Morgunblaðið - 08.06.1947, Side 5
[ Sunnudagur 8. júní 1947
MORGUNBLAÐIÐ
I
Dr. Richard Beck fimtugur
' Á LÝÐVELDISHÁTÍÐINA
kora hingað sem gestur ríkis-
Stjórnarinnar Richard Beck
prófessor og var hann' fulltrúi
Vestur-íslendinga og flutti,
eins og kunnugt er, snjalla ræðu
á Þingvöllum 17. júní. Komst
hann svo að orði, að hann væri
boðberi góðvilja og ræktar-
huga, og sagði um landa sína
vestan hafs að „ástarhugur
þeirra leitar heim um haf sem
heitur straumur/ umfaðmar
land og lýð og samfagnar ætt-
systkinunum.“ Richard Beck er
sjálfur góðviljaður maður, ber
ríkan ræktarhug til lands síns
og þjóðar og er hvers manns
hugljúfi, er honum kynnist.
Hann er 50 ára 9. þ. m., en líf
hans og störf sýna, hve miklu
einbeittur vilji ásamt góðum
gáfum fá áorkað.
Richard Beck er bóndasonur
frá Reyðarfirði > og bjó faðir
hans, Hans K. Beck, á Svína-
skálastekk, en fluttist síðar til
Litlu-Breiðuvíkur í Reyðarfirði
<og ólst Richard þar upp. Faðir
hans dó 1907, en móðir hans,
Vigfúsína Vigfúsdóttir, er enn
á Iífi í Winnipeg, hátt á áttræð-
isaldri.
Richard var framan af sjó-
tnaður og formaður á Austfjörð
um og þótti djarfur og heppinn
sjósóknari. En snemma hneigð-
ist hugur hans til náms og lauk
hann gagnfræðaprófi á Akur-
eyri 1918, en stúdentsprófi 1920
<og hafði hann þá lesið tvo bekki
á einu ári. Ávann hann sjer
mikið orð sem námsmaður og
hlaut verðlaun í Mentaskólan-
um fyrir iðni, siðprýði og fram-
farir.
lachard Beck flúttist vestur
um haf 1921 og var íslensku-
ker.nari Þjóðræknisf jelagsins
hann vetur og tók þá mikinn
þátt í íslenskum fjelagsmálum.
Haustið 1922 fluttist hann til
Bandaríkjanna og hóf fram-
haldsnám í norrænum og ensk-
um fræðum í Cornell háskóla í
íþöku, undir handleiðslu dr.
Halldórs Hermannssonar, hins
víðkunna fræðimanns, og lauk
þar meistaraprófi 1924, en dokt
orsprófi í heimspeki 1926. Meist
araritgerð hans fjallaði um
Byron og áhrif hans í íslenskum
hókmentum, en doktorsritgerð
hans var um Jón Þorláksson
skáld á Bægisá og þýðing hans
á „Tilraun um manninn" eftir
Pope og Paradísarmissi Mil-
tons. Kaflar úr þessum ritgerð-
um hafa birst í merkum ame-
rískum fræðiritum (Scandinav-
ian Studies og Journal of Eng-
lish and Germanic Philology)
<og í Eimreiðinni og Skírni, eink
um hinu síðarnefnda. Vöktu rit-
gerðir þessar athygli fræði-
jnanna, enda var þar um nýjar
rannsóknir að ræða. Á námsár-
tmum vann Richard Beck bæði
námsstyrki og námsverðlaun,
en vann fyrir sjer samhliða
náminu. Hann gerðist þá .for-
ystumaður í hópi erlendra náms
snanna í háskólaroum og var um
skeið forseti allsherjarfjelags
þeirra.
Á árunum 1926—29 var Ric-
hard Beck prófessor í enskum
foókmentum og samanburðar-
foókmentum í St. Olaf College í
Northfield í Minnesota og í
ffhiel College í Greenville í
Pennsylvania, en síðan 1929
hefur hann verið prófessor í
Norðurlandamálum og bók-
mentum og forseti þeirrar deild
ar við ríkisháskólann í Norður-
Dakota í Grand Forks, en þar er
mest áhersla lögð á kenslu í
norsku og norskum bókment-
um, en jafnframt hefur hann
kent íslenskt nútíðarmál og
flutt þar fyrirlestra um bók-
mentir Norðurlandanna allra.
