Morgunblaðið - 07.06.1947, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIB
Laugardagur 7. júní 1947, ]
Á FARTINNI
czCeynilöcjrecjluóacfa eptir p,t,r a
eyneij-
27. dagur
Jeg skoða mig um í anddyr-
inu í Mayfield Court og sje þar
á spjaldi að frú Lorella Owen
á heima í íbúð nr. 5 á neðstu
hæð. Jeg geng þangað og hringi
dyrabjöllunni. Rjett á eftir eru
dyrnar opnaðar •og út kemur
stúlkuhnyðra svo skolli lagleg
að það er éngu Jíkara en að
kipt út úr dansmeyjahópi.
Ilún spýr hvað mjer sje á
höndum og jeg segi henni að
jeg sje Mr. Caution og mig [
langi tíl þess að tala einslega*
við frú Owens. Hún horfir á'
mig frá hvirfli til ilja og kemst t
víst að þeirri niðurstöðu að jeg
sje ekki hættulegur, því að hún ■
segir mjer að koma inn. Jag
fer á eftir henni og kem inn í
mjög fallega setustofu. Þar býð
ur hún mjer sæti og segist
skulu láta frú Owen vita af því
að jeg .sje kominn. ' :
Jeg sest þar og leik mjer að
því að vefja þumalfingurnar í
fimm mínútur. Þá opnast dyrn'
ar og kona kemur inn. Hún er
gráhærð, en svo lagleg í vexti,
að sæmt hefði helmingi yngri
konu. Hún er mjög virðuleg í
gangi. Á annari kinninni er
stórt og Ijótt ör, eins og hún
hafi orðið fyrir slysi þegar hún
var lítil. En mjer hnykkjr við
þegar hún fer að tala. Röddin
er svo hræðileg, að jeg óska
helst að jeg væri kominn til
Siam. Alt, sem hún segir kem
ur með 'hvin út um aðra nös-
ina. Jæja, þar kom þá að því
að maður hitti eina, sem ekki
er á marga fiska.
Hún segir: „Jeg er frú Ow-
en. Hvað get jeg gert fyrir yð-
ur?“
Jeg segi henni að mjer væri
mikil þægð í því ef hún vildi
gera svo vel að setjast og hlusta
gaumgæfilega á það sem j.eg
hafi við hana að tala. Ef hún
vilji vera svo elskuleg, þá
mundi það vera öllum fyrir
bestu.
Hún verður dálítil undarleg
á svipinn, en sest þó.
„Hlustið þjer nú á, frú Owr
en“, segi jeg. „Jeg er Letnuel
H. Caution, leynilögreglufull-1
trúi, og jeg er hjer að leita að
stúlku, sem heitir Júlía Wayl-
es. Menn halda að henni hafi
verið rænt og hún flutt hing-
að til Englands. Skiljið þjer
það?“
Jú, hún segist skilja það.
„Jæja, í þessari leit minni
rakst jeg á þorpara nokkurn,
sem heitir Schribner“, segi jeg.
„Hjá honum er ung stúlka, sem
þykist heita Tamara Phelps —
amerísk ævintýradrós. Jeg hefi
nú komist að þeirri niðurstöðu,
og þarf ekki að útlista það hjer
nánar, að þessi stúlka sje ekki
Tamara Phelps, heldur alt önn
ur stúlka, og jeg þarf að fá að
vita hvað hún er að gera. Þess
vegna bað jek hana að heim-
sækja mig. Hún kom. en er jeg
sagði henni að jeg vissi það, að’
hún er ekki Tamara Phelps, og
spurði í hvaða skollaleik hún
væri, þá gerði hún sjer hægt
um hönd og ógnaði mjer með
marghleypu. Svo fór hún og
jeg var engu nær, Skiljið þjer
það?“
Hún segist skilja og skilja
ekki.
Jeg segi: „Jeg ætla að ráð-
leggja yður að vera ekki með
neinn undandrátt og látast ekki
skilja“.
Það kemur svipur á hana og
hún segir með sinni hræðilegu
CÖddrÁ.Það er alveg satt, jeg
veit ekki hvað þjer eruð að
fara, Mr. Caution“.
„Þá skal jeg segja yður það“,
segi jeg. „Þegar þesSi stúlka
fór frá mjer, þá. vissi hún ekki
að jeg hafði sett út njósnara til
að gæta hennar. Og hann elti
hana. Og hún^fór rakleitt hing
að og átti langt tal við yður,
en fór síðan heim til Schribn-
ers í Betchword".
Ja£ þagna og horfi fast á
hana. Hún situr alveg róleg með
hendurnar í kjöltu sinni. Mjer
verður litið á hendurnar. Jeg
verð_ hrifinn af þeim. Þær eru
ljómandi fallegar, með löngum
fingrum og fallegum nöglum.
Mjer fer að finnast meira til
um þessa frú Owen.
„Þannig er þá mál með
vexti“, segi jeg. „Og nú skilj-
ið þjer sjálfsagt hvers vegna
jeg er hingað kominn. Og það
er deginum ljósara að þjer vit-
ið mikið um þessa stúlku. sem
þykist vera Tamara Phelps.
