Morgunblaðið - 15.02.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.1947, Blaðsíða 8
8 morgunis; a ð i ð Laugardagur 15. febrúar 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettarits'tjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. * RitstjóAi, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjaíd kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Tvö afmæli - HVÖT, stærsta landsmálafjelag kvenna á íslandi, átti 10 ára afmæli í gær. Heimdallur, stærsta landsmálafjelag ungra manna á íslandi, á 20 ára afmæli í dag. En Hvöt er einnig elsta landsmálafjelag kvenna hjer á landi, og Heimdallur elsta landsmálafjelag ungra manna á íslandi. Þessar staðreyndir sýna tvennt, sem er sjerstaklega at- hyglisvert: aö sjálfstæðisstefnan ber það í eðli sínu, að þeir, sem henni fylgja, eru betur vakandi en þeir menn, cem við aðrar landsmálastefnur eru bundnir, og verða því brautryðjendur, svo á andlegu sviði sem í verklegu framtaki. Og stefnan veldur ekki skammærum gorkúlu- vexti, heldur tryggir hún langvarandi og mikla þróun. Með stofnun og starfsemi Heimdallar og Hvatar til viðbótar við landsmálafjelagið Vörð, sem er hið almenna íjelag Sjálfstæðismanna hjer J Reykjavík, var öryggi Sjálfstæðisflokksins tryggt. Það er augljóst mál, að sjálf- stæðisstefnan, sem eflaust er, að nál. helmingur allra landmanna aðhyllist,'þarfnast máttar samtaka og fjelags- hyggju, ef hún á að njóta til fulls yfirburða sinna ’yfir aðrar stjórnmáiastefnur. Spakur maður hefir látið svo um mælt, að ekkert tryggi jafn örugglega lífskjör hverrar þjóðar og það," að fylgt sje heilbrigðri og rjettri stjórnarstefnu. Sje þetta rjett, er það augljóst, hversu mikils vert.það er, að konur jafnt og karlar, ungir jafnt og gamlir öðlist þekkingu og rjettan skilning á landsmálunum. Það er þetta, sem landsmála- fjelög kvenna og landsmálafjelög ungra manna vinna að. Og afmælisbörnin Hvöt og Heimdallur hafa ekki aðeins verið brautryðjendur í þessum efnum, heldur einnig get- ið sjer sjerstakan orðstír fyrir framtakssemi og drengskap í landsmálabaráttunni. Hvöt var stofnuð með meiri þátttöku en venjulegt er um fjelög. Það voru á þriðja hundrað konur, sem voru stofnendur. Eigi að síður hefir fjelagið nál. fjórfaldað meðlimatölu sína á 10 árum. Heimdallur var stofnaður með aðeins 37 fjelagsmönn- um, en telur nú töluvert á þriðja þúsund fjelaga. Hanr hefir því nær því sextugfaldað fjelagatöluna á 20 árum. Þessi fjelög hafa átt marga forustumenn, og náð vexti og viðgangi undir hverri þeirri stjórn, sem verið hefir. Að sönnu hafa í stjórnum þessara fjelaga ætíð verið mikilhæfir menn. En vöxtur þeirra sannar þó það, að hið langa blómaskeið þeirra hefir ekki byggst einvörðungu á afreksgáfum eins leiðtoga, því þá mundi allt hafa farið í rústir, er hans missti við, heldur er það stefnan sjálf, sem þessum míkla og örugga vexti veldur. Einhver áhrifamesti þátturinn í starfsemi- Heimdallar og Hvatar, er stoínun fjölmargra landsmálafjelaga, er þau hafa gengist fyrir, og fjöldi umræðufunda um landsmál, er þau hafa boðað til og haldið í ýmsum kaupstöðum ©g byggðarlögum. Auk þess hefir Heimdallur unnið merkilegt útgáfu- starf. Hefir hann gefið út mörg ágæt rit með frumsömd- um og þýddum ritgerðum eftir merkustu menn. Þá er ekki þáttur Heimdallar í blaðaútgáfu ómerki- iegur. Enn er ótalið, að þessi fjelög hafa haft holl áhrif á skemtanalíf fjelaga sinna og lagt mikla áherslu á, að öll framkoma þeirra væri virðuleg og menningarleg. ★ Sjálfstæðisflokkurinn árnar hinum tveir afmælisbörn- um allra heilla á þessum tímamótum, og þakkar þeim mikið og gott starf í þágu flokksins og þeirra málefna, sem flokkurinn hefir barist fyrir á undanförnum árum. Morgunblaðið hefir einnig margs að minnast og margt að þakka afmælisbörnunum. Það þakkar ánægjulegt