Morgunblaðið - 03.06.1947, Síða 14

Morgunblaðið - 03.06.1947, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIfl Þriðjudagur 3. júní 1947 s>-« A FARTINNI oCejniiö^re^íaóa^a eptir p.t„ a eyneLj- 23. dagui Nú hefír stytt upp og það glyttir í tunglið. Vegurinn ligg ur í ótal hlykkjum eins og vant er hjer í landi. Jeg er ekki ó- ánæeður, en dálítið undrandi. Þetta var svei mjer skemti- leg viðkynning. En hvernig sem þið lítið á það, þá er hvorki upphaf nje endir. Jeg er að hugsa um hana Tamara. Hún veit áreiðanlega hvað, hún syngur — og mikið ineir_n. Hún er'enginn glópur. Máske er enginn í þessum leik glópur nema jeg. Mjer þætti gaman að- vita hvernig Nikolls gengur með hina stúlkuna. Mjer þætti gam- an r,ð vita hver hún er. Jeg botna enn ekkert í því hvaða hlutverk hún hefir valið sjer í þessu máli. Og mjer þætti gam an að vita hvaða stúlku skyldi nú skjóta upp næst. Því að alt er þá þrent er. Það á líka við um stúlkur. Jeg hefi aldrei fengist við neitt mál þar sem tvær slíkar^ stúlkur eins og þessi gerfi-Tamara og þessi rjetta Tamara komu fyrir, að þeirrj þriðju skyti ekki upp. Máske sú þriðia verði eitthvert blessað lamb. Það væri þægileg tilbreyting. Jeg skil bílinn eftir á ró- legum stað hjá gólfvellinum og labba á stað heim til Schribn- ers. Jeg hefi afráðið það að fá þennan þorpara til að tala, enda þótt jeg verði að halda logandi vindling upp að nefinu á honum til þess að fá allt upp úr honum. Honum skal ekki haldast það lengur uppi að dylj ast. Hann skal fá að leysa frá skjóðunni. Jeg fer inn um ’bakdyrnar og staulast niður í kjallara. Jeg opna dyrnar og fer þar inn. Ilann hefir kveikt þar rafmagns ljós. Hann liggur úti í horni og þnllast mpp að veggnum og er að reykja vindling. Hann er bólginn á kinninni þar sem jeg sló hann. Hann glápir á mig. Hann glápir á mig eins og jeg væri fjandinn sjálfur. Hann hefir sjálfsagt komist að þeirri nið- urstöðu að sjer sje ekkert vel við mig. Gamall stóll er þar úti í öðru horni. Jeg dreg hann að Schribner og sest. Svo horfi jeg beint framan í hann. „Farið yður hægt“, segi jeg. „Nú er kominn tími til þess að við tveir tolumst við. Og að við tölum saman í alvöru. Það er best fyrir yður að segja mjer alt eins og er, því að öðrum kostj skal jeg pína yður til sagna á einn eða annan hátt“. „Þjer eruð gamansamur", segir hann. „Jeg held að þjer hljótið að vera í miklu afhaldi hjá vinum yðar“. „Farið yðru hægt“, segi jeg. „Það er þýðingarlaust fyrir yð ur að stökkva upp á nef yðar“. Jeg kveiki í vindling. „Nú skal jeg segja yður eins og er“, segi jeg. „Þegar jeg skildi við yður áðan skrapp jeg út í bílskúrinn yðár og fann ofurlítinn miða í bílnum. Það var merkilegur miði. Þar stóð að undir eins og þjer kæmuð !heím ættuð þjer að fara rak- leiðis til Waterfall í Capel. Það ’ er hús skamt frá Holmwood. j Jeg býst við að þessi miði hafi verið frá Rudy Zimman“. „Hvern djöfulinn eigið þjer við?“ segir hann. „Rudy Zimm an var hjerna og hann .. “ Jeg benti honum að þegja. ,,Þíer botnið ekkert í þessu“, segi jeg. „Þessi máður, sem kom hingað og' hafði stúlkuna á brott með sjer, var ekki frem ur Rudy Zimman en jeg er Rudv Zimman. Það er piltur í minni þjónustu. Við ljekum á yður“. „Hver djesk ....“, segir úann. „Eru þetta þá allt sam- an tómir svikahrappar?“ „Alveg rjett“, segi jeg. „Þjer eigið ekki betra skilið. Hver maður gerir sjer að skyldu að leika á yður. Það eru nú komn- ir svo margir Rudy í þetta mál, að þjer gætuð myndað herfylki með þeim. En þessi, sem skrif- aði miðann og skildi hann eftir í bílnum, var sá rjetti Rudy“. Hann se’gir: „Ef þessi svika- Rudv er í yðar þjónustu, þá i hefir hann ekki drepið stúlk- una“. „Aftur eigið þjer kollgát- una“, segi jeg.. „Hann gerði henni, ekkert mein“. „Mjer þætti gaman að vita hvaða djöfuls stelpa þetta hef- ir verið“, segir hann. „Jæja, var svo?