Morgunblaðið - 15.02.1947, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.1947, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Austan kaldi. úrkomuiaust að mcstu. Hiti um frostmark. Laugardagur 15. febrúar 1947 „HEIMDALLUR“ tuttiigu ára. Sjá bls. 6 og 7. — Brjef frá Alþingi á bls. 5. „Síiplfisr Arnarsun4 væntaiifegyr á máirudagskvöfd FYRSTI nýsköpunartogarinn, „Ingólfur Arnarson", er vænt- anlegur hingað til bæjarins á mánudagskvöld. Atti hann að fara frá Aberdeen í Skqtlandi í gærkveldi og var talið að ferð in þaðan myndi taka 3 sólar- hringa, því skipið siglir ekki með fullri ferð að þessu sinni. Með skipinu fóru norður til Aberdeen vjelfræðingar og aðr- ir sjerfræðingar frá skipasmíða stöðinni til að reyna vjelar skips ins og önnur tæki og gæta þess að alt væri í lagi. Eru komnar fregnir um að al, hafi gengið að óskum, þó eitthvað smávegis hafi þurft að stilla og laga, eins og búist hafði verið við. Síld til Ríkisverk- smiðjanna Siglufirði í gærkvöldi. TIL Ríkisverksmiðjanna hafa komið í dag þessi skip: Snæfell, Rifsnes og Alya- borg. Öll með fullfermi af síld. Von er á tveimur i nótt með fullfermi. Skipin fá farm til baka. Tvö þeirra taka salt til Vestfjarða og eitt kolafarm til Austur- landsins. — Guðjón. ir EINS og að undanförnu var mikil síldveiði í gær inni á Sundum. Þrír bátar komu inn í gær, aliir með yfir 1000 mál s'ldar. I gær var verið að lesta vöru- flutningaskipið Hrimfaxa og M.s. Eyfirðing. Þessi tvö skip tak.a hjer um bil 6000 mál síld- ar. þe heigi munu hundruð ef ekki þúsunrhr rnanna hjeðan ur bænum njófa sólarinnar og snjósins á skiðum hjer í ná- grenni bæjarins. Kristján O. S’cagfjörð sagðL Morgunblaðinu í gær, að Skíða- fjelag Revkjavíkur myndi flytja upp að skála sínum eins marga og nokkur kostur væri á. Hann sagðist búast við að íþrótta- íjelögin myndu hafa sömu sögu, eða svipaða að segk- Kristján bað blaðið að brýna vel fyrir fólki, að fara varlega. Skíðafæri væri ágætt, en mjög viðsjálvert, því grunnt væri á steinnybbur. Best væri að fólk- ið hjeldi sig í hinum troðnu skíðabrekkum við skálana, eða í hlíðum sem væru meira og minna grasi grónar. Mynd þessi er tekin af líkani því, sem sýnt var á Sjávarútvegssýnirtgunni s. 1. haust. Gefur myndin gott yfiriit yfir hinn glæsilega útvegsbæ, sem skipulagður hefir verið norður við hin aflasæiu mið liúnafióans. Iðnaðarreitir og athafnasvæði eru greinilega aðskiiin frá íbúðar- hverfum, og sjeð er fyrir nægilegu grasvalla- og lciikvanga-svæði í íbúðkihyggðinni. Auk síldarverksmiðja ríkisins, sem þegar hafa verið reistar, er um þessar mundir verið að byggja nokkur íhúðariiús skv. þessu skipulagi, ásamt gatnagerð, skóipvcitu og vatnsveitu. Höiðakaupstaður hinn nýi á Skagaslröi Attlee aiþakkaði kolaboð Trumans forseta Ástandið heldur að skána í Bretiandi Samkomudagur regluiega þfngsins 1947 FORSETI ÍSLANDS hefur staðfest lögin um samkomu- dag. reglulegs Alþingis 1947. Skal þingið koma saman 1. október, nema forseti ákveði að þingið komi saman einhvern dag fyrr á árinu. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Eftir DONALD FRASER FYRSTU merki þess að eldsneytisástandið sje að skána í Bretlandi sáust í dag og um leið berst frjett um, að Attlee forsætisráðherra hafi sent Truman Bandaríkjaforseta skeyti og afþakkað boð hans um að kolaskipum frá Ameríku, sem eru á leið til hafna í Evrópulöndum, verði snúið til Bretlands. Önnur iönd eins ilia stödd. I þakkarskeyti til Trumans segir Attlee, að ,,hin Evrópu- lqndin þurfi ekki síður á kolum að halda en Bretar.