Morgunblaðið - 07.06.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.06.1947, Blaðsíða 5
J [ Laugardagur 7. júní 1947 MORGUNBLAÐIÐ s Fram stóð „úrvalinu" miklu framar _______ Tapaði fyrir Q.P.R. með1:( ANNAR LEIKUR „Queens Park Rangers“ fór fram á í- jþróttavellinum í gærkveldi við Fram, sem sýndi langtum betri leik en „úrvalsliðið“ s. 1. þriðju dag og náði betri árangri. 2:1 í fyrri hálfleik. Það kom strax í ljós í byrj- un leiksins, að Fram-liðið var ekki haldið neinni minnimátt- arkend og vantaði ekki baráttu hug í líkingu við „úrvalið“ s.l. þriðjudag. Samleikurinn var og miklu betri og liðið hreyf- anlegra. Veitti Fram harða mótspyrnu og tókst Bretunum ekki að skora fyrr en eftir miðj an hálfleikinn (á 26. mínútu). Var miðframherjinn þar að verki. Hinn ungi markmaður Fram, Adam Jóhannsson, varði oft vel og vörnin reyndist yfir- leitt sterk með Karl Guðmunds son sem besta mann, er sýndi < oft góðan og öruggan leik. A 36. mínútu var dæmd víta- Spyrna á Bretana. Tók Ríkard Jónsson hana og skoraði með föstu skoti, en þó ekki hjá hin- um 200 þúsund-króna Allen, þar sem varamarkmaðurinn Sjek nú í hans stað. Bretar gerðu eftir það harða sókn að marki íslendinganna, en tókst þó ekki að skora fyr en rjett í Sok hálfleiksins (á 43. mínútu) að íslendingar fengu á sig víta- spyrnu. Leikar stóðu 2:1. Síð.ari hálfleikur. í byrjun síðari hálfleiks hjelt Fram uppi sókn, en mark Bret- anna komst þó ekki í hættu. Litlu síðar gerðu Bretar harðá hrío að Fram-markinu og skor- aði vinstri innherji á 8. mín- útu, þó með frekar lausu skoti, sem Adam hefði átt að geta varið eftir fyrri frammistöðu að dæma. Fram sótti nú enn á ög var leikurinn oft mjög hrað- «r, en vörn Bretanna var sterk Ög íslendingana vantaði skot- tnenn. * , Úthald skorti. En er líða tók á hálfleikinn £ór að bera á því, að Framar- arnir fóru að linast, þá skorti úthald á við Bretana. Á 22. tnínútu skoraði Q.P.R. (hægri ínnherji) fjórða mark sitt, og hú fór yfirleitt að liggja á Fram, þótt þeir gerðu nokkur upphlaup. Og á sex síðustu tnínútunum skoruðu Bretar enn tvö mörk. Eftir síðara suarkið gerði Fram þó harða árás á mark Breta, sem fengu hornspyrnu á sig og munaði sninstu, að Fram tækist að Skora á síðustu mínútunni. Guðm. Sigurðsson dæmdi Jeikinn. Næsti leikur Q.P.R. verður yið K.R. n.k. mánudagskvöld. ■— Þorbjörn. FIRMAKEPPNI Golfklúbbs Reykjavíkur, sem frestað var um síðustu helgi, hefst í dag og stendur yfir alla næstu viku. — Kept verður á hverjum degi, en úrslitakeppnin fer fram laugar- daginn 14. júní og hefst kl. 2 s.d. Til úrslita keppa aðeins tvö fyrirtæki, og það fyrirtæki, sem sigrar fær afhentan farandbik- ar með áletruðu nafni sínu. Að- eins tvö fyrirtæki hafa unnið bikarinn áður, þ. e. Tjarnar- café, 1945, og Skermagerðin Iðja, 1946. Nöfn fyrirtækja þeirra, er nú keppa, eru þessi: Ásgeir Ólafsson, umboðs- og heildverslun, Ólafur Gíslason & Co. h.f., Ingólfs Apótek, Versl- un Ingibjargar