Morgunblaðið - 23.07.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUM3LAÐIÐ Miðvikudagur 23. NORSKU CESTIRNIR I BOÐI BÆJARSTJÓRNAR Þingvellir í sínu fegursta skarti Á Lögbergi. Olav konungsefni situr undir flaggstönginni. Ljósm. Mbl. Fr. Clausen. í G Æ R bauð bæjarstjórn Reykjavíkur hinum norsku gest- nm til Þingvalla. Var Olav ríkis- erfingi með í förinni. Lagt var af stað frá Grófar- bryggju um níuleytið í gærmorg un og ekið upp að Reykjum, en bílalestin stöðvaðist við dælu- stöð hitaveitunnar. Veður var hið ákjósanlegasta, glaðasólskin og blæjalogn. Fyrir austan dælu stöðina hafði verið komið fyrir stólum og ræðustól. Er gestirnir höfðu litast um í hinu fagra um hverfi, kvaddi borgarstjórinn, Gunnar Thoroddsen sjer hljóðs. Hann lýsti að nokkru mann- virki því, sem frægast er allra mannvirkja bæjarins,, hitaveit- unni. Sagði síðan, að fram- kvæmdastj. fyrirtækisins, Helgi Sigurðsson, myijdi nú segja gest um, hvernig hitaveitunni væri .fyrir komið og hvernig rekstur jhennar hefði gengið frá því er jhún tók til starfa. Tók því næst Helgi Sigurðsson til máls. Var erindi hans gagnorð og greinar- jgóð lýsirig á mannvirkinu. Vakti alt þetta mikla athygli hinna :norsku gesta. Síðan var förinni haldið á- :fram til Þingvalla. En stað- aæmst var á klöppinni fyrir sunnan innganginn að Almanna gjá. Þaðan voru gestunum sýnd- ir Þingvellir, en þeir skörtuðu sínu mesta og besta litskrúði. Var þvínæst haldið til Lögbergs. Þar flutti Pálmi Hannesson fyr- irlestur um Þingvelli. Lýsti hann .jarðfræði og sögu staðarins í 'kjarnyrtu máli. Lögberg var fán um skreytt. Segja má með vissu, .að norsku gestirnir hafi orðið hrifnir af þessari komu sinni til helgasta staðar þjóðarinnar. — '.Eftir að menn höfðu hlýtt á ræðu Pálma Hannessonar og síð an svipast um í nágrenni Lög- íærgs og skoðað búðarústirnar og fleira, var ekið áfram til Val- hallar. Þar var snætt í samkomu sal gistihússins. Er gestirnir höfðu setið að toorðum um stund, tók borgar- stjóri, Gunnar Thoroddsen, til máls. I-Iann komst að orði á þessa leið: YÐAR konunglega tign, Ólaf ur konungsefni Hákonarson! 'Virðulegu norsku ráðherrar og þingforsetar, meðlimir Snorra- nefndar og aðrir norskir gest- ir! Dömur og herrar! Fyrir hönd bæjarstjórnar Reykjavík ur býð .jeg yður velkomin á Þingvöl!, helgistað og hjarta- stað íslensku þjóðarinnar. Yfir þessum stað er bæði fegurð og söguleg helgi. 1 aug um vor fslendinga stórfengleg og sjerkennileg fegurð sem vitn ar mn hamfarir og tign náttúr annar. - Yfir þessum stað er söguleg iaelgi, dýrmælustu minningar íslensku þjóðarinnar. Hjer var Alþingi sett á stofn níu himdr uð og þrjátíu og háð hjer í álta hundruð og sjötíu ár. Hjer yar halchð hátíðlegt þúsund ára afmæli Alþingis og hjer var endurreist hið íslenska lýð yeldi fyrir þrem árum. Iiu hvað þýða sögulegar minningar, heilagir sögustaðir? Eru þeir aðeins stolt og stæri- iæti þjóðarinnar, eitthvað til að miklast af í augum annara og hafa til sýnis og augnaynd is fyrir ferðamenn? Þingvellir eru annað og meira fyrir ís- lensku þjóðina. Þeir eru tákn þeirra hugsjóna, sem eru líf- taug þjóðarinnar: frelsi hennar og sjálfstæði. Og hinar sögu- legu minningar eru sivakandi hvatning til fólksins um að vernda og virða frelsi sitt, sem aldrei má glatast. Norska skáld ið Nordahl Grieg segir í kvæði sínu 17. maí 1940: Det födtes i oss en visshet: frihet og liv er ett, — sá enkelt sa uunnværlig som menneskets ándedrett. Þessi hugsjón er sameiginleg Norðmönnum og íslendingum, að