“ Forsætis- ráðherrann þakkaði forsetan- um fyrir boð hans um að veita Bretum alla þá hjálp, sem hægt er. t „Jeg þarf ekki að taka fram hve þakklátir við er- um fyrir hið góða boð yðar að aðsíoða ókkur í erfiðleik- iinum, sem nú steðja að okk- ur. En þörfin fyrir kol er ekki minni annarsstaðar í Evrópu og við gætum ckki fariö fram á, að koiaskípum yrði snúið frá Evrópulönd- undum til Bretiandseyja“, segir Attiee í skeyíi sínu. Ástandið að skána. Eldsneytis og orkumálaráðu- neytið breska færði hinni svelt- andi bresku þjóð, sem situr í myrkrinu, gleðitíðindi. í til- kynningu frá ráðuneytinu seg- ir, að þó ástandið í eldsneytis- málunum sje ennþá mjög alvar- legt og birgðir sjeu enn langt fyrir neðan það, sem örugt geti talist, þá hafi sjest þess merki í gær og í morgun, að nokkuð hafi áunnist í baráttunni um eldsneytið.. Síðan á mánudag, er raf- magnsstraumurinn var rofinn hafa sparast samtals 112,000 smálestir af kolum. v_ í dag er fyrsti dagurinn í London um margra daga skeið, • sem hitamælarnir stigu yfir frostmark. Flugmálaráðuneytið og Veðurstofan breska vara þó menn við, að búast við hláku, því útlit sje fyrir að frostin komi aftur. ■> * Kolaflutningar eru nú aftur farnir að ganga sinn venjulega gang. Búnaðarþing kemisr saman í lok febr. ÞAÐ hefur fyrir nokkru ver ið ákveðið, að hið reglulega Búnaðarþing, sem saman kem ur annað hvert ár, skuli koma saman til funda þann 7. febr. næstkomandi. Þingið munu sitja 25 full- trúar frá Búnaðarsamböndum landsins. Skemiiilegt Nemendamél Venlunarskélans HVERT sæti var skipað á Nemendamóti Verslunarskóla Islands, er haldið var í gær- kveldi í Sjálfstæðishúsinu. Sigurður kristinsson formað- ur nemendamótsnefndar bauð gesti, skólastjóra, skólanefnd kennara og aðra viðstadda vel- | komna. Þessu næst hófust ' skemmtiatriðin sem öll voru hin ánægjulegustu og vel fíutt. Sjer staka ánægju vakti það er i nokkrir nemendur komu fram 1 í gerfi kennara sinna. Halldór i r * Gröndal ljek Gísla Asmunds- son, Ragnar Bernhöft ljek Inga Þ. Gíslason og Asmundur Ein- arsson Ijek dr. Ján Gíslason. Að lokum var dans stiginn fram eftir nóttu og skemmfy allir sjer hið besta. Slórhöíðmileg gjöf- fii áfeeyrarspífala Akureyri, föstudag. Frá frjettaritara vorum. FRIÐJÓN JENSSON, læknir hjer á Akureyri hefir nýlega afhent yfirlækni sjúkrahússins hjer, Guðmuncji K, Pjeturssyni, sparisjóðsbók með innstæðu kr. 20.051,61, sem gjöf til sjúkra- hússins. Friðjón Jensson hefir áður gefið stórar gjafir í sama skyni. Norræna (jeiagiö beiiir sjer fyrir ís- lenskum „vina- borgum" í SAMBANDI við upplýsing ar, sem fram komu á skemti- fundi Norræna fjélagsins s.L fimtudagskvöld, um vaxandi áhuga fyrir því, að borgir á Norðurlöndum komi á með sjer nokkurskonar bræðrasam bandi, hefur blaðið snúið sjer til Guðlaugs Rosinkranz og int hann frjetta af þessu. Guðlaugur segir, að ýmsar danskar, sænskar og norskar borgir hafi þegar komið á með sjer slíku sambandi, en nú ný- lega hafi borist brjef um það, að Akureyri' og Álasund ger- ist vinaborgir. Markmiðið með slíu bræðralagi mun það. að efla menningarsambandið milli viðkomandi borga. Verð- ur þetta á ýmsan hátt, meða). annars með brjefaviðskiptum borgarbúa, fyrirlestrum um sögu vinabæanna, myndabók- um o. s. frv. Þá mun og.verða reynt að skiptast á ferðamönn- um, og mun þegar hafa verið nokkuð gert í þessum efnum utanlands, meðal annars með því að greiða fyrir því, að við- komandi ferðalangar eigi hand hægt um að útvega sjer giald- eyri. Ekki hefur enn verið erdan- lega gengið frá vinasambandi Akureyrar og Álasunds, < : lík legt má telja, að það "erði gert, áður en langt um lí<’ ' :r. 2 íslendingar (al 1 þátf í HolmeakoiN- méiina SKÍÐASAMBANDIÐ 1 efir tilkynnt þáttöku þeirra -Töns Þorsteinssonar og Jónasm- Ás- geirssonar í skíðastökki K -len- kollenmótsins, þ. 2. mars n. k. Islendingar mur.u ekk aka þátt í öðrum greinum þessa skíðamóts, en það eru 'Ja- ganga og tvíkeppni í gör'.'u cg stökki. (Frjett frá S '). AÐALFUNDUR Fræðf - cg málafundafjelagsins K 'ih, sem starfar meðal bifreið: ’ ra í Reykjavík, var haldinn 11. febr. s. 1. I stjórn fjelagsins voru ’ esn- ir: Formaður Tryggvi Kris íáns son, gjaldkeri Guðlaugur Guð- mundsson og riatari Valdimar Lárusson. I varstjórn voru osn ir: Ingimundur Gestsson, Finar Guðmundsson og Þorvaldur Jó- hannesson. Fjelagið starfr r nú í tveim deildum; málfunda.leild og tafldeild. Á fundinum var samþykkt að sækja um upplöku í Skáksamband íslands fyrir tafldeild fj'elagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.