Johnsen, Sjó- vátryggingarfjelag íslands h.f., Haraldarbúð h.f., Soffíubúð, Heildverslun Haraldar Árnason ar h.f., Helgi Magnússon & Co„ Vjelar & skip h.f., Heildverslun Árna Jónssonar h.f., Ragnar Blöndal h.f., Verksmiðjan Fram h.f., Heildverslun Magnúsar Víglundssonar, Heildverslun V. Thorsteinsson & Co„ Dagblaðið Vísir, Verslunin Feldur h.f„ Al- mennar Tryggingar h.f., Sverr- ir Bernhöft h.f., Heildverslun Ásbjörns Ólafssonar, Heildversl unin Edda h.f„ Verslunin Liver- pool, Ewald Berndsen & Co„ Magnús Kjaran, heildverslun, Trolle & Rothe h.f., Hampiðjan h.f., H. Ólafsson & Bernhöft, Heildverslunin Hekla, Þ. Sveins son & Co. h.f., Veiðarfæragerð íslands h.f., Blóm & Ávextir, Ásgeir G. Gunnlaugsson & Co„ verslun, Skóverslunin Hector, Vjelsmiðjan Hjeðinn h.f„ Sv. Björnsson & Ásgeirsson, Kr. Ó. Skagfjörð, umboðs & heildversl un, Herrabúðin, Hamar h.f„ Bókaverslun Sig. Kristjánsson- ar, Kjöt & Grænmeti, Bókaversl un ísafoldar h.f„ Sport h.f„ Raftækjaverslun Lúðvíks Guð- mundssonar, Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Bókab. Lauga- nes, Kristinn Jónsson, vagna- & bílasmiðja, Búnaðarbankinn, Skermagerðin Iðja, Ræsir h.f„ Morgunblaðið, Frigg, sápuverk- smiðjan, Ó. Johnson & Kaaber h.f„ Almenna fasteignasalan, Berg, heildverslun, H. Bene- diktsson & Co„ Reykjavíkur Apótek, Nýlenduvöruversl. Jóns Hjartarsonar & Co„ Kristján G. Gíslason & Co. h.f„ H.f. Shell á íslandi, Eimskipafjelag íslands h.f„ Eggert Kristjánsson & Co. h.f„ Olíuverslun íslands h.f„ Alfa, heildverslun, Slippfjelagið í Reykjavík h.f„ Ó. V. Jóhann- esson & Co„ Alliance h.f„ Gunnar Guðjónsson, skipamiðl- ari, Sjálfstæðishúsið, Jóhann Ólafsson & Co„ Gamla Bíó h.f„ G. Kristjánsson & Co„ Einars- son & Zöega, Kveldúlfur h.f„ Ríkisskip, Hið íslenska stein- oiíuhlutafjelag, Verslun Theo- dór Siemsen, Sjóklæðagerð Is- lands h.f„ Belgjagerðin h.f„ I. Brynjólfsson & Kvaran, Útvegs banki íslands h.f„ Árni B. Björnsson, Síld & Fiskur, Hell- a§, Verslunin Brynja, Bygging- arfjelagið Brú h.f„ Tjarnarcafé h.f„ Ullarverksmiðjan Fram- tíðin h.f„ Agnar Norðfjörð & Co. h.f„ Pjetur Pjetursson, gler slípan og speglagerð, H.f. Kol & Salt, Kolasalan h.f„ Kolaversl un Sigurðar Ólafssonar, Sigurð- ur Arnalds, Sveinn Helgason,! umboðs- & heildverslun, Vöru- húsið, L. í. Ú„ Innkaupadeild L. I. Ú„ F. I. B„ Akur h.f„ Gotfred Bernhöft & Co. h.f„ Lakk & Málningaverksmiðjan Harpa h.f„ Litir & Lökk h.f„ Málarinn, Ragnar Þórðarson & Co„ Brjóstssykurverksmiðjan Nói, Bernhard Petersen, Jóhann Rönning h.f„ Harald Faaberg, skipamiðlari, Ölgerðin Egill Skallagrímsson h.f„ Verslunin Manchester, Smjörlíkisgerðin Ljómi h.f„ Erlendur Blandon & Co. h.f„ O. Ellingsen h.f„ Marteinn Einarsson & Co„ Samband ísl. Samvinnufjelaga, Atoma, húsgagnaverslun, Elec- tric h.f„ Kexverksmiðjan Esja h.f„ Sláturfjelag Suðurlands, Efnalaugin Glæsir, Hljóðfæra- verslun Sigríðar Helgadóttúr, Lýsissamlagið, Samtrygging ísl. botnvörpunga. Afefnahagsásfæðum