Morgunblaðið - 26.03.1947, Page 2

Morgunblaðið - 26.03.1947, Page 2
2 Miðvikudagur 26. mars 1947i MORGUNBLAÐIÐ I Innarnýsköpunar- togarinn kominn TOGARINN Helgafell, RE- 278, sem er annar nýsköpun- artogarinn, kom hingað til Eeykjavíkur í gærmorgun, eftir fjögra sólarhringa sigl ingu frá Hull. Eigandi Helga fells er samnefnt hlutafjelag hjer í bæ. Helgafell er bygður eftir Sömu teikningum og b.v, Ingólfur Arnarson. Á leið- inni frá Englandi hrepti skipið slæmt veður og náði veðurhæðin 9 vindstigum. — Skipstjórinn, Þórður Hjör- leifsson, skýrði s.vo frá, að skipið hefði farið vel í sjó, enda þó að sjólag hafi verið slæmt. Skipið var með 160 smál. af sementi, og með eldsneytisforða var það á hleðslumerkjum fyrir vöru- flutninga. Strax í gær hófst vinna við að setja lýsisvinsluvjelar skipið og að búa það undir fyrstu veiðiför sína. Búist er við að togarinn fari á veiðar fyrir hátíðar. Eins og fyr segir er skip- stjóri Helgafells Þórður Hjörleifsson. Fyrsti stýri- maður er Pjetur Guðmunds son og yfirvjelstjóri er ósk ar Valdimarsson. Bandaríkin munu ræða Grikklands- málin í Öryggisráði Washington í gærkvöídi. WARREN AUSTIN, öld- þngardeildarþingmaður, full- trúi Bandaríkjanna í öryggis ráðinu, sagði frjettamönnum í dag, er hann kom af fundi T’rumans forseta, í Hvíta hús inu, að á fundi öryggisráðs- ins n.k. föstudag, mundu, Bandaríkin birta ráðinu skoðanir sínar á Grikklands- málunum. Austin sagði, að þettá mundi að öllum líkind- um gert í sambandi við um- ræður ráðsins um ástandið í norður hjeruðum Grikklands.. Wavell segir erfift aS vera varakonungur London í gær. WAVELL lávarður, fyrver andi varakonungur Indlands, kom fiugleiðis til London í <íag frá New Dehli í Indlandi. Kona Wavells var með hom um, en á móti honum tóku meðal annars þeir Pathric Lawrence lávarður og A. V. ^Álexander, landvarnamála- ifáðherra. ; í stuttu blaðaviðtali, sem lávarðurinn átti skömmu eftir heimkomuna, sagði hann meðal annars, að varakon- Ungsstarfið hefði verið „það hrfiðasta, en jafnframt eftir- tektarverðasta verkefni", siem hann nokkurntíma hefði orðið að leysa af hendi. Um Indland sagði lávarð- urinn, að landið ætti enn eft- ir að yfirstíga ýmsar hættur, en það væri von sín, að það hjeldi áfram að vera sam- einað og hjeldi nokkru safn- þándi við Bretland. Sveinn Benediktsson: Síldnrverksmiðjurnar verða að vera í lagl í sumar Síðari grein Bygginganefnd SR var skip- uð í byrjun maí-mánaðar 1945 af Áka Jakobssyni þáverandi atvinnumálaráðherra, til þess að standa fyrir byggingu hinna nýju síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði og Skagaströnd, sem Alþingi hefur ákveðið með lögum aS reisa skv. tillögum stjórnar Síldarverksmiðja rík- isins. Mótsagnakendar áætlanir bygginga- nefndar. — Bygg- , ingakostnaður fer 14 miljónir fram úr áætlun 4. apríl ’46. Vorið 1946, þegar tæpir þrír mánuðir voru þangað til að nýju verksmiðjurnar áttu að vera tilbúnar til síldarvinnslu, áætlaði bygginganefndin kostn aðinn við byggingu nýju verk- smiðjanna kr. 26.298.079,07, og frá þeirri upphæð drægist tals- verður kostnaður, vegna stækk unar S R 30. Hinn 30. nóvember 1946 tel- ur bygginganefndin kostnaðinn munu nema um kr. 38.000.000.- 00, án nokkurs frádráttar, enda eru þá ekki enn öll kurl komin til grafar. Rjett hefði verið að áætla kostnaðinn rúmar 40 miljónir króna. Sjómenn og útgerðarmenn spyrja um orsökina til þessa gíf urlega umfram kostnaðar. Áttu verksmiðjurnar ekki að vera til búnar eftir þrjá mánuði samkv. skriflegri yfirlýsingu bygginga nefndarinnar, þegar á^etlunin var gerð? Þegar svo stóð á átti ekki að geta skakkað miklu ,ef bygginganefndin hefði haft þá yfirsýn yfir verkið, sem krefj- ast verður af þeim, sem fvrir slíkum fra'mkvæmdum er trúað. Frásagnir bygginganefndar-1 innar um framkvæmdir hennar og byggingamál verksmiðjanna hafa verið villandi og mótsagna kendar. Daginn eftir Alþingiskosn- ingarnar í sumar