Það er deginum ljósara að hún
fór rakleitt til yðar þegar hún
hafði ógnað mjer. Skiljið þjeP
það?“
Hún segir: „Já, nú fer jeg
að skilja hvað þjer eigið við,
og jeg viðurkenni það að
manni í yðar sporum muni
þykja alt þetta nokkuð grun-
samlegt“.
„Á finst yður það?“ segi jeg.
„Nokkuð grunsamlegt — það
var rjetta orðið. Þó vil jeg taka
enn dýpra í árinni. Það er
meira en grunsamlegt. og því
er rjettast fyrir yður að segja
mjer alt sem þjer vitið“.
„Þetta er nú næstum eins og
hótun, Mr. Caution", segir hún.
„Mjer er ekkert um hótanir
gefið. Og jeg beygi mig ekki
fyrir hótunum“.
„Eruð þjer nú viss um það?“
segi jeg. „Beygið yður ekki
fyrir hótunum? Jæja, við skul-
um þá sjá hvað þjer segið við
þessu: Jeg gef yður fimm mín-
útna frest til þess að segja mjer
frá öllu, sem þjer vitið um
þetta, og ef þjer gerið það ekki,
þá dreg jeg yður út í bíl og ek
með yður beina leið til Scot-
land Yard. Og þegar þangað
kemur mun jeg biðja þá að
geyma yður af því að þjeg hafið
sýnt amerísku leynilögreglunni
mótþróa, eða einum af útsend-
urum hennar, sem starfar í sam
bandi við amerísku sendisveit-
ina. Og hvernig líst yður á það,
gæskan?“
Hún segir: „Mjer líst ekkert
á það. Má bjóða yður vind-
ling?“
Jeg þakka fyrir og hún sæk-
ir silfurkassa og rjettir mjer.
í honum eru Lucky Strike
vindlingar — uppáhaldið mitt.
Húh fær sjer einn vindling
og jeg kveiki fyrir hana. Svo
situr hún og reykir og horfir
út um gluggann. Mjer sýnist
hún vera á báðum áttum.
* Jeg segi ekki eitt einasta orð.
Jeg horfi aðeins á hana og mjer
er skemt. Skyldi hún nú reyna
að koma með einhverja lyga-
sögu? Eða skyídi hún segja
rnjer satt frá? Það er aldrei
hægt að segja um það fyrir-
fram, hvað konur kunna að
gera.
Eftir' nokkra stund segir
hún: „Jeg er í miklum vanda
stödd, Mr. Caution. Jeg_ vil
ekki gera a-nnað en það sem
rjett er, og jeg held að rjett-
ast sje að segja yður alt, sem
jeg veit. Jeg held líka að mjer
verði þá hughægra. Þegar kon-
ur eru komnar á minn aldur
eiga þær ekki að vera skreytn-
ar og ómerkilegar. Þetta er nú
mín skoðun“.
„Jeg er alveg á sama máli“,
segi jeg. „En það útilokar ekki
að konur á öllum aldri leyfi
sjer að skrökva, þegar þeim
býður svo við að horfa. Jeg þori
líka að segja að eftir því sem
konur erú eldri, því leiknari
eru bær í því að segja ósatt •—
stundum. Jeg meina þetta ekki
til yðar“.
Svo brosi jeg ósköp blítt
framan í hana.
„Og nú skuluð þjer segja
mjer alt eins og er“, segi jeg.
,,En áður vil jeg gefa yður þetta
heilræði: Reynið ekki að fara
að segja mjer nein ævintýr,
því að jeg er ekki fæddur í
gær. Og svo þetta: Ef þjer eryð
hreinskilin, þá getur vel verið
að jeg komist til botns í þessu
máli. Og hafið þjer gert eitt-
hvað, sem þjer áttuð ekki að
gera, þá getur verið að jeg geti
dregið fjöður yfir það. En ef
þjer segið mjer ósatt og jeg
kemst að því — og jeg skal
komast að því — þá skal jeg
velgia yður“.
Húh lítur einkennilega á
mig. Hún er svo köld að jeg
heldu að smjör gæti ekki bráðn
að upp í henni. Svo kemur þessi
hræðilega rödd: „Jeg hefi sagt
yður það, Mr. Caution, að jeg
beygi mig ekki fyrir hótunum.
En jeg ætla að segja yður satt
vegna þess að jeg álít að það
sje skylda mín að segja satt“.
Hún andvarpar ofurlítið og
segir svo: „Nú býst jeg við því
að þjer haldið að jeg sje
heimsk“.
„Það skulum við láta liggja
milli hluta þangað til þjer haf-
ið sagt mjer sögu yðar“, segi
jeg. „Þá skal j_eg segja yður
hvort jeg álít að þjer sjeuð
heimsk. Haldið þjer áfram,
barnið gott“.
Hún hvessir á mig augu'n.
„Jeg er ekkert barn“. segir
hún. „og jeg kæri mig ekki um
að talað. sje við mig í þessöm
tón“.
