Morgunblaðið - 22.06.1947, Page 2

Morgunblaðið - 22.06.1947, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. júní 1947! j „Þá var dansinn rfett ii feyrja" Komin heim eftir 59 ár Frú Oddný Ásgeirsdóttir og frk. Lára dóttir hennar. Hver getur sett sig í spor konu, sem hjeðan fór af landi burt fyrir 59 árum síðan, með flutningaskipi áleiðis' til Vesturheims, hefur verið bónda kona á sljettum Canada í 50 ár, eignast þar 11 börn, altaf lang- að heim, til þess að sjá Borgar- fjarðarhjeraðið sitt í sumar- dýrð, og vera svo komin alt í einu frá Winnipeg eftir tveggja sólarhringa íerð til ættlands- ins? Og kom í loftinu, með álíka hægu móti, eins og hún heyrði að prinsar og töfrafólk notaði, í æfintýrum þeim, er hún heyrði sögð, í baðstofunni á Lundum í Stafholtstungum. ODDNÝ ÁSGEIRSDÓTTIR. Jeg á við elsta farþegann, sem kom með hinni nýju flug- vjel Loftleiða um síðustu helgi. Hún heitir Oddný Ásgeirsdóttir, og er ættuð frá Lundum í Staf- holtstungum. Foreldrar hennar voru Ásgeir Finnbogason danne brogsmaður og Ragnhildur Ól- afsdóttir. Var Ásgeir seir.ni maður Ragnhildar. En hann hafði áður verið giftur Sigríði Þorvaldsdóttur og bjuggu þau á Lambastöðum á Seltjarnar- nesi. Þeirra dóttir var Kristín, kona Lárusar Blöndals sýslu- manns að Kornsá. En börn Ragnhildar að Lundum af fyrra hjónábandi voru Guðmundur, er þar bjó lengi síðar, Ólafur bóndi í Lindarbæ og Ragnhildur hús- freyja í Engey. Hún var elst systkina sinna. En Oddnýju hitti jeg hjá systurdóttur henn- ar Ragnhildi Pjetursdóttur í Háteigi. ÍSLENSKAN. Ekki gat jeg í fyrstu heyrt það á máli Oddnýjar að hún hefði nokkur sín 82 aldursár verið erlendis. Enginn vestrænn hreimur í málíari hennar. En þegar við fórum að tala um bú- skapinn vestra, þá kom það fyr- ir að hún brá fyrir sig einstaka orði úr enskunni. Jeg held þau hafi alls verið ein 8, þá stund er við spjölluðum saman. Fyrst spurði jeg Oddnýju um ferðina vestur árið 1888. Hvort hún hefði verið í stórum hóp vesturfara. VESTURFARAR. — Við vorum 300 með Cam- oens í þeirri ferð, sagði hún. En hóparnir voru þrír, sem fóru vestur það árið. — Varst þú ein af þínu fólki? — Já. Hinrik Jónsson, maður inn minn er síðar varð, var kom inn á undan mjer. Hann fór ár- ið 1886. Hann hafði verið við íitla verslun í Borgarnesi, fyrst hjá manni sem Finnur hjet. En svo f jekk hann að setja upp dá- litla verslun fyrir sig í húsi Finns. Svo giftum við okkur eftir að jeg kom vestur. Við fórum að búa. Hinrik hafði fengið Iand handa okkur. Og bygt þar koía. Þar vorum við í tvö ár. En meiningin var að hann stundaði fiskveiðar í Manitobavatni. En i þetta var alt of langt frá vatn- inu. Svo hann tók það í sig að fíytja á annað land syðst og vestast í Manitoba. Þar bjugg- um við í 45 ár, þangað til við vorum orðín svo slitin, að við gátum ekki meira. ERFIÐLEIKAÁR. — Frumbýlingsbúskapurinn erfiður? — Börnin urðu 11. Við mist- um yngsta drenginn er hann var tveggja ára. — Þið urðuð líka fyrir miklu tjóni í búskapnum, minnir mig að þú hafir sagt, segir frú Ragn- hildur. —‘ Við mistum fjórum sinn- um alla uþpskeruna segir gamla konan. Ýmist af haglveðrum, engisprettum, ofsaþurkum, eða af ryðsveppi, sem gerspilti korn inu. Og 10 harðindaár höfðum við þarna, eftir íyrra stríðið. — Var margt íslendinga í bygðinni ykkar? —Nei. Þeir fóru flestir fljót- lega, sem höfðu flutt sig þang- að. Þótti landið ekki gott. Sem rjett var. — Hvernig hjelduð þið við ís- lenskunni ? -—• Við fengum íslensku Winnipegblöðin. Og altaf var töluð íslenska á heimilinu. — Töluðu börnin ekki ensku? . —Ekki framan af. En þegar þau voru komin í skóla, þá 'vöndust þau á enskuna, því í skólanum hjá okkur máttu þau ekki tala annað mál en ensku. Máttu ekki láta annað heyrast til sín. Svona var það þar. í BARNASKÓLA. — Þú hefur væntanlega kom- ið oft hingað til Reykjavíkur áður en þú fórst