Morgunblaðið - 09.03.1947, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 9. mars 1947
Kvenfjelag HaHgrímskirkju
fimm ára
r --------
i ' m
JEG skal cngum getum að
því leiða, hvernig síðari tím-
ar munu dæma um starf Hall-
grímssóknar í heild sinni á
iþessum fyrstu árum 'eftir stofn-
un safnaðarins. Sjálfsagt má
rnargt finna að, hvort sem rætt
er um presta, sóknarnefnd eða
söfnuð. Verkefnin, sem okkur
voru á hendur falin, voru og
eru vandasöm, auk þess sem
ýmsir örðugleikar hafa orðið á
vggi okkar, sem aðrir söfnuðir
landsins hafa komist hjá.
En nú, þegar kórkapella Hall
grímssóknar er að komast und-
ir þak, er þó einum mikilvæg-
um áfanga náð, og eru nú marg
ir bjartsýnni en áður'á fram-
líðina. En þess ber þá líka að
minnast, áð margir, bæði innan
safnaðar og utan, hafa stöðugt
haldið í horfinu, og aldrei látið
óþægindi og örðugleika aftra
sjer frá því að starfa að málefni
Halgrímskirkju, í þeirri trú, að
hún hefði háleitt hlutverk að
inna af hendi. I þessum hópi
eru konurnar, sem fyrir fimm
árum bundust samtökum sín á
milli í kvenfjelagi Halgríms-
kirkju, og hafa á þeim árum, er
síðan eru liðin, haldið fjelags-
starfinu áfram af miklum dugn
aði.
Starfsemi fjelagsins hefir ver
ið með svipuðum hætti og störf
ýmsra annara fjelaga, er vinna
ó sama grundvelli. Það hefir
sýnt viðleitni til þess að haga
fundum sínum þannig, að bæði
væri nokkuð til skemmtunar",
fræðslu og uppbyggingar. —
lÁhuginn á málefni kirkjunnar
hefir þó verið driffjörðin. Hef-
ir fjelagið sett sjer það mark
að stuðla að fegrun kirkjunnar
að innan, og er þar með talinn
messuskrúði og altarumbúnað-
ur.
Atti það nú í sjóði við nýaf-
staðinn aðalfund kr. 146335.64.
Auk þess á Minningarsjóðurinn
kr. 2305,27, Áheitasjóður Þur-
íðar Ólafsdóttur kr. 3659,80, og
Skrúðasjóðurinn kr. 6184,10. —
Hefi jeg það fyrir satt, að kven
fjelagið sje að láta gera hinn
fegursta messuskrúða handa
kirkjunni. Þó munu þær ekki
hafa í hyggju að skerða skrúða-
sjóðinn fyr -en hann er orðinn
10000.00, til þess að hann geti
haldið áfram að stækka og á-
vaxtast, þótt nokkuð sje af hon
um tekið. Væri æskilegt að sjóð
ur sá gæti náð þeirri upphæð
sem allra fyrst, þv íað vonandi
verður þes skamt að bíða að
hægt sje að messa í kirkju/
Upphaflega er sá sjóður mynd
aður með ágóða af sölu á ljóði
■efftr Guðrúnu Jóhannsdóttur,
og lagði eftir Nóa Kristjánsson.
Gáfu þau bæði ljóðið og lagið.
Eins1 og vænta má eru fje-
lagskonur flestar tilheyrandi
Halgrímssöfnuði, en allmargar
eru í öðrum sóknum og jafnvel
einhverjar utanbæjar. Samkv.
tillögu frá ffú Vigdísi Eyjólfs-
dóttur á síðasta aðalfundi ákvað
fjelagíð að veita æfifjelögum
viðtöku framvegis, einnig þótt
um búsetu annarstaðar sje að
ræða, sökum þess að víða er lit-
ið svo á, að Halgrímssókn sje
landshelgidómur, sem öll þjóð-
in standi að.
Fyrsti formaður fjelagsins
var frú Guðrún Jóhannsdóttir
frá Brautarholti. Þá tók við frú
Magnea Þork(eil,sdóttir.
Stjórn fjelagsins skipa nú:
Frú Þóra Einarsdóttir form., frú
Stefanía Gísladóttir gjaldkeri,
frú Anna Ágústsdóttir ritari,
frú Þórunn Kolbeins, frú Jón-!
ína Guðmundsdóttir, frú Vig-
dís Eyjólfsdóttir og frú Emilía
Sighvatsdóttir.
Næstk. mánudagskvöld mun
fjelagið efna til afmælisfagnað-
ar í Breiðfirðingabúð. Það ger-
ir kvenfjelagið raunverulega á
hverju ári. En jafnan finnst
mönnum meira til afmælisdaga
koma, ef aldurinn stendur á
hálfum eða heilum tug. Mest er
þó vert um hitt, að á þeim 5
árum, sem liðin eru, hafa marg
ar konur lagt fram vinnu sína
við eitt og annað, sem fjelag-
inu var hagur í, og að þetta sam
starf miðar til framgangs mál-
efni,*er full nauðsyn er á, að
unnið sje að, frá hvaða sjónar-
miði, sem á er.litið.
