Morgunblaðið - 08.06.1947, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8, júní 1947! ]
Sr. Friðrik Hallgrímsson
75 ára
EINN af vinsælustu mönn-
iim íslensku prestastjettarinnar
sjera Friðrik Hallgrímsson fyrv
dómprófastur er 75 ára hinn 9.
}).rn.. Hann er fæddur í Reykja
yík 9. júní 1872, sonur Hall-
gríms bisltups Sveinssonar og
konu hans Elínar Maríu Bolette
f. Feveile. Stúdent varð hann
1891 og lauk embættisprófi við
Ka upmannah. há skóla 1897.
Hann var vígður 12. október
1898 prestur til Holdsveikra-
spítalans í Laugarnesi, en varð
prestur að Htskálum árið eftir
og gegndi því starfi til ársins
1903. Það sama ár fór hann
til Vesturheims og gerðist prest
ur íslendinga í Argyle-byggð
og starfgði þar til ársins 1925,
er hann hvarf heim og gerðist
annar prestur við Dómkirkjuna
í RejAjavík, uns hann Ijet af
störfum síðla árs 1945. Hann
var prófastur í Kjalarnes-próf-
fastsdæmi 1938—1941 og síðan
dómprófastur í Reykjavik.
Hann hefir gegnt mörgum trún
aðarstörfum auk prestsstarfsins
Hefir meðal annars setið í
stjórn Prestafjelags íslands frá
1926 og síðan. Hann átti sæti
i útvarpsráði 1931—1935. Auk
þess hefir hann starfað í stjórn
fjölmargra fjelaga og ávalt
reynst hinn nýtasti maður í
hverju starfi. Hann hefir jafn
framt embætti sínu gefið sig
allmikið að ritstörfum. Má af
ritum hans meðal annars nefna
Biblíusögur, Winnepeg 1919,
Pislarsagan, ásamt stuttum
skýringum og sjö föstuhugleið
ingum, Rvik 1929, Kristinfræði
bók handa fermingarbörnum
1930, Kristur og mennimir,
Rvík 1935. En mestra vinsælda
af bókum hans munu þó hafa
notið unglingabækur hans ög
eru þær orðnar margar. Má
þar nefna: Sögur handa börn-
nm og unglingum I.—V., Rvík
.1931—’35. Síðan má heita að
nær því árlega hafi komið út
barna og unglingabækur, sem
hann hefir þýtt eða endursagt,
eða að minsta kosti átt drjúgan
þátt í.
Sjera Friðrik er kvæntur
(5/7—1900) Bentínu Hansínu
Björnsdóttur, hinni mætustu
konu.
1 raun og veru gjörist þess
ekki þörf að kynna landsmönn
um sjera Friðrik Hallgrímsson
Hann er vel kunnur megin-
þorra manna víðsvegar um
landið. 1 preststarfinu ávann
hann sjer vinsældir bæði í Vest
urheimi, meðan hann dvaldi
þar í sínum stóra söfnuði í
Reykjavík og meðal áheyrenda
sinna út um landið, því hann
er einn þeirra presta, sem hvað
oftast hafa talað í útvarp hjer
hjá oss. Og það eru ekki aðeins
hinir .fulltíða menn, sem á
hann hafa hlustað. Ef til vill
voru þeir fáir, eða engir, sem
hörnin höfðu meira yndi af að
hlusta á en hann.
Hann var og er vin-
ur barnanna, enda einhver
besti bamafræðari, sem þjóðin
é. Síglaður er hann, fullur af
áhuga og starfsþrótti, þótt
hann hafi nú sagt af sjer em-
bætti. Um skeið hefir hann
starfað fyrir Þjóðræknisfjelagið
með sívakandi áhuga og ár-
vekni og enn gegnir hann
prestsþjónustu í Kópavogshæli.
Þeir eru margir, sem hlýlega
hugsa til sjera Friðriks um þess
ar mundir. Menn gleyma ekki
fagurri framkomu hans í hinu
mikilvæga lífsstarfi hans, vin-
áttu hans og góðvild í allra
garð.