Richard Beck hefur auk
tímáfrekrar háskólakenslu ver-
ið mjög afkastamikill rithöfund
ur. Helstu rit hans á ensku eru:
Icelandic Lyrics (útg. Þórhallur
Bjarnarson, Reykjavík 1930),
frumkvæðin á íslensku og ensk-
ar þýðingar ásamt inngangi og
skýringum; varð bók þessi
mjög útbreidd og hlaut vinsam-
lega dóma. Þá ber að nefna Ice-
landic Poems and Stories (New
York 1943), sem er safn enskra
þýðinga íslenskra ljóða og smá-
sagna, sem fræðafjelagið The
American Scandinavian Founda
tion gaf út; vakti safn þetta
mikla athygli og var þess lof-
samlega getið í ýmsum amerísk
Abroad 1936, um Bjarna Thor-
arensen í Scandinavian Studies
1939 og um Gunnar Gurinarsson
í The Friend 1940. í hinu kunna
bókmentariti The American
Scandinavian Reiview í New
York hefur hann einnig birt
'grein um Stephan G. Stephans-
son og Einar Benediktsson og
ritað þar um forseta íslands,
um háslmla Íslands og nýlega
um íslenskar bókmentir síðustu '
á ýmsum stöðum,' og ýmsar
þeirra hafa verið prentaðar, t.
d. ljet Leifs Eiríkssonar fjelag-
ið í S.-Dakota prenta ræðu
hans um Vínlandsfundinn í
2000 eintökum og útbýta til
skóla þar.
Það ræður að líkum, að slík-
ur maður hefur oft verið kjör-
inn til forystu í ýmsum fjelög-
um. Hann var forseti Þjóðrækn-
isfjelags íslendinga í Vestur-
heimi í 6 ár, 1940—46, en hafði
áður verið varaforseti fjeiags-
ins jafnlengi. Hann er fyrv. for-
seti og enn í stjórn fræðafjelags
ins The Society for the Ad-
vancement of Scandinavián
Study, fyrv. forseti Þjóðrækn::;-
deildar Norðmanna í Grand
Forks og hefur hann verið for-
maður fjölmargra nefnda þessa
fjelagsskapar og af hálfu há-
skólans á hann sæti í mörgum
nefndum.
Richard Beck er nú íslenskur
vararæðismaður í Norður-Da-
kota. Hann er fjelagi og heið-
ursfjelagi í ýmsum vísinda- og
bókmentafjelögum beggja meg-
in hafsins og var m .a. koslnn
heiðursfj&lagi í Þjóðræknisfje-
lagi íslendinga í Vesturheimi á
Þjóðræknisþinginu í febrúar
síðastliðnum. Hann hefur verið
sæmdur mörgum heiðursmerkj-
um, íslenskum, norskum og
dönskum. Hann er tvíkvæntur,
misti hann fyrri konu sína,
Ólöfu Danielsdóttur frá Heigu-
stöðum í Reyðarfirði, eftir
stutta sambúð, en síðari kona
hans er Bertha Samson, hjúkr-
unarkona frá Winnipeg, af ís-
lenskum ættum, og eiga þau tvö
mannvænleg börn.
Richard Beck stendur nú á
fimtugu og heíur verið sívinn-
andi alt til þessa. Hann er fram-
ar öllu ágætur Iandkynnir Is-
Iands og stendur íslenska þjóð-
in í mikilli þakkarskuld við
hann íyrir öll hans fjölþættu
störf. Væri þess óskandi, að
hans mætti enn lengi njóta, því
að alt hans mikla starf miðar
að því að auka hróður ísiands
og kynna íslenska mennic f í
Vesturheimi.
