti, sem verið hefir í land-
inu.
Handknatffeiks-
mélið
HANDKN ATTLEIKS-
MEISTARAMÓTIÐ hjelt á-
fram í gærkvöidi, og var þá
keppt í 2. fl. kvenna, 2. fl.
karla A-riðii og meistarafl. k!
Leikar fóru sem hjer segir:
í 2. fl. kvenna vann Fram
Ármann 4:0. Aðeins tvö fjelög
voru þátttakendur í þessum
flokki, því Í.R. hafði f móts-
byrjun dregið sína þátttöku-
tilkynningu til baka, og eru
því Framstálkurnar með þess
um sigri sínum Reykjavíkur-
meistarar 1946 í 2. fl. kvenna.
í 2. fl. karla A-riðli vann
K.R. A Í.R. 5:1 og Ármapn A
Víking A 4:2 og þar mcð A-
riðilinn. Ármann keppir því
til úrslita við Val er varð hæst
ur að stigatölu í B-riðlinum,
sá leikur mun fara fram n.k.
sunnudag.
í'meistaraflokki karla vann
Valur Frajn 12:4 og Í.R. Vík-
ing 8:6. Mótið heldur áfram
kl. 8 í kvöld og keppa þá
Frarp: K. R. í meistara-
flokki kvenna og í meistara-
flokki karla Valur:Í.R., K.R.:
Fram og Vík.:Ármann.
Á. Á.
Isvarin síld
til Bretlands
SAMNINGAR hafa tekist um
sölu á milli 400—500 smálestum
af ísvarinni Kollafjarðarsíld til
Bretlands. Skipið sem flytur
síldina er nú hjer í Reykjavík,
og mun vinna við hleðslu þess
hefjasti dag.
Atvinnumálaráðuneytið mun
annast söluna. Hefir verið á-
kveðið að tryggja sjómönnum
30 aura fyrir hvert kg. af síld.
En verðið til Bretlands er 60
au. pr. kg. fob. hjer í Rvík. —
Verði tilkostnaður við lestun
síldarinnar innan við gerðar
áætlanir, mun mismuninum
verða skipt niður á þá báta,
er selja. Vöruflutningaskipið,
sem flytur síldina heitir Cawe
Rock og liggur nú á ytri höfn-
inni. Fiskimálanefnd mun sjá
um hleðslu skipsins, en auk
þess leggur hún til bæði mann-
afla, ís og salt. Bretar leggja
til kassana.
Ef þessi söluferð skipsins
heppnast vel, eru taldir miklif
möguleikar á, að við myndum
geta selt Bretum meira. En að
sjálfsögðu er þetta líka nokk-
uð undir því komið hvort síld-
in helst hjer inni í sundunum.
Bælt aSbúð í ver-
sföðvum. - Hagnýt
ing
FRUMVARPIÐ um heimild
fyrir ríkisstjórnina til þess að
koma upp verbúðum við Faxa-
flóa var afgreitt til efri deildar
í gær.
Sjávarútvegsnefnd Nd. lag-
færði frumvarpið í það horf,
sem Pjetur Ottesen lagði til,
þ. e. að gera heimildina al-
menna.
Pjetur Ottesen flutti þings-
ályktunartillögu fyrir— jól um
að skora á ríkisstjórnina að
beita sjer fyrir því, að komið
verði upp fyrir næstu vetrar-
vertíð verbúðum ásamt skýlum
til beitingar og fisksöltunar í
helstu verstöðvum við Faxa-
Flóa og þeim fisksælu verstöðv-
um annarsstaðar á landinu, þar
?em nauðsynin væri brýnust.
Árangurinn hefir orðið sá, að
fram er komið, fyrir tilhlutan
atvinnumálaráðherra, frumvarp
um heimild til þess að koma
upp verbúðum, en einungis við
Faxaflóa.
í meðferð málsins í Nd. var
frv. fært í víðtækara horf,
þannig að ríkisstjórninni heim-
ilist ef nauðsyn krefur, að láta
reisa verbúðir fyrir viðlegu-
báta í þeim verstöðvum, þar
sem rekin er útgerð á vetrar-
vertíð, enda sjeu á þeim stöð-
um fýrir hendi viðhlýtandi hafn
arskilyrði.
Ilagnýting Faxasíldar.
Áki Jakobsson og Hermann
Guðmundsson flytja frv. um
ráðstafanir til hagnýtingar og
markaðsöflunar fyrir Faxaflóa-
síld.