vestur? . — Jeg var kunnug hjer, þeg- ar jeg var um fermingu. Jeg var 3 ár hjá systur minni Ragn- hildi í Engey. Og einn. vetur kom hún ,mjer fyrir í Mýrar- húsaskólanum. — Segðu hvernig þjer gekk þar, segir þá frú Ragnhildur. — Mjer finst nú ekki að það komi neinum við. En það var svona. Þegar jeg kom fyrst í skólann, þá var jeg sett neðst í neðri bekkinn, því jeg hafði aldrei verið í nein'um skóla fyrr og kom mánuði óf seint. Það var enginn skóli í Stafholtstungun- um. En eftir tvo mánuði var jeg sú fjórða í röðinni í efri bekknum. — Og hverjir voru þá fyrir ofan þig? — Brynki Þorláks, Rúnki í Mýrarhúsum og Guðmundur ólafs'í Nýjabæ. í STAFHOLTSTUNGU. — En síðan barst talið að því, hvernig var í sveitinni þeg- ar hún var að alast upp í Borg- arfirðinum. Hvað þótti þjer skemtilegast þá? — Að koma á hestbak á sumr in og þeysa um sveitina með jafnöldrum. Hafa nestisbita með sjer, og setjast í fallegum hvammi eða laut, og skemta sjer með mörgu fólki. Á þeim árum vaf dansinn aðeins að byrja, sagoi hin aldraða kona, og auðfundið var, að endur- minningarnar voru ófölnaðar í hugskoti hennar. Nú er -eftir að. vita, hvernig hún ftann við Stafholtstungurn- ar eftir þau ár, sern liðin eru, síðan hún sá þær seinast. Því eitthvað kann hún að hafa breyst. Hún er hjer á ferð með dóttur sinni, er Lára heitir, sem hefur yfirumsjón með skóia- og heim- ilisheilsuvernd í Noröur-Mani- toba fyrir fyikisstjórnina þar. Þær mæðgurnar ætla að dvelja hjer á lar.di fram eftir sumri í heimsókn hjá dóttur Oddnýjar Kristínu og manni hennar Ragnari ólafssyni lög- fræðing. V. St. Tundurduf! gerð óvirk SAMKVÆMT tilkynningu frá Skipaútgerð ríkisins hefir Helgi Eiríksson á Fossi í Vest- ur-Skaftafellssýslu nýlega gert óvirk 9 tundurdufl, sem rekið hafði á Meðallandi, Síðu og Fljótshverfi, Ennfremur hefir Skarphjeðinn Gíslason í Horna firði gert óvirkt tundurdufl í Suo’ursveit. Allt voru þetta bresk segulmögnuð dufl. /--------------- Óeirísr í Lahore New Delhi í gær. ÓEIRÐIR* hafa á ný brotist út í borginni Lahore í Punjab- fylki. Sjö menn Ijetu lífið í morgun og 40 sterðust er sprenging varð á markaðstorginu í borginni. — Lögreglumenn, sem komu á vett vang, fundu 12 sprengjur í nárnunda við árásarstaðinn. — Reuter. Beethoven-hátíðin BEETHOVEN-HÁTÍÐIN set- ur svip sinn á bæjarlífið þessa dagana. Hafa nú verið haldnir 7 tónleikar og hef jeg áður minst hjer í blaðinu á 5 þeirra, kvartett-tónleikana. Þriðjudaginn 16. þ. m. voru leikin verk eftir Beethoven og Schubert. Septettinn op. 20 eftir Beethoven ög Oktettinn op. 166 eftir Schubert. Bættust ná í hópinn hinir bresku blásarar, sem allir sýndu mikla yfirburði og leystu hlutverk sín af hendi af mikilli snild. Var liðinu þannig niður skip- að í Septettinum: Ernst Druck- er, .fiðla; Hugo Gottesmann, lág fiðla; Hermann Busch, knje- fiðla; Einar Waage, stórgígja (kontrabassi); Reginald Kell, klarinett; Lanzky-Otto, horn og Holbrook, fagott. Eins og vænta mátti var samleikur þessara manna allra með afbrigðum góð ur. Og jeg vil undirstrika það strax, að eini íslendingurinn, sem ljek með á þessum tónleik- um, Einar Waage, skipaði sinn sess með heiðri og sóma. Þetta verk Beethovens náði skjótum vinsældum, þegar það kom fram í fyrstu, og hefur síðan verið leikið (ekki síst f jór-hent) mjög mikið. Það er auðskilið og svo aðgengilegt, að menn njóta þess þegar við fyrstu heyrn. — Það væri freistandi að minnast á leik hvers einstaks í þessu verki en jeg vil aðeins nefna Lanzky- Otto og Reginald Kell, sem (það kann að sumu leyti að liggja í hlutverkunum sjálfum) nutu sín sjerstaklega vel. Kell er stór meistari á klarinett og jafnvel nú talinn fremstur allra á því sviði. Það fór vel á því að leika verk eftir Schubert, þann samtíðar- manna Beethovens, sem næstur honum gekk að snilli, þótt ekki byggi hann yfir mikilleik og kyngi Beethovens. Þó hefur