Morgunblaðið - 04.07.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1947, Blaðsíða 1
34. árgangur 147. tlíl. — Föstudagur 4. júlí 1947 íaaloldarprentsmiðja h.l. Bevin og Bidault ótrauðir stuðnings Marshalls liilögur framkvæman- iegar án Rússa WASHINGTON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. FRJETTARITARI Reuters í Washington hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi sent Bevin og Bidault orðsendingu um það, hverjum augum hann líti á ástand það, sem skapast hefur við framkomu Molotovs á Parísarfundimun, og ennfremur, að liann hafi þegar fengið full svör frá ba>ði Bidault og Bevin. Fullur stuðningur. Marshall hefir enn ekki op- inberlega skýrt frá afstöðu sinni til málsins, en fregnrit- arar eru þess fullvissir, að hann muni veita Bretum og Frökk- um óskertan styrk í þeirri við- leitni þeirra að fá Evrópuríkin til fylgis við tillögur hans, enda þótt'ekki hafi fengist samvinna við Sovjetríkin. Ennfremur er talið, að Marshall hafi látið þá skoðun í ljós við Bevin og Bi- dault, að tillögur sínar sjeu vel framkvæmanlegar án sam- vinnu Rússa, enda þótt æski- legast hefði verið, að þeir hefðu ekki.skorist úr leik. RœSir við Truman. Marshall átti í dag rúmlega klukkustundar viðræður við Truman forseta, og er talið, að þeir hafi aðallega rætt úrslit París.arfundarins. Að viðræð- unura loknum lagði forsetinn af stað til Charlottesville, en þar mun hann flytja ræðu á morgun (föstudag) í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkj- anna, en ekki enn vitað, hvort hann muni þar gera ástandið í Evrópu að umtalsefni. aðila i iiays- brúnardeilunni KLUKKAN 8,30 í gærkvöldi hófst viðræðufundur milli að- ila í Dagsbrúnar-deilunni. —- Ekkert frjettist af þeim fundi framundir miðnættið í nótt, en búist var þá við að hann myndi geta staðið lengi nætur. ¥M hraðamef! Sir Malcolm Campell ætlar á næstunni að reyna að ,,slá“ sitt eigið hraðamet. — Bátur hans t r drifinn af þrýstilofts- hreyfli. Ilafa boðað ti! ráðstefnu í París 12. júlí PARlS í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. 1 DAG IIAFA FRAKKAR BOÐIÐ 22 Evrópuríkum til ráðstefnu í París í því skyni að svara tillögum Marshalls um efnahagslega aðstoð Bandaríkjanna við Evrópuríkin og koma á fót bráðabirgðastofnun, sem safna á skýrslum um efnahags- legt, ástand og efnahagslega þörf hvers ríkis. Er boð þetta rökrjett afleiðing þeirrar afstöðu, sem þeir Bevin og Bidault tóku, er Parísarfundinum lauk í gær (miðvikudag), án þess ' að Molotov fengist til að fallast á málamiðlunartillögu Bidaults, nefnilega að framfylgja stefnu sinni, enda þótt ekki fengist samvinna við Rússa. Búist er við að samskonar boð verði sent frá London mjög bráðlega. 30 ÞUS. HAFA SJEÐ LAND- BÚNAÐARSÝNINGUNA AÐSÓKN að landbúnaðar- sýningunni var mjög mikil í gær, og hefir tala sýningar- gesta nú náð 30 þúsundum. Sýningin er í dag opin eins og venjulega frá kl. 10—23. New Dehli. INDVERSKA járnbrautarfje- lagið hefur pantað 300 stórar og vandaðar eimreiðir frá Eng- landi. Nemur verðmæti þeirra samtals 600 þúsund sterlings- pundum. — Kaupsamningurinn, sem er hinn stærsti sinnar teg- undar sem sögur fara af, hefur þegar verið undirritaður. Munu þrjár af stærstu vjelaverk- smiðjum Bretlands annast smíði eimreiðanna. — Kemsley. Smuis vil! 3vö ríki í Palesiínu London í gærkveldi. í RÆÐU sem Smuts hers- höfðingi, forsætisráðherra Suð- Ur-Afríku, flutti í Johannesborg í dag, sagðist hann vera þeirr- ar skoðunar, að Palestínu bæri að skipta í tvö sjálfstæð ríki Gyðinga og Araba. Að vísu myndi slíkt hafa ýmsa erfið- leika í för með sjer, en þó væri þetta eina leiðin úr ógöngun- um. — Smuts sagði, að Sam- einuðu þjóðirnar ættu að setja á laggirnar nefnd til þess að ákveða landamæri ríkjanna, og ef það tækist, þá gætu þær not- ið