A. J.
um stórblöðum og tímaritum
sem og í íslenskum tímaritum ára' Er Þá ó§etið «ölda greina
og blöðum. Með þýðingasöfnum
þessum var um brautryðjanda-
starf að ræða, því að þau eru
fyrstu víðtæk sÖfn á enska
tungu af því tægi. Loks ber að
geta, að Richard Beck er með-
höfundur stórrar bókmentasögu
Norðurlanda á ensku, The Hi-
story of Scandinavian Litera-
ture (New York, 1938) og rit-
aði hann þar m. a. ítarlegan
kafla um íslenskar bókmentir
(rúmar 50 bls.). Um þær hefur
hann einnig ritað yfirlit í alls-
herjarrit um heimsbókmentir
(Encyclopedia of Literature),
sem kom út s.l. háust í New
York.
Á íslensku hefur Richard
Beck gefið út: Sögu hins evan-
gel-lúterska kirkjufjelags . ís-
lendinga í Vesturheimi (Winni-
peg 1935), er var samin vegna
50 ára afmælis f jelagsins, Kvið-
linga og kvæði K. N. Júlíusar,
ásamt inngangsritgerð og skýr-
ingum (Reykjavík 1945) ög
ljóðmæli Jónasar A. Sigurðs-
sonar (Winriipeg 1946). Hann
hefur verið ritstjóri Almanaks
um íslensk efni í amerískum
tímaritum og blöðum um marg-
vísleg efni, t. d. um Alþingis-
hátíðina 1930, um lýðveldis-
stofnunina, ritdóma um íslensk-
ar bækur, um íslenska menning
o. fl. Loks hefur hann Ifirt í
norskum blöðum og tímaritum
vestan hafs margt um íslenska
menning og bókmentir, einnig
á dönsku, einkum í Julegranen,
sem er vinsælt ársrit þar vestra.
Þá hefur Beck ritað mikið
um íslensk skáld í íslensk blöð
og tímarit beggja megin hafs-
ins, einkum í tímarit Þjóðrækn-
isfjelagsins (Jón Þorláksson,
Örn Arnarson, Huldu, Davíð
Stefánsson, Þorstein Gíslason).
Um vestur-íslensk skáld samdi
hann yfirlitsgrein „Bókmenta-
iðja Islendinga í Vesturheimi“
(Eimreiðin 1928—29) og um
mörg helstu skáld þeirra hefur
hann birt margar greinar í ýms
um tímaritum og blöðum.
Hann hefur lagt sjerstaka
rækt • við minningu og starf
þeirra manna af enskum og
amerískum stofni, sem tekið
O. S. Thorgeirssonar í Winni- hafa ástfóstri við jslensk fræði
og með þeim hættí orðið útverð
ir íslenskrar menningar. Um
peg mörg síðustu árin og er þar
margt greina eftir hann, eink-
um um merka Vestur-íslend-
inga, en einnig um lýðveldis-
stofnunina og um forseta Is-
lands og Vesturheimsför hans.
Richard Beck fæst einnig við
ljóðagerð, eins og kunnugt er,
og hafa birst mörg kvæði eftir
hann beggja megin hafsins,
einnig kvæði á ensku í ýmsum
amerískum blöðum og tímarit-
um og í allmörgum kvæða-
söfnum. Eftir hann komu út
Ljóðmál 1929 (í Winnipeg) og
lítið safn frumortra kvæða á
ensku 1945 (Sheaf of Verses).
Auk allra þeirra rita, er nú
hefur verið getið, hefur Beck
samið margar ritgerðir á ensku,
m. a. um íslenskar fornbók-
mentir í ársfjórðungsriti há-
skólans í Norður-Dakota —
(Quarterly Journal, University
of North Dakota, 1933), um
Matthías Jocliumsson í Scand-
inavian Studies 1935, um Einar
H. Kvaran í Poet Lore 1936, um
Einar Benediktsson í Books
þessi efni fjalla ritgerðir hans
„íslensk fornrit og enskar bók-
mentir“, um fjölfræðinginn
George P. Marsh, próf. Lee M.
Mollander og dr. C. Venn Pilch-
er (allar í Tímariti Þjóðræknis-
fjelagsins), Bayard Taylor og
Willard Fiske (í Eimreiðinni)
og Arthur M. Reeves (í Alman-
aki O. S. Thorgeirssonar).