Vjer óskum þess öll, sem
hann þekkjum að forsjón Guðs
megi vaka yfir honum og að
framtíð hans verði björt og fög
ur, eins og fortíðin hefir oftast
verið honum.
Sjera Friðrik er bjartsýnn og
lund hans ljett og glöð. Ef til
vill á þetta sinn þátt í því
hversu unglegur hann er og
röskur í hreyfingum.
Hvar sem sjera Friðriks er
minnst, er hans minnst sem
mikilhæfs sonar þjóðar sinnar
og hins besta drengs.
Sigurgeir Sigur&sson.
íslenskum stúdenl-
um boðln þálttaka í
mótt í Finnlandi
1 ÁGÚSTMÁNUÐI í sumar
verður haldið norrænt stúdenta
mót í Finnxandi. Hefst það í
Ábo þann 14. ágúst, en síðan
verður haldið til Helsingfors,
og mun mótið standa yfir í
nokkra daga. Ef einhverjir
stúdentar, ungir eða gamlir,
kynnu að eiga ferð um þessar
slóðir, væri æskilegt, að þeir
gætu komið þar fram fyrir
hönd íslenskra stúdenta. Alls
hefur íslenskum stúdentum
verið boðið að senda 20 full-
trúa, en vegna erfiðleika á far-
kosti og gjaldeyrisfátækt, er
ekki heppilegt að hvetja menn
til slíkrar farar án annarra er-
indagjörða.
Þeir, sem hafa í hyggju að
dveljast í Finnlandi eða ná-
grenni um þessar mundir, eru
vinsamlega beðnir að gera
stúdentaráði aðvart í síma 5959
(kl. 5—7 alla virka daga nema
laugardaga), ef þeir vildu vera
viðstaddir á móti þessu. (Frá
stúdentaráði).
Cellóténleikar Eriing
Bl. Bengfsens
ERLING Blöndal Bengtsson,
hinn ungi dahski celloleikari,
hjelt tónleika í Trípoli á mið-
vikudaginn var við sæmilegá
aðsókn og geysi mikla hrifn-
ingu áheyrenda. -— Þegar hann
ljek hjer í fyrsta sinn í fyrra
ritaði dr. Edelstein ítarlega
grein um þennan unga cello-
snilling í Mbl. og er í rauninni
engu við þá umsögn að bæta.
.■í>að verður ekki ofsögum sagt
af hinni geysimiklu kunnáttu
og músíkgáfum Bengtssons. —
Fingra- og bogatækni hans er í
alla staði fullkómin og svo bæt-
ist þar við hinn þróttmikli og
fagri cellotónn hans. Hann er
að þessu leyti í allra fremstu
röð celloleikara.
Tónleikarnir byrjuðu með
cellokonsert Schumanns, op.
129. Þetta verk verður varla
talið meðal bestu verka tón-
skáldsins, og á það að því íeyti
sammerkt við sum af síðustu
verkum Schumanns, en þó er
að sjálfsögðu Víða mikil fegurð
í því fólgin. Bengtsson Ijek
þetta verk með miklum yfir-
burðum. Túlkun hans bar vott
um mikla innsæisgáfu og stíl-
tilfinningu, og hygg jeg að hin-
ar mlklu músíkgáfur hafi kom-
ið hjer best í ljós og notið sín
best, vegna hins romantíska
innihalds verksins.
D-dúr Svíta Bachs, fyrir
cello án undirleiks, er mjög erf-
itt verk viðfangs. Það er upp-
haflega samið »fyrir „Viola
pomposa", 5 strengjað hljóð-
færi, sem Bach fann sjálfur
upp. Það gefur því að skilja,
að erfitt er að spila það á hið
fjór-strengjaða cello. — Frá
tæknilegu sjónarmiði var þetta
mikla verk snildarlega spilað,
svo að fáir munu leika það eft-
ir. Hitt er ekki tiltökumál, þótt
jafn ungur maður eigi enn erfitt
með að gera slíku risaverki eftir
Bach þau músíkölsku skil, sem
það krefst. Þannig var Sxítan
nokkuð „rubato“ spiluð á köfl-
um og sumstaðar einnig slakt
á henni í rammanum.
