Morgunblaðið - 23.07.1947, Síða 6

Morgunblaðið - 23.07.1947, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MiðvikuJagur 23. júlí 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbðk. SILDAR VERTIDIN Síldarvertíðin hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Heildarafli bræðslusíldar er orðinn um það bil 420 þús- und hektólítrar eða níu þúsund hektólítrum minni en á sama tíma í fyrrasumar. Hinsvegar hefur nú verið saltað rúmum fjórtán hundruð tunnum meira en þá. Aflinn hefur yfirleitt verið tregur. Nokkur skip h^fa fengið sæmilegan afla, en flest mjög ríran, sum nær engan. Síldar hefur orðið vart fyrir öllu Norðurlandi, en yfir- leitt hafa aðeins fengist lítil köst, torfurnar hafa verið mjög þunnar og óverulegar. Veiðiveður hefur verið fremur hagstætt. í byrjun ver- tíðarinnar hamlaði norðanátt að vísu veiðum um skeið og síðustu daga hefur þoka valdið miklu óhagræði. En hvernig eru svo veiðihorfurnar nú? Undanfarna daga hefur mikillar síldar orðið vart við Langanes. Þar hafa allmörg skip fengið ágæt köst og auðsætt er að þar er mikið síldarmagn. Síldar hefur einnig orðið vart víða annarsstaðar fyrir Norðurlandi. Veiðihorfur geta því talist sæmilegar, ef veður reynist sæmilega hagstætt. ★ Að þessu sinni tekur stærri floti þátt í síldveiðunum en nokkru sinni fyrr, um 270 íslensk skip. Auk þeirra gera Norðmenn og Svíar út skipaflota á djúpmiðin fyrir Norðurlandi, sem í eru hundruð skipa. Þeirri tilgátu hef- ur verið varpað fram af sjómönnum, að skipafjöldinn á miðunum undanfarin ár hafi átt ríkan þátt í, hve rírar vertíðirnar reyndust. Miðin hafi bókstaflega verið ofhlað- in. Samkeppnin um síldartorfurnar á takmörkuðum svæð um of hörð. Um það skal ekki fullyrt hjer. Islendingar eiga nú ekki aðeins stærri síldveiðiflota en nokkru sinni áður. Þeir hafa einnig betri möguleika til þess að hagnýta aflann. Fyrrverandi ríkisstjórn, undir forystu Ólafs Thors formanns Sjálfstæðisflokksins beitti sjer fyrir verulegri afkastaaukningu síldarverksmiðja ríkisins. Ennfremur var einstaklingum leyft að byggja nýjar og fullkomnar verksmiðjur en gegn því höfðu ráða menn rauðu flokkanna barist um langt skeið. Þessi auknu afköst verksmiðjanna eru hin þýðingar- mestu fyrir útgerðina. Á sú staðhæfing eftir að sannast enn betur síðar. Síldarverksmiðjurnar eru nú allar tilbún ar til vinslu afurðanna. Aðeins hráefnið, síldina sjálfa, vantar. Hún er eins og áður hinn mikli örlagavaldur. ★ Um þessar mundir dvelja hugir margra íslendinga norður hjá síldveiðiskipunum á miðunum fyrir Norður- landi. Þjóðin á mikið undir úrslitum þessarar vertíðar. Hana vantar erlendan gjaldeyri til kaupa á margskonar nauðsynlegum varningi. Góð síldveiði getur breytt miklu um gjaldeyrisástandið. Afleiðingar l^legrar veiði hljóta hinsvegar að verða meiri örðugleikar en þjóðin hefur um langt skeið þurft að horfast í augu við. Um þá staðreynd þarf ekki að fara í neinar grafgötur. En þó rjett sje að vera við öllu búinn er þó að svo vöxnu máli ekki ástæða til svartsýni. Aðeins lítill hluti hins venjulega síldveiðitíma er liðinn. Veiðitækin eru nú betri en nokkru sinni fyrr. Ef mikil síldargegnd kemur á næstunni eru góðir möguleikar fyrir ábatasamri vertíð. Hálfs mánaðár síldarhrota þýðir tugi eða jafnvel hundruð miljóna gjaldeyristekjur. Svo þýðingarmikill liður er síldariðnaðurinn orðinn í þjóðarbúskap íslendinga. En þessi atvinnuvegur er of fallvaltur til þess að allt megi velta á honum einum. Það sanna fjölmörg dæmi. Og hvernig, sem þessi sídarvertíð reynist, verður ekki hjá því komist að gera ?jer það 'ijóstá komandi háusti, hvar þjóðin raunverulega er á vegi stödd í fjármáiúm