Morgunblaðið - 02.03.1947, Side 12

Morgunblaðið - 02.03.1947, Side 12
12 Sunnudagur 2. mar*, l&ríi Reykjavíkurbrjef Framh. af bls. 9 eftir að Stalin og Hitler urðu vinir. í nálega tvö ár var kom- únistum sagt að vera með nas- istum. Þeir unnu svo trúlega að þeir reyndu ekki aðeins að hafa áhrif á landa sína heldur einnig þá útlendinga, sem hjer voru staddir. Svo hundflatir eru þessir menn í þjónkun sinni við hið erlenda vald og fullkomlega skoðanalausir, þegar því er að skifta. Ef maðurinn með sljófu örv- arnar, sem skrifar í Þjóð- viljann, vill komast hjá því, að gera flokki sínum hneisu, þá ætti hann að draga við sig skrif sín, á meðan hann getur ekki kemið neinni vörn fram fyrir þenna skoðanalausa og af er- lendum mönnum kúgaða flokk sem hann fylgir. Fifnm mínúfna krossgáfan ■ 2 > 4 ma LJi |8 9 12 ■ l) u . ■ ■ io n .= 18 ) SKÝRÝNGAR Lárjett: — 1 Ljúfan — 6 Beita — 8 Hávaði — 10 Ungur ■— 12 Myndast — 14 Tala erl. — 15 Tveir eins — 16 Vond •— 18 Leiðbeint. Lóðrjett: — 2 Smíða —.3 Leysa af hendi — 5 Fleygir — 7 Stríðast — 9 Kvikmyndafje- .lag — 11 Fiskur — 13 Manns- nafn — 16 Greinir — 17 Tónn. Lausn á síðustu krossgátu: Lárjett: — 1 fjall — 6 Ari — 8 aur — 10 tær — 12 nálgast — 14 G. O. — 15 au — 16 oft •— 18 ríflega. Lóðrjett: — 2 jarl — 3 ar — 4 lita — 5 tangir — 7 ertuna — 9 uao — 11 æsa — 13 gafl — 16 of — 17 te. | Bankastræti 7. Sími 6063 j ermiðstöð bifreiðakaupa. I ttbaalóh Nýttveiiingahús, Tjarnarlundur Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri var kjörinn formaður bæjarráðs á síðasta fundi ráðs- ins. Guðmundur Ásbjörnsson varaformaður og Jón Axel Pjeturssoon ritari. Flug, 1. tbl., 2. árg. hefir borist blaðinu. Að vanda er það fjölbreytt að efni og frágangur góður. Á forsíðu er mynd af Douglasflugvjel Flugfjelags ís- lands á lofti. Af efni ritsins má nefna greini'na Auknar flug- samgöngur, auknar afurðasöl- ur, Úr minnisblöðum orustu- flugmanns, frásaga Þorsteins E. Jónssonar sem var flugmað- ur í breska flughernum á styrj aldarárunum. Bogi Þorsteins- son skrifar um hlustunarstöð- ina í Gufunesi. Þá birtist í blað inu framh. af grein Hlyns Sig- tryggssonar um Veðurfræði. Skipafrjettir: — (Eimskip): Brúarfoss kom til Kaupmanna hafnar 27/2 frá Gautaborg. Lagarfoss kom til Hull 26/2 frá Kristiansand. Selfoss er í Kaup mannahöfn. Fjallfoss fer vænt anlega frá Antwerpen í dag, áleiðis til Leith og Reykjavík- ur. Reykjafoss kom til Reykja víkur 25/2 frá Leith, fer á mánudag austur um land og til Leith. Salmon Knot fór frá Reykjavk 9/2 áleiðis til New York. True Knot fór frá Hali- fax 21/2, Væntanlegur til Reykjavíkur á mánud. Becket Hitch fór frá Reykjavík 17/2 áleiðis til New York. Coastal Scout fór frá Halifax í fyrra- dag, áleiðis til Reykjavíkur. Anne er í Kristiansand. Gud- run kom til Leith 27/2 á leið frá Reykjavík til Esbjærg. Lublin var á Akureyri í gær. Horsa fór væntanlega frá Rot- terdam í gær áleiðis til Leith. EINHVERN næstu daga verð ur opnað nýtt veitingahús, sem nefnist Tjarnarlundur og er til húsa í Kirkjustræti 4. Hefir