Morgunblaðið - 26.03.1947, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.03.1947, Qupperneq 7
Miðvikudagur 26. mars 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 FÁBJÁMI ER STÆRÐFRÆÐISIMILLINGUR HINIR lærðu stjörnufræð ingar við konunglega stjörnuturninn í Briissel urðu fyrir miklum vonbrigð um, þegar Prófessor Fern- and Charles, hinn mikil- hæfi stærðfræðingur leiddi belgískan ungling, að nafni Oskar Veraege, inn í fund- arherbergið. „Þessi unglingur er yfir- náttúrlegur — hann er töfra maður í hugareikningi“, hafði prófessorinn sagt þeim af mikilli áfergju áður um daginn. ,,Þið ættuð að koma saman og prófa hann sjálf- ir“. Fábjáninn reikningsfróði. Þegar þeir nú litu á þenn- j an 20 ára pilt, voru stjörnu- fræðingarnir vantrúaðir og hugðu sig blekkta. Fyrir ut- an það, að hann leit ekki út fyrir að vera neitt undra- barn, sýndi hann greinileg einkenni andlegrar van- heilsu. Orðaforði hans var ekki nema örfá barnaleg orð. Hann virtist lifa í sínum eig- in þögla heimi, en skellti upp úr með bjánalegum hlátri öðru hvoru, að því er virtist án nokkurrar ástæðu. Stjörnufræðingarnir leiddu piltinn upp að reiknings- tölfu og rjettu honum krít- armola með þeim ásetningi að ljúka þessu prófi sem fyrst. Þeir báðu hann að hefja 259 upp í þriðja veldi. Það birti yfir svip Oskars eins og barni, sem hefir ver ið gefinn poki með marglit- um brjóstsykri. Eftir um það bil tveggja sekúnda bið hagræddi hann krítinni klaufalega milli fingra sjer og krotaði töluna: 17373979. Vísindamennirnir, er þarna voru saman komnir, urðu meira en lítið forviða. Þeim datt í hug, að hann hefði fest sjer .nokkrar tölur í minni, því að það væri eina leiðin fyrir slíkan fábjána til að geta komið með rjett svar á svo skömmum tíma. Næsta dæmi var öllu erf- iðara. „Viljið þjer gera svo vel að reikna út tvo í átta- tugasta og níunda veldi, Monsieur Veraege“, hljóðaði ósk þeirra. Pilturinn hóf þunna hönd ina aftur upp að töflunni og skrifaði töluna 608930272883 777846205939712. — Hann þurfti aðeins tvær sekúndur til umhugsunar. í næstu fjórar klukku- stundir hjelt Oskar áfram að leysa fyrir þá hin flókn- ustu viðfangsefni án sjáan- legrar fyrirhafnar. — Þeir rannsökuðu blöj5in, sem hann hafði haft með sjer og fundu, að þau voru útkrotuð af tugum rjett reiknaðra dæma. Betri en reiknivjel. Einn af prófurunum rit- Belgiski un.drapilturirLn. Oskar Veraege Foreldrar Oskars Veraege vissu, að hann var andlega vanþroska og fóru með hann til sálsjúk- dóma-sjerfræðings, sem hraðaði sjer með hann á fund frægs stærðfræðings. Belgiskir stjörnu- fræðingar voru kvaddir á fund og kom þeim saman um, að hann væri andlega vanheill, en gáfu honum viðurkenningarskjal fyrir undra- gáfur. aði síðar um þennan unga töframann á þessa leið: „Fullkomnasta reiknivjel gæti ekki unnið eins hratt og hugur þessa pilts. Sex og sjö veldi er barnaleikur fyr ir hann. Hann hefir ef til vill sínar eigin aðferðir til að leysa úr reikningsþrautum, en til allrar óhamingju er orðaforði hans svo takmark- aður, að hann getur ekki út- skýrt þær. Fundur þessi leiddi það af sjer, að stærðfræðingarnir, sem áður höfðu verið svo tortryggilegir, færðu Osk- ari Veraege skilmerkilegt viðurkenningarskjal, þar sem segir á einum stað: „Oskar Veraege er undra- vert fyrirbrigði. Hann mun eiga eftir að öðlast heims- frægð“. Þessar óvenjulegu gáfur Oskars Veraege voru ókunn ar, þar til foreldrar hans fóru með hann til frægs geð veikralæknis í febrúar 1943. Gæti hinn góði læknir gefið ráð, spurðu þau, sem gerði þenna 17 ára son þeirra andlega heilan sem aðra drengi á hans reki. Geðveikralæknirinn úr- skurðaði með sjálfum sjer, jafnvel áður en hann hafði lokið rannsókn sinni, að drengurinn væri „greinileg- ur fábjáni“. Oskar hafði ekki einu sinni öðlast nægan orða- forða til að svara auðveld- ustu spurningum um sjálf- an sig. Fram að þessu var ekki vitað um neitt óvenjulegt í lífsferli drengsins. Hann er sonur búðarþjóns, fæddur 16. apríl 1926, í Belgíu. — Þegar hann var átta ára gam all varð hann svo alvarlega óstyrkur, að skólastjórnin óskaði eftir, að hann hætti að sækja skólann. Það sem eftir var bernsku hans og æsku var hann þrár og feim inn og sýndi engan áhuga fyrir íþróttum eða leikjum, eins og aðrir unglingar. Safnar ahnanökum. Oskar hafði lært að lesa og skrifa tölustafi, þó að hann kynni ekki að lesa að öðru leyti. Eitt atriði kom lækninum þó til að halda, að hann hefði ekki greint sjúkdóminn rjett. Faðirinn skýrði frá því, að