Skal atvinnumálaráðherra
skipa fimm manna nefnd, til
þess að skipuleggja öflun og
hagnýtingu markaða fyrir þá
síld, er veiðist í Faxaflóa og
hafinu kringum Reykjanes og
Snæfellsnes.
Til þess að standast kostnað
af störfum þessarar nefndar og
framkvæmd laganna, getur
nefndin ákveðið með samþykki
ráðherra, að greitt verði í sjer-
stakan sjóð 2% af andvirði
Faxaflóasíldar.
í greinargerð segir m. a. að
hagnýting Faxasíldarinnar hafi
orðið miklu minni en skyldi,
vegna þess að ekki voru gerðar
nógu víðtækar ráðstafanir til
markaðsöflunar. Atvinnumála-
ráðherra hefir á s.l. hausti sent
merin til Póllands, til að athuga
möguleika á því, að selja ísaða
síld þangað, en árangur ekki
fengist.
Aftur á móti þefir síldarút-
vegsnefnd selt nokkuð af salt-
aðri Faxasíld til Svíþjóðar fyrir
gott verð.
En þessar ráðstafanir eru þó
engan veginn nægilegar til að
stunda síldyeiðarnar af því
kappi sem tök voru og eru á.
Málið fór til sjávarútvegs-
nefndar.
LONDON — Tíu þýskir
stríðsfangar aðstoðuðu nýlega
við björgun 140 nautgripa,
„BEVIN BRETLANDS“ —.
Sjá grein á bls. 7.
Mikill afli í
snurpu á Kolla-
firði
SÍLDVEIÐIBÁTARNIR á
Kollafirði fengu mikinn afla í
gær. Um 20 bátar voru að veið-
um, eftir því sem blaðið hefir
frjett.
Þrír trollbátar fengu samtals
um 770 tunnur síldar, en hún
verður send norður til bræðslu.
Mb. Andvari frá Reykjavík fór
í fyrrakvöld með smásíldar-
snurpunót upp í Kollafjörð. I
fyrsta kasti fengust um 330 mál
síldar. í gærmorgun um kl. 8
var kastað að nýju. Fylti nótina
svo, að skipshöfnin treysti sjer
ekki til þess að innbyrða síld-
ina og var mb. Viktoría send
þeim til aðstoðar. Þegar skip-
verjar á Ándvara höfðu háfað
um 100 mál sprakk nótin. —•
„Nótabassinn" Ingvar Pálma-
son skipstjóri skýrði svo frá í
gær, að hann teldi að um 2000
mál síldar hafi verið í nótinni
er hún sprakk. Snurpunóta-
aflinn verður settur í skip og
fluttur norður í bræðslu.
Tólf reknetbátar fengu sam-
tals um 550 tn. síldar. Frysti-
húsin tóku við afla þeirra.
Vegna veðurs hefir mb Erna
ekki komist norður ennþá, en
farið verður strax og veður
leyfir. Þá er von á mb Álsey
frá Vestmannaeýjum til þess að
flytja síld norður. Skipið mun
verða hjer um og eftir hádegi
í dag. Hjer í Reykjavík eru nú
um 800 mál síldar, sem bíða
skipsrúms.
Tveir doktorar
í lyfjafræði
NÝLEXIA vörðu tveir íslensk
ir lyfjafræðingar -doktorsrit-
gerðir sínar við Purdue-Uni-
versity í Indiana í Bandaríkj-
unum. Voru það þeir Sverrir
Magnússon og Ivar Daníelsson,
Sverrir Magnússon er stú-
dent frá Mentaskólanum í Rvík
1930. Hann lauk kandidatsprófi
í lyfjafræði við Hafnarháskóla
1935. Síðan vann hann í Dan-
mörku og í Rvíkur Apóteki til
ársins 1943, er hann fór til
framhaldsnáms.
Ivar Daníelsson varð stúdent
frá Reykjavíkur mentaskóla ‘39
— Hann tók kandidatspróf í
lyfjafræði 1944, en fór síðan að
búa sig undir að taka doktors-
gráðuna.
Akranesvitinn end-
urbætfur
AKRANESVITINN hefug
verið éndurbygður um 150 m.
fyrir norðan gamla vitann og
um leið. hefir ljósaeinkennum
hans verið breytt.
Vitahúsið er 19 metra hár,
sívalur, hvítur turn, með 3,5
m. háu ljóskeri, segir í til-
kynningu frá vitamálastjóra-i
skrifstofunni.