Morgunblaðið - 02.03.1947, Blaðsíða 8
VI O K u U H B J AÐÍB
Sunnudaí>ur 2. mars 1947
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Simi 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands._
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Skynsamleg tillaga
GREININ „Fljótandi síldarþrær“, eftir Kjartan J. Jó-
hannsson lækni á ísafirði, sem nýlega birtist hjer í blað-
inu hefir vakið verðskuldaða athygli.
Greinarhöfundur bendir á brellur síldarinnar síðustu
árin, þar sem hún hefir aðallega haldið sig á austurhluta
veiðisvæðisins, við Langanes og þar fyrir austan. Þetta
hafi valdið því, að Raufarhafnarverksmiðjan hafi ekki
haft undan, og hafi því stjórn Síldarverksmiðja ríkisins
orðið að skylda skipin (a. m. k. hin stærri) til þess að
sigla með afla sinn til Siglufjarðar. En þetta hafi að
sjálfsögðu tafið skipin frá veiðum og haft þær afleið-
ingar, að afli þeirra hefir orðið mun minni en annars
hefði orðið.
Hinsvegar hafi verksmiðjurnar við vestanvert veiði-
svæðið ekki fengið nema brot af þeirri síld sern þær
gátu unnið úr. Það sje því ekki vöntun síldarverk-
smiðja fyrir Norðurlandi, sem okkur vanhagi um nú í
augnablikinu, heldur þurfi að finna hagkvæmt ráð til
þess að losa smærri skipin við langa siglingu með afl-
ann og dreifa verkefninu milli síldarverksmiðjanna.
★
Síðan segir greinarhöfundur:
„Þetta er lang auðveldast að gera með tveimur hæfi-
lega stórum flutningaskipum, sem útbúin væru með
afkastamiklum „löndunartækjum“ til þess að taka við
aflanum frá 2—4 skipum í einu. — Þau þyrftu að taka
a. m. k. 10—20 þúsund mál hvort og helst að geta kælt
a. m. k. helming af því magni, svo að þau þyrftu aldrei
að fara með slatta eða minna en rúmlega hálffermi.
Skipin þyrftu auk þess að vera útbúin þannig, að þau
gætu losað aflann í land með svipuðu móti og verk-
smiðjurnar. Auk þess væri tiltölulega auðvelt að hafa
söltunarstöð um borð í skipunum til að salta það besta
úr aflanum.
Aðalkosturinn við þessa aðferð er sá, að stofnkostn-
aður er tiltölulega lítill, miðað við að byggja stóra síld-
arverksmiðju, hvort heldur væri á sjó eða landi. En
venjulega gæti notagildið orðið svipað. Auk þess kæmu
skipin að fullum notum sem flutningaskip þann tímann,
sem þau ekki væru bundin við þenna starfa, því breýt-
ing á þéim væri ekki öllu meiri heldur en nú er á
íiskiskipi, er þau skifta um frá þorskveiði til síldveiði
og öfugt“.
★
Þessi tillaga greinarhöfundar verðskuldar vissulega
fylstu athygli.
Ýmsar tillögur hafa komið fram til úrlausnar á þessu
•oandamáli. M. a. sú, að reisa nýja stóra verksmiðju
austan á Langanesi. Ríkið er nú í þann veginn að Ijúka
■'úð byggingu tveggja verksmiðja (á Siglufirði og Skaga-
strönd), sem talið er að kosta muni um eða yfir 40 milj.
króna. Þetta verða mjög afkastamiklar verksmiðjur, auk
þess sem margar eru fyrir. Það er því vafalaust rjett
hjá Kjartani lækni, að það eru ekki verksmiðjur á Norð-
urlandi, sem okkur vantar nú í bili, heldur hitt, að finna
hagkvæmt ráð til þess að dreifa verkefninu milli verk-
smiðjanna.
Frá leikmannssjónarmiði virðast hinar „fljótandi
síldarþrær“, sem Kjartan^stingur upp á geta leyst þetta
verkefni. Þessvegna er tillaga hans verð fylstrar athygli.
Það er í raun og veru þessi aðferð, sem við höfum
verið að framkvæma undanfarið í sambandi við síld-
veiðarnar í Kollafirði og í grend við Reykjavík. Veiði-
skipin hafa losað síldina í stærri skip, sem síðan hafa
flutt aflann til Siglufjarðar,
Þessi aðferð er vitanlega ekki til frambúðar að því
er Faxasíldina áhrærir, vegna hinnar löngu vegalengd-
ar. En þetta vísar okkur leiðina. Með sama fyrirkomu-
lagi fyrir Norðurlandi á sumrum og hentugum skipum
til flutninga, mætti stórauka veiðiafköst bátanna.
\Jihverji ihriýar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
• Ósmckkleg fram-
koma.
HINGAÐ til lands eru fyrir
skömmu komnir tveir ungir
skáksnillingar til að keppa við
okkar bestu menn í þessari í-
þrótt. — Hefir kepnin farið
fram fyrir opnum dyrum og
fjöldi áhorfenda fylgst af á-
huga með leikjunum.
