Morgunblaðið - 22.02.1947, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.02.1947, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laúgardagur 22. febr. 1947 GRÍPTU ÚLFINN 41. dagur Hún hlustaði og braut heil- ann. Hvað gat Orace gert ef hann skyldi finna hana? Má- ske gat hann opnað fyrir henni, og máske gat hann kom ið til hennar marghleypu, svo að hún gæti sýnt Bittle í tvo heimana, þegar hann kom aft- ur. Nú átti hún alt undir því að þeim Orage og Algy gengi vel. Hún spann í huga sjer langar sögur um það hvernig þeim mundi takast að leika á bófana og vinna sigur í þessari ójöfnu viðureign. En samt var hún nú ekki ánægð með það því að með sjálfri sjer fann hún að kraftaverk varð að gerast til þess að þeim hepnaðist þetta glæfrafyrirtæki. Nei, það voru ekki miklar líkur til þess að hún mundi geta unnið sigur á úlfinum. En hvernig, sem alt veltist varð hún að vera hug- rökk. Og þetta endurtók hún með sjálfri sjer hvað eftir ann- að — vera hugrökk — vera hugrökk — — Tíminn leið. Hún vissi ekki hve lengi hún hafði setið þarna ein og biðið — biðið eftir Or- ace. Énn hann kom ekki. Höfðu þeir klófest hann? Varla gat það verið. því úð hún hafði ekki heyrt neinn hávaða, og það var engin hætta á því að Orace ljeti sig hávaðalaust. Nokkur huggun var í þessu. Og svo var Algy. Hann ætti nú að hafa náð sjer, og máske voru þeir Orace báðir að verki. Alt í einu heyrðist henni eitt hvað gnauð. Fyrst í stað vissi hún ekki hvað þetta gat verið, en svo sá hún að þetta mundi stafa af því að vjel skipsins væri komin"í gang. Farmurinn var þá allur kom inn um borð og úlfurinn var að leggja á stað. Hún leit út um gluggann og sá að tveir menn stóðu við vinduna fram á. Svo heyrði hún kallaða fyr- irskipan og vindan tók að snú- ast. Hún heyrði glögglega glamrið í akkerisfestinni. Svo heyrði hún fótatak í stiganum og að menn voru á gangi uppi í stýrishúsi. Hún heyrði að þeir voru tveir og að Bittle var ann ar, því að hún heyrði hann kalla: — Er alt í lagi? Og mennirnir fram á svör- uðu: Alt í lagi. — Áfram þá, sagði Bittle og hún heyrði vjelsímann hringja. Ljettur skjálfti fór um skipið og það tók að hreyfast, eða öllu heldur sýndist henni ströndin fara að hreyfast. Svo heyrði hún öldugutl og sá hvítan boða leggja frá skipinu og glóði á hann í tunglsljósinu.... Skipið var komið á stað — úlfurinn hafði sigrað. Hún hneig niður á stólinn og fól andlitið í höndum sjer. Nú fann hún fyrst beiskleika ósig- ursins. ' Bittle kom niður stigann og gekk að dyrunum á klefa Maggs. Hann barði hvað eftir annað á hurðina og kallaði, en fjekk ekkert svar. Þá sneri hann sjer að hinum dyrunum og stakk lyklinum í skrána. Hún reyndi að herða upp hugann á meðan hann var að opna. Og þegar hann kom inn sá hann ekki að henni væri brugðið. — Eruð þjer jafn frökk enn? spurði hann. — Já, mjer líður ágætlega, sagði hún. Hann horfði grunsamlega á hana. — Þjer eruð hugrökk, en það þýðir nú lítið. Vitið þjer að Templar er dauður? — Mr. Templar er dáinn — jeg veit það — en leiknum er ekki lokið, sagði hún og hvesti á hann augun. Það getur vel verið að jeg verði að deyja líka. En það eru fleiri til og þjer skuluð aldrei fá um frjálst höfuð að strjúka svo lengi sem lög eru til og menn, sem vilja halda þeim í heiðri. Nú þykist þjer hrósa sigri, en það er skammgóður vermir. Þótt þjer ráðið niðurlögum okkar Mr. Templars, þá eru margir aðrir til að taka við af okkur — menn, sem ekki munu hætta fyr en þjer dinglið í gálganum. Hugsið um það Bittle. Það líða máske ár og þjer eruð kominn í fjarra heimsálfu — þjer haf- ið máske breytt um nafn og hafið unnið yður álit fyrir ríki dæmi. En þjer verðið þó altaf sem á nálum og óttinn eltir yð- ur hvert ðem þjer farið. Éf þjer kallið það sigur, þá skal jeg viðurkenna að þjer hafið sigr- að. En ekki vildi jeg vera í yð- ar sporum. Hann ljet þetta