Morgunblaðið - 15.02.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1947, Blaðsíða 2
2 Hannibal dásamar ríkisrekslur FRAM er komið í Ed. frum- varp um ríkiseinkasölu á olíu, og eru þeir Hannibal Valdimars son og Páll Zóphóníasson flutn- ingsmenn. Mál þetta var á dagskrá í gær, og flutti þá Hannibal lang- an fyrirlestur um olíumálin hjer : á landi, og endurtók gamlar fullyrðingar um ágæti ríkis- rekstrar. Pjetur Magnússon óskaði upp lýsinga um, hvað mikið fje ríkis sjóður þyrfti til þessarar at- vinnugreinar. Það þyrfti meir en lítið fje til þessara fram- kvæmda; hlyti það að velta á tugum miljóna. Gísli Jónsson gerði og nokkr- ar athugasemdir við frumvarp- ið. Sagði hann að Hannibal skyldi kynna sjer ríkisrekstur hjá' einu ríkisfyrirtæki hjer í bæ þ. e. Landsmiðjunni. Hún hefir frjálsa samkeppni við önn ur iðnfyrirtæki og leggur sömu álagningu á vinnuna og einka- fyrirtæki. En hver væri útkom- an? spurði Gísli. Hún er sú, að Landssmiðjan skuldar ríkissjóði á fjórða hundrað þúsund kr. í skatta. Og ekki nóg með það Landsmiðjan verður að sækja peninga upp í ríkissjóð til þess að greiða vinnulaun, meðan ríkissjóður sækir skattafúlgur til einkafyrirtækjanna til að greiða taprekstur þessa ríkis- fyrirtækis! Þannig væri fyrir- myndin hjer. Umræðum var frestað. í Nd. voru nokkur mál á dag- skrá, en þau voru afgreidd á- fram umræðulaust. Lelkþæflir e§ kvik- myndir í Anglía FJÓRÐA SKEMTIKVÖLD Anglía verður n.k. fimtudag og verða þá leiknir tveir leik- þættir og sýndar kvikmyndir. Leikþættirnir eru: ,,The Never Never Nest“, eftir Cedric Mount og „If I were Yóu“, eftir Douglas James. Leikend- ur verða Fridrik Diego, ung- frúrnar Joan Wassell og Carola Eall og K. M. Willey og John Burgess. Þar næst verða sýndar nokkr ar stuttar kvikmyndir, en loks verður svo dansað til klukkan 1, eins og venjulega á Anglía- skemtunum. Danielle Darrieux skilur við mann sinn * París í gær. FRANSKA kvikmyndaleik- konan Danielle Darrieux, sem kom til Marseille frá Casa- blanca í gær, skýrði blaðamönn um frá því að hún hefði í hyggju að skilja við mann sinn, Rubicosa, en hann er sonur þekksts sendiherra og þau gift- ust í Vichy 1942. Hún sagðist ætla að giftast leikara, sem hef- ir leikið með henni í kvikmynd um undanfarið, Pierry Louis. — Þegar Þjóðverjar voru í Frakklandi neitaði hún að leika í kvikmyndum vegna þess að kvikmyndaframleiðslan væri u'ndir stjórn Þjóðverja , eða Vichy-manna. — Reuter. MORGU N BL Aöli) Minningarsýning á verkum Þórarins B. Þorlákssonar í GÆR VORU liðin 30 ár f;á fæðingu Þórarins B. Þor- lákssonar listmálara. Vogna þess afmælis hafa vandamenn hans efnt til sýningar á mál- verkum eftir hann sem safn- að hefir verið saman frá ýms um eigendum myndanna. Er sýning þess haldin í Odd- fellowhúsinu uppi. Skýrt verður frá sýningu þessari síðar hjer í ^blaðinu. En að þessu sinni verður hjer aðeins getið þessa merkis- manns sem fyrstur braut ís- inn fyrir íslenska málaralist fyrir 50 árum, en þá hafði eng inn íslendingur unnið að þess ari listgrein, eftir að Sigurður Guðmundsson málari og fornfræðingur leið. í meira en tvo áratugi hafði enginn íslendingur snert á því að mála myndir er Þórarinn hóf listnám sitt við Akndemíið í Höfn árið 1895. ★ •r. Þórarinn Þorláksson var Húnvetningur að ætt, fæddur að Undirfelli í Vatnsdal þ. 14. febr. 1867. Hann var yngstur af 10 bræðrum cr upp komust Foreldrar hans voru sr. Þor- lákur Stefánsson