Morgunblaðið - 03.06.1947, Side 8

Morgunblaðið - 03.06.1947, Side 8
8 MORGUWBLÁÖIÖ Þriðjudagur 3. júní 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Klækjabrögðin ÞJÓÐVILJINN kann því bersýnilega illa, að Morgun- blaðið skyldi hafa bent á hvernig lýðræðið er framkvæmt í Dagsbrún, þar sem kommúnistar eru alls ráðandi. Stjórn Dagsbrúnar hefir sem kunnugt er tilkynt at- vinnurekendum, að verkfall hefjist hjer frá og með 7. júní, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Þessi ákvörðun hafði verið tekin á fundi í trúnaðarmannaráði Dagsbrúnar, sem skipað er 7 stjórnendum fjelagsins, sem eru sjálfkjörnir í ráðið og fjórum kjörnum af fjelaginu. Það eru því þessir 11 — ellefu — herrar, sem taka sjer vald til að fyrirskipa á fjórða þúsund verkamanna í Dags- brún að leggja niður vinnu. „Hjer er austræna lýðræðið í framkvæmd í allri sinni dýrð“, varð Mbl. að orði. ★ Þetta hneykslaði Þjóðviljann, og hann sagði að verk- fallstilkynningin væri „eðlileg og lögleg“ afleiðing alls- herjaratkvæðagreiðslunnar á dögunum. í vinnulöggjöfinni eru skýlaus ákvæði um vinnustöðv- un (sbr. 15. gr.). Vinnustöðvun er því aðeins lögleg, að ákvörðun um hana hafi verið tekin með einhverjum þeim hætti er nú skal greina: a. við almenna leynilega atkvæðagreiðslu, sem staðið hafi a. m. k. í 24 klst., enda hafi fjelagsstjórnin auglýst nægilega, hvar og hvenær atkvæðagreiðslan um vinnu- stöðvunina skyldi fara fram, b. af samninganefnd eða fjelagsstjórn, sem gefið hefir verið umboð til að taka ákvörðun um vinnustöðvunin'a með almennri atkvæðagreiðslu, sem farið hefir fram á sama hátt og greint er undir a-lið, c. af trúnaðarmannaráði, ef lög viðkomandi fjelags fela því slíkt vald, enda hafi vinnustöðvunin verið samþykt með a m. k. % hlutum greiddra atkvæða á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi. Þessi ákvæði eru tæmandi og svo ljós, að hverjum viti- bornum manni er vorkunnarlaust að skilja. ★ Sjernú spurt: Hverja hinna þriggja leiða valdi stjórn Dagsbrúnar, er hún tók ákvörðun um vinnustöðvunina? Fyrstu tvær leiðirnar (a og b) koma hjer ekki til greina, því að engin allsherjaratkvæðagreiðsla hefir farið fram í samræmi við fyrirmæli laganna. Atkvæðagreiðslan sem fram fór var einungis um það, hvort segja skyldi upp gildandi samningum eða ekki. Ekki var minst á vinnu- stöðvun í þeirri atkvæðagreiðslu, sem vitanlega ber að gera, ef byggja átti á henni síðari ákvörðun um vinnu- stöðvun. Það er þriðja leiðin (undir c-lið), sem stjórn Dagsbrún- ar varð að fara, til þess að fyrirskipa verkfallið. Og þessi leið var farin. Stjórn Dagsbrúnar tilkynti blöðunum, að ákvörðunin um verkfallið hafi verið tekin „á fundi trún- aðarmannaráðs“ fjelagsins. ★ En þetta trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar er, eins og fyrr segir skipað 11 — ellefu — mönnum, þ. e. sjálfri fjelagsstjórninni, sem skipuð er 7 mönnum og 4 mönnum, sem fjelagið hefir kjörið í ráðið. En nú spyrja menn að vonum: Getur það verið, að lög- gjafinn hafi ætlast til að örfáir menn hefðu slíkt vald, að þeir gætu fyrirskipað þúsundum manna að leggja niður vinnu? Þessu er því til að svara, að þegar vinnulöggjöfin var sett var Dagsbrún víst eina fjelagið, sem hafði trúnaðar- mannaráð, það var þá skipað 100 mönnum. Þegar komm- únistar náðu völdum í Dagsbrún þótti þeim of viðurhluta- mikið, að svona fjölment ráð rjeði þar. Þeir breyttu því þessu og höfðu ráðin tvö, trúnaðarráð, skipað 100 mönnum og trúnaðarmannaráð, skipað 11 úrvalsliði kommúnista, sem fjekk öll völdin. Löggjafinn varaði sig ekki á þessum klækjabrögðum