Morgunblaðið - 06.07.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Norðankaldi Ijettskýjað. LESBÓK fylgir ekki me3 blaðinu í dag. — Reykjavíkur- brjef á bls. 7. Hver verður Islandsmeistari í knattspymu? ÚRSLITALEIKUR Knatt- spyrnumóts íslands fer fram á íþróttavellinum á mánudags- kvöld á milli Fram og KR. Leikar standa nú þannig, að Fram hefur 6 stig eítir 3 leiki, Valur hefur 6 stig eftir 4 leiki og KR hefur 4 stig eftir 3 leiki. Fram nægir því jafntefli við KR til þess að vinna mótið. og ís- landsmeistaratitilinn, en ef KR vinnur verða þessi þrjú fjelög jöfn að stigatölu, 6 stig hvert, og verða að keppa að nýju. Vík- ingur hefur 1 stig og Akurnes- ingar 1 stig. prentari, i fyrverandi starfsmaður Morg- ' unblaðsins ljest að Vífilstöðum j í gærmorgun. Angantýr hafði j verið rúmfastur í tæpt ár. Nýlt skip til landsins NÝTT 340 smálesta skip kom til Akureyrar í vikunni. Það var bygt í Englandi og er ætlað til síldveiða og vöruflutninga. Skipið hefur 540 ha. Mirrlees dieselvjel og er ganghraði þess 11,5 mílur. — Eigendur- eru Straumey h.f. og er Hreinn Páls son framkvæmdastjóri fjelags- ins. Skipstjóri á síldveiðum verð- ur Haraldur Thorlacius. • I ALÞJÓÐA-OLYMPÍUNEFND- IN hjelt fund í Stokkhólmi í síðastliðnum mánuði, til þess að ganga endanlega frá ýmsu, er snertir næstu leiki, sem haldnir verða í London á næsta ári, og ákveða stað fyrir leikana 1952. Varð Finnland fyrir valinu fyrir alt nema vetraríþróttirnar, en þeim er ætlaður staður í Noregi. Auk þess voru störf nefndarinn- ar að ganga frá ýmsum þeim málum, er snerta áhugamanna- reglurnar (amatör), en þær eru víða á reiki, bæði hjer og í Rússíá. Alþjóða-nefndin, sem heíur J yfirumsjón með Olympíuleikun-' um var stofr.að í Svarta skóla j (Sorbonne) í París 23. júní 1894 og fyrstu leikirnir — í nútíma skilningi-----voru haldnir í Aþenu 1896, og hafa síðan ver- ið haldnir f jórða hvert ár, nema styrjöld hafi geysað. Þeir síð- ustu voru haldnir í Eerlín 1936. ; Síðastliðið ár var haldinn sjer J stakur fundur í Svisslandi til minningar um að 50 ár voru lið- in frá leikunum í Aþenu. Á þeim | fundi var Benedikt G. Waage kjörinn fulltrúi íslands í nefnd- inni, ekki vegna þess, að hann er forseti í. S. í., heldur fyrst og fremst af því að hann er í- þróttamaður í þess orðs besta skilningi. ,,Bennó“ er vel að þessum heiðri kominn — en að vera kjörinn í C. I. O. (Comité Inter- national Olympique) er mesti heiður, sem nokkrum íþrótta- manni getur hlotnast. Ben G. Waage hefur, að öllum öðrum ólöstuðum, unnið betra og van- þakklátara starf en nokkur ann- ar núlifandi íþróttamaður. Myndin hjer að ofan er frá fyrnefndum fundi í Stokkhólmi. Á myndinn er B. G. W. annar frá hægri, en við hlið hans er fulltrúi Grikkja. — Fyrir enda þess borðs er Lord Burleigh, formaður ensku nefndarinnar. En sá sem er á miðri myndinni er umboðsmaður Norðmanna að færa fram óskir um, að næstu leikar fari fram í „ættlandi skíðaíþróttarinnar." lleUji frá Brennu. Baitdarískur sjer- fræðinpr annast énýfingu sprengl- kúina VEGNA kvartana frá ýmsum aðíljum út af sprengikúlum, er fundist hafa í nágrenni Reykja- víkur og víðar og ekki hafa sprungið, sneri utanríkisráðu- neytið sjer til ameríska sendi- ráðsins og óskaði eftir að Banda ríkjastjórn sendi hingað til Iands sjerfróðan herforingja til að annast brottflutning og ónýt- ingu slíkra sprengja. Var þess- ari málaleitun vel tekið, og er sjerfræðingur kominn hingað til lands. Það eru því tilmæli ráðu- neytisins til ailra, sem orðið hafa varir við slíkar sprengi- kúlur, að þe.ir geri tafarlaust að- vart til næsta lögreglustjóra eða hreppstjóra og greini sem ná- kvæmlegast, hvar sprengjurnar er að finna. Sjerfræðingurinn mun aðeins hafa hjer skamma viðdvöl. Frjettatilkynning >, frá utanríkisráðuneytinu. Drukknar í Thames. Londort: — Nýlega drukknaði 11 Sra gamall drengur, sern var að baða sig í árni Thames. — Var þetta í grennd við barnaskóla einn. en þaðan bafði drenguriiin stolist til að baða 1 íág. Aðgerðir ríSrisstj'órnarinnar vekja fögnuð i Horegi ÞÆR RÁÐSTAFANIR ríkisstjórnarinnar, að senda varðskipið Ægir til Bergen, hafa vakið mikinn fögnuð í Noregi. — Frá þessu er sagt í símskeyti, sem íslenskú Snorranefndinni barst frá þeirri norsku í gær. í skeytinu segir ennfremur, að