“ segi jeg. „En reynið þjer nú að taka sönsum, Schribner. Hvers vegna viljið þjer ekki koma yð ur út úr þessu? Hvers vegna viljið þjer ekki segja alt eins og er? Þjer sjáið það sjálfur að það er deginum ljósara, að einhver hefir komið þessari stúlku í spilið til þess að kom- ast að því hvað þið kumpánar hyggist fyrir með Júlíu Wayles. Þetta hefur einhver gert, sem veit allt um ykkur. Segið mjer nú: Hvr getur þessi maður ver- ið?“ „Jeg hefi ekki hugmynd um það“. segir hann. „Jeg veit ekk ert. Getur verið að einhver sje m?ð hrekki. Getur verið að einhver hafi komist að ein- hverju“. „Þetta getur verið rjett hjá yður“, segi jeg. „Það kemur oft fyrir þegar um mannrán er að ræða, að einhver óvið- komandi reynir að fleyta rjóm ann af' því fyrirtæki. Það má vel vera að einhver hafi hugs- að sjer að græða á því að ná Júlíu úr höndum ykkar. Getur skeð að honum hafi dottið í hug að þið eða forsprakki ykk- ar mundi vilja greiða sjer lag- legan skilding fyrir það að framselja hana aftur. Jeg geng út frá því sem gefnu að þessi Júlía sje æði mikils- virði“. Hann yptir öxlum. Hann seg ir ekkert. Jeg kveikti í nýjum vindling. „Jeg ætla bara að segja yð- ur það“, segi jeg, „yður til að- vörunar, að þjer eruð kominn í sjálfheldu. Jeg h^fi náð í þessa stúlku sem Ijek á yður og þóttist vera Tamara Phelps. Jeg. hefi náð í hana. Og jeg ætla að láta haná segja mjer upp alla sögu. Jeg ætla að láta hana segja mjer frá því hver hefir gert hana út. Og svo ætla ’ jeg að láta Rudv Zimman, hmn rjetta Rudy Zimman segja mjer | frá öllu því sem hann getur sagt“. „Nú trúi jeg yður ekki“, sagði hann. „Hvernig ætlið þjer að fá Rudy Zimman til að segja yður alt. Hvorugur okk- ar veit hvar hann er. Jeg hlæ uppt í opið ginið á honum. ! ■ _ ! „Jeg fór til Capel í nótt“, segi jeg. „Jeg fór til Waterfall. Og jeg fjekk ekki betur sjeð en að flestir þar væri fjelagar j Rudv Zimman. Mjer þykir sennilegt að hann hafi flutt bófaflokk hihgað. Þjer vitið í víst ekkert um það?“ ' „Jgg sagði yður það áðan að jeg veit ekki neitt“, segir hann. „Ekki nokkurn skapaðan hlut „Allt í lagi“, segi je'g. „Við komum að því seinna. Jæja, þegar jeg kom nú þarna til Wat erfall, þá var jeg spurður að því hvern jeg vildi finna. Jeg lagði á tæpasta vaðið og sagðist ætla að finna Tamara Phelps. Svo var mjer fylgt til hennar. Jeg byrjaði á því að skrökva að henni. Jeg sagðist heita Willy Careras, fyrverandi bófi úr flokki Margoni í Chicago. Jeg sagði henni að jeg hefði farið hingað mjer til heilsubót- ar, og þá hefði jeg rekist á yð- ur, og væri nú nokkurs konar vikadrengur hjá yður. Þetta gekk í hana eins og brennivín. Henni fannst þetta ósköp trú- legt, og jeg skildi það svo að hún vissi að þjer eruð sá lúsa- blesi að þjer þurfið að hafa ein hvern til þess að gera skítverk- in fyrir yður. Þau Rudy og Tamara vita víst góð deili á yður.. þótt þjer þekkið þau ekki, eða hvað finst yður? Þau þurftu líka að vita hvernig þjer eruð. Hefði þau ekki vitað að þjer eruð óþokki frá hvirfli til ilja, þá mundu þau ekki hafa gert yður að samstarfsmanni sínum.“ „Jeg segi yður það alveg sattjj, segir hann, „að fram til þessa hefi jeg ekki gert nokk- urn skapaðan hlut, sem lögin geta fett fingur út í. Ekki nokk urn skapaðan hlut“. „Hvað varðar mig um það?