sam- starf á liðnum árum. Það er ekki lítils virði fyrir stjórn- málablöð, að hafa í sínum lesendahóp liðsmenn, sem altaf eru fullir áhuga, og á hvaða augnabliki sem er eru boðnir og búnir til þess að leggja hönd á plóginn. \hhuerfL óhrifar. ÚR DAGLEGA LÍFINU Vanrækt viðíangsefin. ÍSLENDINGAR eru senni- lega miklir draumóramenn. — Okkur þykir gaman að því að byggia skýjaborgir, ráðgera stórvirki, tala um þao í nokkra daga, eða vikur. Blása upp helj armikla blöðru — og búið. Út- varpshöll, 10—15 miljónir, arn erískir arkitektar, likön, rifr- ildi. Þögn. — Gistihús í hjarta höfuðborgarinnar, þrír gildustu sóðir landsins, ríkið, bæjar- sjóður, Eimskip. — Arkitektar frá útlandinu, ekkert líkan, rifrildi. —- Þögn. — Æskulýðs höll, ráðagerðir, langhundar í .dálkurn blaðanna. — Ekkert. — Skaútahön, hlútafjársöfnun, lóð .... Hvað? — Þjóðleikhús, Háarifrildi. Gríðarmikill stein- kassi, meira rifrildi — 18 ár og guð veit hvað úr því verður. • Ekkert úthalcl. ÞANNIG mætti lengi telja um brothætt gler og bóluna1 þunnu, um draumóra og skýja ! borgir. — Það væri ekki hús- næðisleysi, ef hægt væri að; búa í skýjaborgunum, sem hjer ■ hafa verið reistar. Og svona er þetta því miður á fleiri sviðum, en byggingar- i framkvæmdum. — Verkefnin, sem ekki eru eins stóríeld og minst er á hjer að framan, eru látin ógerð og ekki einu sinni ráðgerð, en sje byrjað á ein- hverju er úthaldið ekki neitt. • Útvarp til útlanda. MÖRGUM tækifærum til að kynna land og þjóð og gleðja Islendinga erlendis og vini lands okkar, er hafnað fyrir vesaldóm «ða leti. — Með lít- illi fyrirhöfn og sáralitlum kostnaði er hægt að senda frjettir, hljómlist og margt •t.........■■—«——«■— -------- annað til ánægju eða fróðleiks írá lelandi og út um víða ver- öld á öiáum ‘ljósvakans. Það er byrjað á þessu hluta úr vetri, sparað til þess eins og hægt er íjárhagslega og svo hætt einn góðan veðurdag, þegjp.ndi cg hljóðalaust. -—• Bú ið spil. • Þrá í útlegðinni. ÞAD eru til margir menn á þessu landi, sem hugsa sem svó, að útlendingum varði ekk ert um oltkur. — Segjum að þgssir einangrunarsinnar hafi rjett fyrir sjer. Én væri það þá c-fverkið ckkar að gleðja þá ís lendinga, sem erlendis dvelja með útvarpi að heiman einu sinni eoa tvisvar í viku. Flest- ir Isk ndingar, sem erlendis dvelja skoða dvöl sína sem út- legð, hversu gott, sem þeir hafa það óg hversu vel sem þeim karn að líða. — Þetta fólk, jafnvel af öðrum og þriðja ættlið erlendis. þráir að heyra frjettir að heiman og umfram alt að heyra íslenska tungu talaða. — Þeir Islend- ingar, sem komið hafa til Vest urheims og heyrt bón Islend- inga þar: „Talaðu meira á ís- lensku. hún hljómar svo vel“ skilja bessa þrá. Já, útvarpið til útlanda á að hefja strax á ný og halda því áfrani. — • Tímarnir breytast. . HVAÐ ÆTLI ÞAÐ SJE langt síðan, að það þótti ein mesta skemtun Reykvíkinga að aka í bifreið til Hafnarfjarð ar, svo ekki sje nú talað um alla I°ið til Þingvalla, eða aust ur yfir fjall? — 25 ár. Þá aug- lýstu bílstjórar að ferð fjelli til Hafnarfjarðar og hægt væri að taka. farþega. — Þá var sungið í revýunni: „Að aka í blí er yndi“. En tímarnar breytast. — Nú auglýsa flugfjelögin. — Skemti ferð inn yfir Langjökul f dag. Farþegar tilkynnið þ'átttöku fyrir klukkan þrjú í dag. — Og Reykvíkingar þyrpast í flugvjelarfiar til að sjá jökul- skalla landsins baðaða í febrú arsólinni. Hvað' ætli verði lángt þang- áð til að flugfjelögin fara að auglýsa: „Skemtiferð til Norð urpólsins í dag. -—• Tilkynnið þátttö.ku fyrir hádegi. — Kom- ið verður heim aftur fyrir kvöldmat!