Morgunblaðið - 12.02.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1947, Blaðsíða 1
34 árgangur 35. tbl. — Miðvikudagur 12. febrúar 1947 Isafoldarprentsmiðja h.f. ÓFRIÐARÁSTAIMD ríkir imí í bretlaimdi Stalin hlaut öll inl London í gærkvöldi. ÚTVARPIÐ í Moskva til- kjmti í dag, að í „kosningun- um“ til Æðstráðs Sovjetríkj- anna s.l. sUnnudag, hafi Stalin einræðisherra verið kosinn með . samhljóða atkvæðum allra kjördeilda í kjördæmi því, sem hann bauð sig fram í. -—• Aðrar kosningafrjettir herma, að 98% kjósenda í Ukraníu hefðu neytt kosninga rjettar síns. í Hvíta Rússlandi kaus 99,97% kjósenda, segir í frjettinni, í Georgíu 99,93% og í rússneska Azerbaijan 99,99%. Frjettin getur ekki um hvort Molotov hefur notið jafnmikils kjörfylgis og Stalin. Vjeíbilun tefur systur Dov Gruner New York í gærkvöldi. FLUGVJEL sú, sem Helen Friedmann, systir Dov Gru- ner hefir tekið sjer far í til Paiestínu, ■ hefir tafist í New Foundlnnd, vegna vj.elbilun- ar. Eins og menn kann að reka minni til, er Dov Gruner Gyðingur sá, sem nú liggur undir dauðahegningu í Pnle- stínu, fyrir að hafa verið starfandi meðlimur í ofbeld- isflokknum Irgun Zvai Leu- mi. Áður en Helen lagði af stað frá New York í gær, tjáði hún blaðamönnum, að hún gerði sjer vonir um, að geta haft tal af Sir Alan Cunning- ham, herstjóra Breta í Pale- stínu, og öðrum háttsettum embætttismönnum. — Reuter. ' í flutningaverkfaliinu í London í vetur voru hermenn settir til 1 að flytja nauðsynjar til borgarinnar. Hjer á myndinni sjest er hermaður kemur með lambsskrokk til slátrara, en viðskipta- vinirnir bíða til að fá keypt í matinn. Danskir hermenn lil Malakka-skaga London í gærkvöldi. DANSKIR menn, sem gengið hafa í breska herinn hafa nú verið sendir til Malakkaskaga, þar sem þeir eiga að taka við herþjónustu og setuliðsstörf- um af breskum hermönnum. Montgomery til Suður Afríku LONDON: — Montgomery marskálki hefur verið boðið í opinbera heimsókn til Suður Afríku. Marskálkurinn leggur að öllum líkindum af stað í október og verður gestur Smuts hershöfðingja. isilll : London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SNJÓR, ís og illviðri hefir á ýmsum stöðum í Evrópu haft þær afleiðingar, að flutningar af ýmsu tagi hafa tafist eða stöðvast með öllu, en margar verksmiðjur hafa orðið að loka af sömu orsökum. Skipaskurði í Þýskalandi hefir lagt, en það hefir meðal annars haft það í för með sjer, að ekki hefir verið hægt að koma kolasendingum til Hamborgar. Menn verða úti. í borginni eru nú aðeins eft- ir kolabirgðir til tveggja daga, en ýmsar sparnaðarráðstafanir hafa verið gerðar og er meðal annars lokað fyrir allt rafmagn til borgarbúa, nema örstuttan tíma dagsins. Fjörutíu og einn maður varð úti í Hamborg á tímabilinu frá fyrsta janúar til fjórða febrúar, en 152 manns, sem kalið hafði, voru lagðir inn á sjúkrahús. Sprengjum varpað á ísinn. í Bremen liggja 150,000 tonn af hveiti og annari kornvöru, Framh. á bls. 2 Frahkar vilja kaupa Oslo í gærkvöldi. NORSKA frjettastofan hef- ur tilkynt, að í mars n.k. muni hefjast umræður um verslun- arsamninga milli Noregs og franska hernámssvæðisins í Þýskalandi. Frönsku hernámsyfirvöldin munu gjarnan vilja kaupa síld og annan fisk af Normönnum, en þeir munu í staðinn vilja fá vjelar, varahluti og- ýmiskonar rafmagnstæki. — Reuter. IVfiljónir