ekki á sig fá. — Haldið þjer að þjer getið hrætt mig? spurði hann. Ef þjer viljið þá megið þjer nú koma upp á þiljur og sjá Eng- land hverfa, því að þjer sjáið það aldrei framar. Engan grun ar neitt í BayCombe. Þar var aðeins einn hættulegur maður — þjónn Templars, en hann hefir nú verið skotinn. Hvaðan eigið þjer von á hjálp? — Hvenær var Orace skot- inn? spurði hún. Það var ekk- ert að honum þegar jeg skildi við hann. Henni kom til hugar að þeir mundu hafa gripið Orace, en vildi ekki láta neitt á því bera, og svar Bittle varð henni til mikillar hugarhægðar. — Það verður gerð árás á Hjallinn klukkan tvö í nótt og Orace verður drepinn — það er ákveðið. — Jæja, gefið mjer þá einn vindling. Hann opnaði vindlingahylki sitt og bauð henni, og hann tók eftir því að hún var ekkert skjálfhent. — Og eldspýtu. Hann kveikti í fyrir hana og svo hallaðist hún aftur á bak í stólnum og bljes út úr sjer stórum reykjarstókum. — Hafið þjer einnig gert ráðstafanir til að drepa Corn? spurði hún. — Corn — asnann þann. Hvers vegna? — Asninn sá er foringi í Scotland Yard. Hann fór til Ilfracombe í kvöld til þess að safna mönnum. Hann þekkir úlfinn. Hann hefir tafist eitt- hvað —; annars væri hann kom inn. En það breytir engu, því að herskip verður sent til að elta yður. Finst yður það ekki frjettir? Hún sagði þetta ósköp rólega og það var eins og Bittle hefði verið rekinn löðrungur. Hann gekk beint að henni og hvesti á hana augun, en hún leit ekki undan. Hann sá jafn- vel bregða fyrir gletni í svip hennar. Það þótti honum verst. — Er það alvara yðar að halda því fram að Corn sje leynilögregluþjónn? — mælti hann og var rámur af geðs- hræringu. — Já, jeg fullyrði það, sagði hún með áberslu. En er það al- vara yðar að halda því fram, að úlfurinn — asninn sá — hafi ekki haft neinn grun um það og vera þó nágranni Corns? Svei mjer ef þið eruð ekki heimskari en jeg hjelt. Hann varð sótsvartur í_fram an og hún hjelt að bann mundi berja sig. Eldur brann ú aug- um hans og það var hreint og beint manndráparasvipur á honum. Hann stilti sig þó, gekk fram að hurðinni, en var mjög órótt. — Þakka yður fyrir viðvör- unina — jeg skal færa mjer það í nyt, sagði hann. En þjer hafið enga ástæðu til að vera kampakát yfir þessu. Meðan þjer eruð hjer um borð, þora þeir'ekki að gera okkur neitt. Þjer bjargið okkur. — Ekki mundi jeg hreyfa' einn fingur til að bjarga yður þótt þjer væruð að stikna í eldi og brennisteini, sagði Pat- ricia. * Hann nísti tönnum. — Þjer skiftið skapi þegar jeg fer að siða yður. Svo opnaði hann hurðina og kallaði: — Bloem. Ekkert svar. Hann beið nokkra stund og kallaði svo aftur: — Bloem . . Bloem . . þitt hollenska úrþvætti .... Hlaup ið þjer og finnið Bloem og seg- ið honum að jeg vilji finna hann undir eins. Fljótir nú. Hann skelti hurðinni í lás og hvesti augun á Patriciu. — Stúlka mín, þjer skuluð iðrast þess að þjer játuðust mjer ekki þegar jeg bað yðar. — Og það verður ein af kær- ustu endurminningum mínum að illa fer fyrir yður, svaraði hún. — Þess verður langt að bíða, sagði hann. Hann hallaðist upp að hurð- inni, krosslagði hendur á brjóst inu og horfði á hana heiftar- augum. Hún ljet sem ekkert væri og hjelt áfram að reykja. Þannig leið löng stund og hann gerðist æ óþolinmóðari. Að lokum kom maður og barði að dyrum. Bittle opnaði og hvæsti, .framan í manninn: — Hvern andskotann á þetta að býða .... — Jeg get ekki fundið Blo- em, Sir, því miður. — Getið þjer ekki fundið hann, helvískur letinginn yð- ar. Það eru ekki margir felu- staðir á þessu skipi. Hvað eig- ið þjer við — — getið ekki fundið hann. Ekki nema það þó. Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. 