húsakynnum þar verið breytt og færð í nýtísku horf. Er öllu þar smekklega fyrirkomið og salirn ir hinir vistlegustu. Þarna er rúm fyrir 150—200 manns. Gísli Halldórsson hefir teiknað og gert áætlanir að veitingastof unni og farist einkar vel úr hendi. Meðal skreytinga eru 32 vegglampar, útskornir af Rík- harði Jónssyni. Eigendur veitingahússins er hlutafjelag, en í stjórn þess eru Þorvaldur Sigurðsson, kona hans Lára Pjetursdóttir og Ól- afur Þorgrímsson hrlm. Frúin mun hafa stjórn veitingabúss- ins með höndum. Hugmynd eigenda er að þessi staður verði einkum fyrir hádegisverð, síð- degiskaffiveitingar og veislur. Eldhúsi og búri er haganlega fyrir komið. í húsakynnunum eru einn stór salur og tvær stofur, auk rúms fyrir hljómsveit. Á föstudag höfðu eigendur kvöldverðarboð í nýju veitinga sölunum fyrir þá, sem ur.nið hafa að breytingum á húsinu og fleiri. Var þar rausnarlega veitt. Fimm verslunarskóla- stúlkur skemtu með gítarieik og söng, börn gestgjafanna Val- borg og Snorri, ljeku saman á fiðlu og píanó en Baldur Georgs' skemti með búktali. Vill Spánarmálin fekin fyrir á Moskvafundinum —Þægilegl eldhús Framh. af bls. 11 fallegast og skemtilegast, en gólfdúkurinn má ekki vera mjÓ,g ljós, því þá sjer svo fljótt á honum. Hjer hefir veiúð drepið á ýmislegt viðvíkjandi eldhús- búnaði en ckki ber að skilja það svo, að h.jer sje verið að troða einhverjar nýjar braut- ir í þeim efnum, heldur er þetta aðeins tilraun til þess að sýna fram á í stórum drátt um, hvers ber að gæta, hvað eldhúsið snertir, þegar byggð eru ný hús. París í gærkvöldi. TILKYNNT var í París í kvöld, að Georges Bidault, utanríkisráðherra Frakka, hefði fullvissað Hudolfo Llopis, forsætisráðh. spönsku útlagastjórnarinnar, um það, að Frakkar mundu beita sjer fyrir því, að Spánarmálin yrðu tekin til umræðu á fundi utanríkisráðherra * fjórveld- anna í Moskva. — Reuter. PRAG — 156 skæruliðar rjeð ust nýlega á fangelsi í Tjekkó- slóvakíu og frelsuðu 233 póli- tíska fanga. Fjórir menn ljetu lífið í árásinni, en yfirmaður fangelsisins var numinn á brott. Guðm. Ágúsfsson vann l-fiokk fiokka- glímu Rvíkur , í FLOKKAGLÍMU Reykja víkur" sem fram fór í íþrótta- húsi ÍBR við Hálogaland s.l. föstudagskvöld, bar Guðm. Ágústsson, Á, si,gur úr být- um í I. flokki (þyngsta fl.), eftir að hafa fellt FriQirk Guðmundsson, KR, sem var annar og Einar Ingimundar- son, Á, sem var þriðji, en fleiri kepptu ekki í þessum flokki. Glíma allra var þung, en þó var glíman milli Guð- mundar og Friðriks ágæt. í II. flokki voru jafnir að vinningatölu Röghvaldur Gunnlaugss., KR og Kristján Sigurðsson, Á, með tvo vinn- inga hvor (keppendur voru 4), en Rögnvaldur vann, er þeir kepptu til úrslita. Sig- urður Sigurjónsson, KR og Ágúst Steindórsson, KR, sem báðir hlutu einn vinning, kepptu um þriðju verQlaun og vann Sigurður. Var glím- an í þessum flokki yfirleitt góð. í III. flokki var Ólafur Jónsson, KR, með 5 vinninga, Andrjes Sighvatsson, Á, með 4, Sigurður Hallbjörnsson, Á, með 3, Aðalsteinn Eiríkisson, KR, með 2, Einar Markússon, KR, 1 og Sjgurjón Hallbjörns son, Á, 0. Glíman var best í þessum flokki og drengja- flokknum. í drengjaflokknum bar Ár mann J. Lárusson, UMFR, sigur úr býtum, með 7 vinn- inga. Hann er 14 ára. Næstur var Jón Antoníusson, Á, með 6-)-1+1 vinning, 3. H;waldur Sveinbjörnsson, KR, 6+1, 4. Gunnar Ólafss., UMFR, með 6 vinninga, 5. Þorstein Kristjánsson, Á, 4 vinninga, 6. Bra,gi Guðmundsson, KR, 3 vinninga, 7.