Schubert máske hlotið snilli- gáfuna (genialitet) í enn ríkara mæli. En það renna margar stoðir undir sjerhvern mikinn listamann, hvort sem hann heit- ir Rembrandt, Shakespeare, Michaelangelo eða Beethoven. Oktettinn eftir Schubert er með al merkustu verka hans, og eitt stórbrotnasta kammermúsik- verk sem til er. Það er annars lærdómsríkt, að maðurinn sem skóp þetta verk (og mesta fjölda dásamlegustu verka) var síður en svo ánægður með sjálf- an sig eða tónskáldskap sinn. Kemur þetta fram í brjefurn hans (sbr. grein Roberts Abra- ham í efnisskránni), og hann ætlaði að fara að taka tíma í kontrapunkti hjá Lechter, en dauðinn yírð skjótari og svipti heiminn einum auðugasta anda, sem um getur, og sem fekk náð svo miklum þroska, þrátt fyrir hina mestu jarðnesku örbirgð. Af þessu mættu þeir læra nokk- uð, sem gera lítið úr kunnátt- unni og bíða sífelt eftir „stemm- ingunum". I þessu verki ljeku þeir áður neíndu, en nú bættist einn í hópinn, sá áttundi: Adolf Busch. Og nýtt líf færðist í einni svipan yfir hópinn. Hinn mikli persónuleiki Busch setti sinn sterka svip á flutning þessa snildarverks Schnberts, og var hjer um „endursköpun" að ræða í fýista skilningi þcss prðs. Þ. 18. voru svo hljómsveitar- tónleikar haldnir með verkum cítir þrjá af hinum miklu fyrir- rennurum Beethovens, Bach, Hándel og Hayden, að því leyti vel valdir höfundar, að Beet- hoven sótti mikinn lærdóm £ verk þessara meistara og Haydn var einnig kennari hans. Þessir tónleikar voru hinir merk ustu og athyglisverðustu. Fyrsta verkið á þessum tón- leikum var Brandenburger- konsertinn í G-dúr nr. 3 eftir Bach, leikinn af 10 manna strok hljómsveit og cembalo, með Adolf Busch sem stjórnanda við fyrsta „púlt“. Auk Buschkvart- ettsins voru hjer að verki okkar ágæti fiðlusnillingur Björn Ól- afsson, Þorv. Steingrímsson, Indriði Bogason, Einar Waage, og svo einnig dr. Edelstein, Blöndal Bengtsson og dr. Ur- bantschitsch. Leikurinn var stíl hreinn og mjög hressilegur. Concerto grosso í g-moll fvrir Obó-einleik og strengjasveit eft- ir Hándel var annað verkið í röðinni. Terence MacDonagh Ijek Obó-hlutverkið. Hann er mikill stiillingur á sitt hljóðfærl og var allur leikur hans hríf- andi og tónninn fagur. Cello-konsert Haydns er und- urfagurt verk. Einleikari vap Hermann Busch, hinn snjalli cellisti Busch-kvartettsins. t— Hann ljek þetta verk af miklurrí innileik, en tókst á hendur á! síðustu stundu að flytja það og gætti víst þessvegna nokkurs ó- styrkleika einkum í hröðu köfl- unum. Að lokum Ijek Hljómsveií Reykjavíkur (aukin og endur- bætt!!) Symfoníu concertante 1 B-dúr, fyrir hljómsveit og fjög- ur einleikshljóðfæri: fiðlu, cello obó og fagott, eftir Hoydn. Og ,,faðir“ Haydn er hjer sannar- lega í essinu sínu, og þetta fá- gæta og elskulega verk naut sín í alla staði mjög vel. Einleiks- hlutverkin voru þannig skipuð; Adolf Busch, fiðla; Hermanri Busch, cello; MacDonagh, obo og Flolbrook, fagott. Hinn síðast nefndi kom hjer fram sem ein- leikari og ljek af mikilli leikni og snilli á sitt skemtilega og „húmoristiska" hljóðfæri. Dr. Urbanschitsch stjórnaðíí verkum Haydn ágætlega. Þetta voru glæsilegir tónleikar og munu seint gleymasf þeim, sernt á þá hlustuðu. Þeir vekja þá spurningu hjá manni, hversu! lengi við eigum að bíða þess, aði við eignumst fullkomna symp- honíu hljómsveit. Hún er und- irstaðan og grundvöllurinn, semi alt tónlistarlíf byggist á. Þaði verður að hraða stofnun henn- ar. Hún er sá þáttur í menning- arlífinu, sem hin sjálfstæða ís- lenska þjóö getur ekki lengup án verið. P. £* Pólsk-breskur j sáttmáli í DAG var undirritaður I London fjármálasáttmáli millí Breta. og Pólverja. Samningup þessi hefir biðið undirritunar S meir en ár, en aðalástæðan sú, að Bretum þótti pólska stjórn- in hafa. rofið Potsdamsam- komulagið. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.