Morgunblaðið - 08.06.1947, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.06.1947, Qupperneq 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: ííarðaustanstinningskaldi. Ví5- ftsí Ijettskýjað. 126. tbl. — Sunnudagur 8. júní 1947 í DAG segja allir sannle; Dagsbrúnarmcnn „Já“ í at-. kvæðagrciðslunni um miðlunaij tillögu sáttanefndar. Fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna ti! |sess al fyrirbyggja kreppu Truman vill aukin dollaralán NEW YORK ALLT BENDIR nú til þess, að herferð bandaríska utanríkis- ráðuneytisins til að fá Bandaríkjamenn til að trúa því, að við- skiftakreppa í heiminum kunni hrátt að hafa mjög slæm áhrif á efnahag Bandarikjanna, sje nú að ná hámarki sínu og verði á næstunni eitt af meginmálum bandarískra stjórnmálamanna. Truman forseti mun brátt fíytja útvarpsræðu um þetta mál, en með því hyggst hann reyna að ávinna þeirri skoðun sinni fylgi, að nauðsynlegt sje aö veita allmörgum þjóðum aukin dollaralán, til að bjarga við gagnkvæmum viðskiptum þessara þjóða og Bandaríkj- anna. MÍSMUNUR Á INN- OG ÚTFLUTNINGI. Herferð Trumansstjórnarinn- ar byggist aðallega á því, að Bandaríkjamenn flytja nú út árlega vörur fyrir 4,000,000,000 dollara, en kaupa í staðinn er- lendis fyrir minna en helming þessaiar upphæðar. FJÁRHAGSAÐSTOÐ NAUÐSYNLEG. Ráðherrar í stjórn Trumans flj/tja nú hverja ræðuna á fæt- uí' annari, þar sem þeir vara við því, að efnahagskeríi heims ins kunni að hrynja í rúst, ef Bandaríkjamenn styrki það ekki með fjárhagslegri aðstoð. En þess er vænst, að ef Tru- man flytji ræðu fyrir alþjóð, þar sem hann einnig varar við þessari hættu, muni það hafa það í för með sjer, að republik- anameirihlutinn á þingi yrði að grípa til einhverra raunhæfra aðgerða. (Kemsley). AOA fer aukaferð með íslendlnga AMERÍSKA FLUGFJELAG- IÐ American Overseas Airlines hefir ákveðið að fara aukaferð með íslendinga frá New York til Keflavíkur og frá Keflavík til Norðurlanda. Er þetta gert vegna mikillra 'eftirspurna eft- ir ferðum að vestan til íslands og vegna þess að fjelaginu hef- ir ekki tekist að flytja alla, sem vilja fara með flugvjelum þess til Norðurlanda. Þessi aukaflugvjel kemur á miðvikudag til Keflavíkur frá Ameríku og heldur áfram sama dag til Kaupmannahafnar og Stokkhólms. Getur hún tekið 25 farþega hjeðan austur. Með vjelinni að vestan er væntanlegur Thor Thors sendi- herra. Fleiri sæti frá Islandi. ' Þá hefir AOA ákveðið að framvegis skuli sex sæti í vjel- um fjelagsins ætluð farþegum hjeðan til Norðurlanda, en hingað til hafa sætin aðeins verið tvö, sem víst hefir verið um í hverri ferð. Skétehús byal i ECjos Frá^frjettaritara voru í Kjós. Á ALMENNUM hreppsfur.di er haldinn var fyrir nokkru um skólabyggingu," var - samþykkt að hefja byggir.gu á þessu ári. Er nú hafinn undirbúningur að því. Byrjað er á að leggja veg af aðalvegi, að þeim stað er byggir.gin á að standa. Og er það um 80 m. frá aðalvegi. Skól anum