manna atvinnu- lausir í myrkri og kulda London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BRESKA þjóðin hefir nú horfið aftur tii sama ástands, sem líkti í landinu þegar verst gengdi styrjaldarárin, því nýjar og slvarlegar ráðstafanir hafa enn verið gerðar af stjórnarvöld- unum til að reyna að bæta úr eldsneytisskortinum, sem hefir stöðvað vinnu í þúsundum iðngreina og gert miljónir manna atvinnulausa um tíma. fryman fylgisf æe$ inum "^Alvarlegar í-áðstafanir. Þó að nokkuð hitnaði í veðri andaði enn kaldara til bresku þjóðarinnar í dag, á þessum kaldasta vetri, sem komið hefir í hálfa öld, en nokkru sinni fyr, ogþjóðin situr nú í myrkri og kulda. Ríkisstjórnin hefir haldið fundi með sjerfræðingum til Washington í gærkvöldi. Uess að komast að raun um SAMKVÆMT tilkynningu frá Hvíta húsinu í kvöld, fylg- ist Truman forseti nákvæm- lega með kolaskortinum í Bret landi þessa dagana. Blaðafull- trúi forsetans, Charles Ross, hefur sagt blaðamönnum, að Truman fylgist með kolaekl- unni og afleiðingum hennar af miklum áhuga, eins og raunar allir Bandaríkjamenn. I ritstjórnargrein blaðsins New York Herald Tribune seg ir í dag, að meginorsök fyrir nú verandi erfiðleikum Breta sje hinn veiki fjárhagur þeirra. — Blaðið bætir því við, að vel geti svo farið, að Bretar neyð- ist .til að minka her sinn, eigi þeir að geta sigrast á vinnu- aflsskortinum.' — Reuter. SípreSlur fyrir að koma upp um morðingja Hamborg í gærkvöldi. LÖGREGLAN í Ham- borg hefur boðið hverjum þeim manni 1000 sigarett um og 5,000 mörk að verð launum, sem geti gefið upplýsingar urh óþektan rporðingja, sem undan- farna viku hefur orðið 3 mönnum að bana í borg- inni. — Síðasta fórnardýr morðingjan er 6 ára gam- alt óþekt barn, en lík þess fanst nakið í rústunum af húsi nokkru. Aður hafði morðinginn orðið sjötug- um manni og tvítugri stúlku að bana. — Bæði höfðu verið kyrkt og svift klæðurn. — Reuter. hvort hægt væri að nota eld- spúandi skriðdréka til þess að bræða ís og snjó þar sem lífs- nauðsynlegar samgöngur hafa tepst. Ennfremur hefir komið til mála.að reyna að nota her- skip til að brjóta ís á ám og til að setja í samband við kaf- báta, sem framleiða rafmagn fyrir sumar hafnarborgir Bret- lands. Enn meiri rafmargns sparnaður. Ráðherrafundur í dag hafði einnig til athugunar, að draga enn úr rafmagni til heimilis- notkunar um land alt, en þó á það ekki að ná til fleiri verk- smiðja. Eldsneytismálaráðuneytið skýrði frá því í dag, að raf- magns sparnaður fyrsta dagsins sem rafmagn var tekið frá iðn- aðinum hafi numið sem svaraði 22500 smálestum af kolum, en það samsvarar 35% af kolanotk un allra Bretlandseyja á venju- legum tímum, en ráðuneytið skýrði frá því um leið að vafa- mál væri hvort framleiðslu- geta rafveitanna hefði batnað nokkuð. Almenningur ekki cins samvinnufús og fyrst. Það er sagt, að almenningur hafi ekki verið jafn samvinnu- fús í dag við að draga úr raf- magnsnotkun og hann var fyrsta daginn, sem rafmagns- sparnaðurinn mikli kom' til framkvæmda. Einu gleðitíðirfjin, sem bresk ur almenningur heyrði í dag, var að matvælaráðherrann, John Strachey tilkynti, að dreifing matvæla myndi ekki minka við rafmagnssparnaðinn. Aðsókn að strætisvögnum og öðrum farartækjum Lundúna- borgar hefir minkað um 10% í Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.