Enn er ótalið, að Beck hefur
lagt mikið lesmál til íslensku
blaðanna vestra og skipta grein
ar hans þar hundruðum. Margt
hefur hann ritað á norsku og
ensku, en hann talar og' ritar
jöfnum höndum íslensku, ensku
og norsku.
Richard Beckær mælskumað-
ur mikill og eftirsóttur ræðu-
maður. Hefur hann flutt vestra
samtals á íjórða hundrað ræð-
ur um ísland og íslendinga víðs
.vegar í Bandaríkjunum og Kan-
ada. Margar ræður hefur hann
einnig flutt um Norðmenn og
norskar bókmentir, oft í útvarp
Sextugur:
Jóhann Þórðetrson
bóndi
í DAG á sextugsafmæli Jó-
hann Þórðarson sjálfseignar-
bóndi á Bakka í Melasveit.
Þrítugur að aldri hóf Jóhann
búrekstur á eigin spítur og hel-
ur hann æ síðan skipað sess
hins íslenska sveitabónda með
hinni mestu sæmd og prýði.
Það má með sanni segja að
sveitabúskapur á landi hjer hafi
tekið miklum stakkaskiftum á
síðustu áratugum.
Þrátt fyrir mikla fólksflutn-
inga úr sveitum til kaupstaða á
þessu tímabili, hefur hópur’
vaskra og ^torkusamra manna
einbeitt að því huga sínum og
allri orku að bæta og prýða bú-
jarðir sínar og fundið í því
starfi ánægju og lífshamingju.
Framarlega í hópi þessara
manna hefur Jóhann á Bakka
ávalt verið, og er enn ekki
merkjanlegur neinn bilbugur á
honum í þeim efnum, síður en
svo.
Með vaxandi hraða á braut-
um nýrrar tækni eykur Jóhann
á hverju ári töðuvöllinn, ræsir
fram mýrarnar, eykur við og
bætir og prýðir húsakost jarð-
arinnar.
Jóhann hefur búið á tveimur
stöðum. Hóf hann búskap í Efri
Hrepp. Er sú jörð í næsta ná-
grenni við æskuheimili hans í
Innri-Skeljabrekku. Eftir átta
ára búskap þar flutti Jóhann að
Bakka. Bjó hann þar fyrst sem
leiguliði en keypti jörðina síð-
an. Hefur Jóhann því búið þar
í fulla tvo áratugi og gjört þar
garðinn frægan.
Bakki er falleg og hlýleg
jörð. Ligur hún gegnt suðri við
Leirárvoga í skjóli af háum mel
um sem eru í nokkurri f jarlægð
frá bænum í noi’ður- og norð-
austurátt. Túnið víðlent, frjó-
samt og rennisljett umlikur
bæjarhúsin á alla vegu.
Er þar á öllu hinn mesti
snirtibragur jafnt utanhúss sem
innan. Alt ber vott um hand-
bragð húsbónda og húsfreyju,
en þau hjónin eru einkar sam- *’
hent og samtaka um þrifnað
allan og snirtimensku í hví-
vetna.
Utanvert við bæinn skagar
nes fram í voginn. Þar hefur
Jóhann komið upp nokkru æð-
arvarpi.
Jóhann er búhöldur góður,
fer hann vel með allar skepnur,
enda dýravinur hinn mesti. Er
hann kær að góðum hestum,
glöggur á kosti þeirra og skiln-
ingsgóður á skapgerð þeirra og
upplag.
Fækkar þeim mönnum nú óð-
um í sveitum, sem temja ög
þjálfa reiðhesta og um leið hrak
ar þeim hæfileika að taka fall-
egt spor úr gæðingsefni.
Jóhann er maður vinsæll og
vel látinn, nýtur hann trausts
allra er af honum hafa kynni.
Ýms trúnaðarstöi’f hafa hon-
um verið falin í sveit sinni. —
— Hefur hann alllengi verið
hreppsnefndarmaður.
Jóhann er hinn besti heim að
sækja, gestrisinn og greiðasam-
ur.
i Framh. á bls. 8 • ’