Morgunblaðið - 22.06.1947, Síða 12

Morgunblaðið - 22.06.1947, Síða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: REYKJAVÍKURBRJEF er á Vkstan eða suðvestan kaldi. Skýjað, rigning sumstaðar. pi0rgnttípm©iip 137. thl. — Sunnudagur 22. júní 1947. bls. 7. Þrjú skip selja ísfisk fyrir Vz milj. SÍÐAN ellefta jjní þar til 20. júní, hafa aðeins þrjú skip selt ísvarinn fisk á markaðí í Bret- landi. Skipin eru þessi: Faxi með 2546 kit er seldust fyrir 7862 sterlingspund, Helgafell með 3468 kit, fyfir 9703 sterlingsp. Og Júní 2112 kit fyrir 6010 pund. — Hafa því þrír togarar landað 8.126 kit af fiski og sam anlagt söluverð 23.575 pund, eða því sem næst í íslenskum krónum 615 þúsund. Þrír bestu kúluvarparar Evrópu Sænski kúluvarparinn Roland Nilson, sem kemur hingað á veg- um ÍR síðast í þessum mánuði, kastaði á móti í Nyköbing á sunnudaginn var, 15,29 metra, sem er nákvæmlega sami ár- angur og Gunnar Huseby hefir náð á þessu ári. Það má búast við harðri keppni hjer mil'Ii þeirra kappanna, þar sem besti árangur þcírra áður er cinnig jafn eða 15,69 metrar. BYRJAÐIR SALTFISKVEIÐAR. Togaraflotinn er nú sem óð- asta að undirbúa saltfiskveiðar og eru sex togarar þegar byrj- aðir. Að sjálfsögðu mun einhver afturkippur koma í veiðarnar vegna verkfallsins. KOMAST EKKI ÚT. Nú liggja hjer í Reykjavíkur- höfn 8 togarar, sem ekki geta komist til veiða vegna verkfalls ins, eða fengið aðra nauðsyn- lega afgreiðslu. Tveir eða þrír togarar munu nú vera á-leið til Englands með ísvarinn fisk. Landbúnuððfsýn- ingin opnuð n. k. laugardag NEFND sú er annast hefur allan undirbúning að Landbún- aðarsýningunni hefur nú ákveð- ið, að næstkömandi laugardag kl. 2,30 síðdegis skuli sýningin opnuð. Við það tækifæri fer fram at- höfr, sem forseti íslands, ríkis- stjórn og annað stórmenni verð- ur viðstatt. fslendingar í Slokk- hólmi minnast 17. júní ÍSLENSKA stúdentafjelagið í Stokkhólmi hjelt á þriöjudag- inn hóf í tilefni af þjóðhátíðar- tíeginum 17. júní. Davíð Stefáns son, skáld flutti í hófinu minni Islands, Benedikt Waage minni forseta íslands, en Bárður Dan- íelsson minni kvenna. Ættjarð- arlög voru sungin og ljek Sig- fús Ilalldórsson undir á píanó. Forseta ísland var sent heilla- skeyti frá samkomunni. Lisfviiiyr láfinn, WASHINGTON: — Forstjóri útgáfufyrirtækisins Scribner, Maxwell Perkins, sem á sínum tíma studdi mjög að framgangi rithöfundanna Wolfe, Heming- way og Lardner, er nýlega dá- inn^ 62 ára áð aldri. Dauðaslys á Akureyri Akureyri, laugardag. Frá frjettaritara vorum. ÞAÐ sviplega slys vildi til hjer á Akureyri í gærdag, að fimm ára drengur varð undir bíl og beið bana af. Drengur- inn hjet Grjetar Ólafsson. Slysið var um kl. 4, á móts við Tunnuverksmiðjuna við Hafnárstræti. Vörubíllinn A- 278 var á leið frá skipshlið til verksmiðjunnar með tunnuefni Eins og fyrr segir var bíllinn kominn á móts við verksmiðj- una, er Grjetar litli varð undir bílnum. Hann var meðvitund- arlaus er að honum var komið og var hann þegar fluttur í sjúkrahús, en þar ljest hann skömmu síðar. Biskup á kirkjujHiKi- ið í Lundi BISKUPINN yfir íslandi, Sigurgeir Sigurðgson og próf. Asmundur Guðmundsson voru meðal farþega með „Drottning- unni“ til