Eftir hljeið komu svo smærri
lög eftir Schubert, Valensin,
Chopin, Cassado o. fi. — Hjer
gafst hinum unga listamanni
tækifæri til að sýna á ný töfra
sína í ýmsu ljósi og frá ýmsum
hliðum. Og Bengtsson er sann-
kallaður galdramaður á hljóð-
færi sitt.
Bengtsson er gæddur svo frá-
bærum náðargáfum að víst má
telja að hann verði einn af
mestu cellistum samtíðarinnar.
Tækni hefur hann þegar á við
þá sem fremstir eru, svo að öllu
ætti að vera borgið. P. /.
Kristbjörg Jónsdóttir
frá Stokkseyri
Minningarorð
Eifff hermálaráðuneyti
WASHINGTON: — Hermála
-nefnd öldungadeildar Banda-
ríkjanna hefir orðið sammála
um nauðsyn þess, að sameina
herstyrk landsins undir einu
ráðuneyti.
Dregið var í happdrætti Hall
veigarstaða 1. apríl. Þessi núm-
er hlutu vinningá: 10020 Mál-
verk eftir Kjarval. 10107 Mál-
verk eftir Svein Þórarinsson.
4788 Radering eftir Guðmund
Einarsson. 12344 Leirmunir
eftir Guðmund Einarsson. 4420
Stofuborð. 6167 Sjalhyrna.
6570 Íslendingasögují. 9767 Rit- 1
safn Jónasar Hallgrímssonar.
10605 Bókin um manninn.1
15874 Ljósakróna. 645 Raf-
magnskamína. 11195 Hveiti-
sekkur. 9001 Kjötskrokkur.
6888 Næla. 5805 Barnaföt. —
Vinninganna sje vitjað til frú
Kristínar Sigurðardóttur. Bjark
argötu 14.
í DAG er til moldar börin á
Stokkseyri frú Kristbjörg Jóns-
dóttir ekkja Sigurðar heitins
Einarssonar, sem dó 28. des.
1944.
Kristbjörg var fædd að Apa-
vatni í Grímsnesi þ. 22. febr.
1859. Foreldrar hennar voru
hjónin, Jón Jónsson og Kristín
Daníelsdóttir. Var Kristbjörg
ein af 12 systkinum og sú síð-
asta þeirra að kveðja jarðlífið.
Kristbjörg ólst upp á Apa-
vatni hjá móðurbróður sínum,
Vigfúsi. Er hún var um tvítugt
fór hún að Eyvík í Grímsnesi
til Einars Einarssonar og Guð-
rúnar Sigurðardóttur. Árið
1895, þ'ann 31. maí, giftist hún
Sigurði, syni Einars. Voru því
aðeins sjö mánuðir til gullbrúð
kaups þeirra hjóna, er Sigurð-
ur dó.
Sigurður og Kristbjörg hófu
búskap að Hömrum í Gríms-
nesi. En árið 1898 fluttust þau
til Reykjavíkur. Dvöldu þau
þar eitt ár og fluttust þaðan að
Hofi á Kjalarnesi. Þar bjuggu
þau 4 ár en settust því næst að
á Stokkseyri og bjuggu þar ó-
slitið þar til Sigurður ljest.
Stundaði Sigurður lengst af
verslunarstörf á Stokkseyri,
fyrst fyrir eigin reikning, og
síðan um 20 ára skeið sem
starfsmaður hjá kaupfjelaginu
Ingólfi. Síðustu árin hafði hann
á hendi símagæslu fyrir Guð-
rúnu dóttur sína, sem var stöðv
arstjóri á Stokkseyri um all-
mörg ár. Eftir lát Sigurðar
hvarf Kristbjörg til einkadótt-
ur sinnar, Guðrúnar, sem gift
er Olafi Jóhannessyni kaup-
manni á Grundarstíg 2 hjer í
borg. Einkasonur Kristbjarg-
ar, Kristmundur, sem var lækn-
ir í Reykjarfjarðarhjeraði,
ljest árið 1929. Kristbjörg ljest
1. þ. m. eftir eins mánaðar legu,
og var það hennar lengsta sjúk
dómslega á æfinni.