og kon* Hans Sigurbjörg Jónsdóttir. Þórarinn misti föður sinn ár- Nokkur orð um þennan frumherja íslenskrar listar Þór B. Þorláksson ið 1872. Fór hann þá til Jóns bróður síns, er var prestur að Tjörn á Vatnsnesi, en nokkru síðar til Björns bróður síns að Stafholti í Borgarfirði. Átján ára gamall kom hann hingað til Reykjavíkur til bókbandsnáms; Lærði hann þá iðn hjá Halldóri Þórðar- syni bókbindara. En eftir tveggja ára nám'þar, rjeðst hann til Björns Jónssonar rit stjóra og prentsmiðjueiganda er þá setti upp bókbandsvinnu stofu í sambandi við prent- smiðju sína. Veitti Þórarinn þessari nýju vinnustofu for- stöðu, og vann þar í 8 ár. Nokkru eftir að hann kom til Reykjavíkur, byrjaði hann á því að iðka teikningar. Eink um gerði hann eftirlíkingar af ljósmyndum. Tilsagnar nnut hann engrar að heitið gat En 28 ára gamall tók hann °ig upp frá starfi sínu við bók bandið og fór til Kaupmanna hafnar til þess að freista þess að komast inri á Akademíið og leggja þar stund á málaralist. Fjekk hann til þess lítilshátt- ar styrk frá Alþingi. ★ Eins og að líkindum Ijet átti hann í nokkrum erfiðleik um að komast á málaraskóla Akademísjns, því til þess var heimtað að nrienn hefðu góða undirstöðu í dráttlist. En hann klauf það með áhuga sínum og elju. I 7 ár vann hann við lisfnám í Höfn, oft við þröngan kost. Þegar hann svo kom hehn árið 1902, treysti hann sjer ekki til.-að gcfa sig að öllu léyti við málaralistinni. Hún varð fyrir honum hvíld og hressing frá daglegum störf- um. Nokkru síðar var Iðnskól- inn stofnaður. Tók hann að sjer teiknikenslu við þann skóla. Var forstöðumaður "hans um skeið. Ennfremur kendi hann teikningu í fleiri skólum. Bókaverslun rak hann einnig. Svo hann hafði ærið að vinna fyrir utan mál- arastörf sín. ★ Þegar Þórainn Þorláksson settist að hjer í Reykjavík að afloknu námi á Akademíinu, og tók að vinna að list sinni þá var þetta alger nýung fyrir bæjarbúa og landsmenn yfir- leitt. íslenskar landslagsmynd ir voru fram að þeim tíma ekki til, aðrar en þær, sem er- lendir gestir höfðu gert cr komu hingað á strjálingi með margra ára millibili. Þó myndagerð Þórarins væri fyrst í stað einskonar frístunda vinna, og hann gæti því ekki komið miklu í verk, vakti þessi nýung mikla athygli. Mynda-. kostur á heimilium íslenskra efnamanna var ekki mikill í þá daga nje fjölskrúðugur. — Einstæður listmálari landsins gat ekkert um það vitað hvort almenningur myndi sinna lista störfum hans að einu eða neinu leyti. Er menn fóru að kynnast þessu upphafi að innlendri myndlist, fjekk Þórarinn nokkra uppörfun frá mönnum sem mynduðu fjelagsskap sín á milli, og greiddu honum á- kveðna upphæð á ári fyrir myndir er þeir fengu við hent ugleika. En verðlagið var.ekki hátt í þá daga, Svo Þórarni veitti ekki af, að hafa aðra at- vinnu en listastörfin til þess að sjá sjer og sínum farborða. Er frá leið gat hann þó gefið sjer rýmri tíma við málara- störfin. Notaði hann þá nokk- urn hluta sumarsins, til þess að vera úti um sveitir og mála einkum hjer á Suðvesturlandi. En síðustu árin tók hann ást- fóstri við Laugardalinn og bygði sjer sumárbústað á Laug arvatni. Þar andaðist hann þ. 11. júlí 1924. * Hver maður sem leggur sig fram við myndagerð, af alúð og einlægni, eins og Þórarinn Þorláksson gerði, getur ekki komist hjá því, að túlka skap- gerð sína og lund að einhverju leyti í myndum sínum. Þórarinn málaði landið eins og það yfirleitt kemur