Morgunblaðið - 24.01.1947, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.01.1947, Qupperneq 1
34. árgangur 19. tbl. — Föstudagur 24. janúar 1947 Isafoldarprentsmiðja h.f« ÁSTRALÍA ANDVÍG ÞÝSKRI STJÚRN Á NÆSTUNNI FRANSKAR TILLÖGUR UM FRAMTÍÐ ÞÝSKALANDS Orilsending Frakka til Breta, sjeð úr lli kiíi fjarSægð -•> manna og Rússa Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. I orðsendingu, sem franska stjórnin hefir sent stjórnum Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands, gerir hún það að til- lögu sinni,. að dregin verði upp ný stjórnarskrá fyrir Þýska- land, en samkvæmt henni verði þýska ríkisþingið lagt niður, og bandaríkjakerfið, líkt og það var á dögum Bismarcks, tek- ið upp á ný. LANDSÞING. I orðsendingu sinni gera Fi'akkar ráð fyrir því að hin ýmsu þýsku ríki hafi allveru- lega sjálfstjórn enda þótt sjer stakt landsþing fari með fjármál, flutninga, póst og síma og sumt það, sem við kemur utanríkismálum. Ætlast er til þess, að þing- hvers sambandsríkis tilnefni fulltrúa á sjerstaka ríkjasam- kundu, sem svo árlega kjósi forseta. Forsetinn á svo fyrir sitt leyti að útnefna menn í ríkisstjórn, sem fara á með mál þau, sem talin eru upp hjer að ofan. G ETA SAMIÐ UM UTANRÍKISMÁL. Samkvæmt frönsku tillög- unum, á hvert sambandsríki að ráða yfir sínu eigin lög- regluliði, að tilnefna dómara i þýskan hæstarjett og hafa rjett til að skipa sendiherra erlendis og semja um utanrík ismál. Sambandsríkjunum er bann að að sameinast í eina heild, líkt' og gert var eftir ósigur Þýskalands í styrjöldinni 1914—18. Þess er vænst, að frekari skýringar verði gefnar á til- lögum þessum, eftir að Georges Bidault,, hinn nýji ut anríkisráðherra, hefur haft tíma til að kynna.sjer þær. Kengdi sig í kjailaranum BERLÍN: — Kona banda- rísks liðsforíngja, sem dvelur í Nunberg, hengdi sig fvrir nokkru í kjallaranum í húsi þeirra. -liji FYRIR nokkru var gerð tilraun vestur í Ameríku til að ljós- mynda jörðina úr V-2 sprengju, sem skotið var rúmlega 100 km upp í loftið. Tókst þessi tilraun mjög vel. Sjerstakur út- búnaður var ó myndavjelinni, sem Johns Hopkins háskólinn hafði útbúið og kom myndavjelin niður í fallhlíf, að vísu nokk- uð brotin, en myndirnar voru heilar. Við þessa tilraun var notuð DeVry kvikmyndavjel. Myndin hjer að ofan er af um 40.000 fermílum af yfirborði jarðar. lliirlegur kolo- skortur í Evrópu London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. FORMAÐUR evrópísku kolasamtakanna, J. Eaton Griffith, sagði í dag, að kolaskorturinn í Evrópulöndunum væri mjög alvarlegur. Hann sagði blaðamönnum, að skort urinn mundi verða sá sami í alllangan tíma', og vanda- málið mundi ekki verða leyst á komandi ári. Minkandi kolaútflutningur. Meginástæðuna fyrir þessu, sagði hann vera þá, að Bretar hefðu því nær alveg hætt að flytja út kol, en framleiðsla Þjóðverja hefði minkað til muna. Fyrir stríð, sagði Griffith, lögðu Bretar til 30% og Þjóð- verjar 40% af öllum kolum þeim, sem Evrópulöndin fluttu inn. í dag er svo komið, að Bretland hefur næstum hætt út flutningi og Þjóðverjar flytja út minna en.helming þess, sem þeir gerðu fyrir stryjöldina. Pólland flytur út aðeins um 7% af því, sém var fyrir stríð. Bandaríkin. Griffith tók fram, að Banda- ríkin hefðu aldrei flutt mikið af kolum til Evrópu.fyrir styrj- öldina, enda næsta óeðlilegt, að flytja kolin 3000 mílur yfir At lantshaf. Nú er liins vegar svo ' — Reuter komið, að Evrópuþjóðirnar kaupa þaðan