sínúm og verðlagsmálum. Lengur en til haustsins getur það ekki beðið að horfið verði að raunhæfum aðgerðum í dýrtíðarmálunum. XJíLuerji ábri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Loksins ÞAÐ eru loksins komnir góð- ir tímar fyrir þá, sem hafa sitt lífsviðurværi af því að selja sól gleraugu, en hinir^ sem selja sjó hatta og regnkápur geta von- andi tekið sjer langt frí. — En það er víst best að tala sem minnst um blíðuna og blessaða sólijja. Þetta er svo kenjótt. Það skiftast á skúrir og skin og lægðir og hæðir, eins og þeir segja í veðurfregnunum. En það er vafalaust bæn margra — að minnsta kosti þeirra, sem Reykjanesskagann byggja — að hæðin megi lengi verða kyrstæð yfir Grænlandi og lægðirnar vera sem lengst í burtu. • Eins og á Kyrra- hafsströnd í GÆR hitti jeg mann, sem víða hefir farið um heiminn. Hann kom hingað um helgina í fyrsta skifti á æfinni. „Þetta er dásamlegt land. Loftslagið minnir mig helst á Kyrrahafs- ströndina norðanverða. Það er ekki of heitt þótt logn sje og sólskin. Alveg mátulegt. Því látið þið heiminn ekki vita um þessa paradís?“ Ekki bar jeg á móti því, sem gesturinn sagði, en eyddi talinu. Hann á kannske eftir að gera annan samanburð ef hann verður hjer lengi. • Nýtt land og óþekkt NORSKUR blaðamaður, sem hjer dvelur um þessar mundir j heíir látið svo ummælt, að sjer; þyki fyrir því. hvað hann hafi hjer stutta viðdvöl að þessu! sinni og fái lítil tækifæri til að. skoða sig um og kynnast landi og þjóð. j „Jeg hjelt að jeg hefði lesið einhver kynstur um ísland og nú sje jeg fyrst hve fráfróður jeg er um landið og þjóðina.' Þetta er alveg nýtt land fyrir mjer og svo mun vera um fleiri á Norðurlöndum. Sannleikurinn er sá, að yrið vitum ekkert um ykkur miðað við það sem við ættum að vita“. Þannig talaði blaðamaðurinn, sem hefir gert sjer far um að kynnast Islandi. Hvað má þá hugsa um alla' hina um víða veröld, sem rjett þekkja nafn landsins af afspurn. Ómakleg gagnrýni ÓMAKLEG er sú gagnrýni, sem jeg hefi heyrt víðar en úr einni átt síðan um helgina, en það er að veitingar fyrir gesti Snorranefndar hafi farið út um þúfur á sunnudaginn og fæstir hafi fengið hálffylli sína. Það er rjett að það var þröngt. En maturinn gat ekki verið betri og sjaldan hefi jeg sjeð frammistöðufólk leggja sig eins í líma til að þóknast gestum. Stúlkurnar og þjónarn- ir voru á þönum til að reyna að gera öllum til geðs. Og þegar við bætist að gestirnir voru nokkrum tugum. eða jafnvel hundruðum fleiri, en gert hafði verið ráð fyrir, þá má segja, að það gangi kraftaverki næst hve veitingar allar fóru vel úr hendi. Margir hinna erlendu gesta höfðu orð á því og undruðust hvað hægt var að veita vel í Reykholti. Stórviðburður ÞAÐ má segja, að hver stór- viðburðuri-nn reki annan þessa dagana hjá okkur, því vissu- lega er hin norska vinaheim- sókn stórviðburður. Og nú eru norsku knattspyrnumennirnir komnir til að keppa við okkar pilta. Engu skal um úrslitin spáð. Norðmenn eru góðir knatt- spyrnumenn og munu gera sitt til að fá sigur. En það skiftir ekki heldur svo miklu máli hver vinnur, heldur ér hitt mest um vert, að íslendingar geri það, sem þeir geta í drengi legum leik. Við skulum muna eftir því, að þetta er annar knattspyrnu- leikur í millilandakeppni, sem við tökum þátt í og það er ekki hægt að búast við, að okkar piltar sjeu jafngóðir og þaul- æfðir menn, eins og þeir norsku eru. En hitt er eðlilegt, að við vonum hið besta, því þótt við getum vitanlega unnt Norð- mönnum sigurs, þá þætti ökkur vænst um, að sigurinn á knatt- spyrnuvellinum yrði okkar manna. Afskiftasemi EFTIRFARANDI saga er sögð ættuð úr Hafnarstræti, en getur vel verið að hafi skeð annarsstaðar. Róni vindur sjer að virðuleg- um borgara og segir: „Lánaðu mjer fimmtíukall!