ljet bygginga- nefndin hafa eftir sjer í til- kynningu frá atvinnumálaráðu- neytinu, er birtist í Þjóðviljan- um og útvarpinu: „Má nú teljast full vissa fyr- ir því, að hægt verði að koma gang bæði verksmiðjunni á Siglufirði og í Höfðakaupstað upp úr miðjum n. k. júlí“. Hinn 27. júlí s. 1. skýrðu þeir ormaður bygginganefndar, Trausti Ólafsson, og Þórður Runólfsson frá því á fundi, sem þeir áttu með stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins á Siglu- firði: „að nefndin gæti ekki afhent síldarverksmiðjurnar á Skaga- strönd og Siglufirði, sem til- búnar í sumar og naumast fyrr en næsta.vor. Alt hefði verið miðað við að koma verksmiðj- unum af stað sem fyrst og mætti vænta, að við reynslu kæmi í Ijós ýmislegt, sem þyrfti að breyta, lagfæra og ljúka við. í sumar yrði haldið áfram að fullgera verksmiðjurnar eftir því sem hægt væri“. Hinn 19. febrúar s. 1. kemur andi Munchausens sáluga yfir bygginganefndina og hún gef- ur út þann boðskap til Alþingis, að nýju verksmiðjurnar hefðu getað unnið 400 þúsund mál s. 1. sumar, ef næg síld hefði bor- ist. Vinnsla í nýju verk- smiðjunni á Siglu- friði sumarið 1946. Byrjað var að taka á móti síld í þró SR-46 hinn 14. ágúst s. L, en móttaka stöðvaðist strax vegna ólags á löndunar- krönum og næstu daga var allt af annar og stundum báðir kranarnir bilaðir, svo _að mun minna var landað í þrærnar hjá SR-46, en myndi hafa verið, ef löndunariæki hefðu verið í lagi. Hinn 19. ágúst haféi verið landað 5858 málum. Ákvað bygginganefnd þá að setja í gang kl. 6 s. d. 19. ágúst og byrja að taka síld inn í verk- smiðjuna til vinslu. Fyrsta síld var þó ekki tekin fyrr en kl. 10 um kvöldið, og vannst lítið og varð fljótlega að stöðva aft- ur. \^ar svo verið að setja í gang og stöðva aftur eftir lengri eða skemmri tíma, þar til 27. ágúst, að lokið var að bræða þessi 5858 mál. Talsverður hluti mjölsins var brennciur. Var síðan unnið að lagfær- ingum í nokkra daga. Vinnsla var hafin að nýju 2. september að morgni, pr safnast höfðu fyrir um 5 þúsund mál í þrærn- ar, og var bræðslu lokið síð- degis 5. september. Alls höfðu þá verið unnin í Verksmiðjunni í sumar 11292 mál. Vegna þess, að verksmiðjan var ófullgerð í vertíðarlok, og vegna þess, hve margt þurfti lagfæringar, er ekki sjáanlegt, að verksmiðjan hefði getað unn ið neitt sem heitir meira af síld s. 1. sumar, þótt það hefði þýtt, að annars hefði orðið að moka síldinni í sjóinn. Nýja síldarverksmiðj an á Skagaströnd. Þessi verksmiðja var sett í gang til reynslu að kvöldi 1. ágúst. Eftir tvær klukkustund- ir var verksmiðjan stöðvuð aft- ur og bað- bygginganefndin um frest til 5. ágúst til ýmissa lag- færinga. Hinn 7. ágúst var lok- ið við að vinna þau-3950 mál, sem verið höfðu í þróm verk- smiðjunnar, er vinsla hófst. Starfað var áfram að ýmsum lagfæringum. Hinn 20. ágúst var verksmiðjan reynd á 2360 málum og þau unnin á 11% klst. Hinn 1. sept. voru unnin 592 mál í verksmiðjunni, en ekki var þó hægt að fullvinna síldarmjölið fyrr en daginn eft- ir. Alls vóru unnin í verksmiðj- unni í sumar 6903 mál. Afkastamöguleikar þessarar •verksmiðjú í sumar, ef næg síld hefði verið fyrir hendi, má nokkuð marka af skrám, sem Þórður Runólfsson byggingar- nefndarmaður, og Hilmar Kristjánsson, framkvstj. síldar- verksmiðja ríkisins, sönftlu hinn 13. okt. s. 1. yfir 75 verkefni, sem biðu úrlausnar í sambandi við verksmiðjuna á Skaga- strönd. Mörg þeirra verkefna eru svo stórvægileg, að verk- smiðjan verður ekki rekin svo í nokkru lagi sje, nema þau verði lagfærð. Svipað var ástand nýju verk- smiðjunnar á Siglufirði í lok síldarvertíðarinnar s. 1. sumar. Mörg þessara atriða, einkum hin smærri, hafa nú verið leyst, en mörg eru þó óleyst Vafasamt að nýju verksmiðjurnar verði í Iagi í sumar. Stjórn SR bauð byggingar- nefnd með brjefi dags. 26. febr. s. 1. aðstoð og samvinnu til þess að reyna að tryggja eftir föng- um, að nýju verksmiðjurnar