Með Kristbjörgu sál. er fallin
í valinn gagnmerk kona. Hver,
sem kynntist henni hlaut við
kynninguna að styrkjast í
trúnni á mannlífið, því að
Kristbjörg var sterk sönnun fyr
ir gildi' þess. Það einkenndi
hana, meðal annars, að öllum
leið betur í návist hennar en
ella, og var orsök þess að jeg
held, hið hreinskilna og. glaða
viðmót hennar við hvern,-sem
í hlut átti.
Kristbjörg var sístarfandi á
meðan kraftar leyfðu, enda
framúrskarandi mikil búsýslu-
kona. Hún var alin upp við
sveitastörf og búskap höfðu þau
hjón með^höndum leng^t af æf-
innar, nema allra síðustu árin.
Var áhugi hennar fyrir sveitar-
störfum svo mikill, að síðustu
æfiár hennar hjer í Reykjavík
fylgdist hún í anda með því,
sem gerðist í sveitinni á hverj-
um tíma og ræddi um, hvað þá
og þá liði sveitaverkum, hvenær
voryrkjur byrjuðu, hvenær kýr
mætti leysa út á vorin o. s.
frv. Ekki var minna um vert
stjórn og dugnaður Kristbjarg-
ar innanhúss. Hún hafði löng-
um allerfitt heimili, því að
gamalmenni voru hjá þeim
hjónum langdvölum. Maður
hennar barðist einnig við mik-
ið heilsuleysi síðustu ár æfinn-
ar» Allt þetta reyndi mjög á hið
mikla starfsþrek Kristbjargar.
Heimili þeirra hjóna var um
langan tíma aðalgististaður á
Stokkseyri, án þess að þau
rækju gistihús í venjulegri
merkingu þess orðs. Var það
aðeins gestirisni þeirra, er
þessu rjeði, svo og hitt, að
heimilið hafði þann myndar-
brag á sjer að fornum þjóð-
legum sið, að geta tekið á móti
og hýst þá, er að garði bar,
án þess að gera ráð fyrir end-
urgjaldi.
Hjálpsemi Kristbjargar við
fólk í alls konar vanda, var við
brugðið. Ef veikindi bar að
garði í nágrenninu varihennar
jafnan leitað, því að hún var
fædd hjúkrunarkona, þótt ekki
væri hún lærð í þeim efnum,
nema að því leyti, sem æfing
og eðlisgáfur komu til. Eru
ótaldar allar þær vökunætur,
er' hún átti yfir veikum ná-
grönnum. Hygg jeg, að í því
efni eigi margur henni mikið
að þakka.
Kristbjörg átti því láni að
fagna, að vera heilsuhraust alla
æfi, alt til þess, er hún lagðist
banaleguna. Ilún var glaðlynd
með afbrigðum og hafði ágætt
lag á að koma öðrum í gott
skap. Hún var fjörleg í fram-
komu og ljett á fæti, þar til
fætur biluðu síðustu árin, og
bognaði ekki fyrir ellinni, enda
gekk hún teinrjett til hins síð-
asta. Hún var trúmanneskja
mikil, sannorð og hreinskilin,
góðviljuð og samúðarrík og
mátti ekki vamm sitt vita í
neinu, enda ætlaði hún ekki öðr-
um, nema gott eitt.
Um Kristbjörgu á Stokks-'
eyri vil jeg að síðustu mæla hin
frægu orð: Hennar minnist jeg
jafnan, er jeg heyri góðrar
konu getið. S. H.
Reykvíkimgar
í kvöld kl. 10 Verður dans-
leikur í Sjálfstæðishúsinu. —
Heimdellingar efna til þessa
dansleiks til ágóða fyrir hús-
byggiúgarsjóð sinn. Aðgöngu-
miðar verða seldir í anddyri
Sjálfstæðishússins frá kl. 5 e.h.