mönn- um fyrir sjónir í sólskinsblíðu og kýrð sumarsins, Hann mál- aði það jafnan eins og þann óskadraum, sem fólk elur í brjósti, er hefur alist upp við myrkur og kulda, og þráir því af öllu hjartæljós, yl og gróður. Hann sinti lítt hinum hrikalegu svipbrigðum íslenskrar nátt- úru. Fyrir samtíðatmenn Þórar- ins voru myndir hans aðlað- andi sólskinsmyhdir, tilvaldar, til að dreifa og eyða áhyggjum og kvíða. Þetta var vorboði ís- lenskrar nútímalistar frá ein- lægum manni er trúði á bjarta framtíð þjóðlífsins. Þegar hann hitti málara, sem yngri voru en hann, og farið -höfðu aðrar leiðir, tók hann þeim öllum eins og kærustu vinum sínum. Þreyttist ekki á, að fagna því, að íslensk myndlist gæti þró- ast með fjölbreytni og glæsi- leik. Hið nýja í listinni var honum bein uppörfun, svo hann sjálfur náði, með hvérju Frh. á bls. 15. Laugardagur 15. febrúar 19í% Ffjettaritarl Reuters fangi Júgóslava Eftir William Hamsher, frjettaritara Reuters. Trieste í gær. JEG HEFI verið fangi Júgó- slava frá klukkan 9 á þriðju- dagskvöld til klukkan 14 á mið vikudag. Jeg var tekinn fast- ur eftir að bifreið, sem jeg var farþegi í, hafði rekist á vega- merki á veginum milli Pola og Trieste. Yið vorum í litlum her vörubíl og sáum ekki veg- merkið fyrir myrkri. Júgóslav neskir hermenn umkringdu bifreið okkar þegar í stað. —- Þeir fóru með bifreiðastjóras okkar að kofa við veginn og jeg fylgdi á eftir ásamt öðrum. blaðamanni, sem með okkur var, en okkur var meinað að fara frá bílnum, en síðan vor- um við lokaðir inni í kofa í fjóráf klukkustundir og neit- að að gera breskum varð- mönnum aðvart, sem aðeins voru 100 metra upp með veg- inum. Skömmu eftir miðnætti var okkur skipað að ýta bíln- um bak við kofan, þar sem hann sást ekki frá veginum, en júgóslavneskur hermaður með vasaijós í annari hendi og byssu í hinni skipaði okkur upp í bílinn. Vopnaðir verðir voru við bílinn, þc.r sem við>> sátum og höfðum ekki plágs til að leggjast niður. Að lok- um þegar leið á morguninn sá um við að breskur bíll kom eftir veginum og í honum var breskur ofursti. Mjer tókst að ná sambandi við hann og gat: skýrt honum frá vandræðum okkar áður en varðmennirnir komu á vettvang. Klukku- tíma eftir að ofurstinn hafði gripið í taumana íengum við loks kaffibolla og brauðsneið, Að lokum var okkur svo skip- að að fara til Trieste, án þess að við værum svo mikið sem beðnir afsökunar á þessu und- arlega framfæri. F. A. mun byfflja sæluhús vti Laugafell Akureyri, föstudag. NÝLEGA hjelt Ferðafjelag Akureyrar aðalfund sinn. Starf semi fjelagsins var mikil á s. I. ári, og njóta öræfaíerðir þess sívaxandi vinsældum og sama gildir um skemmti og fræðslu— fundi fjelagsins. Ákveðið var á fundinum að reisa á sumri komanda sælu- hús við Laugafell suður úr Eyjafirði og hefja undirbúning að byggingu sæluhúss í Herðú- breiðarlindum, og m. a. að at- huga um þátttöku Ferðafjelags: íslands um byggingu þess húss. Stjórn fjelagsins var endur- kosin, en hana skipa: Sigurjóm Rist, formaður, Þorsteinn Þor- steinsson, varaformaður, Eyj- ólfur Árnason, ritari, Björn Þórðarson gjaldkcri og með- stjórnendur Aðalsteinn ‘ Tryggvason, Björn Bessason og« Eðvarð Sigúfgeirsson. í upphafi fundarins minntist formaður látins fjelaga Bene- dikts Sigurjónsonar, „Fjalla- Bensa“ og -risu fundarmenn úr sætum' til minirigar um hinri látna öræfagarp. — H. Vald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.