kommúnista. \Jíluerji áhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Hátíðisdagur. S JÓMANNN AD AGSRÁÐ - INU hefir tekist að gera sjó- mannadaginn að sannkölluðum hátíðisdegi fyrir alla bæjar- búa. Vannig á það að vera þeg ar einhver stjettin velur sjer dag.. Það sem fyrst og fremst gerir sjómannadaginn að al- metuium hátíðisdegi er, að hann ber ekki lit neins eins flokks. Sjómenn standa einhuga um daginn sinn, án tillits til hvar þeir standa Lflokki. — Og það, sem setur sinn svip á daginn er, að sjómennirnir hafa. sitt stóra áhugamál, að koma upp dvalarheimilinu fyrir aldraða sjófnenn. Það færi betur .að fleiri stjettir notuðu sína daga til að berjast fyrir einhverju slíku sameiginlegu áhugamáli. Þeir, sem vilja nota heilar stjettir manna eiginhagsmun- um sínum til framdráttar ættu að láta sjer nægja alla hina daga ársins til áróðurs. Happdrættisbílar. NÚ ER EKKI hægt að þver- fóta á götunum fyrir happ- drættisbílum. Þeir eru gljá- andí, og fínir, af nýjustu gerð. Það endar vafalaust með því, að eitthvað blessað barnið vinn ur þá, því altaf eru það börn, sem vinna í happdrættum. En leið flestra happdrættis- bílaNiggur fyr eða síðar á hinn eina markað —■ þann svarta. Það er svo undarlegt. Hapíirættin hjer í þessum bæ eru mörg og mikil og ekk- ert tækifæri er látið ónotað til að fá fólk til að kaupa happ- drættismiða. Það er út af fyrir sig eðlilegt, að þeir, sem leyfi hafa fengið til þessarar fjár- plógsstarfsemi hjá stjórnarvöld unum vinni af kappi við sölu miðanna, en hitt er ekki jafn auðskiljanlegt hve yfirvöldin eru greiðug á happdrættisleyf- in. Ljót fánameðferð. SKÁTASTÚLKA skrifár mjer ljóta lýsingu á meðferð þjóðfánans, sem hún var vitni að hjer á dögunum. Á bygg- ’ingu -'iinni hjer í bænum var flaggað í hálfa stöng vegna hins sviplega flugslyss, eins og raunar á flestum öðrum flagg- stöpgum þenna dag. Err fáninn sem skátasúlkan sá skar sig úr. Hann var upplitaður og rif- inn ng þannig útleikinn, að víst var að hann hafði ókki verið brotinn saman, eins og venja er til með fána. Skátastúlkunni sárnaði svo mikið að sjá- þenna óhreina fána og þá lítilsvirð- ingu, sem viðkomandi stofnun sýndi honum. að hún gat ekki orða. bundist. Verkefni fyrir skátana. SKÁTUM er kennt að elska og virða þjóðfána sinn og þeir læra fánareglurnar. Dæmin eru deginum Ijósari um það, að nauðsyn er að kenna al~ mer.mngi meðferð fánans. Hjer virðif-t vera verkefni fyrir skáta fjelr,"in um land allt. Skátafjelögin gætu tekið að sjer .að hafa eftirlit með með- ferð fánans, hvert á sinum stað. Þeir ættu að gefa gaum að hverri einustu flaggstöng í bærjm og þegar þeir verða þess varir, að fáninn er óvirt- 1 ur með illri meðferð, hangir uppi um nætur o. s. frv. þá ættu skátarnir að setja sig í samband við fánaeigandan og benda honum á mistök hans og | bjóðast til að kenna honum betri fánameðferð. • Bjóða hættunni heim. ÞAÐ ER oft kvartað yfir því, að bifreiðastjórar aki óvarlega um göturnar. Það sje enginn vandi að koma í veg fyrir um- ferðarslysin með því, að fá þá til að aka varlegar og ekki eins hratt og þeir gera. En þetta er ekki eins auð- velt og það lítur út fyrir að vera. Sennilegt, að hvergi í heiminum sjeu vegfarendur, sem ferðast á farartækjum postulanna, jafn stórhættulgir sjer og öðrum, eða bjóði eins. hættunum heim og fótgangandi fólk_á íslandi. Á fjölförnustu akbrautum, utanbæjar og innan, labbá menn um, eins og þeir væru að ganga um gólf í stofunni heima hjá sjer. Þeir líta hvorki til hægri nje vinstri og setja upp hundshaus og þykjast verða stórmóðgaðir, ef ökutæki nálg ast þá. Höfðu sína