Kaupmannahafnar, í fyrrakvöld. Biskup og próf. Ásmundur verða fulltrúar hinnar íslensku þjóðkirkju á alþjóðakirkju- þingi því er fram fer í Lundi í byrjun júlí. lagfirskir bændur í boimsókn SKAGFIRSKIR bændur og konur þeirra leggja af stað í kynnisferð til Suðurlands á morgun. Nálægt því hundrað marins taka þátt í förinni. — Fyrstu nóttina verður gist á Hvanneyri, síðan haldið um Þingvöll til Laugarvatns, þaðan um Sámsstaði austur að Kirkju- bæjarklaustri og komið til Reykjavíkur á laugardag. Skagfirðingarnir verða hjer um kyrt í tvo daga, meðai ann- ars við að skoða Landbúnaðar- sýninguna, en halda svo heim- leiðis. í ferð þeirri um Suður- land verður Ragnar Ásgeirsson ráðunautur leiðbeinandi þeirra. ístenskur (ulltrúi á fiskimálaráð- slefnu S. Þ. MATVÆLA- og landbúnað- arstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur boðað sjerfræð- inga frá tíu löndum til fiski- málaráðsteínu í Róm 23. júní n. k. Mun fjallað um þau vand- kvæði, sem nú eru á dreifingu fisks, þrátt fyrir alvarlegan skort á matvælum einkum eggja hvítuefnum. Veldur þessu bæði skortur á flutningatækjum og kæligeymslum og einnig gjald- eyrisvandræði. Verkefni ráðstefnunnar verða því aðallega að athuga horfur á framleiðslu og neyslu fisks í Evrópu árin 1947—48, reyna að vandræðum og stuðla að auk- bæta úr flutninga- og geymslu- inni framleiðslu síldar og auk- inni hraðfrystingu fisks. Hálfdán Bjarnason, aðalræð- ismaður íslands -í Genúa, mun sitja ráðstefnu þessa af hálfu íslands. Frjettatilkynning frá utanríkisráðuneytinu. r FJÖLTEFLI fór fram í Mjólk urstöðinni á föstudagskvöldið var. Keppti Ásmundur Ásgeirs- son við 30 skákmenn. — Hann vann 15 skákir, gerði 6 jafntefli en tapaði 9. Þessir níu, sem sín töfl unnu voru þeir Jón Einars- son, Ólafur Friðriksson, Friðrik Ólafsson, Eiríkur Marelsson, Sveinn Kristinsson, Þorvaldur Jóhannesson, Guðmundur Guð- mundsson, Theódór Guðmunds- son og Magnús Guðmundsson. Fiygslys. ISTAMBUL: Pan American flugvjel fórst nýlega hjá Meya- dine og Ijetu 15 manns lífið. Samskonar flugvjel var á sama t,íma að flytja bandaríska rit- stjóra umhverfis hnöttinn og var á þessum slóðum, er slysið skeði. Var á tímabili haldið, að sú flugvjel hefði farist, en síð- ar kom í ljós, að svo var ekki. Viðskipta- samninpr Svia ofj Islendinga undirritaður FIMTUDAGINN 19. júní und irrituðu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Claes Kön ig sendifulltrúi Svía samkomu- lag um viðskifti milli íslands og Svíþjóðar, sem bygt er á við- ræðum milli íslenskrar og sænskrar neíndar í Reykjavík, dagana 30. apríl til 20. maí. — Samkomulag þetta gildir frá undirskriftardegi og til 31. mars 1948. í erindum, sem fylgja við- skiftasamkomulaginu, eru á- kveðnir útflutningskvótar frá Svíþjóð fyrir símastaurum og staurum til rafveitu, girðinga- staurum, söguðu og hefluðu timbri og síldartunnum. Hins- vegar skuldbinda ísl. stjórnar- völd sig til að veita útflutnings- leyfi til Svíþjóðar fyrir ákveðnu magni af saltsíld og dilka- og ærkjöti. Tilmælum Svía um sjerstök hlunnindi fyrir sænsk síldveiði- skip hjer við land var svarað á þá leið, að íslendingar gætu ekki veitt nein rjettindi, sem væru ósamræmanleg fiskveiði- löggjöfinni. Frjettatilkynning