Morgunblaðið - 06.07.1947, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.1947, Blaðsíða 3
[ Sunnudagur 6. júlí 1947. MO!tGUMBLAf)I£> Hvít koddaver 50X75 cm. Anna Sigurðardóttir Minningarorð \JerzL J^nyibjaryar Joli n Kven- og barna PIIS einlit og köflótt. Versl. Egill Jacobsen, Laugaveg 23. áuglýsingaskrifstofan er opin i sumar alla virka daga fró kl. 10—12 og 1—6 e.h. nema laugardaga. Morgunblaðið. Vantar íbúð 3 herbergi og eldhús, sími Tryggingarstofnun ríkis- ins nr. 1073. Ásbjörn Stefánsson. ■iiiiiimMiiiiinciiiiiiMiiiiiiiiiiiiicaiiiiim.iiiiiiiiiiii 2 útlærðar hérgreiðslu dömur óskast á snyrtistofuna IMNA, sími 2462. nn«mMnimwwnnminwiMmwninimi» ! íseigendur Tökum að okkur máln- ir.gu utan húss og innan. Nafn og heimilisfang send ist afgr. Mbl. merkt: „Fljótt — 4 — 101“. Tek að mjer að Sníða og máta kjóla, blússur og pils. Guðbjörg Einarsdóttir Laugaveg 53A, uppi. fiimiiMiiiiiiininiiiinnainiiiiiiiuiiiinmniinnnB MÁLFLUTNINGS- SKRIFSTOFA Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson Austurstræti 7. Símar 3202, 2002 Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. íslenskur vefnaður ) í úrvali. — Borðdreglar, | púðar, veggteppi. Alt úr | ísl. garni. Austurstræti 17, bakdyr. Mitt æfifley að eilífð ber, í alvaldshendi ráð mitt er. Hvað dugir sál við dauðans ál, að mæla æðru orð. (St. G.). ÞEGAR oss og ástvini vora ber að hafi dauðans, þýðir ekki að „mæla æðru orð“, enda er þess í raun og veru engin þörf, því fögur er ströndin hinum megin hafsins, og unaðslegt er að koma þangað, sem Jesús Kristur býr í dýrð, á landi miskunseminnar og náðarinn- ar, heim til Guðs. En það er dapurt fyrir þá, sem standa eftir á ströndinni hjerna megin og stara út yfir hafið, inn í móðuna, sem byrg- ir þeim sýn, þegar ástvinirnir hverfa á braut hjeðan, — nema því aðeins, að þeir komi auga á bjarmann frá iífslandinu fagra, frá Kristi, og skilji: „að allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt, dauðinn sætur blund- ur“, — heyri Jesús sjálfan tala í kyrð dauðaþagnarinnar segj- andi: „jeg lifi og einnig þjer munuð lifa“. Þótt vjer vitum þetta og trú- um þessu, þá er það æfinlega sárt, að kveðja kæra vini hinstu kveðjunni á þessari jörð, og það einkum þegar kveðjustund- in kemur fljótt og óvænt, eins og stundin kom nú, þegar Anna Sigurðardóttir var kvödd á braut hjeðan frá oss; hún var traust og glöð og góð, en innan stundar er hún horfin heim, hærra til Guðs. Anna sál. var fædd 10. júní 1881 að Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði. Sigurður faðir henn ar var sonur Bjarna í Sjávar- borg, en föðurbróðir sjera Þor- kels Bjarnasonar að Reynivöll- um, og er sá ættbálkur allstór og merkur í Skagafirði og víð- ar um landið. Salbjörg móðir hennar, kona Sigurðar, var Sölvadóttir, af góðum bænda- stofni og hin merkasta kona. Fimmtán ára gömul, árið 1896, kom Anna sál. alkomin til Suðurlands, til frænda síns sjera Þórkels á Reynivöllum og Sigríðar konu hans og hjá og með þeim merku hjónum dvaldi hún meðan þau lifðu. Til Reykja vikur fluttist hún með þeim 1901. Gekk hún þá í kvenna- skólann og aflaði sjer margvís- legrar og haldgóðrar fræðslu, einkum í því er að verslun snýr, því það varð líka æfistarf henn- ar