Morgunblaðið - 03.06.1947, Síða 16

Morgunblaðið - 03.06.1947, Síða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: HÁTÍÐAHÖLD Sjómanna Sunnan stinningskaldi og skár ir, er líður á . daginn. dagsins. — Sjá bls. 9.- Kariakérsbiiiinn nr. 26150. DREGIÐ var í happdrætti Karlakórs Reykjavíkur hjá borgarfógeta í gærdag. Vinning urinn var Studebakerbifreið af 1947 gerð. Upp kom nr. 26150. Forsefinn sendir samúðarinreðjur FORSÆTISRÁÐHERRA hefur borist svohljóðandi sím- skeyti frá forseta íslands: „,Bið yður móttaka og flytja öllum hlutaðeigendum innileg- ustu sámúðarkveðju mína út af hinu mikla og hörmulega flag- slysi. SVEINN BJÖRNSSON forseti.“ Samúðarkveðjur vegna flug- slyssins í TILEFNI af flugslysinu mikla hafa ríkisstjórninni borist samúðarkveðjur frá sendiráðum Bandaríkjanna, Bretlands, Dan merkur, Frakklands, Noregs, Sovjetríkjanna og Svíþjóðar í Reykjavík. Þá hafa einnig herra Gustav Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, og herra Otto Johansson, fyrrv. sendiherra Svíþjóðar í Reykjavík, sent útanríkisráð- herra samúðarávörp. Þá hefir og borist samúðar- kveðja frá Islendingum í New York og aðalræðismanni Islands þar. „Foldinni" hleypf al sfokkunum NÝJU íslensku kæliskipi, sem verið er að ljúka við smíði á í Kalmar í Svíþjóð, var hleypt af stokkunum í fyrradag. Er það skipið Foldin, eign sam- nefnds hlutafjelags. Skipið er 750 smálestir og mun eiga að vera í förum með frystan fisk milli íslands og Bretlands. Foldin er nærri fullsmíðuð, er aðeins eftir að setja í hana vjelina. Er þess vænst að skip- ið geti orðið fullbúið í miðjum júlímánuði. Flakið af Douglas-vjelinni í Hesffjalíi það, sem eftir er af flugvjelarflakinu í gljúfi inu í Hestfjalli. Myndin er tekin nor&urfrá. í Itaksýn eru fjöilin austanmegin Hjéöinsfjaröar. (Ljósm. Kristfinnur Guðjónsson). Busch- kvart- ettinn kominn BUSCH-kvartettinn er kom- inn hingað til bæjarins, en eins og áður hefir verið skýrt frá hjer í blaðinu tekur þessi frægi kvartett þátt í tónlistarhátíð, sem Tónlistarfjelagið gengst fyrir og hefst 'n. k. laugardag í hinu nýja Austurbæjarbíó við Hringbraut. I Busch-kvartettinum eru Adolf Busch fiðlusnillingurinn, sem hjer er orðinn kunnur oe^. nýtur mikilla vinsælda eftir fyrri, fercjir sínar hingað til landsins, Hermann Busch, bróð ir hans, sem leikur á cello, próf. Hugo Gottesmann og Ernst Drucker. Þeir fjelagar hafa verið á tón leikaferð um Bretlandseyjar undanfarið og komu hingað með leiguflugvjel Flugfjelags Islands í gær. Væntanlegir tónsnillingar. Næstu daga er von á þremur tónsnillingum í viðbót til að taka þátt í tónlistarhátíðinni og minningartónleikunum um Beethoven. Eru það þeir Regin- ald Kell, clarinettleikari, Hol- . brooke fagotleikari og Mc Dougal obóleikari, en þeir eru allir afburðamenn hver á sínu sviði tónlistarinnar. Þá er kom- inn hingað til landsins fyrir nokkru^ cellosnillingurinn ungi, Erling Blöndal Bengtsson, eins og getið er á öðrum stað hjer í blaðinu. frskur kúluvarpari keppiráKR-mófiiiu í GÆR kom hingað til lands- ins írski kúluvarparinn David Guiney, og mun hann keppa hjer á frjálsíþróttamóti, sem KR heldur n. k. sunnudag. Guiney er mjög góður kúlu- varpari. Hann er írskur met- hafi í kúluvarpi, varpaði 15,41 m. í fyrra, en á móti, sem hald- ið var í Dublin fyrir viku síð- an, vann hann kúluvarpið með 15,20 m. kasti. Guiney brotnaði um ökla 1945 og hefir síðan eingöngu lagt stund á köst, en áður var hann alhliða íþróttamaður. Varð t. d. tugþrautarmeistari írlands 1944 Hann hefir hlaupið 100 m. á 11,1 sek., stokkið yfir 7 m. x langstökki og 1,83 í hástökki. Hluti af flugvjelaflakinu í Hestfjalli. Þetta er það sem eftir er af flugvjelastjelinu. Myndin er lekin sunncyifrá. (Ljósm. Kristfinnur Guðjónsson). SfjórnmálasarnbaRd við Egypfaland • Líkið er af Halldóri Lofissyni Maður slasasf í GÆRDAG vildi það slys til, að miðaldra maður varð undir bifreið og slasaðist. — Maður þessi heitir Reynir Þorvaldsson til heimilis að Bergstaðastræti 59. Vörubílnum, sem ekið var á Reyni, skellti honum í götuna og mun hafa farið yfir hægri fót hans. Hlaut Reynir mikilj meiðsl af, en vegna plássleysis í Landsspítalanum varð að flytja hinn slasaða heim til sín, þó að spítalavist sje honum nauðsynleg. Rómaborg í gær. TILKYNNT hefur verið, að málaferlum á hendur Graciani, fyrverandi yfirmanni ítölsku herjanna, hafi verið frestað, sökum veikinda hans. Hann er sakaður um samvinnu við Þjóðverja. — Reuíer. ÞESS var getið í sunnudags-1 blaði Morgunblaðsins, að fund- ist hefði lík af karlmanni, hjer í yestur-höfninni, og að rann- sóknarlögreglunni hefði ekki tokist að fá sannin fyrir því hvers lík þetta Væri. Nú um helgina tókst rann- 1 sóknarlögreglunni að grafast fyrir um mál þetta. Lík þetta er af Halldóri nokkrum Lofts- syni, en til hans hefur ekki spurst síðan í febrúar. ^lalldór Loftsson var hjer í Reykjavík, en hann mun ekki hafa átt neinn samastað hjer. Uppdræftirnir á sýningu SJÓMANNADAGSRÁÐIÐ hefir ákveðið að gefa almenn- ingi kost á að kynna sjer upp- drætti þá er því hafa borist, í samkeppninni að Dvalar- heimili aldraðra sjómanna. Verða uppdrættirnir til sýnis x stofu 16 í Sjómannaskólanum í dag frá kl. 5 til 9 og á laug- ardag og sunnudag frá kl. 1 til 10 báða dagana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.