Þökk fyrir starfið. Guð blessi
framtíð fjelagsins.
Jakob Jónsson.
Hjálp til fámennra
heimila
FRÚ Auður Auðuns flutti
nokkrar breytingartillögur við
fjárhagsáætlunina, ásamt frú
Guðrúnu Jónasson og gerði
grein fyrir þeim á fundi bæj-
arstjórnarinnar á fimtudaginn.
Ein var sú að tillag bæjarsjóðs
til Hallveigarstaða yrði 75 þús.
kr. fyrir 50 þús. kr., sem var í
frumvarpinu. Sagði frúin að í
fyrra hefði 50 þús. kr. verið
settar á frumvarpið, en hún
hefði þá flutt samskonar hækk
unarlillögu og fengið hana sam
þykta.
Þá gerði hún það að tillögu
sinni að Ráðningastofa Reykja
víkur tæki upp nýja starfs-
grein. Að útvega heimilum
hjálp dag og dag eða stund og
stund úr degi, til þess að gæta
heimila eða barna, þegar hús-
mæður þyrftu að bregða sjer
frá. Sagði hún að slík tilhögun
hefði gefist vel víða, eldri kon-
ur, sem hefðu litlum störfum
að gegna byðu sig fram til þess
háttar gæslu. Þetta gæti verið
þeim nokkur tekjulind og jafn
framt tilbreyting. Vissulega
þyrfti að ganga úr skugga um
að konur þær, sem tækju slíka
gæslu að sjer, væru vandaðar
í alla staði. En í ekki mann-
fleiri borg en Reykjavík er
ætti að vera hægt að ganga úr
skugga um það.
Þá gerði hún það ennfremur
að tillögu sinni; að bærinn rjeði
hjálparstúlkur til þess að taka
að Sjer húsverk og umsjón á
fámennum heimilum, þar sem
húsmóðirip. veiktist eða for-
fallaðist á annan hátt.
Voru allar þessar tillögur
samþj'kþir með samhljóða at-
kvæðum.
Tveir nýir heiðurs-
fjelagar ÍSÍ
Á 35 ára afmæli sínu sýndi
íþróttasamband íslands tveim-
ur kunnum íþróttafrömuðum,
Minningarorð um
Kristján Arinbjarnar
hieraðslæknir
Matthías Einarsson.
þeim Matthíasi Einarssyni,
Iækni og L. H. Miiller, kaup-
manni, þann mest heiður, sem
I. S. I. getur veitt, með því að
, - ,s
L. 11. Miiller.
kjósa þá heiðursfjelaga sam-
bandsins. Báðir þessir menn
hafa unnið frábært brautryðj-
endastarf í þágu íþrótanna og
í: S. í.
Greinileg og fijót
sonnun
í GREIN Jóns Pálmasonar á
fimtud. var þess meðal ann-
ars getið, að yfir hafi staðið
rannsóknir og ákærur á ýmsa
helstu menn Framsóknar-
flokksins. „Sjeu þeir tortrygðir
og vanvirtir svo að furðu sæti“.
Halldór sálmaskáld!!! birti
illyrði í Tímanum í fyrrad. út
af þessu og fleiru og heimtar
sannanir. Jón og aðrir sæmileg
ir menn fyrirlíta Halld. þenna,
og telja hann langt frá því að
vera svara verðan, eins og áð-
ur hefur verið lýst hjer í b}að-
inu. En núna kom sönnunin úr
annari átt fyrir urnmælum Jóns
og það sama daginn sem sálma
skáldið heimtaði sannanir. Þær
birtust í riti Jónasar Jónsson-
i
ar, sem ut kom í fyrrad. Þar er ,
skýrsla um 30 Framsóknar-
menn og er vafalaust meira til. j
Hafa nöfn sumra þessara verið
færð undir eiturkrossinn hjá j
Tímaliðinu, eins og baneitruð,
efrá hjá læknum og lyfsölum
og eins og svikarar hjá skoð-
unarmönnum Karakúlpestar- (
innar. Er þetta og fleira til um
hugsunar fyrir ókunnuga Fram
sóknarmenn. i
HANN 1 jest í Landspítal-
hinn 5. þ. m. eftir stutta legu.
Banamein hans var blæðandi
magasár. Hafði hann kent
sjúkdóms síns um nokkurra
mánaða skeið, en öllum er til
þektu mun hafa komið hið
skyndilega fráfall hans mjög
á óvart.
Kristján var fæddur i
Reykjavík 8. okt. 1892. For-
ddrar hans voru Arinbjörn
Sveinbjarnarson bókbindari
og kona hans Sigríður Jakobs
dóttir frá Kolbeinsstöðum á
Mýi'um. Stúdentspróf tók
Kristján árið 1913 og kandi-
datspróf í iæknisfræði frá
Háskólanum hjer árið 1918.