Oskar ætti eitt á- hugamál, að safna alman- ökum. „Venjulega lætur hann eins og hann tilheyri ekki þessum heimi“, sagði faðir- inn, „en'þegar jeg færi hon- um almanak, lifnar hann all ur við, skoðar dagsetning,- arnar og krotar tölur yfir þær á alla vegu. Það eru ekki forsíðurnar, sem vekjd áhuga hans, heldur tölustaf irnir. Þegar læknirinn prófaði stærðfræðilega hæfiléika sjúklings síns varð hann meira forviða en nokkru sinni fyr á öllum starfsferli sínum. Hann sá, áð þessi ung lingur hafði undraverða hæfileika til hugareiknings. Hann gat naumast trúað sínum eigin athugunum og ók því með hinn unga Ver- aege í flýti til háskólans í Brússel, til að leita álits vin- ar síns, Prófessirs Fernard Charles, sem er frægur stærðfræðingur. Eftir að Prófessor Charles hafði spurt drenginn í einn eða tvo klukkutíma var hann orðinn svo hrifinn af þess- um belgíska unglingi, að hann kallaði stjörnufræð- ingana við konunglega stjörnuturninn sameins eins og fyr er frá sagt. Þögull og feiminn. „Fyrir fáum dögum“, seg ir Guy Montfort í Ce Soir í París, „fór jeg til Genhal, lítillar borgar í Belgíu, þar sem Oskar býr í litlum kofa með foreldrum sínum. Við- tal mitt við þennan sálsjúka snilling var eitthvert hið skemmtilegasta, sem jeg hef átt um dagana, þó að samtal okkar hafi verið takmarkað við örfá orð“. „Jeg fann Oskar sitjandi úti í horni í eldhúsinu og sneri hann baki að mjer. Hafði hann andlitið falið í höndum sjer. Þegar jeg heils aði honum stóð hann fljótt upp, tók í höndina á mjer og settist svo aftur án þess að mæla orð af vörum. Hann gaf mjer ekki gaum frekar, fyrr en jeg lagði fyrir hann fyrstu spurninguna“. „Jeg hafði heyrt, að Osk- orðinu, að því er virtist snéyptur vegna fyrra sein- lætis síns. Útreikningurinn tók hann nákvæmlega eina 'og hálfa sekúndu. I „Til að leggja reglulegan prófstein á hæfileika þessa unga Belga, fór jeg að spyrja hann um dagsetn- ingu páska hvers árs. Eins og allir vita, eru .páskar fyrsta sunnudag eftir nýtt tungl og færast allt á milli 23. mars og 25. apríl. Þrátt fyrir hina augljóstu erfið- leika var Oskar ekki nema 30 sekúndur að segja til um dagsetningu . páska 1921, sem 27. mars og á 10 sek- úndum reiknaði hann út, að páskana 1956 ber upp á 18. apríl. Einhverrar dularfullr ar ástæðu vegna virtust páskarnir 1653 erfiðari við- fangs, því a, það tók hann 90 sekúndur að finna út, að þeir voru 13. apríl“. Þar sem sjerfræðingar þurfa að minnsta kosti hálfa klukkustund til að leysa viðfangsefni sem þessi, má segja, að þessi ungi Belgi sje óskiljanlegur leyndardóm- ur. Það er áreiðanlegt, að hann getur ekki haft nógu sterkt minni til að muna kvartil tunglsins gegnum all ar aldirnar. Lík fyrirbrigði. Læknar munu benda á, að tilfelli svipuð Oskars' Ver- , aege, hafa komið fyrir áður. ar gæti sagt nakvæmlega til Menn eins og Colborn> Mag inelle og Henry Moudeux allir, hver um vikudag hvers dags, lið ins eða ókomins. Jeg var á- kveðinn í að prófa hann í þessu og spurði því: „Hvaða dagur var 21. maí 1940?“ „Þriðjudagur“, svaraði hann án þess að hika. „Og 26. janúar 1920?“ „Mánudagur“. „En hvað um nýjársdag árið 2000?“ „Laugardagur“, flýtti1 hann sjer að segja, næstum því um leið og jeg sleppti Hollendingar heiðra Ingrid Bergman Sendiherra Hollands í Bandaríkjunum þakkaði nýlega Ingrid Bergman kvikmyndaleikkonu fyrir þá aðstoð, sem hún hafði veitt Hollandshjálpinni. Til haegri á myndinni sjest sendiherr- ann, Alexander Loudon, þar sem hann er að rjetta Ingrid tulipanavönd. voru amr, nver a smum tíma, víðfrægir sem töfra- menn á.sviði stærðfræðinn- ar. Einnig er sagt frá því í ánnálum, að einu sinni hafi lifað tveir hirðingar, sem gátu gert kraftaverk með tölum. í dag nýtur Fransmaður- inn Maurice Dagbert heims fræðar, vegna þess að hann getur reiknað úr kvaðrat- rætur og margfaldað lengstu tölur á sama tíma og hann leikur á fiðlu sína. Jafnvel í samanburði við töframenn á stærðfræðisvið inu er Oskar talinn skara fram úr. Hin brennandi fíkn hans í að leika sjer að tölum er svo sterk, að hugur hans vinnur úr hverri tölu, sem hann sjer, hvort sem það er bifreiðanúmer eða númer á vátryggingarskír- teini. Hann leggur þær sam an, margfaldar þær og deilir og margfaldar þær með sjálfum þeim, ef svo ber undir. „Mjer hefir verið sagt“, segir Guy Montfort enn fremur, „að Oskar Veraege muni bráðlega koma til Par- ís, og verður hann þá vand- lega skoðaður. Tekin verður Röntgenmynd af heila hans Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.