ígróðaskyni . í FYRRADAG var hjer í blaðinu gerð grein fyrir bíla- kaupum og sölu Brynjólfs alþingismanns Bjarnasonar. í gær birtist í Þjóðviljanum afsökunargrein út af þessu máli, sem á að vera til þess að bæta fyrir Brynjólfi. Þar er því neitað að Brynj- ólfur hafi fengist við bílasölu „í gróðaskyni“. Segja hinir há- vísindalegu og hárnákvæmu Þjóðviljaritstjórar að hann hafi farið út í bílabraskið ,,af efna- hagsástæðum“! Næst ætti svo að koma skýr- ing á því, eða skilgreining hver er munurinn á því, sem er gert í gróðaslcyni, og því að menn færu út í brask af efnahags- ástæðum. Eða skyldu ritstjórar Þjóðviljans kannske komast að þeirri niðurstöðu, að þegar þeir tóku að afsaka fjelaga Brynj- ólf, þá hafi verið verr farið en heima setið. fyrv. bæjarfógeti 75 ára X Það berast mörg orð um ómsins geim og árgalar vöku halda, og gullelfur syngja glöðum hreim, og grátindar hvítu falda. Vjer hlustum í þögn á ylsins óð frá óðali feðrasona. Á vörum oss bærist ljóð við ljóð, vjer lifum á sumri vona. Nú skal eigi hátt um höfðingjann, sem hlýðir á vora messu. En þeir, sem að þekktu manndómsmann, þeir munu ei gleyma þessu: Hann elskaði rjett, hann vann sitt verk í virðingu lands og þegna. Hans drenglund var hrein og höfuðsterk hárra sem lágra végna. Hann sat við rjettarins ritningaborð, er rekkjublund aðrir fengu. Hann meitlaði dómana orð fyrir orð, ávalt hinn sami drengur. Það var hans yndi að dæma dóm og dæma hið rjetta manni. Á vökunóttunum vöktu blóm í vinsælu dómsmannsranni. Og ei verður gleymt um unninn eið þess öðlings af frjálsum ráðum: að vernda þjóðrjettar þrúðg^n meið til þrauta af hug og dáðum. Dagfarans brautin er björt og heið, og berkín hin glæstu merki. Og vörðuð skal nú vor landvarnarleið. Hjer lifa skal saga í verki. Nú heilsum vjer dreng, er með dáðahug og djarflega starfið þreytti, sem, aldrei þó gleði gekk á bug, sjer gleði og öðrum veitti. Vjer virðum hans ráð og heiðrum dáð, og hlökkum að mega vona: um aldir að megi ættarláð eiga sem flesta svona. Ráðslefna þýskra forsælisráðherra Sig. Arngrímsson. Halda áfram að berj- ast í Paleslínu Múnchen í gærkvöldi. I DAG hófst í Múnchen ráð- stefna forsætisráðherra þýsku ríkjanna. Ráðherrar ríkjanna á hernámssvæði Sovjctríkjanna gengu fljótlega af ráðstefnunni, þar sem ekki fengust pólitískar umræður með einingu Þýska- lands fyrir augum. — Dr. Er- hart, forsætisráðherra Bayern, sagði, að verkefni ráðstefnunn- ar væri einungis að ræða um efnahag landsins, matvælaá- standið og flóttamanna vanda- málið. — Reuter. JERÚSALEM í gærkvöldi. Ofbeldisflokkurinn Irgun Zvai Leumi tilkynnti í kvöld, að hann mundi halda áfram árás- um sínum á „mikilverðar her- stöðvar óvinarins“, vegna þess, að Gyðingainnflytjendur hefðu verði fluttir til Cyprus í beinni andstöðu við þá bón sameinuðu þjóðanna, að hætt yrði að bérj- ast í Palestínu, meðan verið væri að rannsaka vandamál landsins. Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.