—8. Hilmar Sig- urðsson, UMFR, og Bragi Guðnason, UMFR, með 2 v. og 9. Sigurður Sæmundsson, UMFR, engan vinning. Vakti drengjaglíman mjög mikla athygli og spáir góðu um framtíð þessara ungu glímumanna. | Alra. Fasteignasalan i I Bankestrætl 7. Síml 6063. f § er miÖstðB fasteignakaupa. i . Utvarpið í DAG. 8.30—9.00 Morgunútvarp. 11.00 Messa í Dómkirkjunr (sjera Jón Auðuns). 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi: Um áfengismáli (Páll Þorsteinsson alþingis maður). 14.00—16.25 Miðdegistónleika (plötur): Óperan Rigolétl etir Verdi. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Barnatími (Þorsteinn C Stephensen o. fl.) 19.25 Tónleikar: Tilbrigði efi ir Arensky (plötur). 20.00 Frjettir. 20.20 Einleikur á cello (Þói hallur Árnason): Tilbrigi eftir Beethoven um stef eft Haydn. 20.35 Erindi: Deilan um Suðui Slesvík, II. (Martin Larse sendikennari). 21.05 Tónamessa eftir Bac Páll ísólfsson o. fl.) 22.00 Frjettir. 22.15 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Á MORGUN. 18.30 íslenskukensla, 2. fl. 19.00 Þýskukensla, 1. fl. 19.25 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Tennurnar .c menningin (Valtýr Albert son læknir). 20.55 Ljett lög (plötur). 21.00 Um daginn og vegir (Jón Helgason blaðamaður 21.20 Útvarpshljómsveitin; • Dönsk alþýðulög. — Einsöi ur (frú Þórunn Þorstein dóttir): a) Heiðin há (Sig Kaldalóns). b) í rökkur: (Björgvin Guðmundsson).- c) VedRondane (Grieg). ( Millom rosor (sami) e) St wie die Nacht (Bohm). 21.50 Lög leikin á harpsiko: (plötur)1 22.00 Frjettir. 22.15 Ljett lög (plötur). ■ Verða Brelar áfram Grikklandi um skeið Washington í gærkvölc SAMKVÆMT áreiganle um heimildum, hefur Band ríkjastjórn farið fram á þ við bresku stjórnina, að hi flytji ekki að svo komi brott öryggislið sitt frá Gri) landi. Mun bandaríska stjó in hafa gefið góðar vonir ui að Bandaríkin veiti Bretu fjárhagslega aðstoð í .sai bndi við setulið þeirra í Grii landi. — Reuter. » I-f a a .a a a Effir Robert Storm MV OWN BROTMER, A TOP ÖPECIAL AöENT, Ö0E5 HAVWlRE AND E-UöAR^ UP ON A MURDERE45! T, WHAT DOE0 A 6U'V VO, IN A CA5E LIKE THlö? NQTHlNð THAT I LEARNED AT GUANTICO e-EEMí- TO Bing, sem heldur að hann hafi fundið Phil Cor- rigan, bróður sinn, með Sherry, hugsar: Hvað ger- ir maður, þegar svona stendur á? Sjálfur bróðir minn, einn af bestu mönnum leynilögreglunnar, orðinn bilaður og skotinn í morgingja. Og nú þarf jeg að handtaka þau bæði! En fyrst verð jeg að komast að því, hvort Phil hafi gert þetta viljan og er hann með öllum mjalla? Jæja, það er b< að ljúka þessu af.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.