Gerðist þá strax staðgöngu-
maður hjeraðslæknisins á ísa
firði í eitt ár, en fór síðan til
útlanda og dvaldi um tveggja
ára skeið við framhaldsnám á
sjúkrahúsum bæði í Dan-
mörku og Noregi. Lagði hann
einkum stund á skurðlækn-
ingar. Er hann kom aftur
hingað heim var hann um
tíma staðgöngumaður þjer-
aðslæknanna, bæði í Sauðár-
króks og Blönduóss læknis-
hjeraði. Áiáð 1922 var hann
settur hjeraðslæknir í Blöndu
ósshjeraði og fjekk veitingu
fyrir því hjeraði árið eftir.
Árið 1931 var hann sliipaur
hjeraðslæknir í ísafjarðar-
hjeraði og gegndi jafnframt
störfum yfirlæknisins . við
sjúkrahúsið þar.
Árið 1941 sótti hann um
Hafnarfjarðarlæknishjerað og
fjekk veitingu fyrir því.
Fiutti hann þamgað árið eftir,
og gengndi því starfi til
dauðadags.
Af þessu stutta æviágripi
er ljóst, að þótt Kristjáni yrði
eigi lengra lífs auðið, þá er
hjeraðslæknisstarf hans bæði
langt og óvenjulega merki-
legt. Á unga aldri leitaðist
hann,við að búa sig sem best
undir þetta starf og endur-
teknar utanferðir til fram-
haldsnáms juku á þekkingu
hans.
Hann varð líka brátt einn
af þeim hjeraðslæknum. sem
dáðir voru af hjeraðsbiium
sínum. Munu allir fúslega.
hafa leitað til hans jafnvel oft
með margt annað og fleira. en
sjúkdóma sína.
Kristján ljet mikið til sín
taka sem skurðlæknis. í öll-
um þeim hjeruðum, sem hann
þjónaði voru sjúkrahús. Lá
þar að jafnaði margt siíkra
sjúklinga og varð hann oft,
oinkum á smærri sjúkrahús-
unum að framkvæma hinar
örðugustu skurðaðgerðir með
ófulljvegjandi aðstoð. Mun
öllum kunnugt, er til þektu
með hve mikilli kostgæfni og
samviskusemi hann stundaði
þessa sjúkiinga sína, og hve
mjög þeir voru í huga hans,
er hann ef til vill var kallað-
ur í Iön,g og örðug ferðalög
cr verst gegndi.
Kristján var kvæntur Guð-
rúnu Tulinius, dóttir Otto
útgerðarmanns Tulinius frá
Akureyri. Var heimili þeirraj
hjóna ávalt rómað mjög fyr-
ir sjerstaka gestrisni og glað-
værð. Þrátt fyrir hin þreyt-
andi störf hjeraðslæknisins,
var Kristján síkátur og gam-
ansamur og hafði nautn af
því að sitja á meðal gesta;
sinna og ræða við þá. Muií
viðmót beggja þeirra hjónaj
á heimili þeirra. vera hverj-
um þeim ógleymanlegt, ei!
þekti vel til.
Mikill harmur er kveðinnj
að konu Kristjáns og sonum
þeirra hjóna við hið sviplegai
fráfall hans. Læknastjettin á
að baki að sjá einum af sínunj
áhugasömustu crg bestu fjelögj
um, er einkum á síðari árum
hafði margt gott til lækna-
samtakanna að leggja. Og
þjóðin öll hefir fyrir tíma
Jfram, mist einn af sínum bcst
mentuðu og traustustu hjer-
aðslæknum.
Blessuð sje minning hans.
Sigurðut Sigurðsson.
Æskulýðshöllin
BÆJARSTJÓRNIN hefur
verið ákveðin í afstöðu sinni
varðandi byggingu Æskulýðs-
hallar í Reykjavík. Fyrir ligg-
ur samþykt bæjarstjórnarinn-
ar um það, að hún sje reiðu-
búin að leggja fje að mörkum
af sinni hálfu, til þessa máls,
enda komi framlag ríkissjóða
á móti.
Jóhann Hafstein skýrði frá
þessu á bæjarstjórnarfundin-
um, og kvaðgt hafa lagt fram
á Alþingi nú frumvarp um'
byggingu Æskulýðshallar, sem
flutt var á síðasta þingi af fyr-
verandi borgarstjóra, en náði
þá ekki fram að ganga.
Svohljóðandi tillaga var sam
þykt:
Bæjarstjórn ályktar að skorst
á Alþingi að samþykkja frum-
varp það um æskulýðshöll, sení
liggur fyrir þinginu, og að
veita fje af sinni hálfu í fjár-
lögum til að hefja framkvæmd
ir, enda er bæjarstjórnin reiðu
búin til að veita fje úr bæjar-
sjóði til byggingar æskulýðs-
hallar jafnskjótt og Alþingi
veitir sinn stuðning.
Sagði hann, að leggja bærl
áherslu á.'hð fá þetta mál af-
greitt á Alþingi