frá utanríkisráðuneytinu. Síldarverksmiðjur semja SAMNINGAR um kaup og kjör verkamanna í síldarverk- smiðjum utan Siglufjarðar hefj ast í dag. Samningsaðilar eru annars- vegar Síldarverksmiðjur ríkis- ins, Hjalteyrarverksmiðjurnar, síldarverksmiðjan á Dagverðar- eyri og Krossanesverksmiðjan, hinsvegar verkalýðsfjelög á þessum stöðum. Samningarnir fara fram á Ak ureyri. Stassen vil! aðstoða Evrópu strax Washington í gær. HAROLD STASSEN, væntan legt forsetaefni republikana í kosningunum næsta ár, hefur tjáð blaðamönnum, að hann telji það þola enga bið, að Bandaríkjamenn ljái Evrópu- búum hjálparhönd. Stassen sagði þetta, er hann ræddi um hjálpartilboð Mars- halls, utanríkisráðherra. Sagð- ist hann líta svo á, að Banda- ríkin ættu þegar í stað að ljá Evrópulöndunum efnahagslega aðstoð, enda væri ekkert unnið- við það að bíða. Taldi hann velferð Banda- ríkjamanna undir því komið, að aðstoðin yrði látin í tje þegar í stað. — Reuter. Verfcalýðsfjelagið í Borgamesi neitaði allri samúð með verfcfallinu KOMMÚNISTAR halda á- fram að beita Verkalýðsfjelagið í Borgarnesi þeim bolabrögð- um, er þeir geta við komið. Einsog við er að búast frá mönn um, sem hafa sett sjer það mark að virða að vettugi lýð- ræðið, hvort heldur er í þjóð fjelaginu, eða innan einstakra fjelaga. Til þess.^ að taka af allan vafá um það, hvernig afstaða fjelags manna er gagnvart Dagsbrún- arvérkfalli kommúnista, eru hjer birtar tillögur þær sem bornar voru undir atkvæði fjelagsmanna á fundi þeim sem haldinn var í fjelaginu þann 15. júní. Þar bar formaður fjelagsins Jónas Kristjánsson fram svo hljóðandi tillögu: „Fundur í Verkalýðsfjelagi Borgarness haldinn 15. júní 1947, vill um leið, og það heit- ir Dagsbrún stuðningi sínum í yfirstandandi vinnudeilu, með vinnustöðvun hjá þeim aðilum, sem Dagsbrún á í deilu við, óska henni heilla og sigurs í baráttu hennar“. Þessi tillaga var felld með 48 atkvæðum gegn 8. Ingimundur Einarsson bar þá fram svohljðandi tillögu: „Fundur í Verkalýðsfjelagi Borgarness haldinn 15. júní 1947, ákveður að hafna þeim tilmælum Alþýðusambands ís- lands, að fjelagið veiti Dags- brún stuðning með samúðar- verkfalli“. Tillaga þessi var samþykt, með 44 atkvæðum gegn 6. Hjer er afstaða fjelagsmanna svo skýrt mörkuð, að ekki verð ur um vilst. Fjelagið hafnar til mælum frá Alþýðusambandinu, um afgreiðslubann, með því að fella fyrri tillöguna, sem for- maðurinn bar upp, og hafnar' tilmælunum um samúðarverk- fallí, með því að samþykkja síðari tillöguna. Truman undirritar friSarsamninga Washington. TRUMAN, forseti Bandaríkj- anna,%undirritaði í dag friðar- samninga við ítalíu, Búlgaríu, Ungverjaland og Rúmeníu, en ameríska öldungadeildin hafði fyrir nokkrum dögum síðan .staðfest samningana. Truman sagði við þetta tæki- færi, að undirskrift samning- anna markaði tímamót í sögu ítölsku þjóðarinnar, og gæti hún nú litið vonbjörtum aug- um á framtíðina. Enda þótt: samningarnir væru ekki í fullu samræmi við þær óskir, sem Bandaríkjamenn gerðu sjer um efni hans, sagði forsetinn þó að hann mundi skapa þann grund- völl, sem hin sterka, frjálsa og lýðræðissinnaða ítalía ætti að standa á. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.