hefir verið valinn staður í Valdastaðalandi, niður við Laxá. LTm það bil Vi km. aust- ur frá Laxárbrú. Verður þetta heimavistarskóli, ásamt kenn- aiaíbúð. Byggingin verður 2 hæðir. Á neðri hæðinni verður íbúð ráðskonu, borðstofa, eld- hús, geymsla, smíðaherbergi, 2 kenslustofur og 4 heimavistar- herbergi. En á efri hæð skólans vcrður íbúð skólastjóra, aðal- kenslustofa, áhalda og geymslu herbergi og 4 herbergi fyrir börn. Grunnflötur hússins verð ur um 300 ferm. Teikningu að byggingunni gerði Óskar Sveins son, að tilhlutun fræðslumála- stjóra, og hefir' hún verið sam- þykkt. Kona breyfisl í karlmann New Dehli í gær. FERTUG Hindúakona, nokk urra barna móðir hefur breyttst í karlmann, að því er skýrt var frá hjer í New Dehli í dag. Breyting þessi á líkama kon- unnar mun hafa byrjað fyrir 12 árum síðan, og að því er lækn- ar hjer í borg skýra frá virðist breytingin nú vera því sem næst fullkomin. — Reuter. Þorflnnur karlsefni í Hljómskálagarð- inum HOGGMYND EINARS JONS SONAR af Þorfinni karlsefni, sera er eign Reykjavíkurbæjar, verður reist í Hljómskálanum einhvern næstu daga og verð- ur afhjúpuð 17. júní. Verður höggmyndin sennilega í litla hólmanum syðst í garðinum. Mynd þessi var í deild ís- lands á heimssýningunni í New York 1939. ^ ViðræSur hcfjasl á ný í NewDehii New Dehli í gær. VIÐRÆÐUR hófust á ný í morgun milli Mountbattens, varakonungs Indlands, og ind- versku stjórnmálaleiðtoganna um valdaafsal Breta í Indlandi. Var til tekið þar sem frá var horfið á mánudaginn var. — Framkvæmdanefnd flokks Mú- hameðstrúarmanna situr nú á fundprn, en ráð flokksins mun koma saman á mánudag til þess að skila endanlegu áliti um tillögur bresku stjórnarinn- ar. —r Reuter. Matmælaráóslefna í París Londan í gær. SIR John Boyd Orr, forstjóri j Matvæla- og landbúnaðarráðs i Sameinuðu þjóðanna (FAO), hefur boðið meðlimaríkjum ráðsins og nokkrum ríkjum öðr um til ráðstefnu um matvæla- ástandið í heiminum, einkum þó kornskortinn. Ráðstefnan fer fram í París og hefst 9. júlí n.k. — Reuter. Lesbókin i daa Hún hefst á skemtilegri fcrðasögu frá Sviss til Rómaborgar, eftir rithöf- undinn Guðrúnu Jónsdótt- ur frá Erestbakka. Næst er grein eftir Sigurð Björnsson frá Veðramóti: „Vísur um Gönguskörð“. Þá er sagt frá því hvernig menn lærðu að búa til skyr, en síðan eru nú 5000 ár. — Þá er sagt frá nýj- ung í skólamáluin Breta — brjefaskiftum milli skólabarna og siglinga- manna. Þá eru molar, Fjaðrafok og margt fleira. iðlunartillögur TILLÖGIR sátianefndar til lausnar á vinnudeilu verkamannn-a fjelagsins Dagsbrúnar og Vinnuveitendafjel. íslands. Samningur deiluaðila frá 1. mars 1946 framlengist með eftirfarandi breytingum: 1. Við 5. gr. Á eftir orðunum „útskipun á ís“ komi uppskipun saltfisks, steypuvinna við uppsteypun húsa, vinna við kalk og krít, 25 smálestir og þar yfir, í sömu tilfellum og sementsvinna. 