Morgunblaðið - 02.03.1947, Síða 1
16 síður og Lesbók
34 árgangur
51. tbl. — Sunnudagur 2. mars 1947
Isaíoldarprentsmiðja h.f.
MIKIL ÓGIMARSPREIMGIIMC í
JERCSALEM
Danir selja Brefunt
kártöflur og kjöt
Löndon í gærkvöldi.
SAMKVÆMT nýjum versl
unarsamningi, som Bretland
og Lanmörk hafa gert msð
sjer. 'munu Danir sélja Bret-
um 30,000 tonn af kartöfium
næstu þrjá mánuði. Þá munu
þeir 'senda tiL Bretlands um
30,000 tonn af keti.
Sámfara því, sem tilkynn-
ing þessi var birt. bárust
frjettir af því, að til Liver-
pool hefði kcmið einhver
stærsta m,atvælasending, sem
til Bretlands hefur borist síð-
an stríðinu láuk. í sendingu
þessari eru meSal annars 30,
000 kassar af smjöri.
— Reuter.
r í B f •
rRANSPORTMlÐL - PRUGT
T08AK |
155Mífl“105MiH. 32’Mili. - 7MilL
60DNIN6 F0DERST0FFER
70MÍÍI. - 45MHL
BRÆNDSELoeELEKT.
DANSKA síjórnin hefur hug á að draga mjög ór innfiutningi
ýmsra vöruítgunda á þessu ári íil að spara gjaldeyri. Sjást
hjer nokkrar vörutegundir, sem draga á úr innflutningi á. Eru
nefndar tölur í krónum á innflutningi ársins 1946 og hvað á-
»
æílað er að flytja ir.n á þessu áfi. — Grein um erfiðleika
Dana vegna eldsneytis- og matvælaskort á bls. 2.
Washington 1 gær.
Stjórnmálaleiðtogar á
Bandaríkjaþingi ræddu í gær
við Truman forseta, ogJVTars-
hall utanríkisráðherra, um
ýmiskonar vandamál, sem
rædd verða á fundi utanríkis
ráðherranna í Moskva.
Meðal þeirra, sem þátt
tóku í fundinum í Hvíta hús-
inu, voru: Arthur Vanden-
berg, forseti öldungardeildar-
jnnar, Alben Barkley, leið-
togi minnihlutans í öldunga-
deild, og Tom Connally, en
hann er meðlimur í utanríkis
nefnd Bandaríkjaþings.
ilyrrif Borslg-
veriumiðjanna í
Berlín ákveðið
Berlín í gær.
BERLÍNARBLAÐIÐ „Kuri
er“ birti í dag þá fregn, að
herráð Bandamanna í Þýska-
landi hafi ákveðið að láta
eyðileggja Borsig-verksmiðj
urnar á Tegel-svæðinu í
Berlínf
Niðurrif verksmiðja þess-
ara, sem einkum framleiða
eimlestir, átti upprunale.ga að
hefjast í byrjun janúar, en
því var frestað, til að koma í
veg fyrir það, að starfsmenn
þeirra yrðu atvinnulausir um
hávetur.
Starfsmönnum verksmiðj-
anna mun vet'ða sagt upp 1.
apríl n.k.
Aflstöðvar Borsig-verk
smiðjanna munu verða not-
aðar til framleiðslu á raf-
magni handa Berlínarbúum.
• f \ o
«
ar faka ai s|er
hernám Japans
Boston í gær.
•Einkaskeyti til Mbrgunblaðsins frá Reuíer.
DOUGLAS MAC ARTHUR, yfirhershöfðingi Bandaríkja-
I manha í Japan, hefir stungið upp á því, að Sameinuðu þjóðirnar
, taki að sjer hernám Japans, „til reynslu á sameiginlegu ör-
; yggi“, eins fljótt og auðið verður að koma því við, eftir að
i friðarsamningarnir hafa verið gerðir við Japana. Blaðið
,,Christian Science Monitor“ skýrir frá þessu í dag.
Einn af ritstjórUm þlaðsins,
Erwin D. Canham að nafni, sem
nýlega er kominn heim frá
Tokyo, þar sem hann var í boði
hermálaráðyneytisins, ásamt
fleirum ritstjórum og útgefend
um, segir að MácArthur hafi
skýrt frá þessu í samtali við
ritstjórana, er þeir voru í
Tokyo.
Hann sagði að MacArthur
hefði taiið, að það myndi líða
um þrj iT ár þar til hægt væri
að fela Sameinuðy þjóðunum
þetta hlutverk. Fyrst verði að
halda friðarráðstefnu og síðan
að fara fram langar og erfiðar
samningaumleitanir. Vitanlega
hefðu Bandaríkin stórt hlut-
verk í slíku hernámi Sameinuðu
þjóðanna", bætti Canh'am við.
SösigSeik sjénvarpað
LONDON: — Seytjánda febr
úar s.l. var þriðja og fjórða
þætti úr óperunni La Boheme
sjónvarpað í London. Þetta er
í fyrsta skipti að söngleik er
sjónvarpað í London.
Madrid í gær.