að stunda verslunarstörf, fyrst í Edinborgarverslun og svo hjá Johnson & Kaaber, og þar vann hún enn er kallið kom og mun þá hafa starfað hjá því verslunarhúsi um 35 ár sam- fleytt. Anna sál. naut trausts og vin- áttu allra þeirra, sem hún vann hjá og með, enda sýndu þeir eigendur verslunarhússins John son & Kaa'oer henni það mjög oft og fagurlega, bæði með laun um og gjöfum, enda ljet hún sjer mjög ant um hag þeirra og verslunar þeirra, var þeim sann ur og trúr starfsmaður allt til enda. En kærust og hugljúfust var hún systkinum sínum og ætt- ingjum, sem hún unni öllum af heilum huga og reyndist þeim svo oft góð hjálparhella og gladdi á svo marga lund. Sjálf var hún reglulega góð kona, glöð og kát í vina hóp, kappsöm í vinnu, hjálpsöm í erfiðleikum; alltaf rjettlát og hreinskilin. Hún flutti æfinlega einhvern sólgeisla með sjer, hvar sem hún kom, svo vjer hjónin hlökkuðum æfinlega til er hennar var von. Hún var ein af þeim mætu konum, sem vinirnir muna og minnast með- an lífið endist, og það eins þó hún nú sje horfin sjónum vor- um. Öllum var hún okkur, sem þekktum hana best, innilega kær og naut trausts okkar í fullum mæli, svo söknuðurinn er djúpur í huga vor allra þegar hún er ekki meir. En sárastur er þó víst sökn- uðurinn í huga og sál Agnars Sigurðssonar og hans heimilis, því hún hjálpaði og studdi hann svo vel, er hann missti föður sinn, og reyndist honum svo trúr hjálpari alla tíð síðan og studdi Til mennta og frama ásarot með móður hans. Jeg hygg, að Agnar og börn hans hafi misst mest, er þessi góða, sterka kona var tekin frá þeim; en jeg vona að þau, allir ætt- ingjarnir og vinirnir, heyri Jesús boða þeim nú, í hinni heilögu kyrð dauðaþa.gnarinnar huggunarorðin sterku og mildu: „Jeg lifi og einnig þjer munuð lifa“, svo vjer öll meg- um treysta því, að framundan er sól og sumar fyrir lifandi og dána. Guðm. Einarsson. 3 besfu iíiuar í 1500 m. í ár 57,41 í sleggjukasti Á ÍÞRÓTTAMÓTI, sem hald- ið var í Gævle í Svíþjóð s 1. föstudag náðust þrír bestu tím- ar, sem hlaupið hefur verið á í heiminum í ár. Úrslitin urðu þessi: 1. Lennart Strand 3.44,8 mín. 2. Henry Eriksson 3.45,4 — 3. Gösta Bergqvist 3.46,6 — Það er aðeins Gunder Hágg með 3.43,0 og Arne Andersson með 3.44,0, sem hafa náð betri tíma en Strand, en Svíar skipa nú 7 fyrstu sætin í afreka- skránni í 1500 m. hlaupi. Á sama móti setti Erik Jo- hansson nýtt sænskt met í sleggjqkasti, kastaði 57,41 m. B Gullbri íðkaup ÍL STEINUNN Guðlaugsdóttir og Egill Egilsson að Galtalæk í Biskupstungum áttu gullbrúð kaup þann 1. júlí. Þau eru bæði Skaftfellingar að ætt, Steinunn fædd að Þverá í Hörglands- hreppi 19. maí 1879, og Egill fæddur í Hörgkmdskoti í sömu sveit 8. ágúst 1870. Þau byrjuðu búskap að Þver á árið 1896, en það jarðnæði reyndist þeim of lítið, og þar | sem þau gátu ekki fengið aðra jörð við sitt hafi austur þar, fluttu þau sig að Galtalæk í Biskupstungum árið 1899. — Á þeim árum, um síðustu alda- mót og eftir þau, fluttust marg ir Skaftfellingar út í Árnes- sýslu til búskapar, og má með sanni segja, að þeir reyndust yfirleitt hinir bestu bændur. Og Egill flutti konu, börn og búslóð yfir vötn og vegleysur á 11 daga ströngu ferðalagi, að býli, sem hann hafði