2. Við 5. gr. Á eftir orðunum: „Fyrir stjórn á vjel- skóflum og ýtum“ komi: stórum dráttarbifreiðum og kranabílum, enda stjórni bifreiðastjóri bæði bifreið og krana. 3. Við 5. gr. Aftan við 3. málsgr. lcomi: Grunnkaup í eftirvinnu í lægsta flokki reiknast kr. 3,98. 4. Við 5. gr. Á eftir 4. málsgr. komi ný málsgr. svo hljóðandi: Tímakaupsmenn, er unnið hafa samfleytt eitt ár eða lengur hjá sama atvinnurekanda, eiga rjett á þeirri vinnu, sem til fellur hjá honum, hafi þeim ekki verið sagt upp sarfi með eins mánaðar fyrirvara. Sje ekki næg vinna fyrir alla slíka menn hjá atvinnurekandan- um, skulu þeir jafnan ganga fyrir, er lengst hafa unn- * ið þau störf, sem um er að ræða. Á sama hátt er verka manni, sem þessara hlunninda nýtur, skylt að tilkynna með mánaðar fyrirvara, ef hann óskar að hætta störf- um hjá atvinnurekanda sínum. 5. Við 26. gr. Greinin orðist svo: Samningur þessi gildir frá og með 9. júni 1947 og er uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara, þó ekki fyrr en miðað við 1. október 1947. Reykjavik, 6. júní 1947. Torfi Hjartarson. Gunnlaugur Briem. Guðmundur /. Guðmundsson. ★ TILLÖGUR sáttanefmdar til lausnar á vinnudeilu verkámanna- fjelagsins Dagsbrúnar og Reykjavíkurbæjar. Samningur deiluaðila frá 1. mars 1946 framlengist með eftirfarandi breytingum: 1. Við 5. gr. Orðin: „og afgreiðslúmenn í sandnámi“ falli niður þar, sem þau eru nú í greininni. 2. Við 5. gr. Á eftir orðunum: „og pramma-*og slipp- vinnu“ komi: afgreiðslumenn í sandnámi bæjarins og vinnu í rörsteypu bæjarins. 3. Við 5. gr. Við orðin: „sigtis- og kjafthúsvinnu í grjótnámi“ bætist: og sandnámi. 4. Við 5. gr. Á eftir orðunum „7 tonna vörubifreið- um“ komi: stórum dráttarbifreiðum, steypuvjelum í rörsteypustöðinni, ijörublöndunarvj el um í malbikunar- stöð grjótnámsins. 5. Við 5. gr. Á eftir 1. málsgr. komi ný málsgr. svo hljóðandi: Nætur- og helgidagavarðmönnum skal greiða kr. 34,00 fyrir 12 stunda vörslu. Varðmennimir eiga frí 7. hvert varðtímabil, án kaups, en gegni þeir þá varð- störfum, skal greiða vörsluna með tvöföldu kaupi. 6. Við 5. gr. Á eftir 4. málsgr. komi ný málsgr. svo hljóðandi: Tímakaupsmenn, er unnið hafa samFleytt eitt ár eða lengur hjá bænum, eiga rjett á þeirri vinnu, sem til fellur þar við störf þau, er þeir hafa unnið að stað- aldri, hafi þeim ekki verið sagt upp starfi með eins mánaðar fyrirvara. Sje ekki næg vinna fyrir alla slíka menn hjá bænum, skulu þeir jafnan ganga fyrir, er lengst hafa unnið þau störf, sem um er að ræða. Á sama hátt er verkamanni, sem þessara hlunninda nýt- ur, skjdt að tilkynna með mánaðar fyrirvara, ef hann óskar að hætta störfum hjá bænum. 7. Við 15. gr. Greinin orðist svo: Samningur þessi gildir frá og með 9 júní 1947 og er uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara, þó ekki fyrr en miðað við 1. október 1947. Reykjavik, 6. júní 1947. Torfi Hjartarson. Gunnlaugur Briem. GuSniutidur /. GuÖmundsson. 4 «

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.