Morgunblaðið - 26.03.1947, Blaðsíða 6
MOEGUNBLAÐít)
Miðvíkudagur 26. mars 1947
«1
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á “taiánuði innanlands.
kr. 12,00 utan-lands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Afgreiðsla fjárlaganna
UMRÆÐURNAR um fjárlagafrumvarpið fyrir árið
1947, sem fóru fram á föstudag og laugardag í síðustu
viku voru á ýmsan hátt athyglisverðar.
Það kom greinilega fram í ræðum formanns fjárveit-
inganefndar Gísla Jónssonar, að sakir verða eigi með nein-
um rjetti færðar á hendur nefndinni fyrir það, að svo
mikill dráttur og óvenjulegur hefir orðið á afgreiðslu f jár-
laganna. Þar er því um að kenna, að fyrverandi ríkis-
stjórn fjell á síðasta hausti og svo langan tíma þurfti til
þess að fá samtök um nýja stjórn.
Samkvæmt tillögum fjárveitinganefndar, sem Alþingi
hefir nú flestar samþykt, eru rekstrargjöld ríkisins á þessu
ári áætluð um 198 miljónir króna, en tekjurnar 167 milj.
króna. Fáeinar af tillögum nefndarinnar voru teknar aft-
ur til 3. umræðu, en eigi mun það stefna til lækkunar út-
gjaldanna á rekstursreikningi.
Það kom fyrir við umræðurnar, að andstæðingar fyr-
verandi ríkisstjórnar 1 fjárveitinganefnd notuðu tækifær-
ið til þess að mála fjárhagsástandið mjög dökkum litum,
og álasa fjárveitingavaldinu fyrir frábæra ógætni. Mátti
helst á þeim skilja, að allt væri þetta sök fýrverandi rík-
isstjórnar, og einkum fjármálaráðherra hennar. Ómaði í
ræðum þeirra bergmálið af hrunstefnusöng Tímans. Gísli
Jónsson, formaður og framsögumaður fjárveitinganefnd-
ar svaraði þessum mönnum með sterkum rökum og mikl-
um skörungsskap. Hann sýndi fram á, að þeir hefðu und-
irritað nefndarálit fjárveitinganefndar án athugasemda
Samkvæmt tillögum nefndarinnar væru gjöld ársins áætl-
uð nálega 200 miljónir króna og þeir, sem nú gerðu at-
hugasemdir, hefðu að minnsta kosti ekki síður en aðrir
nefndarmenn, staðið að því, að hækka gjöldin.
Síðan nefndi framsögumaður fjölda dæma'úr tillögum
nefndarinnar um stórar fjárupphæðir til alls konar fram-
kvæmda og framfaramála, sem engin brýn nauðsyn ræki
til að leggja nú í. Síðan sýndi hann fram á það með töl-
um svo ekki var um að villast, að aldrei hefði fyr verið
ákveðið svo mikið fje á fjárlögum sem nú til umbóta í
ýmsum myndum.
Hvers vegna telja þeir menn, sem mest tala um fjár-
málaógætni, allt þetta fært nú?, spurði framsögumaður
síðan. Svarið lá beint við: „Það er af því, að þeir taka
ekkert mark á sínum barlómsboðskap og sínum ásökun-
um á fyrverandi ríkisstjórn“. Þeir vita, að á síðasta ári
varð tekjuafgangur á rekstursreikningi ríkisins um 25
miljónir króna. Þeir vita, að allar þær framfarir sem
gerðar voru og undirbúnar í tíð fyrverandi ríkisstjórnar
gera atvinnuvegum landsins fært að standa undir hærri
útgjöldum en nokkru sinni fyr. Meðal annars eru fyrstu
nýju togararnir komnir og á næstu mánuðum munu þeir
koma hver af öðrum.
Þessir menn vita það eins og aðrir landsmenn, að aldrei
hafa verið eins miklar líkur sem nú fyrir háu verði á
sumum okkar framleiðsluvörum og miklum útflutningi.
Alls þessa vegna væri full ástæða til þess að nú ríkti
bjartsýni og stórhugur. Þess vegna samþykktu bölsýn-
ustu menn hærri útgjöld en nokkru sinni fyr.
Þá gat framsögumaður þess, að mikið af þeirri svart-
sýni, sem nú væri ríkjandi manna á meðal, væri byggð
á því, að hjer væri verið að búa til peningakreppu að
óþörfu. Þegar frjettst hafi á síðasta hausti, að fyrverandi
forsætisráðherra mundi falla, þá hafi bankarnir hætt að
lána, þá hafi fólkið hætt að leggja inn sína peninga og.þá
hafi byrjað úttekt á inneignum úr bönkunum. Þessi
hræðsla stafaði af öllu því umtali, sem orðið hafi um eigna-
uppgjör og margvíslegar róttækar breytingar í fjármála-
lífi þjóðarinnar.
Þótti rjett að geta um þesar upplýsingar og skoðanir sem
komu fram hjá formanni fjárveitinganefndar Alþingis.
Þær sýna að ekki eru skuggar og bölsýni alls ráðandi
meðal valdamanna landsins.