“ Ef til vill verður þetta fyr en okkur grunar, en því spái jeg að þegar í júní næsta sum- ar verði -farnar skemtiferðir í flugvjelum frá Reykjavík norð ur í Ishaf til að horfa á mið- næturssólina. • Sú getur raulað. Hún get.ur aðeins raulað hún ungfrú Björg Björnsdóttir frá Kelduhverfi í Lóni, sem fjekk verðlaun Þjóðkórsins fyrir að kunna rúmlega 1300 sönglög. Það er aldrei ósköpin. — Það væri ekki ónýtt að hafa hana ijieð í langferðabíl til þess að vera forsöngvari og gefa tón- inn. — Annars væri fróðlegt að fá meira að heyra um þessa söng- lagakepni. — Hvernig henni var hagað og hvernig það komst upp að þátttakendur kunnu -þessi kynstur af lögum. —- Varla hafa keppendur ver- ið settir á stól og dómnefndin síðan setið yfir þeim á með- an þeir rauluðu 1300 stemmur. ■— Jeg þarf að muna eftir að spyrja Pál að þessu næst þeg- ar jeg sje hann. — En á eftir á að hyggja: Bjartsýnir hafa þeir verið, sem ekki kunnu nema 300 lög', að gefa sig fram í þvílíka kepni! MEÐAL ANNARA ORÐA í GAMLA DAGA þegar Hitl er og Mussolini voru og hjetu, efndi breska límaritið „New Statesman and Nation“, sem hallaðist mikið til vinstri, til verðlaunasamkepni um rit- gerð. Reglurnar voru þessar: Skrifið dæmisögu í Æsops-stíl um hnignun breska heimsveld isins. Sagan sem hlaut verð- launin var á þessa leið: „Það var einu sinni ljón“. Utanríkisráðherra Hans Há- tignar Bretakonungs. Ernest Bevin, er nú ímynd breska ljónsins. Þegar breska þingið kom saman á dögunum varð hann að undirbúa sig undir að verða fyrir gagnrýni nokkurra uppreisnarþingmanna, sem voru þeirrar skoðunar, að einu ; sinni hafi verið Ijón. Skoðun þeirra er sú að Bretland eigi ekki lengur að vera stórveldi. Þeir krefjast þess, að dregið verði úr samvinnu við Banda- ríkin, en hún verði aukin við Rússland og að tekið verði upp nánara samband við sócíal- istaflokkana í Evrópulöndum og víðar. Rreska ljónið Bevin er ekki þeirrar skoð- unar, að tala eigi um ljónið í þátíð. Undir leiðsögn hans hcf Breska Ijónið ur Bretland haldið áfram að taka á sig ábyrgð sem stór- veldi. Það er þessi stefna, sem á hann er ráðist fyrir. Nokkur af vopnunum hafa verið sleg- in úr hendi uppreisnarmanna með nánari samvinnuvilja við Rússa. Sennilegt að þeir muni ráðast á Bevin fyrir her þann, sem Bretar halda nú uppi til að geta kallast stórveldi — einkum í sambandi við mann- aílsskortinn í iðnaðinum. Þeir munu mæta utanríkisráðherra, c,°m eftir lasleika og stjórn- málaerfiðleika hefur nú full- komlega náð sjer, þegar utan- T-;kismálin verða til umræðu í þinginu. TTm 15 mínútum fyrir átta kcmur Bevin akandi til utan- rí’risráðuneytisins og tekur ‘úer sæti í skrifstofu sinni. — Hrnn er ekki stúndvís upp á mínútu, en þegar hann er í T ondon, er hann altaf kominn ó skrifstofuna á ofangreindum :'raa. Eft.ir að hafa blaðað í "'eenum mikilvæg skjöl, byrj- ar hann að taka á móti. heim- sóknum — erlendum sendi- Lorrum, sínum eigin aðstoðar- mönnum, ráðherrum og þing- mönnum. Langur vinnudagur Eftir hálf átta eða átta — sjaldan fyr — treður Bevin skjölum þeim, sem safnast hafá á skrifborð hans yfir dag inn, niður í svarta skjalatösku og fer með þau heim. Þurfi hann ekki að sinna opinberum embættisstörfum, eyðir hann kvöldinu við vinnu í íbúð sinni í Carlton House Terrace. -—- Stundum lætur hann sig fyrir- skipanir læknanna engu skipta, en heldur áfram vinnu í sjálfu utanríkisráðuneytinu. Eftir að hann sneri heim frá París, vann hann alla nóttina, en tók á móti heimsóknum, eins og hann var vanur, næsta morgun. Skömmu eftir að Bevin kom frá New York, tók hann sjer frí eina kvöldstund, Lil að horfa á knattleik. Einu aðrar frístundir, sem hann tók, var, er hann dvaldi heima hjá sjer á jóladag og „Boxing Day“ (26. doKomLcr). Heilsa hans hefur batnað síðan s.l. sumar. Þetta er aðMlega þakkað konu hans, sem rovnir að fá hann til að hlýða f'Hrskipunum lækn- is síns. Bevin b’?r í tveim efstu hæðunum : Oarlton Gardens nr. 1. Rík’-c.-Hc)rmn tók þessa íbúð á loicru handa utan- p™mh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.