Hinir erlendu gestir eru eink
ar blátt áfram og viðmótsþýðir
menn. Vinalegir í allri fram-
komu og lausir við allan hroka
eða gorgeir, þótt frægir sjeu
fyrir list sína víða um lönd. —
Fyrir þeim er skákin auðsjá-
anlega íþrótt, þar sem taka ber
því, að besti maðurinn sigri. —
En í sambandi við kappskák-
ina hefir komið fyrir leiðinleg
atvik og ósmekkleg framkoma
áhorfenda. — í hvert skifti,
sem það kemur fyrir að Islend
ingur vinnur skák, eða gerir
jafntefli, relta áhorfendur upp
gleðihróp mikil, klappa og
hrópa húrra, en þegaf gestirn-
ir vinna þá er dauðaþögn í
salnum. —
•
Óþarfa rembingur.
ÞAÐ er vitanlega gleðiefni
hverjum Islending, að við skul
um eiga skákmenn á borð við
færustu menn erlendis í beirri
íþrótt og það ber að fagna
slíku. — En það verða falskir
hljómar í gleðihrópunum þegar
þau koma fram, eins og þarna
í Mjólkurstöðinni. — Ef nauð-
svnlegt er að láta tilfinningar
sínar í ljósi með ópum, eins og
á veðreiðum, eða knattspyrnu-
leikjum, þá ætti að vera nóg
að klappa fyrir sigurvegurun-
um og þá jafnt hvort hann er
erlendur eða innlendur.
í dag helaur skákmótið á-
fram. — Skákstjórinn ætti þá
að nota tækifærið og biðja á-
heyrendur að láta gleði sína og
óþaría rernbing í Ijós á viðkunn
anlegri hátt, en tíðkast hefir
til þessa á skákmótinu. —
•
- Forstjóri
Tóbakseinkasöl -
unnar.
ÚT af fyrirspurn, sem kom
fram hjer á dögunum um starf
Sigurðar Jónassonar, forstjóra
Tóbakseinkasölunnar, hef-ir
hann látið mjer í tje eftirfar-
andi upplýsingar:
Sigurður sagði upp starfi
sínu í desember s. 1. hjá Tó-
bakinu, en varð að hafa sex
mánaða fyrirvara til að losna
úr starfinu og verður því for-
stjóri til 1. júlí n. k. — Ennþá
hefir honum ekki verið tilkynt
hver verða eigi eftirmaður
hans og því ekki fengið tæki-
færi til að setja hann inn í starf
ið, eða getað á annan hátt geng
ið frá málum í Tóbakinu, þann
ig að ekki komist truflun á
starfsemina. —
Að öðru leyti telur hann ó-
sjer pð láta af störfum þar,
þegar búið sje að ganga frá því
hvernig verði um stjórn fyrir-
tækisins í framtíðinnii
,,.Jeg hefi verið ráðinn for-
stjóri Olíufjelagsins h.f., sem
er aðaleigandi Hins ísl. Stein-
olíuhlut.afjelags og mun það
væntanlega verða' starf mitt
fyrst um sinn“. Þetta er svar
Siguroar Jónassonar.
•
í eftirmiðdagskaffi.
ÞESSA dagana streymir fólk
ið í Sjálfstæðishúsið við Aust-
urvöll til að drekka eftirmið-
dagskaffi. — Það er orðið eins
og í gamla daga, þegar veit-
ingahúsin voru yfirfull af fólki
í eftirmiðdögunum, sem kom
til að fá sjer hressingu, sýna sig
og sjá aðra og hlusta á góða
tónlist.
Aðdráttaraflið í Sjálfstæðis-
húsinu eru þeir Carl Billich
píanóleikari og Þorvaldur
Steingrímsson fiðluleikari, seni
leika fyrir gestina klassiska
tónlist. —
Billich er austurrískur mað-
ur, giftur íslenskri konu. Hann
eignaðist hjer fjölda marga
vini og aðdáendur er hann Ijek
á Hótel Island fyrir stríð.
Eftirmiðdagskaffið í Sjálf-
stæðishúsinu setur sinn svip á
bæjarlífið. Og það var vel tíl
fundið hjá forstjóra veitinga-
hússins að fá hljómlistamenn
til að skemta gestunum.
Veitingamenn hjer í bænum
ættu að gera sjer það ljóst, að
það er hægt að fá gestina til
að koma þegar þeir finna, að
eitthvað er gert fyrir þá. —-
•
Verður páskaferð
í snjó?
SKÍÐAFÓLKIÐ í Reykjavík
er farið að örvænta um að það
komist á skíði á páskunum, en
þá er nærri heil vika frí fra
störfum hjá skrifstofu og versl
unarfólki og fleirum.