um 20 miljón tonn á ári. [ru þjóðverjar úfærir m ú stjórna sjer sjáifir? London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. W. R. Hodgson, leiðtogi sendinefndar Ástralíu á fundi fulltrúa utanríkisráðherranna í London, hjelt því fram í dag, að Þjóðverjar væru ófærir um að stjórna sjer sjálf- ir. í sambandi við hina tilvonandi friðarsamninga við Þýskaland, sagði hann stjórn sína líta svo á, að enga þýska stjórn bæri að mynda næstu árin. Telur ástralska stjórnin, að ótækt sje með öllu, að flýta myndun þýskrar stjórnar, en kynna ætti þó fyrir þýsku þjóðinni ákvæði friðarsamn- inga þeirra, sem Þýskalandi yrði látið samþykkja. ^Bráðabirgðastjórn. Ástralía vill þó, að sett verði Nýr sendihsrra WASHINGTON: — Öldunga deildin samþykti nýlega með samhljóða atkvæðum skipun Max Gardners í sendiherraem- bættið í London. Gardner, sem var útnefndur aL Truman, er 64 ára að aldri. Viðræðum Dana og Breta heldur London í gærkvöldi S AMNIN G AUMLEITÚN- UM milli Dana og Breta held ur áfram 1 London. en opin- berlega hefur verið tilkvnt að líkur sjeu fyrir því, að um- ræðum þessum ljúki ekki fyr en í næstu viku. Danska sendinefndin hefur nú skift sjer niður í þrjár und irnefndir, og ráeða þær sam- tímis við verslunarráðunéytið fjármálaráðuneytið og mat- vælaráðuneytið. Russar seilast eft- ir ítökum í finskum fyrirtækjum Stokkhólmi í gærkv. RÚSSAR hafa stungið upp á því við finnsku stjórnina, að þeir fái helm ing hlutafjárins í þeim hlutafjelögum, er stjórn- in stendur að. Telja þeir að með þessu megi ganga frá kröfum þeim, sem þeir hafa gert til þýskra inn- eigna í Finnlandi. Fregn þessari, sem kem ur frá áreiðanlegum heim ildum, fylgir það, að finnska stjórnin hafi á sín um tíma samþykt að af- henda Rússum allar þýsk- ar inneignir í landinu, en þær munu vera um 6,000 miljón finnskra marka virði. I samræmi við sam- komulag þetta, lagði stjórn in samsvarandi upphæð inn á reikning Rússa í finnska ríkisbankanum. Eins og sjá má af of- angreindu, gerir rúss- neska stjórnin nú tilraun til að ná ítökum í hluta- fjelögum Finnlandsstjórn- ar og vill fá að kaupa helming skuldabrjefa þess ara fyrirtækja. —Reuter. á laggirnar nokurskonar bráða birgðastjórn fyrir alt Þýska- land, og vill þá að stuðst verði við ákvæði Potsdamráðstefn- unnar. Telur ástralska stjórn- in, að best muni fara á því, að utanríkisráðherrarnir komi sjer saman um, hvernig best verði að haga því millibilsá- standi, sem líða kann, frá því að gengið hefur verið frá frið- arsamningunum, þar til ábyrg þýsk stjórn hefur verið mynd- uð. •v Smáþjóðirnar og friðarsamningarnir. Hodgson gerði einnig grein fyrir því, hvernig stjórn sín teldi að best mætti gefa smá- þjóðunum tækifæri til að hafa hönd í bagga um samningu friðarsamninganna, eða við um ræður um bráðabirgastjórn Þýskalands. Taldi hann smá- þjóðirnar að minsta kosti eiga heimtingu á því, að frjálsar umræður um friðarsamningana færu fram, áður en þeir yrðu endanlega samþyktir. Aðal landamæramálin, sem Hodgson sagði að stjórn sín teldi að bæri að leysa, eru pólsk-þýsku landamærin, Saar, Ruhr og Rínarlönd. Tsaldaris tilkynnir nýja stjórnar- myndun Aþenu í gærkv. CONSTANTIN Tsaldaris, for sætisráðherrn Grikklands, til- kynti í kvöld, að búið væri að mynda nýja samsteypustjórn og ráðherralistinn myndi verða birtur þinginu á morgun. Sjö af átta þingflokkum Grikk- lands' munu eiga ráðherra í hinni nýju stjórn. •— Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.