frihet og liv er ett. Vjer ís lendingar höfum öldum saman barist fyrir frelsi voru og unn ið sigur, en vjer höfum ekki þurft að úthella blóði á víg- völlum. Þjer Norðmenn hafið barist hetjulegri baráttu við ofurefli liðs og fært stórar blóð fómir. Þjer hafið unnið fræg- an sigur, sem færði yður ekki aðeins yfirráð yfir yðar elsk- aða landi, heldur gerði þjóðina stærri og sterkari í anda og sál. Vjcr Islendingar höfum sótt | margt til Noregs og Norð- manna. Sjálfir erum vjer af þeim komnir að meginstofni. Norska menningu fluttu land- nárnsmennirnir með sjer. Þeg ar Alþingi var stofnað og alls- herjarlög sett fyrir landið allt, var fyrirmynd laganna sótt til Noregs. En Norðmenn hafa einnig sótt dýrmætan arf til vor, sagnaritun Snorra Sturlu- sonar. Engar tvær Norður- landaþjóðanna eru skyldari og líkari en vjer. Þær ejga báðar sömu grundvallar-lífshugssjón, að frihet og liv er ett. Þessar tvær þjóðir hafa öll skilyrði til einlægrar og 'ævarandi vin- áttu. Norskir konungar og kon- ungssynir hafa ekki vanið kom ur sinar hingað til IslandsÞeim mun meiri er fögnuður vor, jiegar konungsefni Norðmanna1 sækir oss heim með fríðu föru neyti og færandi hendi. Þeir feðgar, Hákon konungur og Ólafur rikisarfi, eru ekki að- eins einingartákn þjóðar sinn- ar, heldur og öruggir verðir og verndarar hins frjálsa demo kratiska þjóðfjelags, þar sem borgararnir eru frjálsir menn í frjálsu landi. Um Hákon kon ung voru þessi sannmæh ort: Derfor er hann folkekongen i et land hvor hver skal være förer for sin egen skjebne, hövding i sitt eget sinn. Jeg bið Islendinga að rísa úr sætum og árna konungi og kon ungsefni Norðmanna og norsku þjóðinni allri heilla níeð ferföldu húrrahrópi. Hákon Noregskonungur, Ó1 afur konungsefni og norska þjóðin lengi lifi! Næstur tók til máls Nils Han- dal, forseti bæjarstjórnar í Bergen. Hann komst að orði á þessa leið: Það hefur sjerstök áhrif á okk ur Norðmenn að koma til Þing- valla, þar sem grundvallað var hið frjálsa ríki íslendinga fyrir öldum síðan og stofnað var hjer þjóðfjelag, sem við öll okkar ár höfum litið til í draumsýn. Fyrst vil jeg fyrir hönd gestanna þakka hjartanlega bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir boðið í veislu þess. Oss Norðmönnum var undar lega innanbrjósts, þegar við ljetum í haf í Bergen til að ferðast þúsund, kílómetra til þessa sagnfræga lands. Flest- ir okkar eru líka hjer á ferð í fyrsta sinn. , En jafnframt vorum' við ör- uggir. Við treystum „Lyru“ að rata Teiðina. Hún hefir ‘siglt þessa leið alla, daga síðan 1919 og skapað innilegt samband milli landa vorra. Við söknuð- um Lyru í stríðinu, en það var gott til þess að vita að hún hjelt áfram að halda uppi sam- bandi við ísland — að þessu sinni frá Englandi. Við vorum eins vissir um að komast á leið arenda og víkingarnir forðum. En hins verður að geta, að ferð in hefir aukið um allan helm- ing virðingu okkar fyrir þeim harðhausum, sem lögðu upp í slíkar ferðir í gamla daga. Það var með eftirvæntingu að við væntum samfundanna við „ísland, land Skarphjeðins, sem ekki vissi til hvers sjer skyldi bjarga“ — eins og próf. Paasche komst að orði. Það var í okkur eftirvænting, ekki ein- ungis eftir að sjá landið með kalda nafninu — Island — held ur einnig vegna þess að við áttum von á að sjá mikil nátt- úruöfl í hamförum, samfara áhlaupum mannlegs anda og ávöxtina af þeim áhlaupum. Það var eðlilegt að við vær- um fullir eftirvæntingar að kynnast ættfólki okkar, þjóð- inni í því landi „sem