yrðu í reksturshæfu ástandi á komandi síldarvertíð. í brjefinu telur stjórn SR vafasamt, að nýj'u verksmiðjurnar verði í fullkomlega reksturshæfu á- standi á komandi síldarvertíð, jafnvel þótt nú þegar verði gert allt, sem hægt er til þess að vinna að því, að svo megi verða. Þetta sje ekki öruggt vegna þess, hve útvegun sumra vjela- hluta, efnis og lagfæringar á alvarlegum ágöllum pg sumar byggingarframkvæmdir hafa dregist á langinn. Andvaraleysi byggingarnefndar. Strax eftir að framangreint brjef var skrifað hóf bygginga- nefndin ádeilur í blöðunum á stjórn SR. Hinsvegar hefir enn sem komið er lítið sem ekkert orðið úr framkvæmdum til þess að leysa hin óleystu verkefni. Meðal annars hafa aðfinslur stjórnar SR um frágang og gerð hinna nýjú mjölhúsa á Siglu- firði og á Skagaströnd verið virtar að vettugi. I brjefi dags. 5. þ. m. segir bygginganef ndin: „Fær bygginganefndin ekki sjeð, að ástæða sje til þess að vera svo kvíðinn, sem stjórn SR er, um það að takast megi, nema með sjerstökum ráðum, að ljúka því sem eftir er í sam- bandi við hinar nýju verksmiðj ur“. Stjórn SR telur bins vegar að gera þurfi tafarlaust sjer- stakar ráðstafanir til þess að Þyggja það, að verksmiðjurn- ar verði fyllilega reksturshæf- ar fyrir næstu síldarvertíð, þannig að þær vinni með sem næst þeim afköstum, scm þær eru bygðar fyrir. Ennfremur að seinagangs og andvaraleysis hafi gætt hjá bygginganefnd- Framh. á bls. 11 Frá Búnaðarþingi í BÚNAÐARÞINGI hafa venjulega verið tveir fundir á dag og hafa mörg mál þegar verið afgreitt. í gær lauk þriðju umræðu um íjárhagsáætlun B. í. fyrir 1947 og 1948. Vænt- anlega lýkur þinginu eftir fáa daga. Fundur hefst í dag kl. 10 í Góðtemplarahúsinu og er bú- ist. við að hann standi meirl part dagsins. í sunnudaginn fóru Búnaðár- þingsfulltrúar í ferðalag um ná » grenni Reykjavíkur. Var fyrst farið inn að Elliðaám og skoð- uð hin miklu jarðávaxta- geymsluhús Jóhannesar Helga- sonar, „Jarðhúsin“ og sagði Jó- hannes frá öllu viðvíkjandi notkun þeirra. Þaðan var farið til Hafnar- fjarðar og skoðuð rafmagnselda vjelaverksmiðjan „Rafha“, og þarnæst setið í boði hjá Gunn- laugi 'Kristmundssyni sand- græðslustjóra, sem lætur nú* af störfum um næstu mánaðarmót eftir langt og heillaríkt starf. —< Að síðustu var komið í hið nýja hraðfrystihús í Hafnarfirði, og þótti ferð þessi í alla staði hin fróðlegasta. Mánudagskvöld hafði ríkis- stjórnin boð inni fyrir Búnaðar- þingsfulltrúana í Oddfellowhús inu og stýrði Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráðherra hófinu sem fór hið besta fram og eft- ir borðhaldið sýndi Vigfús Sig- urgeirsson kvikmyndir úr ferð Forseta Islands um landið. B. Í.L. móbnælir lækkun framlags til bókmennta og lista Frá stjórn Bandalags ísl. listamanna hefir blaðinu bor- ist eftirfarandi, sem sent var Alþingi’: ÞAÐ er almennt viðurkennt að vegur íslands og sómi háfi byggst, byggist enn og muni framvegis býggjast á þeim menningarafrekum þjóðarinnar sem einkum eru bundin list og skáldmennt; að list og skáld- mennt eru hið eina, sem þessí þjóð getur miklast af; að list og skáldmennt voru þeir hlutir, sem af stórveldum heimsins voru taldir höfuðrök þess, að íslendingar ættu skilið að heitci sjálfstæð þjóð. Samtök íslenskra listamanná og skálda leyfa sjer þessvegna í nafni tilverurjettar íslensku þjóðarinnar að skora á ís- leríska ríkið að gera ekki þann’ óvinafögnuð að klípa nú af þeirri fjárhæð, sem veitt hefii* verið á fjárlögum Alþingis, vegna þeirra hluta sem öllum öðrum fremur hafa skapað okk- ur tilverurjett sem þjóð í þessu landi; þeirra hluta sem eru höf- uðrök sjálfstæðis okkar, svö innávið sem útávið: íslenskra lista og skáldmennta. Tekur upp þingsförf | LONDON: — Herbert Morri- son, sem veikur hefir verið að undanförnu, er nú kominn af sjúkrahúsi. Þess er vænst, að hann geti tekið upp þingstörf á ný eftir páskana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.