ákveðið sje að hin fyrirhug- aða heimsókn frá Noregi og öll hátíðahöld í sambandi við af- hendingu og afhjúpun Snorra- líkneskisins, muni fara fram t eins og í upphafi var ráð fyrir gert. í skeyti sínu lýsir nefndin á- nægju sinni yfir þeirri ráðstöf- un, að senda Ægir eftir líknesk- inu. Hafi sú ráðstöfun þótt mjög heppileg. Það veki mikinn fögn- uð þar í landi að úr vandræðun- um hafi verið leyst á þennan hátt. Þokur hamla síld- veiðinni FYRIR Norðurlandi var í gær dag slæmt veiðiveður. — Var bræla og þoka á miðum og fóru bátar yfirleitt ekki út, en liggja við bryggjur. Samningaumleiianir hjeldu nær óslilið áfram á laugardag SAMNINGAUMLEITANIR milli verkfallsaðila hófust á föstudagskvöld að nýju eins og áður hefir verið skýrt frá. Hjeldu fundir óslitið áfram fram á laugardag. En þá var hlje á samningaumleitunum, og samningamenn fóru heim til sín um stund. En gengu aftur til funda kl. hálf tvö. Þegar blaðið fór í prentun kl. 4 e. h. í gær, var engin nið- urstaða fengin og ekkert vitað eða ekkert látið uppi um það hvert útlit kann að hafa verið á því, hvort nokkurt samkomu- lag fengist að þessu sinni. Fjekk 9G0 mál við Skaga í FYRRINÓTT kom til Djúpa víkur m.s. Narfi frá Akureyri, með 900 mál síldar. Síldin veiddist austan Skaga seinni- part dags á laugardag. Skipstjórinn, Guðmundur Jörundsson hefir skýrt svo frá, að hann telji ,,síldarlegra“ en verið hefir undanfarin sumur. Byggir hann skoðun sína m. a. á því, að þessi 900 mál veiddust í óhagstæðu veiðiveðri. Þálttaka áusfurríkis í Parísarráðsiefn- unni líkleg Vínarborg í gær. ÞRÁTT fyrir andstöðu komm únista, var alment búist við því hjer í Vínarborg í dag, að aust- urríska stjórnin mundi þiggja boð Frakka og Breta um þátt- töku í Parísarráðstefnunni, sem 24 ríkjum er boðið til og f jalla á um aðstoöartillögur Bandaríkj- anna. Líklegt er talið, að stjórnin komi bráðlega til fundar, til þess að taka ákvörðun um boð- ið. — Reuter. Söngur Einars Krisljánssonar vekur leikna hrifn- ingu í Höfn Kaupmannahöfn í gær. Frá frjettaritara vorum. EINAR KRISTJÁNSSON, ópersöngvari söng í hljómskála- sal Tivoli í Kaupmannahöfn í gærkvöldi (föstudag). —• Blaðið „Socialdemokraten“ segir, að söngurinn hafi vakið feikna hrifningu áheyrenda. — Einar Kristjánsson sje frábær söngv- ari, sem hafi afburða tenór, und urfagra ítalska rödd, sem hann beiti með snilli, en aldrei þó á kostnað hins músikalska. Hann sje fyrst og fremst óperusöngv- ari, og minni rödd hans 4 fremstu óperusöngvara heims- ins. En hinsvegar sje það mjög undravert, að hann skyldi geta gleymt óperusöngnum, er hann túlkaði Schubertsöngva. — Þar hafi músikin sjálf einnig setið í öndvegi. „Nacht und Tráume“ hafi verið músikölsk fegurðar- opinberun. Nýframhaldssaga I DAG hefst hjer í blaðinu ný framhaldssaga, sem á ensku heitir „The Ghost and Mrs. Muir“, en hefur verið nefnd „Vofan og frú Muir“ á íslensku. — Þetta er sjerkennileg saga, sem hefir hlotið miklar vinsæld- ir í hinum enskumælandi heimi. Hún segir frá ekkju, sem tekur á leigu gamalt hús við strönd- ina, sem enginn vildi búa í af því að það gekk sá orðrómur að þar væri reimt. En hún Ijet það ekki á sig fá og rataði fyrir bragðið í margskonar æfintýri. Það var rjett, að það var reimt i húsinu og vofan, sem þar var á ferð er ein aðalsögu- hetjan. Gamall skipstjóri ,sem verður besti vinur frú Muir. í öllu reifaraflóðinu mun les- endum framhaldssögunnar vafa laust tilbreytni í að lesa þessa sögu, sem er frumlegri, en hin sífeldu og endurteknu söguefni. Það er óhætt, að ráða mönnum til að fylgjast með þessari sögu frá byrjun og þeir, sem það gera munu fylgjast með henni til söguloka. Vofan og frú Muir verður framhaldssaga sumarsins og það verður mikið um hana rætt. Nýkvikmyndáland- búnaðarsýiiingunni UM HÁDEGI í gærdag höfðu um 33.000 sótt landbúnaðarsýn- inguna og var aðsókn þá enn að glæðast. Var frumsýning á nýrri íslenskri kvikmynd sem heitir „Mjólkuriðnaður á íslandi 1947.“ í dag verður mynd sú sýnd kl, 8 og 9. Klukkan 5 verða kyn- bótanautin úr Hreppunum sýnd og allan daginn verður sýndur á svæðinu happdrættishesturinn sem er sonur Skugga. Allmargir erlendir gestir, sem sótt hafa sýninguna hafa látið í ljósi ánægju sína yfir henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.