91. hann væri, hefir honum skyndilega orðið það ljóst, að hlutur sá, sem beint var gegn honum, væri vanvænn, því hann nam allt í einu staðar, um leið og hann bjó sig undir að kasta öxi sinni. Þetta er ein af bardagaaðferðum þeirra, og hæfni þeirra, jafnvel þegar verst stendur á, gengur kraftaverki næst. Ör mín var dregin oð oddi og stefndi beint á vinstra brjóst andstæðings míns,' og er hjer var komið, fleygði hann öxi sinni, um leið og örin þaut af bogastreng mínum. Á sama andartaki og þetta skeði, stökk jeg til hliðar, en Sagothinn hljóp fram á við, til að koma við spjóti sínu. Jeg fann hvernig öxin straukst við höfuð mjer, og á sama augnabliki rakst ör mín á kaf í hjarta Sagothans, en hann rak upp snögt hljóð og fjell steindauður niður fyrir fram- an mig. Rjett á eftir honum — í um 50 metra fjarlægð — voru tveir aðrir Sagothar, en fjarlægðin gaf mjer tíma til að grípa skjöld hins fallna andstæðings, því það, hversu litlu hafði munað, að hann gerði út af við mig með öxi sinni, hafði fært mjer heim sanninn um þörfina fyrir slíku varn- artæki. Skildi þá, sem jeg hafði komist yfir í Phutru, höfðum við ekki getað haft meðferðis, sökum þess, að stærð þeirra gerði okkur ókleift, að hylja þá inni í Mahara- skinnum þeim, sem höfðu gert okkur mögulegt að komast úr borginni. Eftir að hafa komið skildinum fyrir á vinstri. hand- legg mínum, skaut jeg annari ör, sem felldi enn einn Sagotha, en öxi fjelaga hans varðist jeg með skildinum og lagði nýja ör, sem jeg ætlaði honum, á streng. En hann beið. ekki eftir því að jeg skyti. í stað þess sneri hann við og dró sig í hlje í áttina til fjelaga sinna. Hann hafði sýnilega sjeð nægju sína í bili að minnsta kosti. Enn á ný hjelt jeg flótta mínum áfram, en Sagotharnir virtust nú ekki hafa eins mikinn hug á að veita mjer eftir- för og áður. Jeg komst hindrunarlaust efst upp í gilið, en þar komst jeg að raun um það,,að fyrir framan mig var klettótt gjá tvö til þrjú hundruð feta djúp. Á vinstri hönd voru hins vegar mjóir troðningar, sem lágu utan í kletta- vegnum. Jeg hjelt ferð minni áfram eftir götu þessari, og er hún beygði skyndilega, breikkaði hún og vinstra megin við mig kom jeg auga á stóran heillismuna. 28 ára gamall lyftuþjónn í New York fór einn út laugar- dagskvöld nokkurt að skemta sjer. Það síðasta, sem hann man, var að hann hafði fengið sjer eina flösku í viðbót, en hann var annars orðinn dauða drukkinn. Þegar hann vaknaði, lá hann í þægilegu rúmi um borð í „Queen Elizabeth“ úti á rúmsjó. Og þar lá hann enn, þegar skipið nokkrum dögum seinna kom til Southampton. ★ Nýtísku auglýsingar. Gert er ráð fyrir að í ár verði hægt að selja eina miljón rúmmetra af helium-loftegund á mánuði hverjum í Banda- ríkjunum, eða þrisvar sinn- um meira en í fyrra. Ástæðan er sú, að mörg fyrirtæki munu ætla að nota loftbelgi í auglýs- ingaskyni. ★ Hann vill ekki peningana. Sporvagnastarfsmaður í Den ver, Arthur Dunn, fær mánað- arlega senda 50 dollara frá rík inu án þess að vita fyrir hvað. Hann hefir mótmælt þessum sendingum síðan þær byrjuðu í júní síðastliðið ár. Fyrsta upp hæðin var 450 dollarar. Mót- bárur hans hafa enn ekki ver- íð tekiiar til greina, en upp- hæðina setur hann jafnharðan í banka. ★ Stalín rithandasafnari. Á Potsdam-ráðstefnunni í ágúst 1945 gekk Stalín til Mar- shalls hershöfðingja, núver- andi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, á meðan á einni veisl unni stóð og bað hann um að rita nafn sitt á spjald, sem hann hafði. ★ Var „dauður“ í 3!4 ár. • Maður einn frá Arendal í Noregi, kafteinn Hákon Peder sen, er nýlega kominn fram eft ir að hafa verið í fangabúðum Japana í þrjú og hálft ár. Þeg- ar hann kom heim til Arendal aftur komst hann að því að bærinn hafði tekið hús hans til eigin þarfa, þar sem hann væri dáinn. -A. * ; ,,Jeremías“, hrópaði frú Jere mías til manns síns í gær, ,,þú hefir svikið loforð þitt.“ „Alt í lagi“, svaraði Jeremí- ás, „jeg skal bara gefa þjer • annað loforð“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.