er tákn- rænt um ystu öfgar“ eins og Barth kemst að orði. Vonirnar hafa rætst — og meir en það. Hugmyndarflugið hefir fengið holla fæðu og víta- mínauðuga, en trúin hefur líka aukist á hæfileika mannanna til að laga sig eftir aðstæðum og vinna bug á náttúruöflun- um. Við höfum kynnst þjóð og landi, þar sem hinn mikli og voldugi ómur sögunnar ymur óvenju hreint, og þessi þjóð hefur skapað sjer höfuðborg, sem er ef til vill fremur-en í nokkru öðru landi höfuðborgin —r par excellence. Það var íslengþur rithöfund- ur sem sagði það í blaðaviðtali í Noregi, að „á íslandi gerðist eitthvað nýtt á hverjum degi“. — Þessi orð má vel nota í fyr- irsögn á kapítulann um sögu Reykjavíkur á 40—50 undan- förnum árum. „Hjer hefur eitt hvað nýtt orðið á hverjum degi“. Því að með árunum er Reykjavík orðin nýtísku borg — nýtísku borg í þess orðs; bestu merkingu. Það hvílir mikil ábyrgð á þeirri borg, sem er höfuðborg í landi sínu. Það eru margir útlendingar, sem aldrei kom- ast lengra en, til höfuSetaðar- ins. Því mynda þeir sjer skoð- un um hagkeríi landsins, menningarlíf þess og í.jelagslífj eftir því sem þeir sjá fyrir sjerj í höfuðborginni. Það sem við höfum sjeð hjer í Reykjavík — nýtísku, vel byggð höfn, sem er grundvöll- ur að sambandinu við útlönd, miklar framkvæmdir á ýmsum sviðum athafnalífsins, nýjar; og reisulegar byggingar, há- skóli, leikhús, skólar, sundhölL spítalar, kirkjur o. fl., fögur ný íbúðarhverfi, sem fullnægjat kröfum tímans — allt þetta mun styrkja þau áhrif, sera við höfum orðið fyrir af ís- landi: að hjer sje þjóðfjelag, sem langt hafi komist í því starfi að sk'apa þeim lífvænleg skilyrði, sem hjer eiga að lifa og starfa. Og þegar hjer við bætist, að það er upplýst að ísland er það land, þar sem flestar bækur eru útgefnar á hvern íbúa, þá hygg jeg að heimsóknin hafi orðið okkur til umhugsunar. Þá er það eitt, sem fyllir okkur óskaplegri öfund, og það er Hitaveita Reykjavíkur. Hún er ævintýrið .um mennina, sem ljeku á tröllið og fengu það til að vinna fyrir sig. Heima í Nor egi höfum við neyðst til að loka fyrir heitt vatn, vegna eldsneytisskorts og of lítils raf magns — okkur til gremju og konunum til mikilla örðug- leika. En á meðan hefir Reykja vík opnað flóðgáttirnar og veitir nú 85° heitu vatni í stríð um straumum inn á hvert: heimili, til þvotta og upphitun ar. Þó hefir þetta ekki kostaði „þreytta" húsbændur nein af- rek í viðarhöggi nje rafmagns- stjórann andvökunætur út af of miklu álagi á bæjarkerfið.. Reykjavík má með rjettu vera stolt af afreki þessu, og skattþegarnir mega gleðjast yfir vel vörðu fje. Hver hefði trúað því að á ís landi gæti fólk baðað sig utan. húss allan ársins hring? Ens þetta er hægt í Sundlaugunura og það án þess að koma glæ- nefjaðir upp úr vatninu. En það er önnur hlið á á- byrgðinni, er á höfuðborg hvíí. ir, og hún er ekki síður alvöru- mál. Önnur bæjarfjelög munu ætíð líta upp til höfuðstaðar- ins, skoða hann sinn forystu- bæ, sína fyrirmynd. — Þau. munu aðgæta, hver vandamá? höfuðborgin tekur til úrlausn- ar og hvernig lausn þeirra tekst. Framsækni og dugnaðui' höfuðstaðarins mun eggja aðra til dáða. Á þessu sviði hefir Reykjavík hlotið að gefa öðr«- um*bæjum gott fordæmi. Hún hefir staðið í broddi fylkingar í framþróun alls landsins. Eigi má heldur gleyma öðru, og það er að í Reykjavík fihn- ast engar mótsetningar millí bæjar og sveita. Það er bæn- um til sóma að slíkar andstæð- Framh. á Ws. S .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.