hentisemi. ÞAÐ VAR bæði skcmm og gaman að tveimur blómarós- um í nýju sumardrögtunum sínum hjerna á Lækjargötunni á sunnudaginn. Umferð var mjög mikil og bílaraðirnar svo að segja endalausar úr öllum áttum að Lækjartorgi. Lúxus- bíll var á leiðinni norður Lækj argötuna, en blómarósirnar tvær við sýningarglugga Árna B. Björnssonar. Er þær komu auga á lúxusinn, ráku þær upp ankanlegt hljóð og bentu hon- um að nema staðar. Bílstjór- inn gerði það og þeir, sem í bílnum voru gáfu sig á tal við dúkkurnar. Ekki var þeim samt boðið upp í heldur fóru þær með höfuðin inn um opnar rúð urnar og stóðu svo skáhalt út á götuna, þannig, að efri hluti þeirra myndaði 90 gráðu horn við þann neðri. Þannig stóðu þær, ekki beint kvenlegar, í margar mínútur, á meðan 10— 20 bílar fyrir aftan, sem ekki komust framhjá öskruðu og bauluðu! MEÐAL ANNARA ORDA . . . . „Árásin" á sendisveit Rússa Árásin. SÚ fregn flaug út um heim- inn frá Helsingfors á uppstign- ingardag, að varpað hefði ver- ið sprengju inn um glugga á skrifstofu sendisveitarinnar rússnesku þar í borg. — Hefði sprengjan orsakað mikið bál. Svo mikill hefði hitinn verið af bálinu, að byssa, sem hjekk upp á vegg í herberginu, hefði bráðnað í loganum. Sagt var að starfsmenn sendi sveitarinnar litu á þetta, sem hina ægilegustu móðgun við sig, þareð um hina fólskulegustu árás hafi verið að ræða á sendi- herrann sjálfan. Því hann sat í næsta herbergi við herbergi það, sem kviknaði í. Viðbúið ae sprengjan hefð verið ætluð hon- um. Lögreglu borgarinnar var gef inn þriggja sólarhringa frestur til þess að upplýsa málið, og hafa hendur í hári sökudólg- anna. Ef þetta tækist ekki þá var hótað hinu versta. Erfið rannsókn. Það vakti strax nokkra eft- irtekt, að lögreglan, sem áíti að rannsaka málið, fjekk ekki að koma inn í herbergið,- þar sem sprengjan hafði átt að falla, og þar sem hið ægilega bál átti að hafa verið. Lögregl- unni var ennfremur bannað með öllu að yfirheyra starfslið sendisveitarinnar. Lögreglu- vörour hafði verið við húsið, er árásin var gerð. En varðmenn höfðu ekki orðið varir við neitt. En ekkert var annað að gera fyrir lögregluna en að taka til við rannsókn málsins, eftir því sem föng voru á, undir svo erf- iðum skilyrðum. Lofað var mik illi fjárhæð, alt að hálfri miljón marka, hverjum þeim, sem gæti gefið upplýsingar, er leiddu til þess að sökudólgurinn fyndist. En ekkert kom fram, sem gat varpað neinu ljósi yfir* hver eða hverjir hefðu verið þarna að verki. Grunsamlegt. . Þá tók að bera á þeim get- gátum að e. t. v. væri ekki allt með íeldu viðvíkjandi sögunni um árásina, og hina ægilegu sprengju. Að hjer hefði kann- ske aðeins verið um íkveikju- sprengju að ræða. Eða kannske ekki annað en eldspýtu. Og að ekki hefði næsta mikð brunnið í herberginu. Ekki annað en brjefarusl. Og þess vegna hafi rannsóknarlögreglan ekki feng- ið að koma inn í herbergið eða yfirheyra starfslið sendisveitar- innar. Og þá kom það upp úr kafinu, að sprengingin átti að hafa farið fram kl. 9 að morgni. En sendisveitin hafði ekki til- kynt lögreglunni um þenna at- burð fyr en komið var fram undir miðaftan. Þrumuræða kom- munistans. En þó lögreglan gæti engan sókudólg fundið og ekkert hefði upplýst, hver hefði verið þarna að verki, þá gat einn af komm- únistum þeim, sem eru í finsku stjórninni bei-nt skeytum sín- um í ákveðna átt í sambandi við þe.tta máí. Var það innan- rikisráðherrann Leino. Hann hjelt þrumandi utVarpsræðu, þar sem hann helti úr skálum reiði sinnar yfir þeim afvega- leidda æskulýð, er gert hefði Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.