þeirrar ánægju að sjá einu sinni einhvern árangur af starfi sínu. — Reuter. Snúist gegn ofríki Rússa í A-Evrópu Forganga útlægra bændaflokksleiðloga WASHINGTON í gærkvöldi. Eikaskejdi til Mbl. frá Reuter. ÚTLÆGIR leiðtogar bændaflokkanna í Austur-Evrópuríkj- unum hafa ákveðið að skipuleggja baráttu gegn því, sem þeir ikalla „yfirgang Sovjelríkjarma". Ferenc Nagy, fyrrverandi for- sætisráðherra Ungverjalands, og Georgi M. Dimitrov, leiðtogi bændaflokksins í Búlgaríu, tilkynntu þetta i Washington í dag. Þessir menn .sögðu blaða- mönnum í dag, að baráttan yrði hafin með kæru til Sameinuðu þjóðanna í september næstkom- andi. Og ef með þyrfti, yrði síðan komið á fót leynif jelögum í Austur-Evrópuríkum í því skyni að koma þar á pólitísku- og efnahagslegu lýðræði í vest- rænum skilningi. Nagy og Dimitrov ljetu þess getið, að Vladko Matchek, fyrr- verandi varaforsætisráðherra Júgóslavíu, sem nú dvelst í París, dr. Milan Gavailovic, for- seti serbneska bændaflokksins, sem staddur er í London, og ýmsir leiðtogar bændaflokk- anna í Rúmeníu og Póllandi stæðu að þessari fyrirætlun. Skaut iitnbrofsþjóf- inn með boga Johannesburg: ÞAÐ HAFA víst fáir menn orðið jafn hissa í allri Suður- Afríku eins og innbrotsþjófur- inn, sem skotinn var með ör í handlegginn, er hann ásamt fleirum var að brjótast inn í hús P. C. Lotterings. Lottering er meðlimur í Bogalistarklúbb Pretoria og er góð bogaskytta. Er hann varð var við það eina nóttina fyrir skömmu, að menn voru að brjótast inn í hús hans, greip hann boga sinn og ör og skaut. Innbrotsþjófarnir lögðu á flótta en lögreglan fánn skömmu síð- ar einn þeirra með örvarbrot. -— (Kemsley). Samkomulag um skiptingu indversku herjanna NEFND sú, sem skipuð var í Indlandi til þess að fjalla um skiptingu indversku herjanna milli Pakistan og Hindustan, hefir nú komist að samkomu- lagi um málið. Nefndin er sammála um, að nauðsynlegt sje að byrja þeg- ar í stað að skipta herjunum, þannig að bæði ríkin hafi nokkurn herstyrk, er þau fá sjálfstjórn um 15. ágúst næst- komandi. Er svo til þess ætl- ast, að skiptingunni verði með öllu lokið fyrir apríllok næsta ár. Ætlast er til þess, að her Breta verði farinn frá Indlandi skömmu eftir áramót. Rússum boðið. Ráðstefnan á að hefjast í París laugardaginn 12. júlí. — Spánverjum er ekki boðin þátt- taka, og er það í samræmi við stefnu Vesturveldanna gagn- vart Spáni upp á síðkastið. — Hinsvegar var Alexander Bogo- molov, sendiherra Ráðstjórnar- innar, sent boð og orðsending látin fylgja með, þar sem sú von var látin í ljós, að neitun Molotovs væri ekki endanleg og Rússar fengjust til samvinnu. Horfur á þáttöku. Fregnritar telja almennt ó- líklegt, að Rússar taki þátt í ráðstefnunni. — Talsmaður franska utanríkisráðuneytisins var í dag spurður, hverjar horf - ur hann teldi á þáttöku Rússa, og svaraði hann því til, að franska stjórnin vonaðist eftir þátttöku sem flestra þjóða, enda greinilega tekið fram í sameiginlegri yfirlýsingu Bev ■ ins og Bidaults, að öllum þjóð- um sje heimil þátttaka, að Spáni undanskildum. — Fregn- ritarar ræða mjög um það, hverjar horfur sjeu á þáttöku einstakra Evrópuríkja. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að Sviss muni ekki taka þátt í henni til þess að geta hliðrað sjer hjá því að taka afstöðu með Rússum eða Vesturveldunum og halda þannig hlutleysi sínu sem ó- skertustu. Einnig voru uppi. raddir um það, að Svíar myndu heldur ekki senda fulltrúa til ráðstefnunnar af svipuðum ástæðum og Svisslendingar. — Talsmaður sænska utanríkis- málaráðuneytisins hefur mót - mælt þessum orðrómi kröftug- lega, enda hefur aðalmálgagn sænska sósíaldemókrataflokks- ins farið hörðum orðum um framkomu Molotovs á Parísar- fundinum. (Framhald á bls. 8). |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.