“ segi jeg og hlæ aftur upp í op- ið ginið á honum. „Jeg býst við því að jeg sje einfær um að ráða fram úr því. Jeg býst við því að fá að taka í hnakka- drembið á ykkur öllum, Rudy, Tamara og yður“. „Hvað ætlið þjer að gera?“ spyr hann alt í einu. Gæfa fylgir trúlofunar hringunum frá SIGVRÞÓR Hafnarstr. 4 Reykjavík. Margar gerðir. Sendir gegn póstkröfu hvert á land sem er. — Scndið nákvœmt mál — vHfrtS!wnl>l.ví>3>n*í GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. i 3. Fjárhættuspilarinn við gluggann hrökk í kút. Á hreyf- ingu hans mátti sjá, að hann hafði ekki búist við neinum þarna úti á þessum tíma dágs. Maðurinn á leikvellinum flautaði á ný, en sá við glugg- ann ljet ekki á sjér sjá, að hann hefði heyrt flautið. En andartaki seinna veifaði hann hendinni, gekk að einum spilaranna, hvíslaði einhverju að honum og hvarf svo. Skömmu síðar sá jeg útihurð hússins opnast og þann, þrekvaxna læðast út. Jeg var um það bil að fara frá glugganum og hætta þessum njósnum mínum, þegar atvik kom fyrir, sem kom mjer til að hætta við það. Sá sterklegi hlýtur að hafa gleymt að loka hurðinni á eftir sjer, því ekki hafði hann gengið nema örfá skref, þegar varðhundur hússins kom þjótandi út og urraði reiði- ieigi. En áður en hann næði til að ráðast á manninn, hafði hann snúið sjer við og gripið um háls honum. Orustu þá, -sem nú átti sjer stað, gat jeg ekki, vegna myrkursins,- almennilega sjeð, en hljóð hennar heyrði jeg greinilega — hinn þunga andardrátt mannsins og korrið x barka rakkans. Hann barðist um eins og ólmur væri, til þess að sleppa úr greipum óvinar síns. Jeg var næstum búinna að hrópa upp yfir mig, þegar bardaganum lauk skyndilega. Maðurinn laut fram yfir sig, og jeg sá hann lyfta öxlunum og sveigja þær, um leið og hann af öllum mætti herti á tökunum á hálsi hundsins. Svo varð andartaks þögn, en að því loknu heyrðist hryglukennt hljóð og hundurinn hneig til jarðar. Sá þrekvaxni horfði lengi á skepnuna, eins og hann vildi fullvissa sig um, að hún væri dauð, greip hana svo, dró þvert yfir leikvöllinn og að háum steinvegg. Þar sveiflaði hann hundinum í höndum sjer og fleygði honum af öllu afli yfir vegginn. Meðan á bardaga mannsins og hundsins stóð, hafði háv- aðinn í herberginu fyrir ofan mig ekkert minnkað, en gráhærði maðu-rinn hafði staðið rólegur álengaar og beð- ið. En er hjer var komið, gekk hann til þess, sem banað hafði varðhundinum, og hneigði sig kurteislega fyrir honum. m ÓÁNÆGÐUR MEÐ LEIKDÓM — Eruð það þjer, sem skrif- ið kvikmyndagagnrýnina í þetta sorpblað hjerna? ★ — Hugsaðu þjer mamma, nú eru fimm ár liðin síðan við eignuðumst mig, sagði Pjesi litli á fimm ára afmælisdag- inn sinn. 'ir Rakarinn: — Hjerna er hár- meðal, sem er ágætt .fyrir hár- litla menn. En áður en jeg fæ yður það, langar mig til þess að spyrja, hvort þjer leikið billiard. — Já, en hvað kemur það þessu við? • • — Þá verð jeg að biðja yð- ur um að minnast þess, þegar þjer hafið notað meðalið, að þvo yður rækilega um hend- urnar, áður en þjer snertið billiard-kúlu, því að annars getur hún orðið kafloðin. ★. Móðirin hefir reynt son sinn að ósannsögli. Hún ávítar hann og spyr loks: — Hvernig fer fyrir derngjum, sem segja ó- satt? Sonurinn: — Þeir komast x Tívoli fyrir hálft verð. ★ — Þið eigið sex dætur upp- komnar. Það er verst að þið skylduð enan soninn eignast. — O, það gerir í raun og veru ekki svo mikið til, bara ef við eignuðumst einhvern tengdasoninn. ★ — Hversvegna fer læknirinn alltaf heim kl. 11 á kvöldin? — Þá er viðtalstími hjá hon- um. — Viðtalstími kl. 11? — Já, viðlalstími við frúna. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Sími 1710.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.