HERRJETTUR hefir dæmt
tvo Spánverja tTL dauða og er
sagt að þeir hafi verið komm-
únistar, en þeim var gefið að
sök fyrir rjettinum að hafa
brotið herlög. Tveir' aðrir voru
dæmdir til fangelsisvistar fyrir
álíka ákæru. Meðal ákæra á
hendur þessum mönnum var að
þeir hefðu komið fyrir sprengj-
um undir aðsetri ríkisfrjetta-
stofunnar og áróðursdeildar
Franco-stjórnarinnar og fyrir
að hafa verið í sambandi við
skæruliða. Einn hinna ákærðu
viðurkendi að hann hefði dval-
ist á fjöllum um sex mánaða
skeið með útlögum, en neitaði
því að hann hefði tekið neinn
þátt í ofbeldisverkum.
16 farast og 17 særast
er liðsforingjakiúbbur
var sprengdur
Jerúsalem í gær.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
ÓALDARFLOKKAR Gyðinga notuðu helgidag sinn í dag
til að fremja ný ógnarverk. Sprengdu þeir í loft upp liðs-
íoringjaklúbb Breta í Jerúsalem og fórust þar 16 manns. í
höfninni í Haifa voru Gyðnigar valdir að fimm sprengingum.
Arásin á liðsforingjaklúbbinn í Jerúsalem var mesta ofbeldis-
verkið, sem framið hefir verið í Palestínu síðan „Davíðs kon-
ungs“ gistihúsið var sprengt í júlí s. 1.
Borgarablöðin í
K.höfn loma
ekki áf
Kaupmannahöfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl.
PRENTARAR í Kaup-
mannahöfn höfnuðu tiflögu
verklýðösambands samvinnu-
manna um, a<3 leyfa öllum
blöðun^ að koma út, þrátt
fyrir verkfallið til að tryggja
það, að almennin,gur ætti
kost á að kynna sjer skoðanir
allra stjórnmálaflokka jafnt
fyrir Landsþingskosningarn-
ar, sem fram eiga að fara um
næstu mánaðarmót.
Prentaraverkfallið hófst í
morgun og koma ekki önnur
blöð út á meðan á því stend-
ur en blöð sosíaldemokrata og
kommúnista. — Páll.
Mýr bankasfjérl
Albjóðabankans
Washington í gær.
Washington í gær.
Aðalbækistöðvar Alþjóða-
bankans tilkynntu í gær. að
John McCloy, fyrrverandi
aðstoðarhermálaráðh; Banda-
ríkjanna, hefði verið kosinn
aðalbankastjóri bankans.
Truman forseti hafði stung
ið upp á því, að MrCloy yrði
veitt staðan.
Fyrverandi bankastjóri Al-
þjóðabankans, Eugene Meyer,
sagði starfi sínu upp 18. des.
s.l. ár. — Reuter.
Njósnari dæmdur
til dauða
HAAG: — Dómstólarnir í
Maastricht hafa dæmt Hans
nokkurn Vastenhout til dauða
fyrir að hjálpa Þjóðverjum á
sínum tíma til að hafa upp á
flugmönnum bandamanna og
meðlimum úr hollensku and-
stöðuhreyfingun-ni.
Vjelbyssuskothríð.
Aður en liðsforingjaklúbb-
urinn var sprengdur hjeldu
Gyðingar uppi ákafri skothríð
á klúbbhúsið og ennfremur
brutust þeir í gegnum varnir
hersins í þessu hverfi með vjel
byssuskothríð. Ofbeldismenn
höfðu bækistöð í húsi einu 100
metra frá klúbbnum. Með Vjel-
byssuskotum drápu ofbeldis-
mennirnir tvo Arabalögreglu-
menn og einn borgara. Vörð-
unurr við klúbbinn var haldið
í skefjum -með vjelbyssuhríð á
meðan vörubíll ofbeldismanna
ók í gegnum gaddavírsgirðingu
og ofbeldismennimir köstuðu
férðatöskum, sem fullar voru af
sprengiefni inn um gluggana á
neðstu hæð klúbbhússins.
Jerúsalem hristist.
Framhlið hússins fór í ■rúst og
björgunarsveitir unnu af kappi
við að grafa fólk úr rústunum.
Fyrstú fregnir herma, að auk
þeirra er ljetu lifið hafi 17
manns særst hættulega. í
sprengingunni skemdist hús,
sem Vaad Leumi (Þjóðráð
Gyðinga) á og þar sem margar
af skrifstofum Gyðinga eru til
húsa. Reykur mikill gaus upp
við sprenginguna og Jerúsalem-
borg hristist öll við.
í Haifa varð mikið tjón í
höfninni, en ekki er getið um
manntjón þar.
Sluppu nauðuglega.
Alexander Morris liðsforingi,
sem nauðuglega slapp lifandi
úr sprengingunm sagði mjer,
að hann hefði legið fyrir á legu
bekk, er hann heyrði vjelbyssu-
skothríð. Það næsta, sem hann
vissi af sjer var að hann lá á
gólfinu og dyrnar á herberg-
inu hans ofan á honum.
Kapteifin nokkur sagði mjer,
að hann hefði verið í sólbaði
upp á þaki er hann heyrði skot-
hríð eins og í orustu. Og það
næsta, sem hann vissi var að
hann var kominn niður á jörð,
þremur húshæðum fyrir neðan,
þar sem hann áður var.
Ofbeldisflokkurinn Irgun
Zvei Leumi hefir tilkynt að
hann beri ábyrgð á þessum of-
beldisverkum í dag.