“ „Ha! 50 krónur?“ „Þú heyrðir hvað jeg sagði“. Borgaranum fannst nóg um og gaf sig á tal við rónann: — „Heyrðu nú góði maður. Það* hefði verið einhver von til þess, að jeg hefði lánað þjer fimm krónur, eða svo, en þú kemst aldrei áfram með því að vera svona heimtufrekur. Jeg vil ráðleggja þjer að stilla kröfum þínum í hóf, þá getur verið að þjer áskotnist eitthvað“. Róninn tók þetta stinnt upp og mælti afundinn: „Þú ræður því náttúrlega hvort þú lánar mjer fimmtíu- kall, eða ekki, en jeg ætla að biðja þig um að gjöra Svo vel að vera ekki að skifta þjer af því hvernig jeg rek mína at- vinnu!“ Erindisleysur ÞAÐ eru farnar margar er- indisleysur þessa dagana. Það vita þeir, sem þurfa að ná tali af mönnum. Það er ekki nokk- ur leið að hitta mann, hvað sem á liggur. Það er enginn á sínum stað. MEÐAL ANNARA ORÐA . . .. SVERÐ SAMURAIANNA Samuraiar heitir sú stjett í Japan, sem hafði bardaga að atvinnu sinni. Þessi stjett var mjög fjölmenn og meðal ann- ars tilheyrðu henni allir hátt- settir herforingjar 1 síðustu styrjöld. Nú er hún á hverfandi hveli og þegar lýðræði og frelsis- andi hefur verið innrættur japönsku þjóðinni eins og menn vona að verði, mun þessi stjett hafa lítið að lifa á og líklega verður hún ekki lengur til. En undanfarnar aldir hefur hún verið flokkur sá sem staðið hef ur undir aðalsmönnunum og á þeim hefur einræði keisarans og höfðingjaklíkanna byggst. Hjer á eftir lýsir David Ellby nokkuð lífi þeirra og einnig hvernig þeir áttu að deyja. Áður fyrr voru Samuraiarn- ir fullkomlega á valdi hús- bænda sinna. Þeir höfðu jafn- vel ráð yfir lífi þeirra. En að- al.§mennirnir - ' ýi'ldp, ,h undir venjulegúm aðátæðum. síður missa en hafa góðan Samurai. Sverð Samuraia. Sverð Samuraisins var valið af bestu gerð frá einhverjum' dómarar voru Viðstaddir og af þeim þúsundum góðra sverða' dæmdu hvernig sverðin hefðu smiða, sem uppi voru á þeim staðið sig, hvernig eggin hefði tímum. Það er eftirtektarvertý farið o. s. frv. Stundum var að af mörgym góðum málur-' eitt líkið lagt ofan á annað og um, sem Japanir áttu á fyrri þóttu það góð sverð, sem skáru tímum, þekkjast nöfn fárra. í gegnum bæði. Jeg hef sjeð En nöfn minsta kosti 11 þús-| mörg sverð í Japan, sem stend- und sverðasmiða þekkjast og ur á t. d.:Skar einn líkama, stefnur og afbrigði í sverða- smíði skifta hundruðum, allt frá morðhnífunum frá 13. öld, sem Murmasa gerði, en hann skar tvo og skar þrjá. Ekki Hara-kiri. þurfa litlu sverðin, var sagður herða stálið í manns sem notuð eru við hara-kiri blóði. til hinna ágætu sverða síður að vera beitt, því að sá Yoshimitsu,' sem keisaraættin dauðdagi verður að vera sem japanska á enn í dag. | allra sársaukalausastur. og Sverðin þóttu aldrei örugg um skjótur. Samurai, sem nema búið væri að reyna þau varð að fremja hara-kiri, leysti og voru slíkar reynsluathafnir fra síer sloppinn, lagðist á nefndar Tamesjigiri og fóru' hnjen fram á púða svo að hann þær frægustu fram fyrir fram dytti síður aftur fyrir sig í an höllina í Sjógún. I dauðateygjunum. Síðan dró Tamesjigiri fór fram á mis- han sverðið úr slíðrum, stakk munandi hátt eftir því hvar Þv* 1 kviðinn og skar þvert yar. pg á hváðá . en -<£yljs " \ ’ 'r' sjaðar vár það hijð'!Sáína aðrrþy^j, . ^Þr ^ furidu ættingjarnir leýti áð höktu'rfr jíkum yargiiajð (’slítíf'áða frásögn um það hvíi 'áð á sandstalL'Ogi.jsíð^n, !vo.ru ' háhn^-befði gripið til þessa. sverðin reynd hvernig gengi'að lá^s °é vepjulega fylgdi kveðjaií'' höggva með þeim. Nákvæmir! Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.