Nokkur brjef hafa mjer bor-
ist frá ungu fólki, sem vill ólmt
að efnt verði til ferðar ti-1 ísa-
fjarðar á páskunum, því þar
sjeu góðar skíðabrekkur og
ferðalög Reykvíkinga þangað,
þegar farin hafa verið, hafi
gefist vel. —
Þá er bara að drífa sig í að
koma þessu í kring. Reyna að
fá hentugt skip fyrir sann-
garnt verð. — Það stendur á-
byggilega ekki á fólkinu og
sennilega að færri komist rneð
en vilja. —
Það er ekki til neins að skrifa
meira um þetta. Það er fram"
kvæmdin ein sem dugar.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
-O
„María átfi lífið lamb"
ÞANN 11. febrúar s.l. hjeldu
Bandaríkjamenn hátíðlegt 100
ára afmæli hins mikla hugvits-
manns Thomasar Edison. Hann
fæddist í Milan í Ohio-fylki.
Foreldrar hans hjetu Samuel
og Nancy.
Föðurætt hans var hollensk.
Hafði afi hans, John Edison,
komið til Vesturheims frá Hol-
landi. Hann settist aö í Nova
Scotia og þar fæddist Samuel
sonur hans. Hann átti síðan
heima norðanvið Erie-vatnið,
en varð þar viðrioinn uppreisn
artilraun, og sá sjer vænst að
flytja suður fyrir landamærin.
Settist hann að í Ohio og gift-
ist skömmu síðar Nancy Eliot.
Hún hafði verið kenslukona.
Þau bjuggu í Miían, er þeim
fæddist sonurinn, er skírður
var Thomas. Þar lifði Thomas
I litli sín fyrstu 7 æfiár, og fjekk
þar fyrstu kenslu hjá móður
i sinni. Hún hafði betra lag á að
kenna honum en skólakennar-
ar hans.
Þegar Edison var 11 ára
gsmall byrjaði hann að vinna
t fyrir sjer, sem blaðadrengur.
i SeldLhann blöð í járnbrautar-
lest, einnig bækur og ávexti.
r gerði hann sjer litla hand-
1 pressu og prentaði blað, sem
hann seldi farþegunum. Fjekk
Tmnn að vera með þetta dót sitt
í vngni þeim. sem hafður var
fyrir farangur farþeganna. Þar
byrjaði hann ýmsar tilraunir.
Þetta varð til þess að einn dag
kviknaði í öllu saman hjá hon-
um. Þá varð lestarstjórinn svo
vondur, að hann gaf drengnum
rokna löðrung og fleygði hon- j
um út úr lestinni.
Þá gerðist Edison símritari.'
Við það verk fann hann endur-
bætur á símsenditæki því, sem
þá var notað. Seldi hann „West
ern Union“ þessa nýung sína,
fyrir 40 þúsund dollara. Hafði
hann hugsað sjer, að heimta
5.000 dollara fyrir hana, en
fengi hann ekki svo háa upp-
hæð, ætlaði hann að gera sig
ánægðan með 3,000. Er hann
hafði fengið svo mikla peninga-|
milli handa gaf hann sig allan
við tilraunum til umbóta á ýms
um tækjum. Með Alexander
Graham Bell gerði hann nú
umbætur á talsímanum.
Hann fjekk hugmyndina að
hljóðritanum af leikfangi, sem
hann af hendingu hafði hönd
j á. Það var mynd úr pappa, sem
sett var í hreyfingu, með því
að hrópa í gegnum trekt. Veitti
hann því athygli, að myndin
hreyfðist þeim mun hraðar,
sem hann hrópaði hærra. Datt
honúm þá í .hug, að gera áhald,
sem tæki við hljóðbylgjunum.
Fr hann hafði unnið að til-
raunum þessum í marga mán-
uði, kallaði hann á aðstoðar-
menn sína, til þess að láta þá
sjá árangurinn af erfiði sínu.
Þeir voru mjög forvitnir, en
höfðu litla trú á, að erfiði hans
myndi bera nokkurn árangur.
Hann setti staniolpappír á öx-
ul, sem var látinn snúast og
festi nál við öxulinn, sem nam
við pappírinn. Hrópaði hann
síðan gegnum lúður ,,María átti
lítið lamb“. Flutti hann síðan
nálina til baka og ljet öxulinn
aftur hreyfast. Þegar náli11
straukst að nýju eftir pappírn-
um, heyrðist sagt mjög veikuna
rómi: „María átti lítið lamb“-
Með því var sýnt, að byrjunar-
örðugleikarnir voru yfirunnir.
Hann notaði 40 þúsund doll-
a/a í tilraunir, áður en hann
gat gert fyrsta rafmagnsglóð-
arlampann. Hp.nn var fullgerð-
ur haustið 1879.
En veðmál eitt varð upphaf-
ið að því. að hann tók að gera
kvikmyndir. I Californíu höfðu
tveir menn veðiað um fótaburð
hesta á spretti. Annar þeirra
fullyi'ti að hestar kæmu niður
með alla fætur í einu. er þeir
væru á spretti. Hann Ijet Ijós-
myndasm'ð taka 40 myndir af
hesti á hreyfingu. Edison sá
myndir þessar. og ákvað að
gera mvndir af Kreyfingurn
fólks. Uppaf bví varð kvik-
myndavjelin til.
»