aldrei augum litið og vissi ekkert um nema af afspurn, en köld mun aðkoman hafa verið, því jörð- in var í niðurníðslu og hafði engin rækt verið sýnd. — En þetta lánaðist allt, eins og annað, sem Egill hefur tekið sjer fyrir hendur, enda var Eg- ill hinn mesti garpur til ferða- laga, snarráður og ákveðinn. -— Um búskapinn á Galtalæk má seg'ja, að hann hafi verið far- sæll og góður. Jörðina tókst honum að bæta smátt og smátt eftir því sem börnin komust upp og efnin uxu. Sá myndar- bragur er á miklum og góðum jarðabótum og' nýjum húsakynn um, að þetta leiguliðabýli telst nú með snotrustu og bestu jörð- um í Biskupstungnasveit, og þótt lengra sje leitað. Á Galtalæk bjuggu þau hjón fyrirmyndarbúi til vorsins '46, en þá tók Hermann sonur þeirra við jörð og búi. Búskap- arár gullbrúðhjónanna hafa því orðið 50 á, báðum jörðunum. Þau dvelja áfram á Galtalæk hjá Syni sínum og tengdadóttur. Það er ekki ofmælt, að Egill bónda á Galtalæk hafi verið með nýtustu bændum sinnar samtíðar á landi hjer, forsjáll og góður búhöldur, átti falleg- ar og gagnlegar skepnur, sem g'áfu ágætan arð, kunni með þær að fara og fóðraði vel. — Hann hefir og verið mikil fjel- agsstoð sveit sinni, og kunnað að meta hvers virði það er fyrir bændur að standa sameinaðir um málefni sín. Og konan stóð við hlið bónda síns í hinni hörðu raun bú- skaparáranna, Þegar landssaga bændastjettarinnar íslenskip verður skráð, er þáttur hús- freyjunnar stór. Húsfreyjan á Galtalæk er ekki undantekn- ing frá því. Þáttur Steinunnar Guðlaugsdóttur í velgengni. Galtalækjarheimilisins í nær 50 ár er mikill. En það ber ekki ætíð mikið á konunni, sem ræk. ir skyldur og húsmóðurstöri: með mildi og kærleika. Svo vat um Steinunni og hennar störf. Vegna þess komu til vistar að Galtalæk margir þeir, sem þráðu góðhug og nærgætni, og vegna þess hafa þessi hjón verið fær um að ala upp með prýði 8 efnileg börn sín, 4 dætur og 4 sonu, að þau voru samhent og sammála, og kunnu skil á því hvernig á að byggja upp fyrirmyndar sveitaheimili frá því ysta til hins innsta. Það er hamingja hverri sveit og hverjum bæ að eignast sem flest fyrirmyndarheimili. Bisk- upstungnamenn minnast Galtalækjarheimilisins, þakka gullbrúðhjónunum fyrir starfiðt og óska þeim og börnum þeirra allra heilla. Skúíi Gunnlaugsson. Mý verkföl! í ' Englandi London í gær. UM 4000 afgreiðslumenn !i London og mörg þúsund flutn- ingaverkarhenn í Suður-Waler. gerðu verkfall í dag, en starfs- ’menn við strætisvagna í London hafa hótað verkfalli á morgun (sunnudag). -— Verslunarmemu og flutningsverkamenn fara íram á hærra kaup, en starfs- menn við strætisvagnana vilja fá betri borgun fyrir sunnudaga vinnu. — Reuter. ioan Blondell gifi I affur Las Vegas, Nevada í gær. HIN KUNNA kvikmyndaleik- kona Joan Blondell giftist í dag leikstjóranum Michael Todd. — Fór vígslan fram í Las Vegas í morgun. Joan Blondell, sem nú er orðin 38 ára gömul, var áðm‘ gift kvikmyndaleikaranum Dick Powell, og var hjónaband þeirra talið eitthvað hið hamingjusam- asta sem þektist meðal leikara. En svo skildu þau 1944. Þau höfðu leikið saman í mörgum myndum, og er „Gold Diggers'1 (1937) hin kunnasta þeirra. — Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.