„Mjer datt aldrei í*hug að
þjer væruð barn“, segi jeg.
„Vitið þjer það ekki að þetta
er viðkvæði allra sjómanna.
Haldið þjer áfram“.
„Jæja“, segir hún, „yður
langar mest til þess að vita
hver hún er þessi stúlka,* sem
þykist vera Tamara Phelps.
Jeg fullvissa yður um það að
hún fór lengra en hún mátti
þegar hún ógnaði yður, en hún
þóttist víst þurfa að sleppa“.
Jeg læt hana ekki vera með
neinar vífilengjur.
„Hver er þessi stúlka?“ segi
jeg.
■MU
GULLNI SPORINN
Eftir Quiller Couch.
8. • ' 1
„Hvec,vill kaupa?“ hrópaði hann. „Þetta lyf er búið
til eftir’ frægum ítölskum lyfseðli og hefur aldrei brugð-
isti Og það er ekki aðeins góð vörn gegn drepsóttinni,
heldur einnig gegn kúabólu og hitasótt!“
Jeg var að virða þennan markaðssala fyrir mjer, þeg-
ar hreyfing komst á mannfjöldann fyrir aftan mig og jeg
hevrði annan hrópa: „Hver vill kaupa? Hver vill kaupa?“
Jeg sneri mjer við og kom auga á úngan mann í mjög
glæsilegum fötum. Hann gekk um fyrir framan hvelf-
inguna, en gamall þjónn, sem var kengboginn af. að bera
tvær stórir körfur, fór á eftir honum. Körfur þessar voru
fullar af bókum, fatnaði og ýmislegu öðru, og það var
ungi maðurinn, sem sjálfur bauð vörur sínar til kaups:
„Hvers æskið þjer? Komið og skoðið“, hrópaði hann í
sífellu og nam svo öðru hvoru staðar, til þess að sýna
hluti þá, sem hann hafði á boðstólum.
Það var þó ekki þetta, sem kom mjer til að bregða,
þegar jeg fyrst kom auga á hann, heldur hitt, að á hári
hans og hinu kvenlega andliti, auk gulu silkikápunnar,
sem hann var í, sá jeg, að þetta var unglingurinn, sem
kvöldinu áður hafði verið í hópi fjárhættuspilaranna.
Meðan jeg stóð þarna og vissi ekki, hvað jeg átti að
gera, hjelt hann áfram að ryðja sjer braut gegnum mann-
hafið, þar til hann að lokum var kominn alveg að mjer.
„Hæ!“ hrópaði hann um leið og hann tók ofan hinn
fjaðraskreyt a hatt sinn og hneigði sig djúpt, „jeg sje
að þjer eruð námsmaður; get jeg ekki gert eitthvað fyrir
vður, herra minn? Hjer er Saga Sankti Georgs“, og hann
dró fram brúna bók og hjelt henni á lofti. „Að vísu hefi
jeg ekki sjálfur lesið annað af henni en nafnið, en jeg
er þó viss um þáð, að hún er að minnsta kosti tveggja
shillinga virði“.
Jeg stóð þarna sem sje og velti því fyrir mjer, hvað
jeg ætti að gera, og þegar jeg nú seildist eftir peningum
í vasa mínum, sagði jeg lágt og horfði beint framan í
liann:
NYTISKU ÞÆGINDI
— Hjerna höfum við nýjustu
tegund af amerískum ritvjelum
með sjerstakri skál fyrir notuð
tyggrigúmmí.
★
— Hver braut rúðuna hjá
ykkur.
— Mamma, en það var
pabba að kenna, því að hann
beygði sig.
Það fór í taugarnar á tóbaks-
bindindismanni, sem var í á-
ætlunarbíl, að tveir ungir
menn, er voru þar einnig, fóru
að reykja.
— Vitið þið það ekki, sagði
bindindismaðurinn, að menn,
sem fá krabbamein í tunguna,
hafa fengið það af tóbaksreyk-
ingum?
— En vitið þjer það ekki,
svaraði annar fjelaganna, að
flestir af þeim, sem fá glóðar-
auga, hafa fengið það af því að
sletta sjer fram í annara manna
hagi?
★
— Pjetur getur sagt ágætar
kýmnisögur, ef hann vill.
— Hann skortir þá áreiðan-
lega vilja.
★
Jón er allur hruflaður í fram_
an og með glóðarauga.
Vinur hans: — Hvaða ósköp
eru að sjá þig, maður. Á jeg
ekki að hjálpa þjer heim?
Jón: — Jeg er að koma það-
an. —
★
Hann: — Láttu mig fá hring-
inn fyrst þú vilt að við slítum
trúlofun okkar.
Hún: — Þáð dettur mjer ekki
í hug. Jeg hefi ekkert út á hring
inn að setja.
mjhikihmiuhiiimimiMI
íll
Ford ’35 er með nýrri vjel |
og vökvahemlum, er til |
sölu og sýnis á Grettis- |
. götu 58. — Upplýsingar |
milli kl. 12—1 og 6—7. I
r
s
3