UR DAGLEGA LIFINU
Til þess eru vítin
ÞAÐ hafa vafalaust margir
lært nytsama lexíu af hrakn-
ingunum, sem reykvískt skíða-
fólk lenti 'í um helgina. Blaða-
mennirnir ættu að hafa lært af
reynslunni, að þótt færðin á
vegunum í nágrenni bæjarins
sje góð að kveldi, þá geta þeir
verið orðnir ófærir að morgni,
um háveturinn. — Forystumenn
í skíðafjelögum ættu nú að
hafa lært það, að vissara er
að gá til veðurs á morgni, eða
hafa samband við veðurstof-
una áður en lagt er af stað með
fjölda fólks í leiðangra upp í
fjöll, ef veðurútlitið er ekki
því augljósara. — Og skíða-
fólkið ætti flest að hafa lært
að þótt það sje skemtilegt, að
fara á fjöll í góðu veðri. þá fer
mesta gamanið af, ef ferðin 1
bæinn tekur 12 klukkustundir
í stórhríð. Og hver veit nema
að vegagerð ríkisins taki upp
þá þægilegu reglu að vetrar-
lagi, að setja upp skilti, t. d.
við Elliðaárnar, þar sem bif-
reiðastjórum er gefið til kynna
hvort vegirnir sjeu færir þeg-
ar austar dregur.
Dugnaður
bifreiðasíjóranna.
ÞAÐ var eins og hver önnur
guðs mildi, að ekki skyldi hljót
ast neitt slys af hrakningunum
á Hellisheiði og víðar hjer í
nágrenninu um helgina. — Það
má segja, að sú reynsla, sem
menn fengu hafi verið ódýr. —
En það er ekki að byggja á,
að svo verði altaf í framtíðinni.
En í sambandi við þessa mik-
ið umræddu hrakninga er það
eitt, sem öllum ber saman um
og það er að bifreiðastjórarnir
á stórum sem litlum bílum
hafi staðið sig eins og hetjur í
ógöngunum. — Þeir voru dug-
legir, geðgóðir og liprir við
alla. ;— Hver og einn var reiðu
búinn til að leysa vandræði
hins og þeir ljetu gamanyrðin
fjúka óspart, þótt oft liti illa
út og þeir væru orðnir þreytt-
ir eftir 12—16 klukkustunda
vinnu.
Þeir sýndu það atvinnubíl-
stjórarnir, að þeir eru karlar í
krapinu, sem óhætt er að
treysta, ef í hárðbakkann slær.
— Hefi jeg verið beðinn áð
færa þeim bestu þakkir frá
fjölda mörgum, sem voru með
í bílalestinni.
•
Skemdarvargar í
Hafnarfirði.
MARGIR Reykvíkingar, sem
ráða yfir bílum, fara til Hafn-
arfjarðar á kvöldin í bíó, eða
leikhús. — Munu þessar kvöld-
skemtiferðir Reykvíkinga vafa
laust ekki vera illa sjeðar hjá
bæjaryfirvöldum staðarins, því
bærinn hlýtur að hafa af þeim
nokkrar tekj’ur, þar sem hann
á annað kvikmyndahúsið og
leikhúsið í Firðinum.
En það er ekki útlit fyrir
annað, en að það fari að draga
úr þessum tekjustofni fyrir
Hafnrafjarðarbæ, ef skemdar-
vargar þeir, sem leikið hafa
lausum hala fá að halda áfram
iðju sinni. •—
Undanfarið hefir það þrá-
faldlega komið fyrir, að Reyk-
víkingar hafa komið að bílum
sínum eftir kvikmyndasýn-
ingu í vægast sagt slæmu á-
standi. •— Hurðarhúnar hafa
verið brotnir, leiðslur allar í
vjelum bíla slitnar, eða búið
hefir verið að hleypa vindi úr
hjólunum, annað hvort með því
að opna ventil, eða bókstaflega
að stinga gat á dekkin.
•
Ekki í þökk
Hafnfirðinga.
ÞAÐ dettur engum í hug, að
þessi skemdarverk sjeu unnin
í þökk hafnfirskra yfirvalda,
eða borgara alment. — Hjer
er vafalaust á ferðinni hópur
stráka, sem hefir yndi af eyði-
leggingu og þjónar lund sinni
með því að eyðileggja bíla ut-
anbæjarfólks.
En eigi Reykvíkingar að
halda áfram að sækja skemt-
anir í Hafnarfirði, þá krefjast
þeir þess, að fá að vera í friði
með eignir sínar og faratæki
og ætlast til þess, að lögreglan
í Hafnarfirði hafi gætur á.því,
að ekki sje hægt að fremja
skemdarverk á aðalgötu bæj-
arins á dýrum faratækjum
manna. —
Þarf ekki að efa, að nú verði
tekið í taumana og sjeð um, að
Reykvíkingar og aðrir gestir,
sem til Fjarðarins koma, geti
óhultir skilið eftir vagna sína
á þeim stöðum, sem leyfilegt
er að leggja bílum til geymslu.
m
Sjö bíó í upp-
siglingu.
ANNARS kemur bráðlega að
því, að Reykvíkingar ættu ekki
að þurfa að sækja í aðrar sveit
ir eða bæi til að komast í bíó.
— Það er hvorki meira nje
minna en sjo ný kVikmynda-
hús í uppsiglingu, eftir því, sem
fróður maður sagði mjer í gær.
— Það er hið glæsilega Aust-
urbæjarbíó, sem verður stærsti
samkomusalur landsins og tek
ið verður í notkun í vor, þá er
það Laugavegsbíó, Melabíó,
Laugarnes- eða Kleppsholtsbió,
Slysavarnafjelagsbíó og ham-
ingjan má vita hvaða bíó. ■—
Ja, það ætti eki að vera vandi,
að komast í kvikmyndahús og
líklegt að miðaokrarnir verði
þá atvinnulitlir.
Það er vitanlega ekkert við
því að segja' að menn byggi
bíó, eins og annað og vil jeg
ekki gera .aðra athugasemd við
þessar fyrirhuguðu byggingar,
en þá, að ætli það væri ekki
nær að eyða byggingarefni og
mannafla í að byggja þak yfir
höfuðin á þeim, sem búa í
bröggum og óhæfum kjallara-
holum.
•
Ákavíti.
ÁKAVÍTI er orðið dýrt eftir
síðustu hækkun í ríkinu, en
meira er þó talað um hin frægu
Ákavíti og það er að verða al-
gengt máltæki meðal manna,
að segja, að til þess sjeu Áka-
vítin, að varast þau. ■—
MEÐAL ANNARA ORÐA . . ..
Sjötfa heimsáffan
MARGRA augu mæna nú til
Suður-pólsins, hinnar snævi
þöktu sjöttu heimsálfu. Þessi
geysistóra auðn er með öllu
óbygð, enda þótt selahjarðir
viðri sig við strendurnar, hval-
irnir sendi blástursstróka sína
upp í frostlygnuna og mörgæs-
irnar vappi yfir ísbreiðurnar,
líkt og kjólklæddir næturhrafn
ar.
Okannað.
Suður-heimskautið er að
heita má einasta landsvæði ,ver
aldar, sem enn er að lang-
mestu leyti ókannað og ónum-
ið. Þó hafa mörg geysistór
landsvæði verið skýrð á landa
brjefinu, en af einhverjum
undarlegum ástæðum, eru það
nöfn konunga og þjóðhöfðingja,
sem þar hafa orðið fyrir val-
inu. Þarna eru „lönd“ 'Viktoríu
drottningar, Edwards VII., Ge-
orgs V. og Maríu drottningar.
Vilhjálmur keisari II. hefur
ekki gleymst heldur, nje Rússa
keisarinn sálugi og Luitpold
prins — hver sem hann hefir
nú verið. Land Hákons VII. er
líka þarna að finna.
Borgaralegri nöfn eru þó til
á heimsskautinu. Mount Krist-
ensen, Mount Johansen og
Mount Nielsen mynda eina
fjallakeðju. Bretar, sem gjarn-
an vilja minnast héimalands
síns jafnvel á hinum fjarlæg-
ustu og ólíklegustu stöðum,
hafa látið sig litlu muna að
skýra tvær eyjar í Suður-ís-
hafi Shetlandseyjar og Orkn-
eyjar.
,,Nýlendur“.
Ymsum hlutum Suður-heims
skautsins hefur að nafninu íil
verið skift upp á milli nokk-
urra þjóða. Bretar, ásamt
Ástralíu og Nýja Sjálandi, gera
þar kröfu til bróðurpa,rtsins,
enda þótt ekki sje hægt að
segja, að stjórn hans hátignar
Bretakonungs hafi komið á at-
hafnasömu eftirliti á ísauðn-
inni. Eini ágóðinn af þessum
„nýlendum“ hefur til þessa
bygst á hvalveiðum.
Áhuginn' fyrir landsvæðun-
um þarna suðurfrá hefur þó
engu að síður glæðst mjög mik
ið upp á síðkastið. Ýmsar þjóð-
ir hafa lagt fram kröfur og
gagnkröfur, og vart verður ann
að sjeð, en að búast megi við
nýju nýlendukapphlaupi. Víst
er það að minsta kosti að heims
skautaleiðangri Byrds, sem nú
er nýlokið, hefur ekki verið
ætlað að kasta kveðju á jrnar-
svínin og kynna sjer líðan suð-
rænustu selahjarða. Nei, það
sem á bak við liggur, virðist
vera það, að menn eru af ein-
hverjum ástæðum byrjaðir að
ætla að undir klakahrönglinu
og snjóbreiðunum megi finna
falda fjársjóði og nýja mögu-
leika.
Kröfur Chile.
Enn er með öllu óvíst, hvað|
viðurkenningu kröfur Breta og
annara þjóða fá í lokin. Vitað
er, að ríkisstjórn Chile hefur
lýst því yfir, að hún líti svo á,
að stórar spildur af landsvæði
Englendinga eigi með rjettu að
Framh. á bls, 8.
4